Morgunblaðið - 18.04.1986, Page 2
MORGlÍNÍáÍAÐlÐ, PÖSTtÍÓAGÍJFÍ 18.APRÍL 1986
Fats söng á Broadway
Fats Domino söng hvem slagarann á fætur öðrum, sem hamt gerði fræga hér forðum daga, á
sviðinu í Broádway við mikinn fögnuð íslenzkra aðdáenda sinna í gærkveldi. Mikil hnfning var í
salnum.
Ein umsókn um
prestsembætt-
ið dæmd ógild
DÓMS- og kirkjumálaráðuneytið hefur komist að þeirri niðurstöðu
að umsókn Cecils Haraldssonar um prestsembætti að Laugalandi í
Eyjafirði sé ekki gild. Cecil Haraldsson tók embættispróf í guðfræði
í Svíþjóð og er starfandi prestur þar. Eftir að umsókn hans barst
óskaði Biskup íslands eftir því við dóms- og kirkjumálaráðuneytið
að það skæri úr um það hvort hún væri gild eða ógild.
Niðurstaða dóms- og kirkjumála- Ráðuneytið telur með vísan til
ráðuneytisins byggist á lögum um umræddra laga nr. 36/1911 og
forgangsrétt kandidata frá Háskóla
íslands til embættis nr. 36/1911.
Þar segir í fyrstu grein m.a. að
eftir að Háskóli íslands er tekinn
til starfa hafí þeir einir rétt til
embætta hér á landi er tekið hafa
embættispróf við Háskólann. Þó á
þetta aðeins við um þær fræðigrein-
ar sem þar eru kenndar og próf er
haldið í.
í bréfí ráðuneytisins til Biskups
er greint frá einu tilfelli þar sem
vikið er frá þessu skilyrðu hvað
varðar presta innan þjóðkirkjunnar.
Það var árið 1926 er séra Sveinbimi
Högnasyni var veitt prestsembætti,
en hann lauk guðfræðiprófi frá
Kaupmannahafnarháskóla. Emb-
ættisveiting hans var byggð á sér-
stökum lögum nr. 30/1926.
framkvæmda þeirra að það sé gild-
andi réttur að prestar innan þjóð-
kirkjunnar þurfí að hafa lokið prófí
í guðfræði frá Háskóla íslands.
Bemharður Guðmundsson
fréttafulltrúi biskupsembættisins
sagði að ekki yrði óskað eftir sér-
stökum lögum frá Alþingi vegna
þessa máls, heldur yrði lögð meg-
ináhersla á að lög um starfsmenn
þjóðkirkjunnar sem liggja fyrir
Alþingi fái afgreiðslu. I þeim er
tekið á málum sem þessum og losuð
úr gildi gömul lög sem þetta varðar.
Bemharður benti á að íslenskt
guðfræðipróf væri tekið gilt, t.d. í
Svíþjóð, að því tilskyldu að guð-
fræðingamir taki próf í sænskum
kirkjurétti.
Arnarflugsmenn í Líbýu:
Oljóst hvenær þeir
komast úr landi
EKKI er víst hvenær starfsmenn
Amarflugs komast frá Líbýu,
sagði Guðmundur Jón Helgason
stöðvarstjóri félagsins i Tripólí i
samtali við Morgunblaðið i gær.
Hann sagði, að heyrst hefði, að
ein flugvél hefði farið frá Tríp-
ólí til Rómar og önnur til Parísar
ígær.
„Það er hugsanlegt, að við förum
á morgun (föstudag) en það er ekki
ákveðið ennþá né hvert verði þá
farið; e.t.v. til Ankara í Tyrklandi,"
sagði Guðmundur Jón. Hann bætti
því við, að flugvél Amarflugs væri
alveg óskemmd og ekki neinar
skemmdir að sjá á flugvellinum.
Að sögn Guðmundar var fremur
rólegt í Tripólí um það leyti sem
samtalið fór fram (um kl. 14.30 að
ísl. tíma), „að vísu heyrðum við
sprengingu fyrir skömmu og loft-
vamarskothríð í kjölfarið, en það
var minna en oft áður,“ sagði hann.
„Mestu lætin vom í árásinni að-
faranótt þriðjudagsins, og daginn
eftir teljum við okkur hafa heyrt
og séð flugvélar, sprengingar í
kjölfarið á því og svo sáum við
mikinn eld hér vestan við okkur.
En við getum ekki fullyrt hveijir
það vom.
Líbýumennimir héma em að
reyna að telja sjálfum sér trú um
að allt sé komið í Iag, en maður
fínnur hvað þeir em trekktir. Það
er ekki of gott að henda reiður á
því, hvemig ástandið er í raun og
vem,“ sagði Guðmundur.
Amarflug er með samning um
flug fyrir Líbýumenn, sem rennur
út í ágústlok. „Það hlýtur að velta
á ástandinu héma hvert framhaldið
verður í þessu flugi," sagði Guð-
mundur Jón.
Hann bætti því við, að það væri
dálítið ónotaleg reynsla að lenda í
atburðum sem þessum, en íslend-
ingamir hefðu það eftir atvikum
gott þótt því væri ekki að neita,
að atburðimir tælqu svolítið á taug-
amar. „Við sitjum bara og bíðum
og vonum að við komumst út sem
fyrst."
