Morgunblaðið - 14.02.1986, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.02.1986, Blaðsíða 3
MORGUNBIAÐIÐ, FÖSTUDAGUR14. FEBRÚAR 1986 3 Fjármálaráð- herra hækkar laun félaga í KI frá 1. febrúar Fjármálaráðherra, Þorsteinn Pálsson, tilkynnti fulltrúum kennara á fundi með þeim í gærdag að launakjör félaga í Kennarasambandi Islands yrðu hækkuð til samræmis við laun félaga í Hinu íslenska kennarafé- lagi frá og með 1. febrúar síðast- liðnum. Fjármálaráðherra viður- kenndi samningsrétt Bandalags kennarafélaga á miðvikudaginn, en þar sem ljóst er að HÍK mun ekki ganga til samninga undir merki BK nú vegna skuldbind- inga við BHMR, ákvað ráðherra að samræma launakjör félag- anna tveggja, enda verði samið um kjör allra kennara á einum vettvangi í framtíðinni. Valgeir Gestsson formaður KÍ sagði að kennarar teldu eðlilegt að launajöfnunin hefði náð aftur til 1. nóvember, þegar launamismunur- inn hefði komið til. A stjómarfundi KÍ í gærkvöldi var samþykkt álykt- un þar sem segir m.a. að ráðherra hafí með ákvörðun sinni svikið kennara í KÍ um þriggja mánaða launaleiðréttingu. Þorsteinn Páls- son fjármálaráðherra, sagði í gær- kvöldi, að útilokað væri að jafna laun kennara öðm vísi en þeir væru sameiginlega aðilar að einum kjara- samningi og það hefði ekki verið fyrr en á miðvikudag, sem vilji kennara lá endanlega fyrir. „Þessi ákvörðun mín var tekin í' beinu framhaldi af þessari niðurstöðu kennara og varð ekki tekin fyrr,“ sagði ráðherrann. „Ég vísa því öll- um aðdróttunum um svik út í hafs- auga," sagði Þorsteinn Pálsson. „Þrátt fyrir að fullur árangur hafi ekki náðst," segir í ályktun stjómar KÍ, „telur stjóm KI ekki rétt að halda áfram aðgerðum að sinni, en hvetur félagsmenn Kenn- arasambandsins til að vera viðbúnir harðri baráttu fyrir bættum kjörum kennara og lögvemdun á starfsheiti og starfsréttindum þeirra." Ekkert verður þvf af boðuðum aðgerðum kennara á Suðurlandi og Norðurlandi vestra í dag. Tveir fiskmats- menn reknir TVEIM fiskmatsmönnum, þeim Katli Jenssyni og Jóni Akasyni yfirfiskmatsmanni á Akranesi, hefur verið sagt upp störfum. Mennirnir eru milli sextugs og sjötugs og hefur annar unnið við fiskmat í 14 ár en hinn i 25 ár. „Þetta eru heldur kuldalegar kveðj- ur eftir 25 ára starf,“ sagði Ketill Jensson, en honum var sagt upp eftir að hafa starfað við fiskmatið í 25 ár. „Ég veit ekki til að störf mín hafi verið gagnrýnd þennan tírna." Hann sagði að fiskmatsstjóri hefði komið að máli við hann um miðjan desember og sagt að hann gæti átt von á uppsögn eftir ára- mót vegna skipulagsbreytinga. „Ég sendi bréf til ráðherra um miðjan janúar til að fá málin á hreint, og fékk svarbréf undirritað af Halldóri Ámasyni fiskmatsstjóra þar sem mér var sagt upp með hálfs mánað- ar fyrirvara." Ketill hóf störf í ferskfiskmati um áramót 1961, en síðustu 14 ár hefur hann verið mest í eftirliti með grásleppuhrogn- um. „Mér finnst einkennilegt að það þurfi að kasta þeim elstu út, þrátt fyrir skipulagsbreytingar" sagði Ketill. Ólafsvík: Hraðfrystihúsið kaupir Jökul SH Byggðasjóður greiðir fyrir kaupunum með lánveitingu HRAÐFRYSTIHÚS Ólafsvíkur hf. hefur nú keypt togarann Jökul SH af fiskverkuninni Hróa hf í Ólafsvík. Kaupverð er 118 miHjónir króna. Byggðasjóður greiðir fyrir kaupunum með lán- veitingu, en hve mikil hún verður er ekki Ijóst enn. Guðmundur Bjömsson, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihússins, sagði í samtali við Morgunblaðið, að lán til kaupanna hjá Byggðasjóði hefði meðal annars fengizt til að fyrirbyggja að skipið hyrfi úr byggðarlaginu við sölu og til að tryggja næga hráefnisöflun á staðnum. Skipið yrði gert út á ís- fískveiðar til löndunar í Hraðfrysti- húsinu. Afkoma þess hefði verið erfið undanfarið, meðal annars vegna stopuls hráefnis. Með þessum skipakaupum og því, að togarinn Már yrði áfram á Ólafsvík, væri húsinu tryggt nokkuð stöðugt hrá- efni og fískverkunarfólki atvinna allt árið. Jökull SH' 215 var keyptur nýr frá Póllandi 1984. Hann er 223 lestir að stærð og 32,70 metrar að lengd. Borgarráð: Samþykkt að leyfa aftur akstur suður Barónsstíg BORGARRÁÐ hefur samþykkt, að tillögu umferðarnefndar, að leyfa aftur akstur suður Baróns- stíg frá Hverfisgötu að Lauga- vegi. Síðastliðið haust var akstur á þessari leið bannaður, nema að bifreiðastæði norðan hússins að Laugavegi 77. Að fenginni reynslu frá því í haust er lagt til að aftur verði leyfður akstur suður Baróns- stíg og jafnframt verði settar tálm- anir á gatnamót Laugavegar og Barónsstígs til að koma í veg fyrir og banna hægri beygju af Baróns- stíg inn á Laiigaveg. Þorsteinn Pálsson kynnti fulltrúum kennara launasamræminguna á skrifstofu sinni í gær. Frá vinstri: Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra, Valgeir Gestsson formaður KÍ, Valgerður Eiriksdóttir og Ólöf Sigurðardóttir í stjórn KÍ og loks Heimir Pálsson formaður BK og varaf ormaður HÍK DAIHATSU Sýning á morgun frákl.1-5 Allirgæðabílarnirfrá Daihatsu. : ' T*' T'* £&■ /'S’*' 'i* £'’-í. í~' ir l. ' t- <!e esssagEr wuhi nrr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.