Morgunblaðið - 18.04.1986, Síða 17

Morgunblaðið - 18.04.1986, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR18. APRÍL1986 17 á rússnesku og svo stöðu hans í Sovétríkjunun nú.“ Nabokov, sem lést árið 1977, fæddist í Rússlandi en fluttist þaðan eftir byltingu bolsévíka. Hann bjó fyrst um sinn í Evrópu og skrifaði nokkrar skáldsögur á móðurmáli sínu en fluttist svo til Bandaríkj- anna og hóf að skrifa á ensku. Frægasta bók hans er Lolita, þar sem kynferðislegt samband smá- stúlku og miðaldra manns er í brennidepli. Nabokov hefur alltaf verið bannfærður af sovéskum yfir- völdum enda vandaði hann þeim ekki kveðjumar meðan hann var og hét. Rússar eru sjúkir I Nabokov „Eigi að síður er geysilegur áhugi á Nabokov í Sovétríkjunum," sagði Hagopian. „Fyrir nokkrum árum var ég um skeið viðloðandi háskól- ana í Moskvu og Leníngrad og þá kynntist ég þessu. Rússar eru bein- línis sjúkir í Nabokov og ég fékk aðgang að heilu neðanjarðarbóka- söfnunum með verkum hans ein- göngu. Bókunum er líka dreift milli manna í handritum og njóta mikilla vinsælda. Einum manni kynntist ég sem hefur síðan yfirgefið Sovétríkin og skrifað lærða ritgerð um rússn- eskættuð orð og orðatiltæki í Lolitu, en það eru hlutir sem fara algerlega fyrir ofan garð og neðan hjá banda- riskum lesendum." Hvað er það hjá Nabokov sem heillar þig — og Rússa? „Það er kannski umfram allt hið skapandi ímyndunarafl sem sífellt er að verki í bókum hans; vanga- veltur um samband þess við raun- veruleikann og þörfina fyrir það og hvemig það verði notað. Af öllum bókum Nabokovs er ég sennilega hrifnastur af Pale Fire og tel að samnefndur ljóðabálkur í þeirri bók sé á við hið besta í Ijóðum Wallace Stevens — og Wallace Stevens er að mínum dómi besta ameríska ljóð- skáldið fyrr og síðar — svo Nabokov var ýmislegt lagið." Hvað tekur við hjá þér eftir að íslandsferðinni lýkur? „Þá fer ég aftur til Englands þar sem ég hef dvalist í vetur og kynnt bandarískum stúdentum enska leik- list, bæði Shakespeare og seinni tíma verk. í júní og júlí verð ég viðriðinn mikla Shakespeare-hátíð í Oxford og flyt þar fyrirlestra um uppfærslur á verkum þessa snill- ings. Ég hef raunar mikinn áhuga á því sem gerist þegar leikrit er flutt af bók upp á svið, og í stöðug- um leikhúsferðum í allan vetur hef ég því miður orðið vitni að mörgum hroðalegum dæmum um það hvem- ig leikstjóm og uppsetning geta eyðilagt jafnvel hin bestu verk. Sérstaklega er þetta áberandi hjá West End-leikhúsunum, sem fiska eftir Qöldanum, en meira að segja breska Þjóðleikhúsið og Royal Shakespeare Company er farið að svipa til sirkus þar sem allt snýst um stórbrotna lýsingu og leikmynd og vélabúnað allskonar en leikritið sjálft verður útundan. Versta leik- sýningin sem ég hef séð að undan- fömu var Óþelló hjá RSC. Ben Kingsley lék Óþelló og hann var eins og þeir hefðu bara tekið Gandhi og sett á hann slöngulokka og svo ætlast til þess að hann gæti leikið Márann, þennan stóra og mikla persónuleika. Mér fannst það ekki vera Óþelló. Auðvitað veit ég að það eru til fleiri en ein leið til þess að setja Shakespeare upp en þama var farið alveg yfir markið. Ég er hræddur um að enskt leikhús hafi oft verið betra en nú.