Morgunblaðið - 27.03.1986, Page 18

Morgunblaðið - 27.03.1986, Page 18
I * I j 1 i i * i : ffe i 3801 SHAM .TS HUDAŒfTMMH ,aiaA.inVnJOHOM - MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ1986 Morgunblaðið/Bjarni Sigríður Ella er nýkomin að utan og tekur þátt i sýningnnni. Kristinn Sigmundsson fer með hlutverk Di Luna. Kíkt inn á æfingu á II Trovatore Það er líf og fjör í Gamla bíói þessa dagana, verið að æfa af fullum krafti óperuna II Trovat- ore eftir Verdi. „Það er mikið að gera,“ sagði Garðar Cortes, þegar litið var inn einn sólskinsdaginn. „Æfmgar hafa verið strangar, við erum að frá því klukkan tíu á morgnana og til fjögur. Svo hefur kórinn æft þegar kvölda tekur. Þessi ópera er mjög skemmtileg, reyndar talin meðal þeirra þriggja ástsælustu sem um getur. Sigpíður Ella er nýkomin til landsins, en hún ásamt Hrönn Hafliðadóttur fer með hlutverk sigaunans Azucena. Það eru þær Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Elísa- bet F. Eiríksdóttir sem syngja hlut- verk Leonoru, Elísabet Waage er fylgikonan Inez. Greifann Di Luna syngur Kristinn Sigmundsson og ég er í hlutverki Manrico. Viðar Gunn- arsson verður Ferrando. Þetta eru aðalhlutverkin í sýningunni. Við njótum svo liðsinnis kórs ís- lensku óperunnar og hljómsveitar- óperunnar, sem samanstendur af félögum úr Sinfóníunni. Hljómsveit- arstjórinn er kominn frá Vínaróper- unni, Gerhard Deckert, og það er Þórhildur Þorleifsdóttir sem leik- stýrir." „Búningarnir eru vægast sagt frábærir,“ sagði Garðar og það eru þær Una Collins og Hulda Kristín Magnúsdóttir sem sáu um hönnun þeirra. Auk þess sá Una um leikmynd. David Walter lýsir sýninguna. Garðar Cortes og Elísabet F. Eiriksdóttir. fclk í fréttum Ljósmynd: Kurt Hardi Blaðamannahópurinn fyrir framan Blaðamannaskólann í Árósum. Efri röð, talið frá vinstri: Ola-Peter Solbakken, Rana Blad, Mo í Rana, Noregi; Kari Tervo, Oy Yleisradio Ab., Helsingfors, Finnlandi; Hans Cederberg, sænska sjónvarpinu, Malmö, Svíþjóð; Lilith Waltenberg, Skánska Dagbladet, Malmö, Svíþjóð; Timo Heino, FNB, Helsingfors, Finnlandi; Sölvi Sand, Adresseavisen, Levanger, Noregi; Lars Sönner- gren, Vestmanlands LSns Tidning, Köping, Svíþjóð; Kristján Hallberg, Göteborg-Posten, Gautaborg, Svíþjóð; Margot Dyrstad, NRK, Fjersynet, Tromsö, Noregi; Bjarne Myrstad, Bergens Tidende, Förde, Noregi og Fríða Proppé, Morgunblaðinu, íslandi. Neðri röð frá vinstri: Magnus Torsell, Vástra Nyland, Hangö, Finnlandi; Anne-Mette Holm, DR/Bom- holms Radio, Rönne, Danmörku; Eleanor Martinsdotter, Allas Veckotidning, Malmö, Sviþjóð; Teije Johansen, Rogalands Avis, Hafrsfjord, Noregi; Leena Sallinen, Etela-Saimaan Kustannus Oy, Lappeen- ranta, Finnlandi; Kaare André Nilsen, Friheten, Oslo, Noregi, og May Kristin Olsen, Nordlys, lokalkont- or Harstad, Noregi. Norrænir blaða- menn í Arósum IÁrósum í Danmörku stendur nú yfír 29. námskeið blaðamanna á vegum Norðurlandaráðs, en nám- skeið þetta, sem haldið er árlega hefur yfirleitt sótt einn íslendingur hveq'u sinni. í ár situr Fríða Proppé blaðamaður á Morgunblaðinu, nám- skeiðið, en samtals eru þar 18 blaðamenn frá öllum Norðurlöndun- um. Námskeiðið stendur yfir frá 1. febrúar til 30. apríl, er þar fjallað um velflest sem varðar Norðurlönd- in, samvinnu þeirra og afstöðu til heimsmálanna. Fyrirlesarar eru allir þekktir stjómmálamenn og háskóíakennarar frá öllum þessum löndum. Frá Íslandi, Gylfí Þ. Gísla- son prófessor og flutti erindi um uppruna byggðar á íslandi og sér- stöðu íslands á Norðurlöndunum. Ennfremur um menningu og listir, efnahagsmál og stjórnmál. Mjög góður rómur var gerður að flutningi Gylfa, en þetta er í þriðja sinn sem hann annast framlag Islands. Þá bauð utanríkisráðherra hópnum til viðræðna á þingi Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn. Þótti mönnum mikið til koma, að ráðherra gæfi sér tíma til slíks í því annríki sem er á þeim þingum. Auk þess að sitja þing Norður- landaráðs fer hópurinn í tíu daga ferð um Noreg, Svíþjóð, Finnland og Danmörku seinni hluta apríl- mánaðar til að kynnast samvinnu landanna í raforkumálum. í lok námskeiðsins verður og þegið boð sendiráðs Þýzkalands í Kaup- mannahöfn um nokkurra daga dvöl íBerlín.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.