Morgunblaðið - 18.04.1986, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR18. APRÍL1986
„Miller skilurhvorki upp
né niður í eigin verkum “
John V. Hagopian
John V. Hagopian heitir
maður af armenskum
ættum en fæddur og
uppalinn í Bandaríkjun-
um; prófessor í bók-
menntum við Ríkisháskóla New
York-fylkis og kunnur gagn-
rýnandi og fyrirlesari víða um
lönd. Hann er nú staddur hér á
landi og raunar ekki í fyrsta sinn;
í fyrrakvöld flutti hann fyrirlest-
ur um William Faulkner við Há-
skóla íslands og í kvöld kl. 18.00
ræðir hann um bandarísku leik-
ritaskáldin Arthur Miller og
Tennessee Williams í Þjóðleik-
húskjallaranum. Hagopian var
tekinn tali á heimili vinar síns,
Frank Ponzi, í Mosfellssveit þar
sem hann dvelst með eiginkonu
sinni, rússneskrar ættar.
„Ég er reyndar ekkert frægur,"
sagði Hagopian og brosti breitt;
„ekki miðað við stórkarlana í brans-
anum. Ástæðan er sú að ég hef enn
ekki gefið út Stóru Bókina sem allir
bókmenntafræðingar og/eða gagn-
rýnendur verða að senda frá sér
ef þeir ætla að ná í lesendur fyrir
utan vissa hópa. Ég hef fremur
haslað mér völl á afmörkuðum svið-
um. Faulkner-fræðingar ættu til að
mynda að kannast við mig. Ég
ætla að minnsta kosti,“ brosandi
enn, „aðvonaþað!“
Hagopian var þá spurður um efni
fyrirlesturs þess sem hann hélt í
Odda í fyrrakvöld um Faulkner.
„í þessum fyrirlestri reyni ég
aðallega tvennt. í fyrsta lagi er
hreinlega að gera Faulkner að-
gengilegan fyrir allan almenning.
Því verður ekki mótmælt að hann
er afskaplega erfiður höfundur —
stfll hans, setningaskipun, orða-
forði: þetta er allt þannig að venju-
legir lesendur verða að leggja tölu-
vert á sig til að njóta verka hans
tii fulls. Og ég vil gjaman hjálpa
fólki til þess. Faulkner er að mínum
dómi einhver allra mesti rithöfund-
ur samanlagðrar bókmenntasög-
unnar og eini raunverulegi snilling-
urinn sem Bandaríkjamenn hafa
enn eignast. Yfirsýn hans er svo
mikil; hann bjó til heilan heim þar
sem er Yoknapatawpha-sýsla og
kom þar fyrir ástríðufullu, stór-
brotnu fólki. Það er ómaksins vert
að kynnast persónum hans og lífi
þeirra og ég lít eiginlega á mig sem
einn af postulum Faulkners; ég er
að boða fagnaðarerindið; látið þetta
ekki fara fram hjá ykkur! Hins
vegar er ég í þessum fyrirlestri að
þróa hugmyndir mínar um það sem
ég kalla ástarsiðferði Faulkners.
Kannski á ég eftir að skrifa bók
um þessar hugmyndir, þegar þær
eru orðnar fullmótaðar. Það sem ég
á við er að Faulkner hefur samúð
með, eða altént skilning á, fram-
ferði þessara ofstopafullu persóna
sinna — svo lengi sem þær láta
stjómast af ást. Hann er ekki
endilega hlynntur ofbeldinu sem
þær eiga til að beita en hann skilur
alla vega hvað liggur að baki. Á
hinn bóginn eru til persónur í bók-
um hans sem eru uppfullar af göf-
ugum hvötum, sjálfsfóm og hjálp-
fysi, en afneita ástinni. Þessar
persónur em í miklu minni metum
hjá höfundinum en hinar sem láta
ástina ráða gerðum sínum. Sam-
kvæmt þessu ástarsiðferði er ástin
það sem gerir sérhverja persónu að
mannlegri veru. Þetta er svona
ramminn utan um hugmyndir mínar
en þetta er í rauninni afar flókið
mál og menn skyldu varast að reyna
að einfalda Faulkner."
Fyrirlestur Hagopians á föstu-
daginn verður sem fyrr segir í Þjóð-
leikhúskjallaranum og hefst klukk-
an fjögur síðdegis. Það er gert til
þess að gefa leikhúsfólki færi á að
hlusta og taka þátt í umræðum á
eftir, en þess má geta að Þjóðleik-
húsið frumsýnir á næstunni eitt
frægasta leikrit Arthur Millers, í
deiglunni.