“ Broadway er mesti smitberi leikhússins En amerískt þá? „Ja, þú veist það að Broadway er mesti smitberi leikshússins í öll- um heiminum. Þar ráða söngleikim- ir rikjum og veistu hvemig þeir urðu til? New York er náttúrlega miðstöð verslunar í Bandaríkjunum og þangað koma kaupsýslu- og verslunarmenn hvaðanæva að til þess að gera viðskipti sín. Kaup- sýslumenn eru, með fullri virðingu fyrir þeim, yfírleitt ekki miklir menntamenn eða bókmenntaunn- endur svo til að skemmta þeim voru settar upp sýningar þar sem berar stelpur sungu og dönsuðu! Raun- verulegt og kraftmikið drama á ekki lengur heima á Broadway, hafí það einhvem tíma gert það, enda em þeir Miller, Wiliiams og Albee löngu horfnir úr leikhúsunum þar. Leikhúsið í Bandaríkjunum vantar nú illilega einhvem mið- punkt í stað Broadway. Höfundar eins og David Mamet og Sam Shepard hafa hasiað sér völl í leik- húsum smærri borga og háskóla en persónulega finnst mér þeir ekki ýkja miklir bógar.“ Þú minntist á að þú hefði enn ekki skrifað Stóm Bókina þína. „Ég á nú varla von á því að ég geri það úr þessu. Ég er að vísu að gæla við að þróa hugmyndir mínar um ástarsiðfræði Fauikners upp í heila bók en við skulum sjá hvað verður úr því; ég hef hins vegar engan áhuga á þvi að safna saman þeim greinum sem ég hef hingað til ritað um Faulkner og kalla það bók. Það tmflar mig líka að á síðustu ámm er ég aftur farinn að fást við skáldskap og leikritun en það reyndi ég mig við þegar ég var strákur. Ég veit ósköp vel að þessar afurðir mínar em harla lftils virði en þetta er svo skemmtilegt og spennandi að ég freistast til þess að haida áfram — þó ég sé auðvitað orðinn alltof gamall til að nokkuð geti orðið úr mér.“ Ogþessu fylgdi breitt bros. Hagopian lét að lokum í ljós von um að hann gæti snúið aftur til íslands seinna og jafnvel flutt fleiri fyrirlestra. „Mér líkar stórvel héma, bæði við fólkið og landið og jafnvel veðr- ið. Við hjónin emm hér í góðu yfir- læti hjá Frank Ponzi sem er gamall og góður vinur minn og hann hefur komið því í kring að við fömm um helgina að hitta Halldór Laxness að Gljúfrasteini. Það er mér mikill heiður að fá að votta þeim mikla rithöfundi virðingu rnína." VIÐTAL: ILLUGIJÖKULSSON rúlla vegur um 140 grömm. Gisk- uðu forsvarsmenn Marska á að rækjurúllumar, tvær í pakka, myndu kosta kringum 120 krónur í verzlunum og bakan um 200 krón- ur. Væri um að ræða rétti, sem tilvalið væri að kippa með sér á leið heim úr vinnu, því framreiðslan væri einföld og fljótleg, aðeins 15-30 mínútna upphitun í ofni. Að framleiðslunni starfa 8 manns hjá Marska og er afkastagetan með núverandi tækjakosti um eitt þús- und rúllur og sjö- til áttahundmð sjávarréttabökur á dag. Auðvelt væri hinsvegar að margfalda af- köstin með sjálfvirkum tækjabún- aði. Sjálfvirk tæki skammta ofan á bökumar og inn í rúllumar og að sögn Heimis á frávikið frá upp- gefnum þunga ekki að skakka nema einu til tveimur grömmum. i Á vegum Útflutningsmiðstöðvar iðnaðarins verða kannaðir mögu- leikar á útflutningi rækjurúllanna. f þessu skyni hafa verið sendar pmfusendingar til Svíþjóðar, Dan- merkur, Vestur-Þýzkalands og Bretlands, og að sögn Heimis L. Fjeldsted hafa undirtektir verið góðar. Fulltrúi stofnunarinnar fer senn í því sambandi til Danmerkur til viðræðna við stórt danskt