Morgunblaðið - 18.04.1986, Page 1
64SIÐUR B
STOFNAÐ1913
85. tbl. 72. árg.
FÖSTUDAGUR18. APRÍL 1986
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Vestrænir menn í Líbýu
óttast hefndaraðgerðir
Lögreglumenn undir stéli
Boeing 747-þotunnar frá ísra-
elska flugfélaginu E1 Al. 240
farþegar komu með henni
frá New York og 150 bættust
við í London. Sprengjan, sem
reynt var að koma um borð
undir fölskum botni í ferða-
tösku, var stillt þannig, að
hún hefði sprungið á leiðinni
tilTelAviv.
Hermdarverkin í gær sýna við hvað er
að fást, segir Reagan, Bandaríkjaforseti
Tripoli, Washington. AP.
KYRRÐ virðist vera að komast á í Tripoli í Líbýu eftir árásir Banda-
ríkjamanna en mikill ótti hefur gripið um sig meðal vestrænna
manna í landinu við hefndaraðgerðir. Reagan, Bandarílg'aforseti,
sagði í gær, að morðið á Bretunum þremur í Líbanon og tilraun til
að myrða mörg hundruð manns um borð í ísraelskri flugvél sýndi
við hvað væri að fást og að vestrænar þjóðir yrðu að standa saman
gegn hryðjuverkamönnum. Sovétmenn hafa farið fram á það við
framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, að hann beiti áhrifum sín-
um til að draga úr spennu á Miðjarðarhafi.
Miklar sprengingar bergmáluðu
síðdegis í gær um Tripoli en að
öðru leyti virtist kyrrt í borginni
og verslanir og skólar voru aftur
opnuð eftir árásir Bandaríkjamanna
aðfaramótt þriðjudagsins. Khadafy
kom í fyrrakvöld fram í sjónvarpi
og hótaði Bandaríkjamönnum og
Bretum hefndum og í gær sýndi
líbýska sjónvarpið þegar hann vitj-
aði særðra manna á sjúkrahúsi.
Vestrænir sendimenn telja, að um
100 manns hafí farist í loftárásun-
Vesturlandabúar í Líbýu, sem eru
18.000 talsins, þar af 8000 ítalir
og 5000 Bretar, óttast mjög, að
leitað verði hefnda á þeim og í gær
reyndu nokkrir þeirra árangurs-
laust að komast úr landi. Hafa
sendiráð þeirra hyatt þá til að halda
sig innandyra. Ymsar þjóðir, t.d.
Belgar, Spánverjar, Italir og Kan-
adamenn, hafa lagt á ráðin um
allsheijarbrottflutning þegna sinna
ef þörf krefur.
Reagan, Bandaríkjaforseti, sagði
í gær, að morðið á Bretunum þrem-
AP/Símamynd
Lögreglukonu minnst
Breski leikstjórinn Michael Winner lagði í gær blómsveig að
minnisvarða um bresku lögreglukonuna, Yvonne Fletcher, en
hún féll fyrir byssukúlu frá sendiráði Líbýumanna í London.
Minnismerkið er við gangstéttina þar sem Fletcher lést en í gær
voru tvö ár liðin frá dauða hennar.
Sænskir blaða-
menn í verkfall?
Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara
SÆNSKIR blaðamenn hafa boð-
að verkfall eftir viku, frá og með
fimmtudeginum 24. apríl. Ef til
þess kemur verður það í þriðja
sinn á fjórum árum, sem blöð og
aðrir fjölmiðlar í Svfþjóð lamast
í víðtækum verkföllum.
Undirrót deilunnar er, að blaða-
útgefendur vilja ekki semja við
blaðamannafélagið um kjör frétta-
manna á útvarpi og sjónvarpi.
Benda þeir á, að Félag skrifstofu-
manna fari formlega með samn-
ingsréttinn fyrir starfsmenn á ríkis-
Qölmiðlunum og breyti engu um
þótt flestir fréttamannanna þar séu
Morgunbladsins.
í blaðamannafélaginu. Hefur blaða-
mannafélagið höfðað skaðabótamál
á hendur útgefendum og telur, að
þeir hafí brotið lög um samningsrétt
stéttarfélaga.
Ekki er hægt að segja, að mikill
verkfallshugur sé í sænskum blaða-
mönnum enda bjuggust þeir við,
að samningar gengju sjálfkrafa
fyrir sig eftir að samið var til
tveggja ára við Alþýðusambandið
og Samband skrifstofumanna. Út-
gefendur hafa beðið stjómvöld um
að sáttasemjari hafí milligöngu í
deilunni, sem getur tekið til allt að
7.000 blaðamanna.
ur í Líbanon og tilraunin til að drepa
mörg hundruð manns um borð í
ísraelskri flugvél væri harmleikur,
sem sýndi við hvað væri að fást.
