Morgunblaðið - 27.03.1986, Síða 6

Morgunblaðið - 27.03.1986, Síða 6
6 B MORGUNBþAÐlÐ, FLMMTUDAGUR 27. MA^Z 19g6 landsfje, verður að vera þakklát við landið fyrir það, en ekki vanþakklát. Þegar hún er gerð að höfuðstað landsins, leggst henni sú skylda á herðar að ganga eptir megni á undan í öllum þarflegum fyrirtækj- um, sem henni er hægra en öðrum í landinu að stofna og við halda, hvort heldur þau eru vísindaleg eða verkleg. Vjer hvorki elskum nje hötum Reykjavík svo í blindni, að vjer eigi vel getum sjeð og sagt „kost og löst á konunni". Það er engan veginn svo fátt, sem hún hefir gert og gerir meira til að efla vísindin; vjer ætlum það sje hjer um bil eptir vonum; en úr for- göngu hennar í verklegum fyrir- tækjum getum vjer eigi gert eins mikið." Og enn herðir Einar á gagmýni sinni á bæjarstjóm Reykjavíkur: „Eins og vjer sögðum, var öll ástæða til að vænta þess, að Reykjavík gengi á undan í því að stofna innlent brunabótafje- lag; það var henni auðvelt og hefði verið henni sjálfri bæði sómi og gagn, og landinu öllu þarflegt. Og þó hefir hún held- ur kosið að gerast aptasti limur í útlendum fjelagsskap, heldur en hinn fremsti i inn- iendum. Hún hefir með tals- verðum eptirgangsmunum troð- ið sjer inn í brunabótafjelag eitt í Danmörku, sem hjer um bil 50 kaupstaðir þar í landi, aðrir en höfuðstaðurinn, hafa inn- gengið." Síðan vitnar Einar Ásmundsson í ísafoldargrein Gríms Thomsen 20. september 1878 og birtir langan kafla úr henni og rekur síðan hvað geðist á Akureyri í kjölfar hennar: „Framfaraljelag Akureyrar- manna, sem stofnað var í fyrra vetur, ræddi þá nokkrum sinn- um um það á fundum sínum, hvernig tiltækilegast væri að koma á stofn innlendu brunabót- aljelagi. Af þessum umræðum var það sprottið, að Akureyrar- menn báðu þingmenn sína í sumar sem leið að komast eptir því, hvort Reykvíkingar mundu nokkuð hugsa til þess að stofna brunabótafjelag í þá stefnu, er „ísafold" hafði bent til í grein þeirri, er fyrr var getið, og minntust þing- mennimir á þetta efni við ýmsa málsmetandi menn í Reykjavík, meðan þeir dvöldu þar um þing- tímann, en urðu lítils vísari fyrir það. Til þess þó að geta fært kjós- endum sínum eitthvert svar, skrifuðu þingmennirnir bæjar- stjórninni fyrirspurn um þetta í júlímánuði, en ekkert svar höfðu þeir fengið, þegar þeir fóru heimleiðis seinast í ágúst. Or- sökin til þess, að þingmönnunum hafði eigi verið svarað áður en þeir fóru, átti að hafa verið sú, að bæjarstjómarfundur hefði hvað eptir annað farizt fyrir, af því offáir bæjarfulltrúar hefðu mætt til þess að fundarfært yrði, en lofað var þeim svari hið fyrsta með pósti, og kom það nú í næstliðnum desembermánuði. Þar segir að Reykjavík hugsi hvorki til að stofna brunabót- afjelag nje slíta fjelag við dönsku kaupstaðina, og er þar með útsjeð um forgöngu höf- uðstaðarins í þessu máli að sinni.“ Eftir þennan áfellisdóm yfír bæjarstjórn Reykjavíkur komst Einar ekki að annarri niðurstöðu í lok hinnar merku greinar sinnar en þeirri, að halda yrði áfram með málið án Reykjavíkur að sinni. Honum var Ijóst, að skorturinn á vátryggingarvernd utan Reykjavík- ur var gersamlega óviðunandi, og að í málið yrði að ráðast. Hér var afdráttarlaust bmgðið upp þeirri framtíðarsýn, sem átti 35 árum síð- ar eftir að verða að veruleika, þegar Brunabótafélag íslands er stofnað með lögum 1915 og tekur einungis til landsbyggðarinnar utan Reykja- víkur, þar sem höfuðborgin er sér um brunatryggingarmálin. Og það er hún enn þann dag í dag. Einar Ásmundsson orðar þessa framtíðar- sýn sína svo: „En með því mál þetta er allmikið nauðsynjamál og áhugamál Akureyrarmanna, þá vonum vjer að þeir gangist nú samt fyrir því að stofna almennt innlent brunabótafje- lag, þótt þeir standi langt um lakar að vígi til þess en Reyk- víkingar; og yjer ímyndum oss,að margir annarstaðar á landinu mundu fúsir og fegn- ir ganga í fjelagið, ef tilhögun þess yrði í nokkurn vegin góðu lagi.