Morgunblaðið - 27.03.1986, Síða 20

Morgunblaðið - 27.03.1986, Síða 20
m <pr 20 B MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAG UR 27. MARZ1986 Listamaðurinn er bóndi og bakari — segja þeir Steinþór Steingrímsson og Sverrir Ólafsson myndlistarmenn, sem sýna saman rösklega 50 myndverk — málverk, skúlptúra og lágmyndir — í Listasafni ASÍ dagana 31. mars til 13. apríl. „Listamaðurinn er eins og bóndi, sem yrkir sína jörð af því hann hefur þörf fyrir það. Gagnrýnandinn kemur á eftir og gegnir svip- uðu hlutverki og framleiðsluráð landbúnaðarins: dregur framleiðsl- una í dilka, flokkar, stimplar og skilgreinir,“ svarar málarinn og píanistinn Steinþór Steingrímsson þegar blaðamaður spyr eins og af gömlum vana, hvað vaki fyrir þeim félögum, honum og Sverri Ólafssyni skúlptúrista, í myndverkum þeirra, rúmlega 50 talsins, sem þeir hyggjast stilla upp í Listasafni ASÍ, almenningi til sýnis dagana 29. mars til 13. apríl. Og Sverrir hnykkir á svarinu með annarri líkingu: „Við erum eins og bakarar; reynum að gera góða tertubotna, sem menn utan úr bæ skreyta svo með glassúr og sultu.“ Sem sagt, þeir telja það ekki sitt hlutverk að skilgreina list sína né réttlæta - segjast raunar enga af- sökun né skýringu hafa á henni, aðra en þá að þeir séu að svala þörf. „Það er nóg til af fólki í veröld- inni sem fínnst allaf að maður þurfi að hafa einhveijar skynsamlegar ástæður fyrir öllu sem maður gerir. Myndlistin heldur manni gangandi, það er allt og sumt, og er að því leyti ámóta mikilvæg fyrir okkur og sólin og atómsprengjan er fyrir jörðina," segir Steinþór, og lætur eins og þetta sé deginum ljósara. Steinþór fæddist að Hólum í Hjaltadal fyrir 57 árum. Hann er sjálfmenntaður í málaralistinni, en hefur stundað hana með nokkrum hléum frá 1942. Þess á milli hefur tónlistin átt hug hans allan, en Steinþór er þekktur píanisti hér á landi. Hann hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í nokkr- um samsýningum. Það eru 38 ár í vor síðan Sverrir leit fyrst dagsins ljós í Bíldudal. Hann á akademískan feril að baki í myndlistinni, stundaði nám í handíðadeild Kennaraskóla íslands og síðar í Myndiista- og handíða- skólanum. Og það eru ekki nema um þrjú ár síðan hann kom heim úr þriggja ára útlegð í Englandi, þar sem hann hafði sína eigin vinnu- stofu og kynnti séf glerskúlptúr. Hann hefur áður haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga víða um lönd. Steinþór og Sverrir hafa báðir ferðast mikið um heiminn og leita stundum fanga í reynslu sína af % ' v < !fc Morgunblaðið/Bjami „Höfum enga afsökun fyrir því sem við erum að gera,“ segja þeir félagar Steinþór Steingrímsson málari og píanisti og Sverrir Ólafs- son skúlptúristi. Þeir sýna saman í Listasafni ASÍ á næstunni, og hafa ákveðið að tileinka konum sínum sýninguna. Það er Sverrir sem situr. mannlífi á fjarlægum slóðum. „Ég neita því ekki að hin frumstæða list Afnkubúa heillar mig og hefur sjálfsagt einhver áhrif á það sem ég er að gera,“ segir Sverrir. Steinþór segist líka hafa séð ýmislegt á Páskaliliur - Páskaliljuskreytingar Núeigumviðfullthúsaf'fe9ur"PaSkp^servíettur og páskaliljur Páskaliljuskreytingar páskadúkar Páskakerti o.m.fl. ftekatöjurípottwn Þær eru tilvaldar til framhaldsræktunar heima fyrir. I* Allir stofupálmar, smáir sem stórir, seldir meö 20% afslætti. Athugið Um páskana verður opio sem her segir. Skírdagur Föstudagunnn langi . • ■ ‘oko° Laugardagur ........ ' páskadagur.........,0QK;° 2. í páskum ........ Blómum interflora WÍÖa VCfOld flakki sínu sem haft hefur áhrif á efnisvalið, en bætir því við að píanó- ið sé þó sjaldnast langt undan í verkum sínum. Þeir segja að Island sé besta landi í heimi, og það sé gott að vera listamaður hér. „Þetta er að vísu hungurbransi, sem maður gæti ekki stundað nema vera vel kvæntur, en áhugi íslendinga á myndlist er geysimikill," segja þeir í kór og bæta við að líklega væri það sniðugasta og frumlegasta sem þeir gætu gert að tileinka konum þeirra og bömum sýninguna. „Það er best við gerum það bara - það yrði þá það eina frumlega við sýninguna," segir Sverrir, sem hefur þá eindregnu skoðun að ekkert sé nýtt undir sólinni og allt hafi verið gert einhvem tíma áður. - GPA Helgihald á ísafirði um páskana ísafirði. NÚ um páskahátíðina verður helgihald að venju þróttmikið og athyglisvert eins og tíðkast hefur á ísafirði um árabil. Starfandi prestur hér nú, sr. Kristján Valur Ingólfsson, ætlar þó að auka safnaðarstarfið með tveim nýjum messutímum. Miðnæturmessu i ísafjarðarkirkju á laugardag fyrir páska og árdegismessu kl. 8 að morgni páskadags. Á skírdag verður guðsþjónusta með altarisgöngu kl. 21.00, á föstu- daginn langa verður bænastund í kirkjunni kl. 14.00 og kirkjukvöld með upplestri og tónleikum kl. 21.00. Auk föstusálma og lesturs úr píslarsögunni verða fluttir þættir úr Sálumessu (Requiem) eftir franska tónskáldið Gabriel Fauré. Flytjend- ur verða Sunnukórinn og Kór ísa- Qarðarkirkju ásamt söngvurunum Margréti Bóasdóttur, Ingibjörgu Gunnlaugsdóttur og Gunnlaugi Jón- assyni. Undirleik annast Ralph R. Hom, María Kyriakou og Stefanía Sigurgeirsdóttir. Lestra og kynningarorð annast Auður Hagalín, Þórleifur Pálsson og sr. Kristján Valur Ingólfsson. Stjómandi verður Margrét Bóas- dóttir. Á laugardag fyrir páska verður miðnæturmessa kl. 23.00 eins og áður sagði og á páskadag hefst hátíðarhald með ardegismessu kl. 8.00. Að henni lokinni verður kirkjugestum boðið í kaffi eða kakó í safnaðarheimili kirkjunnar, sem nýlega hefur tekið til starfa að Sólgötu 1. Hátíðarguðsþjónustan hefst svo kl. 10.00 í kirkjunni en kl. 14.00 verður hátíðarguðsþjón- usta í Hnífsdalskapellu. Á annan í páskum messar svo sr. Kristján * ‘ Ulfár

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.