Morgunblaðið - 18.04.1986, Page 24

Morgunblaðið - 18.04.1986, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR18. APRÍL1986 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. APRÍL1986 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, simi 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, síml 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakiö. Mikilvægur lí f skj araþáttur Bann Norðmanna við kjarnorkuvopnum: Rætt um ferðir erlendra herskipa Mikilvægi utanríkisvið- skipta fer vaxandi. Þetta gildir bæði um hlut þeirra í alþjóðlegum efnahagsmálum og hagsæld einstakra þjóða. Hlut- ur íslenzkra utanrflcisviðskipta kann að skipta sköpum um efnahagslega velferð þjóðar og þegna í fyrirsjáanlegri framtíð, svo háð sem við erum útflutn- ingi framleiðslu, hugvits og þjónustu — og innflutningi margs konar nauðsjmja. Staða okkar á fjölþjóðlegum markaði, söluverð útflutnings og kaup- máttur útflutningstekna gagn- vart innfluttum nauðsynjum ræður meiru um lífskjör í landinu og efnahagslegt sjálf- ræði þjóðarinnar en flest annað. Það kemur því ekki á óvart að einmitt þessi mikilvægi þáttur, utanríkisviðskipti, skipar veg- legan sess í skýrslu utanríkis- ráðherra til Alþingis um utan- ríkismál. Matthías Á. Mathiesen, utan- ríkisráðherra, lagði áherzlu á þrjú atriði, þetta mál varðandi, í skýrslu sinni til Alþingis: í fyrsta lagi á átak í kynning- ar- og markaðsmálum, í sam- ráði við viðskiptaráðuneyti og Útflutningsráð íslands, sem lög vóru sett um fyrir skemmstu. Fyrirhugað er, að sögn ráð- herra, að ráða sérstaka mark- aðsfulltrúa við nokkur íslenzk sendiráð. Þannig getur utan- ríkisþjónustan betur gegnt hlutverki í kynningar- og sölu- málum. í annan stað þarf að marka framtíðarstefnu gagnvart auknu stjómmála- og efna- hagssamstarfi ríkja Evrópu- bandalagsins, ekki sízt efír aðild Spánar og Portúgals að bandalaginu. í þriðja lagi verður gerð sér- stök könnun á fyrirkomulagi utanríkis- og viðskiptaþjónustu okkar í Asíu og með hvaða hætti megi auka viðskipti okkar þar. Japan var fímmta stærsta útflutningsland okkar 1985. Útflutningsverðmæti til Japans námu 1 670 m.kr., jukust um tæp 90% frá 1984. Við eigum „ónumin lönd“, viðskiptalega, í Asíuríkjum. Flest ríki V-Evrópu hafa lagt vaxandi áherzlu á að styrkja stöðu sína á íjölþjóðlegum mörkuðum, sum með góðum árangri. Það höfum við einnig gert. En betur má ef duga skal. Það er uggvænleg staðreynd að vöruskipta- og þjónustujöfn- uður okkar við umheiminn var óhagstæður um 4.800 m.kr. á sl. ári, sem svarar 4,3% af landsframleiðslu (5,1% 1984); auk þess sem erlend skulda- byrði rýrir útflutningstekjur okkar um 20 til 25%. Við þurfum að rækta vel viðskiptasambönd, sem fyrir eru og vega þungt í velferð okkar, og vinna ný. Tæplega 40% útflutnings okkar fer til ríkja Evrópubandalagsins og tæplega 50% innflutnings okk- ar kemur þaðan. EFTA-ríkin kaupa rúmlega 14% útflutnings okkar en selja okkur 22% inn- flutnings. Viðskiptajöfnuður okkar við Bandaríkin er mjög hagstæður. Þau kaupa 27% út- flutnings okkar en við kaupum tæplega 7% innflutnings okkar þar. Oll markaðssvæði okkar eru að sjálfsögðu mikilvæg. En samhliða því að rækta þau vel þurfum við að hasla okkur við- skiptavöll víðar. I þeim efnum þurfum við að halda vöku okk- ar. f þessum mikilvægu efnum, íslenzkum viðskiptahagsmun- um, „eigum við allt okkar undir frelsi í milliríkjaviðskiptum", eins og utanríkisráðherra komst réttilega að orði í þing- ræðu á dögunum. Aðild okkar að