Morgunblaðið - 27.03.1986, Page 13

Morgunblaðið - 27.03.1986, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1986 B 13 80 ára í dag: Friðrik Jóns- son frá Hvestu í Drápuhlíð 46 hér í borg býr maður einn að nafni Friðrik Jóns- son, kenndur við bæinn Hvestu í Amarfirði þar sem hann bjó um árabil ásamt konu sinni, Sigríði Þórðardóttur, sem látin er fyrir nokkrum árum, og §órum bömum þeirra hjóna. Þegar ég hringdi dyrabjöllunni í fyrsta sinn í Drápu- hlíð 46 og við stóðum augliti til auglitis, fannst mér eins og ungl- ingurinn væri varkár bæði til orðs og æðis og hefði vaðið fyrir neðan sig gagnvart þessum ókunnuga gesti sem gerði sig svo heimakom- inn að líta inn til hans. Á þeirri stundu hófust kynni okkar Friðriks og æ síðan hefur maðurinn verið mér hugleikinn. Því fækkar óðum þessu fólki af aldamótakynslóðinni, og þess vegna er það eins og að hreppa fjársjóð að fá að kynnast manni eins og Friðriki Jónssyni. Þetta fólk lærði í uppvexti sínum að standa á eigin fótum, trúa á mátt sinn og megin, vera trútt yfir litlu, vera ekki upp á aðra komið, heiðarlegt, skulda engum neitt og umfram allt að þekkja sinn vitjunartíma. Þá þótti það lært fólk sem var læst og skrif- andi, en það var langt í frá að allir fengju tækifæri til að draga til stafs eða kveða að, vegna þess að vinnan var talin haldbetri til lífsafkomu en bókarstagl í þá daga. Það er því ekki einkennilegt að slíkir menn skeri sig úr hópi samtímans eins og hann er í dag, og við nánari kynni finnst mér Friðriki hafi varð- veist vel það sem honum var miðlað ungum. Það hefur ekki týnst í tím- ans straumi, sem væri kannski ástæða til — slíkar óhemjubreyting- ar sem gengið hafa yfir þjóðina síð- ustu áratugina; má segja að áttræð- ur maður sé búinn að lifa tímana þrenna. Hann var svo lánsamur að vera í hópi þeirra sem fengu þá menntun sem möguleg var í þá daga, og betur væri komið fyrir þjóðinni ef henni hefði varðveist það gegnum tíðina að böm hennar hefðu aldrei annað lært en reikning, lestur og skrift; þá væri hún ekki sokkin upp fyrir haus í skuldir og vitleysu. Stutt er í það að skóla- gangan og lærdómurinn gangi af þjóðinni dauðri. Nú eru það fínir og rándýrir tindátar á skrifstofum í Reykjavík sem stjóma útvegs- bónda á landsbyggðinni, og það eru þeir sem segja honum fyrir verkum, þeir sem ráða því hvort hann eða hvað hann veiðir í sinni eigin land- helgi, eða hvort hann setur fleiri eða færri skepnur á. Af þessu má sjá hvort við höfum gengið til góðs götuna fram á veg. Já, í dag er afrakstur þess fólks sem vinnur að þjóðarframleiðslunni í stjómarhöndum menntamannanna sem menntaðir hafa verið af alþýðu Sumaráætlun Flugleiða Sumaráætlun Flugleiða í milli- landaflugi tekur gildi 30. mars. Flopð verður til 19 áfangastaða í 12 Iöndum. Ný flugleið verður tekin í notkun 20. mai, Reykja- vík/Vagar i Færeyjum/Glasgow. Ennfremur verður i sumar, auk beins flugs til Parísar, flogið þangað með viðkomu í Frank- furt. Nýr áfangastaður er Nuuk á vesturströnd Grænlands, en þangað er flogið einu sinni í viku í samvinnu við Grænlandsflug. Yfír háannatímann verða 15 ferðir til Lúxemborgar á viku, ellefu til Kaupmannahafnar og sjö til New York og London, eða alla daga vikunnar. Færri ferðir verða til annarra