Morgunblaðið - 14.02.1986, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.02.1986, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1986 25 Fær háskólaútvarp afnot af dreifikerfi rásar 2? í ATHUGUN ér stofnun háskólaútvarps, sem fengi afnoí" af dreifikerfi rásar tvö á þeim tíma sem rásin sendir ekki út. Háskólaráð skipaði nefnd í júni 1985 til þess að kanna grundvöllinn fyrir starfrækslu slíkrar útvarpsstöðvar og er Þorbjöm Broddason lektor formaður nefndarinnar. ekki skýlaust fyrirheit um að at- vinnan við Kockums verði tryggð. Menn muna þá tfð er Kockums var grundvöllur glæstra vona um framtíð Malmö og íbúa hennar. Þá var næga atvinnu þar að fá og mikil eftirspum eftir dugandi vinnukrafti. Þetta mega menn á íslandi muna því tugir og hundmð atvinnulausra iðnaðarmanna fluttu af landinu og réðu sig m.a. í vinnu hjá Kockums í Malmö fyrir hálfum öðmm áratug. Þá var uppbygging í atvinnu- og efnahaglífinu á öllum sviðum og menn hugsuðu sér Malmö, þriðju stærstu borg Svíþjóð- ar, sem miðpunkt atvinnulífs í Suður-Svíþjóð og sjálfsagðan tengi- lið við atvinnulíf á meginlandi Evrópu. En nú er spurt, hvort Malmö sé að leggjast f auðn sem iðnaðarborg; hvort hún sé að verða miðstöð og tákn brostinna vona hagvaxtarins á sjöunda og áttunda áratugnum. Allt miðað við Stokkhólm í umræðunum um hið slæma atvinnuástand í Malmö og nágrenni hefur iðulega verið bent á hversu erfitt sé að koma ráðamönnum, embættismönnum og stjómmála- mönnum f Stokkhólmi í skilning um ástandið á Skáni og í Malmö sér- staklega. Bent er á, að enginn ráð- herranna sé frá Skáni. Það er af sem áður var, að leiðtogar jafnaðar- manna komu frá Malmö. Undanfarin ár hafa æ fleiri fyrir- tæki á Skáni verið keypt af fjár- sterkum aðilum í Stokkhólmi og Gautaborg. Stjóm í mikilvægum málum hefur þvf færst út af svæð- inu. Önnur sjónarmið en Skánveija setja svip á ákvarðanir. Nokkur sjálfsgagnrýni hefur þó einnig komið fram, einkum af hálfu sýslu- mannsins, sem gagnrýnir bæjarfé- lögin fyrir eiginhagsmunastefnu varðandi mikiivæg viðfangsefni sem snerti hagsmuni svæðisins í heild. Þar hefur hver höndin oft verið upp á móti annarri og hindrað hagkvæmar lausnir og jafnvel stað- ið þróun efnahagslífsins fyrir þrif- um. Leiðir út úr ógöngum Ýmislegt hefur komið til um- ræðu, sem gæti lagt gmndvöll að nýrri atvinnuþróun á svæðinu og komið f stað Kockums. Brúin yfir Eyrarsund er gamall draumur, sem ýmislegt bendir til, að nú sé nær því að geta ræst en áður. Brúin mundi tengja Skán við Kaupmanna- höfn og gera Malmö að mikilvægum millilið, í efnahagslegu tilliti, milli Skandinavíu og meginlands Evrópu — auk þess fengi fjöldi manns vinnu við að byggja brúna. Það hefur kvisast út, að Saab- verksmiðjumar geti hugsað sér að byggja nýja verksmiðju í Malmö, sem geti veitt eitt til tvö þúsund manns vinnu. Þá hafa verið uppi áætlanir um að nýta tækniháskól- ann f Lundi betur við atvinnu- og iðnaðarþróun á svæðinu. En hvað um það, nú mæna augu Skánveija til Stokkhólms og beðið er eftir þeirri „heildarlausn" á vandamálum Malmösvæðisins, sem ríkisstjómin er sögð vera að sjóða saman. í þessum „Malmöpakka" verður framtíð skipasmíðanna í Kockums ráðin. Höfundur er fréttaritari Morgun blaðsins i Svíþjóð. Forsaga þessa máls er sú, að Stúdentaráð HÍ skipaði á árinu 1984 nefhd til þess að kanna möguleika í háskólaútvarpi. Að sögn Þorbjamar Broddasonar, sem var formaður þeirrar