Morgunblaðið - 14.03.1986, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.03.1986, Blaðsíða 7
____________________MQRGUNBLAÐJÐ, FÖSTUPAfiUR 14.'MARZ1986 Hártogun hjá Þjóðviljanum eftirDavíð Oddsson borgarstjóra. DAGBLAÐIÐ Þjóðviljinn hefur haldið áfram að hamast með sérkennilegum hætti vegna ósannindaffétta þess um hækk- un á húsaleigu í borgarhúsnæði, þar sem gefið var í skyn, að allar leiguíbúðir borgarinnar, tæplega 1.000 að tölu, hefðu hækkað um 67%. Þetta hefur verið rekið ofan í blaðið, sem situr uppi með skömmina. Þá er næsta hálmstráið grip- ið og það verður að stórum staur í höndum Þjóðviljans. Því haldið fram með stríðsfyrir- sögnum í Þjóðviljanum, að ég Davíð Oddsson hafi sagt ósatt, þegar ég upp- lýsti, að innifalið í húsaleigu í hinum umræddu íbúðum væri hiti og rafmagn. Þetta er auð- vitað hártogun hjá Þjóðviljan- um, sem blaðið leyfír sér að slá upp með þeim hætti, sem það hefír gert, og endurtekur ósmekkleg svigurmæli sín og persónulegar svívirðingar í leiðurum. Upphaf þessa moldviðris má rekja til hækkunar á framleigu- íbúðum á Vatnsstíg 11, en umræðan hefur snúist um hækkun á húsaleigu í tveimur framleiguhúsum, Vatnsstíg 11 og Síðumúla 21. Hvað Vatns- stíg 11 varðar þá er allur orku- _________________________l kostnaður, bæði hiti og raf- magn, innifalinn í hinni lágu húsaleigu, reyndar var sums staðar ekki um nema 2.000 kr. greiðslu að ræða, en annars staðar um kr. 3.100 og hafði ekki hækkað í eitt ár. í Síðmúl- anum er innifalið í húsaleigu, sem nú er kr. 4.200, allur hitakostnaður og sameigin- legur raforkukostnaður. Af þessu sjá menn hvert tilefnið er til hinna stóryrtu yfirlýsinga Þjóðviljans í leiðurum og 5 dálka fyrirsagnar, þar sem undirritaður er lýstur ósann- indamaður. Það er aumt að horfa upp á þetta blað verða sér til skammar dag eftir dag. FERMINGARTILBOÐ TECHNKS Já, það er stórglæsilegt fermingartilboðið frá Teclmics í ár. HljómtæKjasamstæöan SYSTEM Z-50. Öll annáluðu TECHNICS gæðin á sínum stað og verðið er nú einstakt vegna magninnkaupa og tollalækkana. Nú slær fjölskyldan saman í veglega gjöf, gjöf sem á eftir að veita varanlega ^^ánægju. WJAPIS BRAUTARHOLT 2 SlMI 27133 fermincartilboð kr. 28.650.- stgr. útb. frá kr. 7.000.- jurti-sf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.