Morgunblaðið - 14.02.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.02.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR14. FEBRÚAR1986 23 Viðbúnir hinu versta ÞESSI mynd er tekin fyrir utan dómshúsið í Palermo á Ítalíu, þar sem mafíu-réttarhöldin fara fram þessa dagana. Brynvagn gætir inngöngudyranna að réttarsalnum við Ucciardone-fangelsið. AIls 474 „mafíósar“ sæta þar ákæru fyrir margvísleg glæpaverk, svo sem morð og mannrán í hundraðatali, eiturlyfjasmygl o.fl. Það er því eins gott, að vera viðbúinn hinu versta af hálfu samtakanna. Aquino kveður myrt- an stuðningsmann Manila, 13. febrúar. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsina. CORAZON Aquino, forsetaframbjóðandi stjómarandstöðunnar á Filippseyjum, var viðstödd minningarathöfn um Evelio Javier, fv. rikisstjóra í Antique, á fimmtudagseftirmiðdag. Mörg hundruð manns sóttu athöfnina og sendiherrar nokkurra Vestur-Evrópulanda voru meðal þeirra. Javier var skotinn til bana á þriðjudagsmorgun. Hann hafði barist hart fyrir sigri Aquino í lgör- dæmi sínu. Aquino líkti morðinu við morðið á eiginmanni sínum, Ben- igno Aquino, og sagðist vita hvemig ekkju Javiers væri innanbijósts og bað mannfjöldann að taka á móti henni þegar hún kemur til landsins á morgun. Orðum hennar var tekið vel og minningarathöfnin minnti meira á kosningafund en kveðju- stund. Þingmaður KBL-flokksins, Art- uro Pacificador, sem hefur verið sakaður um að vera að baki morðs- ins, sagði blaðamanni Morgun- blaðsins í gær að hermaður sem Javier löðrungaði hefði verið í hópi mannanna sex sem myrtu Javier um hábjartan dag á almannafæri. Hann sagði öðrum blaðamönnum hins vegar að núverandi ríkisstjóri Antique, Enrique Zaldivar, hefði viljað Javier dauðann af því að hann hefði verið of vinsæll í kjördæminu og ógnað stöðu ríkisstjórans. Zaldivar flúði til Manila eftir morðið og óttast um líf sitt. Hann var meðlimur KBL-flokksins þang- að til skömmq fyrir kosningar. Javier fékk hann til að styðja Aquino í stað Marcosar í kosningun- um og þeir unnu henni mikið fylgi 1 kjördæmi þeirra. Javier var ný- kominn frá að fylgjast með talningu þegar hann var skotinn til bana. Hann ætlaði að fylgja kjörgögnum alla leið til þingsins í Manila. Javier bauð sig fram á móti Pacifícador í þingkosningunum 1984 en tapaði kosningunni. Sex manns voru þá myrtir á kjördag og Javier sakaði Pacifícador um að hafa staðið að morðunum. Málið er fyrir dómstólunum. Vinsældir Javiers voru miklar og margir álitu hann eina stærstu von stjómarand- stöðunnar í framtíðinni. Hann var 43ja ára gamall. Talið er að hann hafi ógnað fylgi KBL-flokksins í Antique í sveitastjómarkosningun- um sem á að halda seinna á þessu ári. Yevtushenko hrópaður niður Cambridge, Massachusetts. AP. SOVÉZKA ljóðskáldið Yevgeny Yevtushenke varð að binda endi Olíuverðið nið- ur í 20 dollara? Helsinki, 13. febrúar. AP. FULLTRÚAR Finna og Sovét- manna í olíumálum hófu í dag viðræður um verðlækkun á sov- éskri hráolíu. Finnar flytja inn um átta milljónir tonna af hráol- íu árlega. Tunna af hráolíu kostar nú tæpa 18 dollara á skyndimarkaðnum, en Finnar borga enn um 25,5 dollara fyrir tunnu af sovéskri hráolíu. Jaakko Ihamuotila, forstjóri fínnska olíufélagsins NESTE, sem er ríkisrekið, segir að það geti tekið rúma viku að semja við sovésku sendinefndina. Hann kvaðst vonast til þess að samningar næðust um 20 dollara á hráolíutunnuna. á ræðu sína við háskólann í Harward fyrir skömmu er sovézkir útlagar tóku að grípa fram í fyrir honum. Hrópuðu þeir að honum m.a. að hann væri á mála hjá sovézkum stjórnvöld- um. Yevtushenke, sem nú er 52 ára að aldri, hafði verið boðið til Har- ward til þess að kynna kvikmynd sína, „Barnaheimilið", sem ijallar um ævi hans sjálfs og hann stjóm- aði sjálfur. Lætin hófust er einhver úr áheyrendahópnum kallaði kvik- myndina „fúsk“ og hélt því fram, að hún segði ekki allan sannleikann. „Haltu þér við skáldskap en ekki við kvikmyndir," hrópaði maðurinn, sem hlaut við það klapp frá mörgum úr áheyrendasalnum. Yevtushenke svaraði að bragði: „Er það ætlunin hér í kvöld að draga heiðarleika minn í efa? Ef svo er, þá vil ég taka það skýrt fram, að ég er dauðleiður á spumingum í svo skammarlegum tilgangi." AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Portúgal: Fáir treysta sér til að spá hvor sigrar í forsetakosn- ingum, Soares eða do Amaral FRÉTTASKÝRENDUM ber öUum saman um að það sé aUsendis óhugsandi að spá hverjar verði niðurstöður forsetakosninganna í Portúgal á sunnudaginn. í fyrri umferðinni, sem fór fram 26. janúar, fékk Diego Freitas do Amaral 46,3 prósent atkvæða og næstur honum kom Mario Soares með 25,4 prósent. TU