Efnahags- og framfara- stofnuninni (OECD), sem vinn- ur að frelsi í alþjóðaviðskiptum og gegn vemdarstefnu, og „Hinu almenna samkomulagi um tolla og viðskipti, GATT“, áréttar þessa staðreynd. í þess- um efnum þurfum við einnig að halda vöku okkar. Það er ástæða til að fagna þeim ummælum utanríkisráð- herra að hugsanleg Qölgun starfsmanna í utanríkisþjón- ustu og hugsanleg stofíiun nýrra sendiráða, t.d. í Austur- Asíu, verði fyrst og fremst rædd út frá íslenzkum hagsmunum í utanríkisviðskiptum og æski- legri þjónustu við útflutnings- greinar. Morgunblaðið telur í þessu sambandi ástæðu til að minna á það stefnumið, sem það hefur áður sett fram, að sameina eigi utanríkis- og við- skiptaráðuneyti, eða það verk- svið síðameftida ráðuneytisins, er snýr að milliríkjaviðskiptum. Hjöðnun verðbólgu, sem vel miðar, plægir jarðveg fyrir ný- sköpun í íslenzku atvinnulífí; eykur líkur á meiri framleiðni, meiri hagvexti og auknum þjóð- artekjum, það er lífskjarabata. Þann árangur, sem að er stefnt, að bæta almenn lífskjör og treysta þau í sessi, verður þó að dijúgum hluta að sælq'a á mið milliríkjaverzlunar: vöm- vöndunar, vömkynningar og sölutækni. Kaupmáttur útflutn- ingstekna okkar er sum sé einn mikilvægasti lífskjaraþáttur almennings hér á landi. eftirArne Olav Brundtland Aársfundum norska Verkamannaflokksins, sem haldnir eru síðla vetrar, hefur sú krafa komið fram í nokkrum fylkjum, að stjórnvöld setji hertar reglur varðandi heimsóluiir skipa, sem kunna að vera með kjarnorku- vopn innanborðs. Kröfur þessar hafa ekki hlotið stuðning flokks- funda en þær sýna, að mál þetta er ofarlega í hugum margra og gæti reynst norskum stjóm- málamönnum óþægur Ijár í þúfu. Fyrirmyndin að kröfum þess- um er sú stefna stjórnar jafnað- armanna á Nýja-Sjálandi að neita bandarískum herskipum, sem kunna að hafa kjarnorkuvopn innanborðs, um hafnaraðstöðu. Þær haldast einnig í hendur við kröfur, sem fram hafa komið, um að ákveðin svæði verði lýst kjarnorkuvopnalaus og að NATO endurskoði stefnu sina varðandi kjarnorkuvopn. Þá hefur það dregið athygli að þessum málum, að stjórnvöld í Noregi hafa tekið samstarf Norðmanna og Banda- ríkjamanna á sviði flotamála innan Atlantshafsbandalagsins til sérstakrar skoðunar. Þar sem norðurfloti Sovétmanna hefur stóreflst að undanförnu, er norskum stjórnvöldum sérstak- lega umhugað um þenna þátt varnarsamstarfs þeirra og Bandaríkjamanna. Stjómvöld hafa áhyggjur af því, að á óvissutímum gætu Sovétmenn, í krafti aukins flotastyrks, raðað hér skipum sínum á þann veg, að Noregur einangraðist eins og eyja. Auknum styrk norðurflota Sovét- manna hafa Bandaríkjamenn m.a. svarað með því að láta óvenjulega stór herskip taka þátt í þeim flota- æfingum, sem efnt hefur verið til að undanfomu. Þá hafa NATO- æfingamar verið mun norðar en venja er. I fyrra tók flugmóðurskipið „USS America" þátt í flotaæfingum, sem gengu undir nafninu „Ocean Saf- ari“ og náðu allt norður undir Lofot- en. Nýendurgerða omstuskipið „USS Iowa“ kom í vikulanga heim- sókn til Osló. Kjamorkuvopnaand- stæðingar mótmæltu komu þess á þeim forsendum að skipið, sem er búið stýriflaugum, hefði einnig kjamorkuvopn innanborðs. Það er alkunna, að kjamorkuveldin játa hvorki né neita vem kjamorku- vopna um borð í einstökum herskip- um eða öðmm farartækjum. Hins vegar er vitað, að 22% þeirra stýri- flauga sem floti Bandaríkjamanna ræður yfir, em búin kjamaoddum. í þessu samhengi vitna menn gjam- an til orða bandaríska flotaforingj- ans