Morgunblaðið - 18.04.1986, Blaðsíða 20
MQRGUNBLAfm FÓgTUDAGUfr 18. APHÍL1986
m.
Loftárásir Bandaríkjamanna á Líbýu
Nidal hótar árásum
á Bandaríkj amenn
Hryðjuverkaforinginn Abu
Nidal, sem eftírlýstur er um allan
heim, sagði á miðvikudag að
loftárásar Bandaríkjamanna á
Líbýu yrði hefnt grimmilega og
róttækir shítar hótuðu að jafna
Hvita húsið við jörðu.
Sýrlendingar, íranar og Líbýu-
Súdan:
Bandarískir
sendiráðsmenn
kallaðir heim
Washington. AP.
BANDARÍKJAMENN hafa ákveðið að kalla heim marga starfsmenn
við sendiráð Bandaríkjanna í Súdan og fjölskyldur þeirra af ótta
við hryðjuverk. Ekki er vitað hvenær sendiráðsmennimir fara frá
Khartoum, sem bandarískir embættismenn halda fram að sé griða-
staður fyrir libýska hryðjuverkamenn.
Ákvörðun þessi var tekin eftir
að bandarískur sendiráðsstarfs-
maður var skotinn í höfuðið á götu
í Khartoum, höfuðborg Súdans, á
þriðjudag.
Að auki hefur bandaríska utan-
ríkisráðuneytið gefið út tilkynningu
þar sem Bandaríkjamenn eru varað-
ir við að ferðast til borgarinnar.
Sendiráðsmenn og íjölskyldur
þeirra í Khartoum telja um 400 og
þar eru einnig um 700 aðrir Banda-
ríkjamenn. Um 2.000 Bandaríkja-
menn eru í öðrum hlutum Súdans,
bæði við þróunarhjálp og olíuiðnað.
menn hafa krafíst þess að múham-
eðstrúarríki setji ailsheijar bann á
Bandaríkin og Bandaríkjamenn
verði reknir úr öryggisráði Samein-
uðu þjóðanna.
Um 500 shítar úr Flokki guðs
(Hezbollah) brenndu bandaríska og
ísrælska fána í rústum bandaríska
sendiráðsins í Beirút. Sendiráðið
sprakk í loft upp 1984 er gerð var
á það sjálfsmorðsárás með þeim
afleiðingum að 62 létu lífið.
Mótmælendumir kyijuðu „Eyð-
um Ameríku" sem þeir gengu eftir
götunum í átt að sendiráðinu.
Zuheir Kanj, sem er háttsettur
innan Hezbollah, sagði við múginn:
„Hvíta húsið verður jafnað við jörðu
eins og þetta sendiráð."
í tilkynningu frá Fatah-bylting-
arráðinu, sem Abu Nidal stjómar,
sagði að flokkurinn ætlaði að láta
þung högg ríða á Bandaríkjamönn-
um. Aröbum var ráðlagt að „halda
sig fjarri bandarískum stofnunum,
sem em helsta skotmark okkar.
Abu Nidal er gefið að sök að
hafa unnið rúmlega hundrað
hryðjuverk gegn Bandaríkjamönn-
um, Israelum og hófsömum aröbum
síðan hann klauf sig frá Frelsissam-
tökum Palestínu (PLO) 1974. Nidal
er grunaður um að hafa staðið að
baki sprengingunni í farþegaþotu
TWA 2. apríl. Þar létust fjórir
Bandaríkjamenn.
Hálf milljón mótmælti
í 90 borgum á Italíu
Frankfurt, Peking', Amman, Malaga, Madrid, Stokkhólmi.
TALSVERT hefur verið um mótmæli við sendiráð Bandaríkjanna
vegna loftárásar þeirra á Líbýu aðfaranótt þriðjudagsins. Þannig
særðust 17 lögreglumenn og 10 manns voru handteknir í Vestur-
Þýskalandi, er um 10 þúsund manns í mörgum borgum landsins
mótmæltu loftárásinni. Öryggisráðstafanir hafa verið hertar við
bandarisk sendiráð víða um heim af ótta við hryðjuverk og í Vestur-
Þýskalandi hefur verið sett á útgöngubann við herstöðvar á nóttunni
frá 12 á miðnætti til klukkan 5 á morgnana.
Á Spáni, Ítalíu, í Austurríki og Um 75 arabar söfnuðust saman
Pakistan söfnuðust einnig þúsundir við sendiráð Bandaríkjanna og
manna saman. í sumum tilfellum
var um friðsamlegar aðgerðir að
ræða, en í öðrum tilfellum þurfti
lögregla að hafa afskipti af mót-
mælunum. í 90 borgum Ítalíu safn-
aðist um hálf milljón manna saman
eftir að skólum var lokið og kom
gagnrýni bæði á hlut Bandaríkja-
manna og Líbýu að átökunum.
Bretlands í Peking, hrópandi vígorð
og formælingar í garð Bandaríkja-
manna. Mótmælendur sem margir
hverjir sögðust vera líbýskir náms-
menn brenndu síðan bandaríska
fánann.
Um 30 manns söfnuðust saman
fyrir fram bandaríska sendiráðið í
Amman. Óeirðalögregla koma fljótt
Þrjú blóðuglík
AP/Símamynd
Þijú blóðug lík fundust á þjóðvegí í fjöllunum fyrir austan
Beirút í Líbanon í gær. Eru það lík þriggja Breta, sem rænt
hafði verið. Maður, sem sagðist vera talsmaður fyrir samtök,
er nefna sig Arabísku byltíngarsellurnar, sagði að mennirnir
hefðu verið teknir af lífi í hefndarskyni fyrir árásir Bandaríkja-
manna á Líbýu fyrr í vikunni. Lík mannanna þriggja sjást hér
vafin í plastpoka í líkhúsi í bænum Bahdoum í Líbanon.
