Morgunblaðið - 18.04.1986, Síða 13
sffiBUiKHift .igiaoHiWíio ) ki
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. ARRÍL“f98F
TFTTpr
Aðalfundur Iðnaðarbanka Islands
Morgunblaðið/ól.K.M.
AÐALFUNDUR Iðnaðarbanka íslands samþykkti í gær að auka hlutafé um 150 milljónir króna og
verður hlutafé því samtals 340 milljónir króna, en einnig var samþykkt að gefa út jöfnunarhlutabréf
fyrir 52 millj ónir króna.
Samþykkt að auka
hlutafé um 150 m. kr.
— hlutafé verður samtals 340 milljónir króna
AÐALFUNDUR Iðnaðarbankans
samþykkti að auka hlutafé bank-
ans um 150 milljónir króna með
útgáfu nýrra hlutabréfa. Þá var
einnig samþykkt að gefa út jöfn-
unarhlutabréf að fjárhæð 52
milljónir króna, eða um 37,7%.
Hlutafé Iðnaðarbankans eftir
aukningu hlutafjár verður því
340 milljónir króna.
Ein aðalástæða þess að bankaráð
lagði fram tillögu um aukið hlutafé
eru ákvæði laga um viðskiptabanka
um eigið fé banka, sem tóku gildi
um síðastliðin áramót. Eigið fé skal
samkvæmt lögunum nema 5% af
niðurstöðutölu efnahagsreiknings
að viðbættum ábyrgðum, en að frá-
dregnu eigin fé, peningum í sjóði
og innstæðum í bönkum. Þetta
skilyrði uppfyllir Iðnaðarbankinn
að því er Ragnar Önundarson,
bankastjóri, sagði í ræðu á fundin-
um. Hins vegar uppfyllir bankinn
ekki það skilyrði að bókfært verð
fasteigna og búnaðar sé ekki hærra
en 65% af eigin fé. Hlutfallið er
97%.
Ragnar Önundarson, banka-
stjóri, sagði meðal annars þegar
hann fylgdi tillögu bankaráðs úr
hlaði: „Við mat á því hve mikil
aukning hlutafjár skyldi lögð til hér
var fyrst og fremst tekið tillit til
þeirrar fjárhæðar sem þurfti til að
65% skilyrðið væri uppfyllt, en sú
fjárhæð nemur 120 m. kr. Enn-
fremur þótti eðlilegt að taka tillit
til fjárfestinga þess árs, en þar
vegur lang þyngst löngu tímabær
stækkun á afgreiðslusal aðalbank-
ans.“
Hluthöfum bankans er veittur
forkaupsréttur að nýjum hlutabréf-
um í hlutfalli við hlutafjáreign sína
og allt að 20% umfram hana. Ef
hluthafar skrá sig ekki fyrir allri
hlutafjáraukningunni verða bréfín
seld á fíjálsum markaði.
Rangar Önundarson sagði að
bankinn gæti, vegna eðlilegra raun-
vaxta á lánum, boðið sveigjanlega
greiðsluskilmála og sagðist vona
að hluthafar „sjái sér leik á borði
í þessum efnum fremur en að sitja
hjá“ við hlutafláraukninguna.
Eigið fé Iðnaðarbankans um síð-
ustu áramót var 240,5 milljónir
króna og jókst um 36,5%.
Raunaukning inn-
lána 1985 var 16%
— hlutdeild Iðnaðarbankans í innlánum viðskiptabankanna 9%
INNLÁN I Iðnaðarbankanum jukust um rúmlega 1.000 milljónir
króna á síðasta ári eða 58%. Raunaukning innlána var 16% og var
liðið ár áttunda árið í röð sem innlán aukast að raungildi. Hlutdeild
bankans í heildarinnlánum viðskiptabankanna jókst úr 8,4% í 9% árið
1985.
Útlán hækkuðu um 57% á milli
ára og námu í heild 3.158 milljónum
króna um áramótin. Innlán í heild
voru 2.837 milljónir króna.
Hlutfall veltiinnlána af heildar-
innlánum í bankanum lækkaði úr
16% í 13%. Þá minnkaði einnig
hlutur almennra sparisjóðsbóka í
25%. Allt fram til ársins 1984 hafði
hlutur þeirra verið 40-45%, en 1984
var hann kominn niður í 34%. Bón-
usreikningar er langstærsti hluti
innlána eða 56% (var 43% 1984)
og innstæður á þessum reikningum
námu 1.582 milljónum króna. Um
4% af innlánum var á gjaldeyris-
reikningum.
F.f litið er á samsetningu útlána
þá jókst hlutdeild víxla úr 15% í
18% og verðtryggðra útlána úr 17%
í 24%. Hlutfall óverðtryggðra
skuldabréfa lækkaði úr 33% í 25%.
Um 74% allra útlána Iðnaðar-
bankans fara til atvinnulífsins, mest
til iðnaðar og byggingarverktaka,
42,8% og til einstaklinga fara 24%.
