Morgunblaðið - 14.03.1986, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 14.03.1986, Qupperneq 7
____________________MQRGUNBLAÐJÐ, FÖSTUPAfiUR 14.'MARZ1986 Hártogun hjá Þjóðviljanum eftirDavíð Oddsson borgarstjóra. DAGBLAÐIÐ Þjóðviljinn hefur haldið áfram að hamast með sérkennilegum hætti vegna ósannindaffétta þess um hækk- un á húsaleigu í borgarhúsnæði, þar sem gefið var í skyn, að allar leiguíbúðir borgarinnar, tæplega 1.000 að tölu, hefðu hækkað um 67%. Þetta hefur verið rekið ofan í blaðið, sem situr uppi með skömmina. Þá er næsta hálmstráið grip- ið og það verður að stórum staur í höndum Þjóðviljans. Því haldið fram með stríðsfyrir- sögnum í Þjóðviljanum, að ég Davíð Oddsson hafi sagt ósatt, þegar ég upp- lýsti, að innifalið í húsaleigu í hinum umræddu íbúðum væri hiti og rafmagn. Þetta er auð- vitað hártogun hjá Þjóðviljan- um, sem blaðið leyfír sér að slá upp með þeim hætti, sem það hefír gert, og endurtekur ósmekkleg svigurmæli sín og persónulegar svívirðingar í leiðurum. Upphaf þessa moldviðris má rekja til hækkunar á framleigu- íbúðum á Vatnsstíg 11, en umræðan hefur snúist um hækkun á húsaleigu í tveimur framleiguhúsum, Vatnsstíg 11 og Síðumúla 21. Hvað Vatns- stíg 11 varðar þá er allur orku- _________________________l kostnaður, bæði hiti og raf- magn, innifalinn í hinni lágu húsaleigu, reyndar var sums staðar ekki um nema 2.000 kr. greiðslu að ræða, en annars staðar um kr. 3.100 og hafði ekki hækkað í eitt ár. í Síðmúl- anum er innifalið í húsaleigu, sem nú er kr. 4.200, allur hitakostnaður og sameigin- legur raforkukostnaður. Af þessu sjá menn hvert tilefnið er til hinna stóryrtu yfirlýsinga Þjóðviljans í leiðurum og 5 dálka fyrirsagnar, þar sem undirritaður er lýstur ósann- indamaður. Það er aumt að horfa upp á þetta blað verða sér til skammar dag eftir dag. FERMINGARTILBOÐ TECHNKS Já, það er stórglæsilegt fermingartilboðið frá Teclmics í ár. HljómtæKjasamstæöan SYSTEM Z-50. Öll annáluðu TECHNICS gæðin á sínum stað og verðið er nú einstakt vegna magninnkaupa og tollalækkana. Nú slær fjölskyldan saman í veglega gjöf, gjöf sem á eftir að veita varanlega ^^ánægju. WJAPIS BRAUTARHOLT 2 SlMI 27133 fermincartilboð kr. 28.650.- stgr. útb. frá kr. 7.000.- jurti-sf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.