Skoðanakönnun Daily Telegraph:
Meiri hluti Breta á
móti loftárásunum
London, AP.
MARGARET THATCHER, forsætisráðherra Bretlands, vann sigur
í atkvæðagreiðslu í neðri deild brezka þingsins, er atkvæði voru
greidd um tillögu stjórnarandstöðunnar um að víta hana fyrir að
styðja loftárásir Bandaríkjamanna á Líbýu. Var tillagan felld með
325 atkvæðum gegn 206. Skoðanakannanir í Bretlandi sýna hins
vegar, að meirihluti Breta er andvígur árásunum og stuðningi
Thatcher við þær.
Ræða Thatcher í umræðunum
um tillöguna hlaut miklar undirtekir
á meðal óbreyttra þingmanna
íhaldsflokksins. Þingmenn stjóm-
arandstöðunnar gerðu hins vegar
harða hríð að henni með ásökunum
um, að Bretland yrði nú aðal skot-
mark hryðjuverkamanna og að
aðgerðir Bandaríkjamanna myndu
ekki verða til þess að hræða neinn
frá hryðjuverkum.
Gallup-skoðanakönnun á vegum
dagblaðsins Daily Telegraph í gær,
benti hins vegar til þess, að meiri-
hluti Breta væri loftárásunum
andvígur, því að samkvæmt niður-
stöðum hennar eru 65% þeirra á
móti þeim en 29% styðja þær.
á staðinn og stöðvaði mótmælin.
Þá mótmæltu unglingar loftárásinni
við bandaríska sendiráðið í Stokk-
hólmi. Brutu þeir þijár rúður þar
með gijótkasti áður en lögregla
leysti hópinn upp.
Fyrirtækið IBM hefur hætt við
söluráðstefnu fyrir Suður-Evrópu,
sem halda átti í Madrid á Spáni
20.-21. apríl, vegna hótana Líbýu-
manna um hryðjuverk á Spáni. Þá
hafa um 85% hótelpantana Banda-
ríkjamanna á Spáni verið afturkall-
aðar af ótta við hryðjuverk. Þá
hefur bandaríska sjónvarpsstöðin
NBC hætt við að kvikmynda tvær
myndir í Suður-Evrópu vegna
spennunnar milli Líbýu og Banda-
ríkjanna og af ótta við hryðjuverk.
Æ fleiri útlendingar
vilja yfirgefa Líbýu
TrípóK.AP.
VESTRÆNIR sljómarerindrek-
ar segja að æ fleiri útlendingar
í Líbýu vilji yfirgefa landið.
Að sögn kanadísks sendiráðs-
manns vilja um 300 af 1.000 Kan-
adamönnum fara og breskur sendi-
ráðsmaður segir að um helmingur
þeirra 5.000 Breta, sem vinna í
landinu, vonist til að komast í burtu.
Utanríkisráðuneytið í London lætur
ekkert uppi um það hvort ráðgert
hafi verið að flytja breska þegna
brott frá Líbýu.
Um 18.000 sérfræðingar frá
Vesturlöndum starfa við olíuiðnað
í Líbýu og að auki vinna þar um
30.000 Tyrkir og 30.000 manns
frá Suður-Kóreu.
Belgíska sendiráðið í Trípólí fer
með málefni Bandaríkjamanna. Að
sögn belgísks sendiráðsstarfsmanns
ráðleggja þeir fólki einfaldlega að
hafa hægt um sig, bíða og sjá til
og fara ekki út.
Um 7.000 ítalir eru í Líbýu og
íhugar ítalska stjómin nú að flytja
þá á braut. Að auki má geta þess
að um 2.000 Frakkar, 300 Hollend-
ingar og 100 Belgar vinna í Líbýu.
Sérfræðingur McDonnel Douglas-flugvélaverksmiðjanna:
ísing á vængjum
olli Ganderslysinu
Ottawa. AP.
Frá slysstaðnum við Gander.
Ottawa, AP.
FULLTRÚI McDonnell Douglas-
flugvélaverksmiðjanna hélt því
fram í gær að ísing á vængjum
væri eina raunhæfa skýringin á
flugslysinu í Gander 12. desem-
ber sl., en þá fórust 248 banda-
rískir hermenn, sem voru á heim-
leið í jólafrí, og átta manna
áhöfn, er DC-8 þota frá Arrow-
flugfélaginu fórst í flugtaki.
Þotan steyptist til jarðar nokkr-
um sekúndum eftir að hún lyfti sér
frá flugvellinum í Gander. Rann-
sókn hefur leitt í ljós að frostregn
var meðan flugvélin staldraði við í
Gander, en sjónarvottar kveðast
ekki hafa séð hvort ís var á vængj-
um þotunnar eða ekki.
Fulltrúi McDonnell Douglas,
Ralph Bmmby, segir ekki þurfa
nema örlítinn ís á frambrún vængja
til að flugeiginleikar þotunnar rask-
ist verulega. Ofrishraði hennar
aukist um allt að 20-30% við smá-
vægilega ísingu.
Bmmby var kvaddur á fund
rannsóknamefndar flugslysa í
Kanada og hélt þar fram að ísing
væri langlíklegasta skýringin á
slysinu. Nefndin hefur þó ekki úti-
lokað ýmsa möguleika aðra, svo
sem hreyfílbilun, skemmdarverk
eða þann möguleika að flugvélin
hafi farizt vegna mistaka flug-
manna.