staða. Sumaráætlun innanlandsflugs tekur gildi 19. maí. Þar verður sætaframboð nokkuð meira en í fyrra. Flestar ferðir verða til Akur- eyrar, 33 ferðir á viku. Til Vest- mannaeyja verða 24 ferðir á viku, 16 ferðir til Egiisstaða og 17 tií Isafjarðar. Til innanlandsflugs verða í sumar notaðar fjórar F-27-skrúfuþotur, en þijár DC-8-63 og tvær B-727 til millilandaflugs. Húseigendur Með hækkandi sól fer í hönd tími við- halds og viðgerða. Meistarafélag húsa- smiða vill benda þeim sem hugsa til framkvæmda á nokkur góð ráð. Leitið til þeirra sem reynslu hafa og bera ábyrgð á sínu verki. Gerið skriflegan samning um það sem vinna á og hvernig það á að greiðast. Varðandi kaupgreiðslur þá koma þrjár aðferðir helst til greina. í fyrsta lagi tímavinna, þá þurfa aðilar að gera sér grein fyrir því hvað útseldur tími kostar. I öðru lagi þá er til mælingataxti sem hefur fast verð á flestu því sem kemur fyrir í viðgerðar- og viðhaldsvinnu. í þriðja lagi tilboðsvinna, þá þarf að til- greina það vel og skrifa niður hvað vinna á. Meistarafélag húsasmiða veitir fúslega allar upplýsingar í síma 36977 frá mánu- degi til föstudags á milli kl. 13 og 15. Meistaraf élag húsasmiða. þessa lands. Því finnst mér ekkert skrýtið að þessum mönnum biöskri stjómarfarið og tíðarandinn eins og hann er í dag í allri sinni dýrð. Ég viðurkenni það að margt af því gamla mátti breytast á betri veg, en stökkið var bara of langt og nú er um seinan að snúa við. Eins og áður segir bjó Friðrik fyrir vestan á bænum Hvest í Ket- ildalahreppi í Amarfírði á föðurleifð sinni. Mér er sagt að hann hafí verið góður bóndi, farið vel með skepnur og uppskorið eins og hann sáði. Trúnaðarstörfum gegndi hann fyrir sveit sína og fórst það vel úr hendi sem annað sem hann hefur lagt fyrir sig. Friðrik er vel greindur og mikill fróðleiksbrunnur, og fínnst mér synd að enginn úr her- búðum hinna sískrifandi bókaút- gefenda skuli hafa uppgötvað hann. Þeir kæmu ekki að tómum kofanum því þrátt fyrir 80 árin er Friðrik vel em, kvikur og lifandi persónu- leiki. í upphafí lýsti ég okkar fyrstu kynnum. Þá reyndi ég að ímynda mér hvaða mann hann hefði að geyma, en það er erfítt, því þótt maðurinn sé htjúfur á yfírborðinu og fráhrindandi við fyrstu sýn, þá em það oft einkenni okkar bestu manna þegar lengra er leitað, og fyrir innan brynjuna slær milt og gott hjarta sem slær pínu örar ef eymd einhvers er í nálægð. Slíkum mönnum er alltaf ávinningur að kynnast og þeir em mannbætandi. Ég óska þér, Friðrik, hjartanlega til hamingju með áttræðisafmælið, og megi lukkudísimar leika við þig í friðarins nausti. Vinur að vestan. hvergi meira irval af ávöxtuml og fersku.jllí grænmeti! ppelsínur B.C epli 0 Prh3- AA.00 270 pr. kc ^Sgjum! Nyjung! Paskaegg fyrir sykursjúka iS48ft ^^Kjötborðið Konfektkassi láskatilboði AÐEINS Pvrir börnin. 7Umandi popPkorn og kaldur Svali Lifandi ungar 1 t 'X WBFTB. PrlS?Sv'nakjöt-• TyyéS^Mýtt-Reykt: t?;CLambakjöt--Mautakjöt Páskahangikjöt - ■ Svali18stk. A AÐEINS >0.80 195,00 pr.stk Kalkún398p°° Endur Daglega úr reyk... Læri — Úrbeinað iæri Framp. Úrbeinaður framp. Húsavíkurhangikjnt sérlega Ijúffengt Opið á laugardag fyrir páska frá 10—16 í Mjóddinni Austurstrætí

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.