Geðklofa leikrit
„Þeir Miller og Tennessee Will-
iams eru ásamt Edward Albee
merkustu leikritahöfundar eftir-
stríðsáranna í Bandaríkjunum. Ég
held að enginn þeirra geti beinlínis
talist stórkostlegur höfundur en
þeir eru að minnsta kosti mun
athyglisverðari en samtímamenn
þeirra. Það er komin hefð fyrir
því að flokka þá þannig að Miller
sé sá þjóðfélagslega meðvitaði;
hann vilji breyta heiminum og bæta
hann, eða það segir hann altént
sjálfur — Tennessee Williams sé
aftur á móti sálfræðilegur höfundur
sem velti fyrir sér samskiptum
fólks, ekki síst á kynferðissviðinu —
og loks að Edward Albee sé heim-
spekingurinn í hópnum og glími
einkum við hinar stóru spumingar
um hlutskipti mannsins í veröldinni.
Frægasta leikrit Albees, Hver er
hræddur við Virginíu Woolf?, gæti
að vfsu á köflum verið eftir Tenn-
essee Wiiliams en þó má greina hin
stóru viðfangsefni hans bak við átök
fólksins á sviðinu.
Gott og vel, þama höfum við
þijá afar ólíka höfunda. En ég held
því fram að þetta sé ekki svona
einfalt. Reyndar fullyrði ég blákalt
að Arthur Miller skilji hvorki upp
né niður í sínum eigin verkum og
það þótt fáir höfundar hafí í ríkara
mæli ritað um sín eigin verk og
útskýrt þau. Hann hefúr skrifað
óteljandi formála og greinar um
leikritin sín en þetta er allt eintóm
vitleysa! Hann heldur því fram að
verk sín séu af félagslegum rótum
mnnin og hefur til dæmis oft ráðist
harkalega að Tennessee heitnum
Williams fyrir naflaskoðun og
sjálfsþótta meðan ótal vandamál
heimsins bíði úrlausnar á leiksvið-
inu, nánar tiltekið í verkum Millers
sjálfs. Þetta er bull. Undiraldan í
verkum Millers er nefnilega sú
sama og í verkum Williams og í
fyrirlestri mínum í Þjóðleikhúskjall-
aranum leiði ég rök að því að bæði
Sölumaður deyr og í deiglunni séu
í eðli sínu geðklofa verk, ef svo
má að orði komast. Á yfírborðinu
fjalla þau um félagslegan vanda en
undir niðri eru það sálfræðilegar
hvatir sem reka persónumar áfram.
Ég lít svo á að Sölumaður deyr sé
fyrst og fremst um Biff, ekki Willy
Loman, og það hvemig hann reynir
að verða að manni andspænis föður
sínum. Miller segir sjálfur að leikrit-
ið sé rannsókn á hlutskipti nútíma-
mannsins í kapítalísku þjóðfélagi.
Hann um það.
Elia Kazan — sannkallað
skrímsli!
Sama er uppi á teningnum með
í deiglunni. Þar er athyglinni beint
að nomaofsóknum í Salem í Banda-
ríkjunum þegar heilt þorp gekk af
göflunum og Miller hefíir sjálfur
talað um hliðstæðumar við komm-
únistaofsóknir McCarthys og nóta
hans sem stóðu sem hæst er leikrit-
ið var skrifað. En þegar leikritið
er brotið til mergjar kemur í ljós
að þungamiðja þess er hinn alda-
gamli ástarþríhymingur og kyn-
ferðislegt samband Proctors, Elísa-
betar konu hans og stúlkunnar
Abigail. Elísabet er köld, uppþom-
uð; Abigail er ung og ástríðufull
og andstæðumar milli þeirra eru
kjami verksins. Miller gerir sem
minnst úr þessu í öllum formálunum
sínum og talar bara um söguna og
sagnfræðilega nákvæmni sem hann
segist fylgja í einu og öllu. En það
er bara fírra. Hann lætur Abigail
vera 17 ára í stað 11 ára eins og
hún var í raun og vem; þar með
gerir hann hana að kynferðisveru
en ekki bami og leikritið verður
mögulegt. Mér fínnst ótækt að
Miller komist upp með að hamra á
sagnfræðilegri nákvæmni sinni
þegar svona er í pottinn búið og
um þetta allt saman ætla ég að
tala á föstudaginn.
Wiiliams þurfti að glíma við allt
önnur vandamál en Miller. Hann
var náttúrlega hommi og skrifaði
flest verk sín fyrir „byltinguna"
þegar hommum var gert kleift að
koma úr felum og ræða opinskátt
um vandamál sín. Hann varð þess
vegna iðulega að dulbúa viðfangs-
efni sín og af því skapaðist spenna
sem einkennir bestu leikrit hans, A
Streetcar Named Desire og Cat on
a Hot Tin Roof. Streetcar er frábært
leikrit sem höfundurinn eyðilagði
því miður með nauðgunarsenunni,
en þá verðum við að hafa í huga
að bak við bæði Williams og Miller
stóð leikstjórinn Elia Kazan —
sannkallað skrímsli! Kazan hafði
mestan áhuga á aðsókninni og ýtti
undir þá hluta leikrita þessara
höfunda sem hann vissi að myndu
kitla fjöldann og draga hann í leik-
hús. Það var Kazan að kenna að
ýmsar persónur Williams voru ein-
faldaðar og þeim jafnvel umtumað.
