Morgunblaðið - 27.03.1986, Side 30

Morgunblaðið - 27.03.1986, Side 30
30 B MORG.UNBLAfilD, FIMMTUDAGUR 27. MARZ1986 I I I HHI l > li U> SI ASS 4 I ! i Viðamlkla bardgasanur ar að finna f aérhvarry mynd Kuroaawa. Akira Kurosawa — Nokkur orð um mynd hans RAN Japanakl ðldungurinn Aklra Kuroaawa nýtur akki óavipaðrar hylll á Vaaturlöndum um þaaaar mundlr og hann naut um það layti aem Vaaturlandabúar uppgötvuðu kvlkmyndallat hana uppúr 1950 — þegar bjarmaðl fyrir nýjum dagi veatrænnar kvikmynda- mannlngar. Ahrifa Kuroaawa á kvlkmyndaakáld í Vaaturhaimi og Evrópu aru ómæld og munu vara avo lengl eem bíóblóð rennur í æðum þairra. Ran Ný kvikmynd frá Kurosawa er viðburður jafnt í austri sem vestri. Allt að sjö ár líða milli þess sem hann sendir frá sér mynd. Kur- osawa er ekki maður sem ríkur upp til handa og fóta er hann finnur sér efni, hann vandar til verks. En honum hefur ætíö gengið andæris Hector Babenco — hrepptl ekki Óskarinn en vill fá William Hurt til að leika Jack „Legs“ Diamond. Babenco snýr sér að glæpasögu Hector Babenco, bandaríski kvikmyndagerðarmaðurlnn sam útnafndur var til Óskars- verðlauna sam basti lelkstjóri árslns 1985, hefur samþykkt að gera næstu mynd í Banda- rfkjunum, annað hvort I Hollywood eða á austurströnd- inni. Myndin sem hann hyggst gera heitir „Legs“ og ervitaskuld byggð á samnefndri bók eftir William Kennedy, sem hlaut Pulitzer- bók- menntaverðlaunin fyrir nokkrum árum. „Legs" segirfrá krimmanum Jack Diamond sem á öðrum áratug þessarar aldar þótti heldur stór- tækur í allra handa glæpamálum. Babenco hefur hug á að fá Will- iam Hurt, sem lék aðalhlutverkið í mynd hans, „Kross kóngulóarkon- unnar", og fékk Óskarinn síðastlið- inn mánudag, til að leika Jack Diamond, en engar fréttir höfum við af svari leikarans, en ansi væri gaman ef af þessari áætlun gæti orðið, því Babenco er vandvirkur leikstjóri og „Legs" er einhver skemmtilegasta glæpasaga síð- ustu ára. að afla nægra peninga því kvik- myndin er listform sem krefst mikilsfjármagns. Ran heitir nýja myndin hans Kurosawa, frumsýnd í Japan og Evrópu síðastliðið haust og einnig í Bandaríkjunum. Kurosawa, sem útnefndur var til Óskarsverðlauna sem besti leikstjóri ársins 1985, en sá á eftir þeim til Sydney Pollack, er ekki alveg ókunnugur Óskarsverðlaunum, þrjár mynda hans hafa verið kosnar bestu er- lendu myndirnar: Rashomon árið 1951, Samúrai árið 1955 og Dersu Uzala árið 1975. Það eru fleiri en kvikmynd- áhugamenn í vestri sem fagna nyrri mynd frá gamla meistaran- um; það eru ekki síöur unnendur góðra og vandaöra mynda í Japan sem fagna, því kvikmyndagerð þar í landi hefur verið á hraðri niðurleið síðustu árin, — Kurosawa er vin í eyðimörkinni. Hraðsoönar dans- og karatemyndir hafa nánast tröll- riðið markaðinum og komiö honum niður á lágkúrlegt stig. Handritið að Ran var skrifað fyrir tæpum áratug. Kurosawa fékk til liðs við sig tvo kunningja, þá Masato Ide og Hideo Oguni, bauð þeim til dvalar á búgaröi sínum, lagði þeim línurnar og saman skrif- uðu þeir fjarri heimsins vafstri um öldunginn Hidetore og syni hans undirförlu. Þetta var 1976. Kur- osawa var þá þegar þyrjaður að undirbúa aðra mynd, Kagemusha, sem hann lauk við 1980. Kurosawa auönaðist að fullgera þá mynd aðeins fyrir tilhlutan góðra vina. Kagemusha var vel sótt í Japan sem annars staðar, þótt hún fengi ærið misjafna dóma, en Kurosawa gekk enn verr að afla fjármagns til að gera Ran. Kurosawa lendir nefnilega alltaf í ógöngum: vegna Aklra Kurosawa vlótðkur á Ran. gífurlegrar nákvæmni í stóru sem smáu þarf hann yfirleitt lengri tíma til að gera myndir sínar en upp- haflega er gert ráð fyrir, það kallar síðan á aukið fjármagn. Stóru kvik- myndaverin í Japan, Toho og Nipp- on