nefndar, skil- aði hún áliti 12. febrúar 1985, og var gert ráð fyrir því í álitinu að háskolaútvarp yrði sniðið að þörfum háskolans, en yrði öðmm útvarps- stöðvum jafnframt til fyrirmjmdar hvað varðaði tæknileg gæði og menningarlegan svip. Fyrst í stað var gert ráð fyrir að drægi stöðvar- innar miðaðist við höfuðborgar- svæðið. í framhaldi af störfum þessarar nefndar skipaði háskólaráð svo aðra nefnd, sem í eiga sæti Þorbjöm Broddason, Halldór Guðjónsson kennslustjóri háskólans og tveir Sigmundur sagði að stöðugt væri leitað leiða til þess að ráða bót á húsnæðisvanda háskólans, og við- skiptastúdentar væm hreint ekki þeir einu sem væm á hrakhólum. Verið væri að kanna hvort ekki fengjust afnot af gamla Verslunar- skólahúsinu við Gmndarstíg næstu flögur til fimm árin fyrir viðskipta- deildina. Þá hefði einnig komið til tals að nýta Háskólabió til fyrir- lestrahalds. Framtíðarlausnin væri fulltrúar stúdenta. Nefndin hefur ekki lokið störfum, en ýmsar hug- myndir hafa verið reifaðar, þ á m. að háskólaútvarp næði til allra landsmanna og fengi til þess afnot af dreifikerfi rásar 2 þegar það væri ekki í notkun. Það sem býr að baki em hugmyndir um fræðslii. og opinn háskóla, t.d. í líkingu við þann sem starfræktur er á Englandi og sendir út um dreifikerfi BBC. Hvað fjárhag slíkrar stöðvar varðaði, taldi Þorbjöm ekki ólíklegt að auglýsendur ákveðins vamings, svo sem bóka, tækju við sér og yrði það slíkri stöð styrkur. Sagðist Þorbjöm vona að nefndin gæti skilað áliti með vorinu og myndu línumar þá skýrast. Háskólaráð hefur enn ekki tekið stefnumarkandi afstöðu til málsins. þó sú, sagði Sigmundur, að byggja meira og væm fyrmefndir þrír fyrirlestrasalir liður í þeirri viðleitni. Sigmundur bætti því við, að ætti að leysa húsnæðisvanda háskólans til frambúðar, yrði eigandi skólans, þ.e. íslenska ríkið, að leggja vem- legt fé af mörkum. Stundafjöldi hefði margfaldast á undanfömum ámm en húsrými ekki aukist að sama skapi. Viðskiptadeild HÍ í * Verzlunarskólahúsið? VERIÐ er að undirbúa byggingu þriggja fyrirlestrarsala fyrir Háskóla íslands við Háskólabíó og er jafnvel vonast til að hinn fyrsti þeirra verði tekinn í notkun seint á næsta ári, sagði Sigmundur Guðbjarnason rektor, er Morgunblaðið leitaði hjá honum upplýsinga um húsnæðismál háskólans. Eins og kunnugt er af fréttum héldu stúdentar i viðskiptadeild fjöl- mennan fund fyrir skömmu þar sem þeir mótmæltu húsnæðis- og aðstöðuleysi sínu. Hrossastóð í Keldulandi í Akrahreppi. Morgunbia«i«/Péii Dagbjartsson Útigangshross í haust- holdum í Skagafirði Varmahlíð, 7. febrúar. SVO SEM víðast annars staðar á landinu, þá hefur tíðarfar verið með eindæmum gott hér í Skagafirði það sem af er þessum vetri. Aðeins tvivegis hefur snjóað það mikið að kallast hefur mátt alhvit jörð. Svell voru mikil og hálka eiginlega allan janúarmánuð og áttu ökumenn oft erfitt um vik. Nokkrar útafkeyrslur áttu sér stað en ekki urðu i þeim tilvikum nein slys á fólki. Nú er kominn brúsandi sunnanþeyr með hláku og klakar sem óðast að bráðna. Útigangshross eru í hausthold- um svo sem eðlilegt er í þessari indælis tíð og hafa verið létt á fóðrum. Nú eru tamningamenn og hestaeigendur sem óðast að taka hross sín á hús og jáma. Margar tamningastöðvar eru hér í héraðinu og all stór hópur manna sem hefur af því atvinnu eingöngu síðari hluta vetrar, að taka hross í tamningu. Landsmót Hesta- mannafélaga verður