Hann sýndi líka, að vestræn ríki
yrðu að bregðast einarðiega við og
standa saman gegn hryðjuverka-
mönnum. Lét hann þessi orð falla
skömmu áður en hann átti fund
með Bob Hawke, forsætisráðherra
Astralíu, sem nú er staddur I
Washington.
Evrópubandalagið skoraði í gær
á Bandaríkjamenn og Líbýumenn
„að fara að öllu með gát“ og ætla
ráðamenn þess að reyna að draga
úr spennunni eftir stjómmálalegum
leiðum. Kom þetta fram hjá Van
den Broek, utanríkisráðherra Holl-
ands, að loknum fundi utanríkisráð-
herra aðildarríkjanna, en hann
sagði einnig, að ákveðið hefði verið
að stórauka leyniþjónustusamstarf
ríkjanna til að koma í veg fyrir
hryðjuverk.
Shevardnadze, utanríkisráðherra
Sovétríkjanna, hefur sent Perez de
Cuellar, framkvæmdastjóra SÞ,
bréf þar sem hann biður hann um
að beita áhrifum sínum til að draga
úr spennu á Miðjarðarhafí. í gær
var þriðji dagur umræðna í öiygg-
isráði SÞ um árásina á Líbýu.
Sjá fréttir á bls. 20.
AP/Símamynd
Þrír breskir gisl-
ar myrtir í Líbanon
Komið í veg fyrir stórkostlegt hryðju-
verk um borð í ísraelskri þotu
London, Beirút. AP.
ÖRYGGISVERÐIR á Heathrow-flugvelli í London komu í gær
í veg fyrir hryðjuverk í ísraelskri farþegaþotu. Fundu þeir
sprengju undir fölskum botni í ferðatösku og handtóku konu,
sem kom með töskuna. Annars manns er ákaft leitað. Lík
þriggja Breta, sem verið hafa í haldi mannræningja í Líban-
on, fundust í gær í fjöllunum fyrir austan Beirút. Breskum
sjónvarpsfréttamanni var rænt í Beirút í gærmorgun.
Það var öryggisvörður ísra-
elska flugfélagsins E1 Al, sem
fann sprengjuna við leit í far-
angri konunnar og var hún þá
umsvifalaust handtekin. Er einn-
ig leitað að arabískum vini kon-
unnar, sem er írsk, en hún ber,
að hann hafi beðið hana um að
koma töskunni fyrir sig til Tel
Aviv. Lögreglumenn segja, að
konan hafi virst vera undir áhrif-
um eiturlyfja og að ekki sé úti-
lokað, að hún hafí ekki vitað um
sprengjuna í töskunni. Sprengj-
an var stillt þannig, að hún hefði
sprungið í vélinni á leið hennar
frá London til Tel Aviv og kon-
unnar beðið sömu örlög og ann-
arra um borð. Nærri 400 far-
þegar ætluðu með flugvélinni.
Lík þriggja Breta, sem hafa
verið í haldi mannræningja,
fundust í gær á þjóðvegi í fjöllun-
um austur af Beirút. Höfðu þeir
verið skotnir í höfuðið. Hringt
var til útvarpsstöðvar drúsa í
Líbanon og sagt, að samtök, sem
styðja Khadafy, Líbýuleiðtoga,
hefðu myrt mennina í hefndar-
skyni fyrir árás Bandaríkjanna.
Einn Bretanna, Alec Collett,
hafði verið í haldi í eitt ár en
hann vann fyrir Sameinuðu þjóð-
imar að málefnum palestínskra
flóttamanna. Hinum tveimur,
kennurunum Leigh Douglas og
Philip Padfield, var rænt 28.
mars sl. Þá var breskum sjón-
varpsfréttamanni, John P.
McCarthy, rænt í gærmorgun
skammt frá Beirút-flugvelli.
Sundurlyndi
á OPEC-fundi
Genf. AP.
EKKERT samkomulag varð í
gær á þriðja fundardegi Opec-
ríkjanna í Genf en þar er rætt
um að draga úr olfuvinnslu og
vinna þannig gegn verðlækkun-
um.
Svo mikill ágreiningur var meðal
ráðherranna 13, að þeir deildu jafn-
vel um hve mikil eftirspum yrði
eftir olíu á heimsmarkaði á sumri
komanda. Urðu þeir loks sammála
um að biðja ráðgjafa sína um að
benda á leiðir til að minnka olíu-
vinnsluna og eiga þeir að segja á
því sína skoðun í dag. Sérfræðingar
segja, að olíuverðið muni verða á
bilinu 12-15 dollarar fatið fram á
sumar a.m.k.