Herald, voru síður en svo spennt fyrir að tak þátt í kostnaði myndar Kurosawa. Toho fjármagn- aði Kagemusha aðeins þegar Coppola hafði fengið 20th Century Fox til að dreifa henni í Bandaríkj- unum. Engir vildu ráðast í gerð myndar Kurosawa, en hann segir að listrænn metnaður sé ekki í hávegum hafður í Japan þessi árin. Serge Silberman, sem fram- leiddi margar myndir Luis Bunuels, kom Kurosawa til bjargar. Hann önglaði saman nægu fjármagni til að gamli meistarinn gæti hafist handa. Silberman segir: „Þú kennir ekki 75 ára gömlum hundi að sitja. Ég á skipið, en Kurosawa er skip- stjórinn." Kvikmyndatakan gekk betur en nokkurn óraði fyrir, þrátt fyrir andlát nokkurra nánustu vina leik- stjórans. Hljóðupptökumaðurinn Yanoguchi og bardagasérfræðing- urinn Kuze, sem starfað höfðu meö Kurosawa allar götur síöan 1948, létust með stuttu millibili. Og eiginkona Kurosawa, Yoko Yaguchi, andaðist áður en mynda- tökum lauk. En eigi skal bogna, sagði mað- urinn og Kurosawa hélt ótrauöur áfram, enda lagði hann allt í söl- urnar til að Ijúka við eitt metnaðar- fyllsta verk sitt. Því má ekki gleyma að Ran er dýrasta mynd (í jenum talið) sem gerð hefur verið í Japan og Kurosawa átti það sífellt yfir höfði sér að peningar og þolin- mæði þankanna þryti einhvern daginn. Þeir sem til þekkja segja að Ran sé dýrasta mynd Kurosawa hvað listrænan metnað varðar. Þrátt fyrir þröngar skorður QBn«H-ckm.n Tónabíó: Ann-Margret Betra er að vera vel hengdur en illa giftur Tónabíó tók til sýnlnga f gær athyglisveróa mynd, þó akki væri nema fyrir leikendaskarann sem f hennf er aó finna: Gene Hackman, Ann Margret, Ellen Bursteen, Ally Sheedy, Brian Dennehy og Amy Madlgan, sem útnefnd var til Óskars- verólauna fyrir aukahlutverk: „Twlce In a Lifetlme" eóa „Tvlsvar á ævlnnl" eins og hún nefnist f þýólngu Tónabfós og er fjölskyldudrama. Átakanlegar sögur um hjóna- bönd sem eru að slitna og fjöl- skyldur sem eru að flosna upp hafa löngum þótt ákjósanlegt efni í kvikmyndir, enda stendur það manninum mjög nærri. Þær eru orðnar ansi margar myndirn- ar sem gerðar hafa verið um þetta efni, meðal þeirra allra þekktustu eru Ordinary People, Borð fyrir fimm og Terms og Endearment, og má segja með nokkru sanni að Kaninn hafi þurrausiö fyrirþærið. En það kom þó ekki í veg fyrir að Bud Yorkin, sem hingað til hefur látið sér nægja að fjármagna myndir, réðst í gerð enn einnar myndar. Fékk hann til liðs við sig færasta handritahöfund Breta, en það er vitaskuld Colin Welland, sem fékk Óskarinn fyrir handrit sitt að Chariots of Fire. Sagan sem þeir segja er eitt- hvaö á þessa leið: Harry McKenzie (Gene Hack- man) hefur lengi starfað í stál- iöjuveri í amerískri stórborg. Hann á með konu sinni Kötu (Ellen Burstyn), þrjú börn: Sunny (Amy Madigan), sem er gift og á börn, Helen (Ally Sheedy), sem er ógift enda á unglingsaldri og soninn Jerry. Ekkeret sérstakt er um að vera þegar Harry heldur upp á fimmtugsafmæli sitt, en hann fer þó á krána til að hitta kunningja að vanda. En þessi för á krána dregur dilk á eftir sér; hann sér Gene Hackman mætlr I glftlngu dóttur slnnar eftlr að hann hefur flutt aó helman. þar nýtt andlit, ekkjuna Audrey (Ann-Margret), sem þar starfar. Það er eins og við manninn mælt, þau fella hugi saman. Harry getur haldið sambandi sínu við Audrey leyndu fyrir Kötu í takmarkaðan tíma og gerist þá hið óumflýjanlega: Harry flytur að heiman. Þar með er sagan aðeins sögð til hálfs, en Harry kemst að því að betra er að vera vel hengdur en illa giftur, svo vitnað sé í Shakespeare. Amy Madigan var útnefnd til Óskarsverölauna fyrir túlkun sína á dótturinni Sunny, en beið lægri hlut fyrir Angelicu Huston eins og fleiri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.