haldið á sumri komandi og eru Skagfírð- ingar staðráðnir í að gera hlut skagfirsku hrossanna sem stærst- an á þeirri samkomu. Félagslíf í héraðinu er með hefðbundnum hætti. Karlakórinn Heimir æfir reglulega undir stjóm Rögnvaldar Valbergssonar og Stefáns Gíslasonar. Rökkurkór- inn, sem er blandaður kór er líka með æfingar tvisvar í viku, stjóm- andi er Stefán Gíslason. Nú er komið fram á þorra og tími þorrablóta og árshátíða geng- inn í garð. Það ætti því ekki að hijá okkur tilbreytingarleysi þessa dagana hér í Skagafirði. P.D. „Sölumannsmálið“ í Hæstarétti: Tveir menn í fangelsi fyrir víðtæk fjársvik Seldu meðal annars ónýta síldarverksmiðju í Djúpuvik á Ströndum HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt tvo menn um fimmtugt i fangelsi f svokölluðu „sölumannsmáli" - fyrir svik og pretti þar sem þeir meðal annars seldu verðlausa sfldarverksmiðju í Djúpuvík á Strönd- um fyrir 130 milljónir gamalla króna. Dómur yfir öðrum þeirra var þyngdur úr 12 mánaða fangelsi í 15 mánuði vegna ftrekaðra brota hans, en dómur undirréttar í máU hins var staðfestur og hlaut hann 12 mánaða fangelsi. Ákæra á hendur mönnunum var f átta liðum, en í meginatriðum má segja að þeir hafi með blekkingum selt verðlausa hluti gegn vfxlum, sem þeir notuðu til þess að komast yfir eignir og verðmæti vitandi að víxlamir yrðu aldrei greiddir. Þrír fyrstu liðir ákæru hljóða á viðskipti þeirra við borgfírskan verslunar- mann. í júní 1979 seldu þeir honum skurðgröfu fyrir 12 milljón krónur gegn greiðslu 12 víxlum. Kaupin gengu til baka og skiluðu þeir tfu víxlum, en notfærðu tvo miHjón króna vlxla heimildarlaust í við- skiptum. Þeir fengu sama mann til þess að láta af hendi 39 víxla samtals að upphæð rúmar 18 millj- ón krónur í skiptum fyrir vöru, sem ekki var látin af hendi og notfærðu þeir sér víxlana í ýmsum viðskiptum og þótti sannað að ákærðu hafi verið ljóst, að litlar líkur voru á að viðtakendur fengju víxlana greidda. Þá keypti verslunarmaðurinn ónýtan jarðbor á tæpar 17 milljón krónur í febrúar 1980 gegn greiðslu 48 víxlum. Þótti sannað að þeir hefðu vakið rangar hugmyndir um verðmæti borsins. Vfxlana notuðu þeir f viðskiptum, þó ljóst væri að verslunarmaðurinn gæti ekki staðið í skilum, enda síðar lýstur gjald- þrota. Fjórði liður ákæru hljóðaði upp á kaup á bifreið á Akranesi f apríl 1980 fyrir tæpar sex milljón krónur. Þeir létu eignalausan vin sam- þykkja í nafni og sem prófkúruhafa fyrirtækisins Kambs hf. í Djúpuvík á Ströndum, en þar höfðu þeir „keypt" leifar síldarverksmiðju fyrir lítið. Þótti sannað, að þeir hefðu ekki f hyggju að greiða víxlana, svo sem raun varð á. Fimmti liður ákæru hljóðaði upp á sölu á verðlausum leikföngum til fsfirsks sjómanns f maí 1980 fyrir rúmar 27 milljón krónur. Þótti sannað að blekkingum hafi verið beitt. Þá seldu þeir tveimur eignalaus- um „vinum sínum" sfldarverksmiðj- una á Djúpavogi fyrir 130 milljón krónur - að sjálfsögðu gegn greiðslu verðlausra vfxla í því aug- namiði að nota í viðskiptum og þannig komast yfir illa fengið fé. Hluti víxlanna var notaður í bflavi^- skiptum, þó einsýnt hafi þótt að greiðslur yrðu ekki inntar af hendi. Hinum dæmdu er gert að greiða verjendum sínum, Jóni Oddssyni, hrl., og Guðmundi Ingva Sigurðs- syni, hrl., málsvamarlaun, 75 þús- und krónur hvorum, svo og sak- sóknarlaun krónur 75 þúsund krón- ur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.