Blanche í Streetcar er til að mynda
næstum alltaf leikin eins og hún
sé hreinasti engill en sannleikurinn
er sá að hún er krabbameinið í
verkinu og það er blátt áfram
nauðsynlegt að gert sé út af við
hana.
Elska og dái og dýrka
Faulkner
Edward Albee læt ég hins vegar
að mestu leyti liggja milli hluta í
fyrirlestri mínum en vera má að
hann verði á dagskrá í umræðunum
á eftir. Ég vona reyndar að umræð-
umar verði góðar; þær em oftast
John V. Hagopian
prpfessor flytur
fyrirlestra hér á
landi, m.a. um I
deiglunni eftir Art-
hur Miller sem Þjóð-
leikhúsið sýnir á
næstunni.
skemmtilegasti og ftjóasti hluti
slíkra fyrirlestra og ég treysti á að
íslensku hlustendumir verði
ósmeykir við að leggja orð í belg.“
Að hvaða höfundum hefur þú
beint mestri athygli á ferlinum, ef
þessir leikritahöfundar era undan-
skildir?
„Það er náttúrlega Faulkner. Ég
elska og dái og dýrka og virði
Faulkner mest allra manna! — en
þú varst líklega ekki að spyija um
hann. Ætli Vladimir Nabokov
myndi ekki lenda ofarlega á mínum
lista yfir uppáhaldshöfunda, ég hef
rannsakað hann töluvert upp á síð-
kastið. Nabokov fékk reyndar aldrei
Nóbelsverðlaunin — sem Faulkner
fékk þó — enda era það oft skrýtnir
höfundar sem fá þau verðlaun. Þá
á ég ekki við rithöfunda litlu þjóð-
anna, eins og Halldór ykkar Lax-
ness, heldur fugla á borð við Salvat-
ore Quasimodo eða þá Pearl S.
Buck. Pearl S. Buck fékk Nóbels-
verðlaunin, geturðu ímyndað þér
annað eins?! Joyce hins vegar ekki.
En annars var ég að taia um Nab-
okov. Ég vildi óska að ég kynni
rússnesku betur; ég hef mikinn hug
á að kynna mér fyrstu bækur hans
Tilbúnir sjávarréttir frá Skagaströnd:
Rækjurúllur og
sjávarréttabaka
Útflutningnr á rækjurúllum reyndur
NÝIR TILBÚNIR sjávarréttir
frá nýstofnuðu fyrirtæki á
Skagaströnd, Marska hf., eru að
koma í verzlanir. Um er að ræða
rækjurúllur og sjávarréttabökur.
í bígerð er að reyna útflutning
á rækjurúllunum.
Steindór R. Haraldsson, fram-
leiðslustjóri Marska, er „höfundur"
réttanna tveggja. Vöraþróun hefur
staðið yfír um all langt skeið og
starfsmenn Marska notið aðstoðar
Iðntæknistofnunar íslands við það
verk, og era réttimir þeir fyrstu,
sem þróaðir era í nýju tilraunaeld-
húsi stofnunarinnar. Þá gerði stofn-
MorgunbUAið/ólafur K. Magnússon
FORSVARSMENN Marska reyna hina nýju sjávarrétti fyrirtækisins.
Matsveinn á Loftleiðahótelinu skellir rækjurúllu á disk Steindórs
R. Haraldssonar, framleiðslustjóra og „höfundar“ réttanna, og Heim-
ir L. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Marska, bíður eftir að röðin komi
að sér.
unin í fyrsta sinn neytendakönnun,
en hún skar úr um hvaða réttir af
sex tilraunaréttum væra líklegastir
til vinsælda.
Að sögn Heimis L. Fjeldsted,
framkvæmdastjóra Marska, og
Steindórs Haraldssonar er markmið
Marska að framleiða vörar í háum
gæðaflokki og era réttimir tveir
markaðssettir undir kjörorðinu
„sjávarréttir sælkerans". f fram-
haldi verða þróaðir fleiri réttir og
er von á þeim næstu, lfklegast for-
réttum, með haustinu.
Á fundi, þar sem nýja framleiðsl-
an var kynnt íjölmiðlum, sagði
Steindór réttina snauða að hitaein-
ingum, t.d. væru aðeins 94 kaloríur
í hveijum 100 grömmum af rækju-
rúllunum, og þær því lrjömar fyrir
þá sem halda vildu línunum. Hver