Hafnarfjörður:
Bæjarráð hafnar viðræðum
um „Bolungarvíkursamningu
ERINDI Verkamannafélagsins
Hlffar og félaga járniðnaðar-
manna og byggingarmanna um
viðræður um sérkjarasamning
fyrir starfsmenn Hafnarfjarðar-
bæjar á grundvelli samnings
bæjaryfirvalda og verkalýðsfé-
lagsins í Bolungarvík var af-
greitt á fundi bæjarráðs Hafnar-
fjarðar í gær. Bæjarráðsfulltrú-
ar meirihlutaf lokkanna létu bóka
að í kjölfar nýgerðra kjarasamn-
inga í þjóðfélaginu væri ekki
tímabært að taka upp viðræður
á þessum nótum.
í bókun fulltrúa meirihlutans,
þeirra Ellerts Borgars Þorvaldsson-
ar Sjálfstæðisflokki og Vilhjálms
G. Skúlasonar Félagi óháðra borg-
ara, er einnig vísað til þeirra kvaða
sem 6veitarfélögin tóku á sig við
gerð síðustu kjarasamninga með
lækkun útsvars og þjónustugjalda.
Þar segir einnig að ekki sé eðlilegt
að þessir starfsmenn njóti einhverra
allt annarra kjara en launþegar
almennt í landinu. Markús Á. Ein-
arsson bæjarfulltrúi Framsóknar-
flokksins, sem er áheymarfulltrúi í
bæjarráði, tók undir bókun meiri-
hlutans. Bæjarráðsmaður minni-
hlutans, Hörður Zophaníasson Al-
þýðuflokki og Rannveig Trausta-
dóttir Alþýðubandalagi, sem er
áheymarfulltrúi, létu hins vegar
bóka að þau hörmuðu þessa afstöðu
meirihlutans.
Bæjarráð fer með samningsrétt
fyrir Hafnarfjarðarkaupstað og
verður þessi afstaða ráðsins send
til viðkomandi verkalýðsfélaga að
sögn Ellerts Borgars Þorvaldsson-
ar. Ákvörðun bæjarráðsins verður
lögð fyrir bæjarstjómarfúnd í Hafn-
arfirði næstkomandi þriðjudag.
Morgunblaðið/Júlíus
Hansína Gísladóttir verslunarstjóri í Kamabæ með hótunarbréf o g steininn sem lá ofan á midanum.
Krefjast þess að bandaríski
fáninn verði fjarlægður
VERSLUN Kamabæjar að Laugavegi 66 hefur
borist hótun um að verði auglýsing með banda-
ríska fánanum, um „Wrangler“-gallabuxur, ekki
fjarlægðar úr glugga verslunarinnar, muni „31-
samtökin“ sjá svo um að það verði gert fyrir
sunnudag.
Er starfsfólk verslunarinnar kom til vinnu í
gærmorgun var búið að úða aftan á frístandandi
sýningarglugga framan við verslunina þessi orð:
„Djöfulsins fasistar. Við hefðum getað brotið
gluggann, þetta er bara aðvörun." Á miða þar hjá,
sem steinn var ofan á stóð: „Down With The States,
þið ljótu fasistar." Eftir hádegi í gær var hringt I
verslunina og maður bað um að fá að tala við versl-
unarstjórann, Hansínu Gísladóttur. Við hana sagði
maðurinn: „Við erum frá „31-samtökunum“, ef þið
eyðileggið ekki fánann munum við eyða honum fyrir
sunnudag."
Guðlaugur Bergmann í Kamabæ sagði í samtali
við Morgunblaðið, að auglýsingaherferð frá „Wran-
gler-gallabuxum" væri miðuð við samræmda upp-
setningu auglýsinga í útstillingum, á veggspjöldum
og auglýsingum, þar sem bandaríski fáninn er látinn
undirstrika að umræddar gallabuxur séu frá Banda-
ríkjunum. „Með þessari útstillingu er ekki verið að
taka afstöðu með eða á móti Bandaríkjunum, einung-
is verið að undirstrika hvaðan buxumar koma,“
sagði Guðlaugur. „Auðvitað get ég fjarlægt fánann,
en spumingin er hvort við eigum að láta öfgahópa
„terrorisera" okkur á þennan hátt. Á það ætla ég
að láta reyna og ég mun því ekki fjarlægja fánann."
Guðlaugur kvaðst myndu kæra þessa hótun til
Rannsóknarlögreglu ríkisins.
Sjómannafélag Reykjavíkur:
Undirmenn á kaupskipum
felldu kjarasamninginn
UNDIRMENN á kaupskipum
felldu nýgerðan kjarasamning
Sjómannafélags Reykjavíkur og
skipafélaganna í allshetjarat-
kvæðagreiðslu, sem staðið hef-
ur undanfarnar þijár vikur.
Þegar talningu var lokið í gær
kom í Ijós að samningurinn hafði
verið felldur með um 71% at-
kvæða. 29% greiddu samningnum
atkvæði sitt. Liðlega helmingur
undirmanna á kaupskipum tóku
þátt í atkvæðagreiðslunni, eða 117
manns af um 220. Já sögðu 34,
nei sögðu 83.
Ríkissáttasemjari hefur boðað
til sáttafundar í deilunni á þriðju-
daginn. Þar verður reynt að fá
fram endurbætur á samningnum,
að sögn Guðmundar Hallvarðsson-
ar, formanns Sjómannafélags
Reykjavíkur.
Á mánudaginn verða talin at-
kvæði úr allshetjaratkvæða-
greiðslu yfírinanna á farskipum
um samskonar samning, sem
byggður er á heildarsamkomulagi
aðila vinnumarkaðarins frá 26.
febrúar.