La Rocque sem nú er sestur í helgan stein, en hann sagði, að flotinn færi tæpast að fleygja her- gögnunum í sjóinn þó að ríkisstjóm- ir þeirra landa, sem siglt er til, telji þau óæskileg. Þannig em viss rök fyrir mótmælum þeirra, sem telja að mun strangari reglur eigi að gilda um heimsóknir erlendra her- skipa. Bratteli-yfirlýsingin Stefna norskra stjómvalda um heimsóknir erlendra herskipa og siglingar þeirra í norskri lögsögu er grundvölluð á „Bratteli-yfirlýs- ingunni" svonefndu, sem kynnt var í norska Stórþinginu árið 1975. Hér er um tvíþætta yfírlýsingu að ræða. Afstaða stjómvalda til ferða og komu erlendra herskipa er skýrð með hliðsjón af stefnu Norðmanna í kjamorkumálum jafnframt því sem lögð er áhersla á , að hér sé um sjálfstæða stefnumótun Norð- manna að ræða. Stefna Norðmanna í kjarnorku- málum, sem var mótuð árið 1961, kveður á um að eigi sé heimilt að staðsetja eða geyma kjamorkuvopn á norskri grund á friðartímum. Stefnan í kjamorkumálum og bann- ið frá árinu 1949 við erlendum herstöðvum á norsku landi fela í sér mikilvægustu takmarkanir á umsvifum herafla Atlantshafs- bandalagsins í Noregi. Bannið við erlendum herstöðvum útilokar ekki stutta dvöl vinveittra herskipa í norskum höfnum, samkvæmt túlk- un frá 1951, sem kennd er við Jens Hauge,. þáverandi vamarmálaráð- herra. A þessum tíma höfðu menn ekki sérstakar áhyggjur af því, að herskip Atlantshafsbandalagsins hefðu kjamorkuvopn innanborðs og því var ekki vikið sérstaklega að þeim. Fullt samræmi í Bratteli-yfirlýsingunni frá árinu 1975 segir, að stjómin telji, að í engu sé vikið frá stefnunni í kjam- orkumálum, þótt erlent herskip, sem búið er kjamorkuvopnum, þiggji hafnaraðstöðu í Noregi. Að þessu gefnu má fullyrða, að afstaða stjómvalda til heimsókna erlendra herskipa og siglinga þeirra I norskri lögsögu, sé á engan hátt bundin við stefnu Norðmanna í kjamorku- málum. Margir þeir, sem telja má hægra megin við miðju í norskum stjómmálum, hafa lagt áherslu á þetta í þeim umræðum, sem fram hafa farið. Þeir hinir sömu leggja þannig höfuðáherslu á fyrri hluta „Bratteli-yfirlýsingarinnar". Sjálfstæð stefnumótun En í öðrum hluta „Bratteli-yfir- lýsingarinnar“ er vikið að sjálf- stæðri stefnumótun stjómvalda um venjulega heimsóknir og siglingar erlendra herskipa í norskri lögsögu. Þar segir, að stjórnin telji óæski- legt, að kjamorkuvopn séu um borð í skipum og að aðildarríkjum Atl- antshafsbandalagsins og öðrum kjamorkuveldum hafi verið gjörð þessi afstaða kunn. Þá segir að stjómvöld í Noregi telji víst, að bandamenn og önnur kjamorku- veldi virði þessa yfirlýsingu. Nægileg trygging? Menn deila um, hvort það sé nægileg trygging að ganga að því sem vísu, að erlend ríki virði yfirlýs- ingu stjómarinnar. Annars vegar eru þeir, sem telja, að með yfirlýs- ingunni séu kjamorkuveldin beitt nægum þrýstingi. Á hinn bóginn er bént á, að stefnan sé óljós, þar sem kjarnorkuveldin láti ekkert uppi og norskum stjómvöldum sé, samkvæmt alþjóðalögum, meinað að láta skoða skipin og geti þar með ekki gengið úr skugga um, hvort yfirlýsing þeirra sé virt. Venjulega snúast lýðræðislegar umræður um fastákveðin stefnu- mál. Óljós stefna getur haft erfið- leika í för með sér einkum þegar um er að ræða jafn viðkvæman málaflokk og kjamorkuvopn. Þar sem kjamorkuveldin hafa afráðið, af skiljanlegum ástæðum, að játa hvorki né .neita veru kjamorku- vopna um borð í herskipum og öðrum farartækjum, munu ætíð skapast umræður um þetta atriði. Það er hið pólitíska