“ Þorleifur Jónsson Nú hleyp ég yfir rúman áratug, en á því tímabili var margt skrifað í blöðin um málið en mest út frá grein Gríms Thomsen og í takt við þau skrif, sem ég hef tæpt á hér að framan. Umræðan gekk í bylgj- um eins og oft vill verða en stór- brunar ýttu alltaf við mönnum. Einkum eru það þrjú atriði, sem draga kjark úr mönnum og valda því að ekkert raunhæft gerist í málinu. Þyngst vegur andstaða Reykja- víkur og tregða bæjarstjórnarinnar þar á því að vera með í samstilltu átaki allra landsmanna. Næst komu áhyggjur manna yfir því, að ábyrgð landssjóðs yrði landsmönnum ofviða, ef stórtjón yrðu áður en hið innlenda brunabótafélag hefði náð að mynda nægilega sjóði. Og síðast áttuðu menn sig á smæð markaðar- ins, vöntun vatnsveitna og bruna- vama, sem hlyti að krefjast erlendr- ar endurtryggingar og við það vom sumir hræddir á þeim tíma. Þótt menn ræddu þessi efnisat- riði af miklu raunsæi lon og don, gátu þeir samt ekki hlaupist frá þeirri óbærilegu staðreynd, að hús héldu áfram að brenna óvátryggð úti á landsbyggðinni. Þá er það, sem Þorleifur Jónsson ritstjóri Þjóðólfs, reisir málið að nýju í stórmerkri forsíðugrein í 40. tölublaði Þjóðólfs 29. ágúst 1890, en hún vakti menn að nýju til umhugsunar um grundvallaratriði málsins: þörfína fyrir vátryggingar- vemd úti á landsbyggðinni. Grein Þorleifs er mjög hógværlega skrifuð en rök hans hitta í mark, og má telja víst, að Indriði Einarsson þing- maður hafí fengið góða viðspymu í Þjóðólfsgreininni, er hann ári síðar flutti málið inn á Alþingi eins og hér var drepið á í upphafí. Hér verða tímamót í málinu, hin þinglega meðferð hefst og hún gengur í bylgjum ekki síður en utanþings- baráttan, en allt endaði þetta þó vel. Þorleifur nefnir grein sína Bæj- arbrunar og brunaábyrgð og kemur að kjama málsins strax í fyrirsögninni. í upphafí rekur hann fjóra bæjarbruna: „Fjórir bæir hafa bmnnið hjer á landi á rúmu hálfu ári. Um orsökina til bmnans á einum þeirra (á Árbót), er ekki kunn- ugt. Á einum þeirra (aðAuðs- haugi) kviknaði í spónum, sem lágu við eldavjel. Á hinum tveimur (Hjaltabakka og Grímsstöðum) hafði eldurinn kviknað í eldaryjelarpípu, sem eigi hefur verið nógu vel um búið. Eldavjelar em nú orðna all-algengar hjer á landi, og þar sem menn hafa nú fyrir sjer þess dæmi, er full ástæða til að vekja athygli manna á, að búa vel um eldayjelar, einkum píp- umar, sem ganga í gegn um lopt eða þekju, auk þess sem jafnan er áríðandi að fara var- lega með eldinn, því að mikið er í húfí, ef illa fer. En það em jafnan einhveijir sem ekki sinna þvílíkum aðvör- unum og geta með lítilli óvar- kámi valdið eldsvoða. Og hvað varlega sem farið er með eld, TÍMARITIÐ MEIRIHATTAR SÝNING M0T0RHJ0LA 09 SPORTBILA verður haldin um páskana (27. á sKírdag til 31. annars í pásKum) í 2200 m2 sal nýbyqqinqarinnar við hliðina á Hagkaupum Skeifunni. <?.$ b,* &, hl i„ mona 50 heppnir sýningargestir hljóta stærstu tegund af MÓNU PÁSKAEGGI á meðan sýningin stendur >>>> tF-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.