Hagnaður Iðnlánasjóðs
1985 var 192 millj. kr.
IÐNLÁNASJÓÐUR afgreiddi
292 lán að fjárhæð 557 milljónir
króna á síðasta ári. Þetta er 58%
aukning frá fyrra ári. Hagnaður
sjóðsins var 192 milljónir og að
sögn Braga Hannessonar, banka-
sljóra, er skýring góðrar afkomu
sú að hækkun lánskjaravisitölu
var 35% á sama tíma og erlend
lán hækkuðu um 16%.
Til vélakaupa veitti Iðnlánasjóður
alls 271 milljón króna og 286 millj-
ónum til bygginga iðnaðarhúsa. Úr
vöruþróunar- og markaðsdeild voru
afgreidd 71 umsókn að fjárhæð 40
milljónir króna og þá var 8,7 millj-
ónum króna varið til kaupa á hluta-
bréfum í þrem fyrirtækjum.
Eigið fé Iðnlánasjóðs er 740
milljónir króna og hefur vaxið um
80% milli ára. Eigiðfjárhlutfallið í
árslok var 26% á móti 23% 1984.
Þetta hlutfall er ekki eins gott og
1983 þegar það var 29%.
Morgunblaðið/Ól.K.M.
DAVÍD Sch. Thorsteinsson, formaður bankaráðs Iðnaðar-
bankans og Valur Valsson, bankastjóri, bera saman bækur
sínar skömmu áður en aðalfundur bankans hófst í gær.
Bankaráð Iðnaðarbankans:
Davíð Sch. endurkjörinn
DAVIÐ Sch. Thorsteinsson,
framkvæmdastjóri, var endur-
kjörinn formaður bankaráðs
Iðnaðarbankans á aðalfundi
bankans í gær.
Bankaráðið er óbreytt og það
skipa auk Davíðs: Sigurður Krist-
insson, málarameistari, Brynjólf-
ur Bjamason, framkvæmdastjóri,
Ingólfur Finnbogason, húsa-
smíðameistari og Sveinn Valfells.
Varamenn eru þeir sömu nema
að Guðjón Tómasson, fram-
kvæmdastjóri, kom inn í stað
Sveins Sæmundssonar. Aðrir
varamenn eru: Magnús Helgason,
Kristinn Bjömsson, Karl Maack
og Leifur Magnússon. Endurskoð-
endur em Ólafur Davíðsson,
Sveinn Jónsson og Þorleifur Jóns-
son.
Innlán Iðnaðarbanka 1981—1985 á verð-
lagi í desember 1985 í millj. kr.
3000
Iðnaðarbanki íslands:
Tæplega 19 millj. kr.
hagnaður á liðnu ári
— heildartekjur hækkuðu um 122% á milli ára og gjöld um 117%
HAGNAÐUR AF rekstri Iðnað-
arbanka Islands á síðasta ári var
18,8 milljónir króna, en 1984 nam
tap bankans 3,2 milljónum króna.
Valur Valsson, bankastjóri, gerði
grein fyrir afkomunni á aðal-
fundi Iðnaðarbankans í gær og
benti á að þegar tekið hefur verið
tillit til breytinga á reikningsskil-
um, vegna meðferðar á afskrift-
arreikningi útlána, þá hafi af-
koman batnað milli ára um rúm-
lega 27 milljónir króna.
Heildartekjur Iðnaðarbankans á
liðnu ári námu 1.202 milljónum
króna og jukust um 122% frá fyrra
ári. Gjöld hækkuðu um 117% og
urðu 1.183 milljónir króna. Valur
sagði þessa miklu aukningu tekna
og gjalda stafa annars vegar af
mikilli aukningu inn- og útlána og
hins vegar af því að verðbólga
reyndist mun hærri 1985 en 1984.
Heildarrekstrarkostnaður nam
239 milljónum króna og hækkaði
hann um 72% frá 1984. Launa-
kostnaður vegur þyngst og var
125,5 milljónir króna.
Valur Valsson fjallaði um ástæð-
ur bættrar afkomu og sagði meðal
annars: „Aðalástæða tapsins árið
1984 var sú, að vaxtamunurinn,
þ.e.a.s. mismunurinn á milli meðal-
vaxta af íjármagninu sem við höf-
um til ráðstöfunar og þeim fjármun-
um sem við veijum fjármagninu
til, þessi mismunur minnkaði veru-
lega. Arið 1983 var þessi vaxta-
munur rúmlega 10%, en árið 1984
aðeins 5,6. Það var því eitt af
meginmarkmiðum okkar á síðasta
ári að auka vaxtamuninn á ný til
að snúa tapi í hagnað. Það tókst
og reyndist vaxtamunurinn árið
1985 vera um 7,4% að meðaltali."
Aðalfundurinn samþykkti að
greiða út 8% arð, eða 11 milljónir
króna. Arður fyrir árið 1984 var 5%.