verð, sem greiða þarf fyrir þá leynd, sem hvílir yfír vopnum þessum. Afstaða stjórnmála- flokkanna Stefna smáflokkanna tveggja, sem skipað hafa sér lengst til hægri og vinstri í norskum stjómmálum, varðandi kjamorkumál og kjam- orkuvígbúnað er afdráttarlaus. Framfaraflokkurinn, sem er lengst til hægri og á nú tvo menn á Stór- þinginu, telur að afnema beri þá stefnu, sem mörkuð hefur verið varðandi kjamorkuvopn og her- stöðvar á norskri grund, og að á engan hátt beri að takmarka komur og siglingar erlendra herskipa. Sós- íalíski vinstriflokkurinn, sem hefur sex þingmenn og hefur úrsögn úr NATO á stefnuskránni, vill að sett verði bann við komum þeirra er- lendu herskipa, sem búin eru kjam- orkuvopnum. Flokkurinn hefur lagt fram lagafrumvarp þess efnis í norska Stórþinginu auk þess sem kveðið er á um, að skipstjórar, eða yfirmenn, þeirra skipa sem hyggjast halda til hafnar í Noregi, verði að gefa yfirlýsingu um að kjamorku- vopn séu ekki með í för. Verkamannaflokkurinn og stjómarflokkamir þrír halda fast við „Bratteli-yfírlýsinguna" og vilja í engu hvika frá þeirri stefnu sem fylgt hefur verið. Flokkar þessir telja að verði frumvarp Sósíalíska vinstriflokksins að lögum muni reynast ógerlegt að rækja samstarf Norðmanna og Bandaríkjamanna innan NATO á sviði flotamála. Deila Bandaríkjamanna og Ný-Sjálend- inga er ofarlega í hugum manna, því samstarf ríkjanna innan Anzus-bandalagsins heyrir sögunni til. Nýja-Sjáland telst nú aðeins ríki vinveitt Bandaríkjamönnum í stað þess að vera bandamaður þeirra. Stjórnin í kröppum dansi Fyrir u.þ.b. þremur ámm freist- aði stjóm norska Hægriflokksins þess að slaka á þeirri stefnu, sem mörkuð hefur verið um komur er- lendra herskipa með þvf að leggja höfuðáherslu á fyrsta hluta „Bratt- eli-yfirlýsingarinnar“. Þetta tókst ekki því árið 1984 ályktaði Stór- þingið um stefnuna í öryggis- og afvopnunarmálum og var þá yfirlýs- ingin í heild sinni lögð til grundvall- ar. En þeir Svenn Stray, utanríkis- ráðherra, og þó einkum Anders C. Sjaastad, vamarmálaráðherra, halda áfram að lýsa þeirri skoðun sinni, að stefna stjómarinnar í kjamorkumálum mæli á engan hátt gegn heimsóknum erlendra her- skipa, sem búin eru kjamorkuvopn- um, og siglingum þeirra í norskri landhelgi. Margir vinstrimenn telja, að með þessum orðum séu þeir Stray og Sjaastad í raun að víkja ffá þeirri kröfu stjómvalda, að kjamorkuveldin virði yfírlýsingu þeirra um heimsóknir herskipa, sem búin eru kjamorkuvopnum. Þetta kann að afla stefnu Sósíalíska vinst- riflokksins fylgis og gæti einnig leitt til þess að Verkamannaflokk- urinn leitaði leiða til að fá fram afdráttarlausari yfirlýsingu frá hendi stjómvalda um kjamorku- vopn um borð í erlendum herskipum innan lögsögu Norðmanna. Eftir kosningamar til Stórþings- ins síðastliðið haust nýtur öryggis- málastefna stjómarinnar ekki leng- ur meirihluta á þingi. Hér er fyrst og fremst um að ræða fylgi meiri- hluta þingsins við framkvæmd hinnar tvíþættu áætlunar Atlants- hafsbandalagsins frá árinu 1979 um endurnýjun meðaldrægra eld- flauga í Evrópu en þessi breytta afstaða kann einnig að hafa áhrif á stefnu stjómarinnar í afvopnunar- málum. Stjómin hefur neyðst til að söðla um. Þannig greiddu Norð- menn frystingartillögu Svía og Mexíkómanna atkvæði sitt á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna. Þá hefur varfæmi einkennt afstöðu stjómarinnar til geimvopnaáætlun- ar Bandaríkjamanna. Ef túlkun ráðherra á stefnu stjómarinnar um heimsóknir