dreif- ingarfyrirtæki. Marska er í svonefndum Útflutn- ingshóp átta fyrirtækja sem fram- leiða til útflutnings, en markmið hópsins er að gera sameiginlegt átak til að vinna íslenzkum sjávar- vömm fótfestu á erlendum mörkuð- um. Marska hf. er sameign þriggja fyrirtækja á Skagaströnd; Rækju- vinnslunnar, Skagstrendings og Hólaness. Vamargarðurinn er orðinn gisinn og skörðóttur. Vopnafjörður: Enn þarf að bæta hafnaraðstöðuna Morgunblaðið/Bjöm Bjömsson Trillukariamir Guðmundur Ragnarsson og Hreinn Björgvinsson Vopnaflrði. SMABÁTAÚTGERÐ er í vax- andi mæli stunduð héðan frá Vopnafirði og eru nú gerðir út um 15 smærri bátar að sögn Péturs Nikulássonar bátaskoð- unarmanns. En hvernig skyldi nú hafnaraðstaðan vera fyrir smærri bátana? Fréttaritari fór um hafnarsvæðið og kannaði það atriði og fleiri þau sem snúa að útgerðarmálum. Um borð í Ritu NS-13 hitti fréttaritari þá Guðmund Braga- son og Hrein Björgvinsson en þeir hafa stundað útgerð af þessu tagi með litlum hléum allt frá árinu 1961. Þeir vom fyrst spurðir um hafnaraðstöðuna. „Það er rétt að geta þess að hafnaraðstaðan hefur vemlega batnað á undanfömum ámm en þó er hvergi nóg að gert og vegna vemlegrar fjölgunar báta, smárra og stórra, bráðvantar nú aukið viðlegupláss og þá fyrst og fremst lengingu stálþils." — Nú er hafnargarður sá sem byggður var fyrir allmörgum ámm og gjörbreytti allri aðstöðu hér innan hafnar til hins betra orðinn mjög gisinn og skörðóttur. Hvaða áhrif hefur þetta inni í höfninni? „Þetta er mjög slæmt svo ekki sé meira sagt. Ókyrrð hefur aukist mjög og nú er garðurinn orðinn svo gisinn að sog er orðið all um borð i báti sínum Ritu NS13. vemlegt, reyndar svo mjög að allir smærri bátamir em nauð- beygðir til að liggja við bólfæri um leið og hreyfir vind.“ Að öðm leyti var hljóðið heldur gott í trillukörlum og töldu þeir að kvótaskipting fyrir báta undir 10 tonnum kæmi vel út í ár. Sveinn Guðmundsson sveitar- stjóri var spuiúur um gang mála varðandi bætta hafnaraðstöðu og sagði hann að mikil áhersla hefði að undanfömu verið af hálfu sveitarstjómar að fá þar fram endurbætur og þá fyrst og fremst lengingu stálþils um 55 m, og væm ráðamenn hér bjartsýnir á að úr rættist nú alveg á næstunni, jafnvel strax næsta vor. — En hvað um hafnargarðinn, Sveinn? „Þar er aftur verra við að eiga og segja má að þar komum við nánast að lokuðum dymm. Vita- og hafnarmálastofnun hefur sýnt því máli mjög lítinn áhuga og telur þetta nánast smámál og bendir gjaman á að tiltölulega skammt sé síðan unnið var fyrir vemlegar upphæðir við hafnaraðstöðu á Vopnafirði,“ sagði sveitarstjórinn. Frá visnakvöldi kórs Fjölbrautaskóla Suðurlands. Kórinn söng undir stjórn Jóns Inga Sigurmundssonar. Kór Fjölbrautaskóla Suðurlands: Safnar fyrir utanför Sclfossi. ™ Kórfélagar í kór Fjölbrautaskóla Suðurlands halda ótrauðir áfram að vinna að því að komast í söng- ferðalag til Danmerkur og Svíþjóðar í vor. Verkefnið er stórt og leitað er ýmissa leiða. Kórinn hélt vísnakvöld 10. apríl sl. þar sem kórfélagar vom burðarásinn í dagskránni, með kórsöng, ljóða- lestri o.fl. Á næstu dögum mun kórinn halda tónleika í Skálholti, á Hellu, Selfossi og í maí í Vík í Mýrdal. Sig. Jóns.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.