að ná kjöri í fyrstu umferð hefði do Amaral þurft að fá helming greiddra atkvæða, en þvi bjuggust raunar fáir við. Síðan 26. janúar hafa þeir Mario Soares og Freitas do Amaral lagt allt kapp á að telja þá, sem ekki kusu í fyrri um- ferðinni, á að kjósa nú. Og kjósa þá rétt. Kosningaþátttaka var um 75 prósent í fyrri umferð, auk þess lýstu allir vinstri flokk- amir yfír stuðningi við Mario Soares. Ef menn hlýðnast sín- um foringjum ætti Soares því að ná meira atkvæðamagni en do Amaral. Um það hvemig menn rekast þegar í kjörklefann kemur skal þó ósagt látið. Salgado Zenha sem naut stuðnings Eanistaflokksins RDP fékk 21 prósent og Maria Lourdes Pintassilgo fékk 7 pró- sent, en hafði verið spáð öflugra fylgi- Zenha lýsti mjög fljótlega yfír stuðningi við Soares og kom það ekki á óvart, enda vom þeir nánir samstarfsmenn um árabil, þótt einhvers staðar á leiðinni slettist upp á vinskap- inn. Alvaro Gunhal formaður kommúnistaflokksins hefur einnig hvatt liðsmenn sína til að kjósa Soares, þar sem hann sé skárri kostur en Freitas do Amaral. í Portúgal hentu menn gaman að því hversu klaufalega Gunhal hefði komist að orði þegar hann hvatti til að komm- únistar styddu Soares. Enda hefur Gunhal áreiðanlega þurft að bíta á jaxlinn til að gefa þessa yfirlýsingu svo erfíðlega sem þeim hefur samið, persónu- lega og pólitískt. í þessari lotu hefur verið að mörgu leyti jafnræði með fram- bjóðendum en misjafnar áherzl- ur hafa verið í málflutningi þeirra. Freitas do Amaral hefur lagt megináherzluna á að kjör hans muni verða til að þoka Portúgal fram á við, ekki skuli una við þá stöðnun sem hafí verið, Portúgal skuli vinna sér sinn sess í samfélagi þjóða. „Við þurfum að fínna aftur sjóleiðina til Indlands," segir do Amaral og höfðar til þjóðemis- tilfínningar og þjóðarstolts Portúgala. Do Amaral segir að menntun verði að bæta, at- vinnutækifæri að efla og ganga heilshugar inn í Evrópubanda- lagið. Ungt fólk hefur þyrpst mjög til fylgis við do Amaral síðustu vikur og mánuði, ekki hvað sízt ungt fólk úr röðum Sósialdemókrataflokksins PSD. Mario Soares leggur hins vegar meginkapp á að rifja upp hversu dyggur lýðræðissinni hann hafí ætíð verið. Og það dregur enginn í efa. Hann segir að hætta sé á hægrifasisma í Portúgal á ný ef do Amaral nái kjöri og hamrar á baráttu sinni fyrir endurreisn lýðræðis í Port- úgal, löngu áður en Freitas do Amaral var búin að slíta bams- skónum. Þessu hefur do Amaral svar- að svo að Soares hafí fengið sín enda stjómmálaferil sinn sem forseti. Hann galt þess að vera í forsvari duglítilla ríkisstjóma og þrátt fyrir persónulegar vinsældir, sem hann hefur notið alla tíð, var honum vitanlega ekki stætt á því að skella jafnan skuld á aðra og reyna að fría sig ábyrgðinni. Þegar kosninga- baráttan hófst stóð Soares held- ur dapurlega að vígi að flestra dómi, einkum þótti framboð Salgado Zenha setja strik í reikninginn. Það veikti enn stöðu Soares, að Sósialista- flokkur hans hafði goldið afhroð í þingkosningum nokkmm mán- uðum áður. Freitas do Amaral hafði einnig rennt hýru auga til forsetaembættis um langa hríð. Þegar hann dró sig út úr þátttöku f stjómmálum eftir að Pinto Balsemao tók við forsæt- isráðherraembætti í desember 1980 sögðu margir að hann stefndi á að verða forsetafram- Freitas do Amaral Mario Soares tækifæri og verið áhrifamestur um framvindu mála í Portúgal síðustu tíu ár og ástandið skeri í augun. Þeir, sem ég hef talað við, segja að ógemingur sé að spá um hvor hljóti kosningu. Mario Soares sé frægur fyrir að sópa að sér atkvaaðum á endasprett- inum, en það er líka augljóst að do Amaral hefur stuðning fleiri en miðdemókrata og sós- ialdemókrata, að minnsta kosti miðað við úrslitin í fyrri um- ferðinni. Hvort það dugar honum til vinnings sést ekki fyrr en á sunnudaginn. Það er óneitanlega mjög athyglisvert að velta fyrir sér, hvemig þróunin hefur orðið í kosningabaráttunni. Langt er síðan Mario Soares ákvað að bjóðandi við forsetakosningam- ar nú. Eftirmaður hans í for- mannssæti Miðdemókrata- flokksins, Lucas Pires, sem hefur reyndar sagt af sér nú, greindi fyrst frá því í samtali við Morgunblaðið að do Amaral ætlaði að gefa kost á sér. Þetta varsumarið 1983. Lengst af hefur do Amaral haft ótvíræðan meðbyr og sóp- að að sér fylgi. Eins og komið hefur fram sækir hann mjög styrk til yngri kjósenda. Hvort vegur svo þyngra í huga portú- galskra kjósenda: fyrirheit do Amarals um að gera Portúgal að nútímaríki, eða hollusta þeirra við Soares vegna langrar og dyggra starfa hans — hvort sem menn eru nú dús við þau eða ekki — ræðst svo á sunnu daginn kemur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.