er- lendra herskipa er óljós, kann það að leiða til óánægju innan þing- flokka stjómarinnar, einkum Mið- flokksins og Kristilega þjóðar- flokksins. Hugsanleg áhrif og afleiðingar Vegna þeirra umræðna, sem fram hafa farið um erlend herskip í norskri lögsögu og höfnum, getur farið svo, að Stórþingið sameinist um nánari skilgreiningu á stefnu stjómarinnar á gmndvelli „Bratt- eli-yfirlýsingarinnar“, einkum þeg- ar lagafrumvarp Sósfalíska vinstri- flokksins verður tekið til meðferðar. Slík samþykkt þyrfti ekki að hafa víðtæk áhrif. En áframhaldandi deilur um hin óljósu atriði í stefnu stjómarinnar gæti orsakað spennu. Ef hart verður deilt munu einhveijir hinna 157 þingmanna, einkum þeir sem ekki hafa haft mikil afskipti af öryggismálum þjóðarinnar, neyð- ast til að kynna sér þau atriði, sem eru óljós í stefnu stjómarinnar, og taka afstöðu til hennar. Afstöðu sína verða þeir síðan að útskýra og réttlæta fyrir kjósendum sínum. Breytt afstaða stjómvalda í Noregi til heimsókna og siglinga erlendra herskipa innan norskrar lögsögu myndi hafa víðtæk áhrif, ekki aðeins í Noregi, heldur á öllum Norðurlöndunum. Ef óvissa skapast um áframhald samvinnu Norð- manna og Bandaríkjamanna á sviði flotavama snertir það hag allra Norðurlanda. Höfundur er sérfræðingur norsku utanríkisstofnunarinn- ar í öryggis- og afvopnunarmál- um. Hann er ritstjóri tímarits- ins Internasjonal Politikk. Loftmynd af bandaríska flugmóðurskipinu Enterprise. Mikilvægi slíkra skipa fyrir vamir Noregs eykst. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Modai Shamir og Levy Enn hefur Shamir lát- ið undan og enn hefur þá staða Peres styrkzt ÞESSA STUNDINA lítur út fyrir að komið hafi verið í veg fyrir stjórnarkreppu eða jafnvel stjórnarslit í ísrael. Þetta var í tiunda skipti sem flokkunum Likud og Verkamannaflokknum lýstur saman í samstarfinu og það er út af fyrir sig athyglisvert að sjá að í langflestum tilvikunum hefur það verið Likudflokkur- inn sem á einn eða annan hátt hefur gefið eftir. Nú síðast stóðu deilurnar um Yitzak Modai, fjármálaráðherra. Hann lét þau orð falla um Shimon Peres forsætisráðherra, að hann væri heims- horna forsætisráðherraflakkari og eyddi og spenti fjármunum þjóðarinnar meðan hann krefðist þess af óbreyttum borgurum að þeir sættu sig við afleiðingar harðra efnahagsráðstafana. Auk þess fullyrti Modai að Peres hefði ekki hundsvit á efnahags- málum og það væri fáránlegt að menn virtust þakka honum þann mikla bata sem hefði orðið í efnahagslífinu i landinu frá því samsteypustjórn Likud og Verkamannaflokksins komst til valda. Shimon Peres var á heimleið frá BandaríkjUnum þegar hann heyrði um yfirlýsingar Modai og brást hinn versti við og sagði að hann myndi krefjast þess að Mödai yrði vikið úr embætti, ef hann dragi ekki orð sín snarlea til baka. Ekki eru margir mánuðir síðan Ariel Sharon, iðnaðarráð- herra lét ókurteisleg orð falla um Peres sem sýndi ámóta viðbrögð. Niðurstaða þess máls var að Sharon dró orð sín til baka. Yitzak Modai var ekki á þeim buxunum og sagðist ekki hafa sagt annað en það sem væri rétt og satt. Þar með hótaði Peres stjómarslitum og allt fór í bál og brand. Svo vill til að það var Yitzak Peretz, sá sami og miðlaði málum milli Sharons og Peres sl. haust sem hófst handa um að greiða úr málinu. Peretz er ekki í Likud, en smáflokkur hans Shas flokkur ortodoksgyðinga á aðild að ríkisstjóminni. Um tíma leit út fyrir að Shamir, leiðtogi Likud- bandalagsins og utanríkisráð- herra hefði lagt til að þeir Modai skiptu um embætti unz kemur að því í október að Peres á að víkja úr forsætisráðherraembættinu fyrir Shamir seinni helming kjör- tímabilsins. f ljós kom að þessi lausn var ekki fullnægjandi og það varð á endanum Yitzak Niss- an, dómsmálaráðherra sem Modai fékkst til að „skipta á embætti við.“ Þar með á málið að vera til lykta leitt og allir segjast vera sáttir í bili. En af öllu þessu má sjá að það er grunnt á því að upp úr sjóði milli Likud og Verka- mannaflokksins. Og þó er öllu merkilegra hversu Likud hefur sýnt takmarkalausa sáttfysi þeg- ar ágreiningur hefur komið upp innan stjómarinnar. Það hefiir vakið furðu manna hversu Yitzak Shamir, sá annálaði skapmaður hefur setið á sér og oft komið með málamiðlunartillögur. Ástæður þessa eru nokkrar og sumarósköp augljósar. Yitzak Shamir á í vök að veijast innan Likudbandalagsins eins og komið hefur fram í fréttum og greinum frá ísrael. Innan þess hefur valdabaráttan magnast síð- ustu mánuði og þeir David Levy húsnæðismálaráðherra og Ariel Sharon, iðnaðarráðherra telja báðir að þeir séu betri til forystu fallnir í Likud en Shamir. Þeir hafa reynt eftir föngum að afla sér fylgis innan Likud, svo að Shamir yrði ekki stætt á öðm en víkja sæti fyrir öðmm hvomm þeirra í október. Að vísu er sá hængur á að Sharon og Levy beijast líka innbyrðis, svo að mörgum þykir sá kostur skástur að Shamir taki við þar sem allt bendir til að hann muni hætta þátttöku í stjómmálum að tveimur ámm liðnum. Shamir virðist sjálf- um vera ákaflega mikið í mun að ná forsætisráðherrastólnum í október og áistæður fyrir undan- látssemi hans eða sveigjanleika má rekja til þessarar heitu löng- unar hans: að enda stjómmálaferil sinn sem forsætisráðherra. Shamir áttar sig einnig manna gleggst á því, að færi samstarfið út um þúfur nú og kosningar fylgdu í kjölfarið gæti Likud- bandalagið goldið alvarlegt fylgis- hmn. Vegna innra ágreinings sem áður var vikið að. En ekki síður vegna mikilla vinsælda Shimonar Peres forsætisráðherra. Hann þykir hafa sýnt mikinn skömngs- skap og hugprýði í starfinu og í öllum skoðanakönnunum sem hafa verið gerðar um fylgi flok- kanna og einstakra stjómmála- manna ber Peres höfuð og herðar yfir alla aðra. Vinsældir forsætis- ráðherrans persónulega myndu svo án efa koma Verkamanna- flokknum til góða t kosningum, svo að það væri allt eins víst að Likud lenti utan stjómar. Vinsældir Shimonar Peres hafa svo aftur gert forsætisráðherrann enn djarfari og jafnvel ósvífínn í samskiptum við Likudráðherrana, þar sem hann áttar sig vel á veik- leikum þeirra og að honum er stætt á að fara býsna langt áður en Likud gæfi stjómarsamstarf og forsætisráðherraembætti upp á bátinn. í nýjustu skoðanakönnunum sem Jerusalem Post birti á dögun- um kom í ljós að Peres naut stuðn- ings 74 prósent spurðra og að efnahagsstefna ríkisstjómarinnar naut velvildar og tiltrúar hvorki meira né minna en 61 prósents, miðað við 28 prósent fyrir rösku ári. Það er líka sýnilegt af niður- stöðum að Modai fyrrverandi §ár- málaráðherra hefur nokkuð til síns máls, þegar hann segir að Peres fái alla dýrðina fyrir batann sem hefur orðið í efnahagsmálum. Sem forsvarsmaður ríkisstjómar er það í sjálfu sér ekki óeðlilegt en það sem hefur komið mest af öllu á óvart er þó hversu afdrátt- arlaus, vís og klókur Peres hefur þótt í starfi. Sterkan forsætisráð- herra kunna ísraelar að meta. (Heimildir AP-Jerusalem Post-Eeonomist)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.