Morgunblaðið - 18.04.1986, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ/FÖSTUDAGUR 18.APRÍL 1986
27,
„Vandinn séður úr sveitinni“
eftirHörð
SigTirgrímsson
Miðvikudaginn fyrir skírdag birt-
ist í Tímanum grein sem heitir
„Erfiðleikar mjólkurframleiðslunn-
ar,“ eftir Hákon, framkvæmda-
stjóra Stéttarsambandsins. Tvennt
virðist vaka fyrir honum með þess-
um skrifum. I fyrsta lagi að skýra
hvernig staðið var að búmarks-
skerðingunni í mjólkinni. Það gerir
hann vel í greininni, hafði áður
gert þessu skil í fréttabréfí Stéttar-
sambandsins. Þar kom allt það
glöggt fram sem vantaði í kódabréf-
ið sem hagfræðingurinn skrifaði
okkur og vantaði í sérlega ólæsilega
reglugerð frá landbúnaðarráðu-
neytinu.
í öðru lagi snýr hann sér að því
að verja „Húsið“. Segir að „vanda-
málin séu ekki fundin upp í bænda-
höllinni", þetta verður varla skilið
öðruvísi en að það séum við bænd-
umir sem eigum alla sök á vandan-
um en yfírstjómin sem við treystum
á sé alveg frí af þessu basli. Þama
fínnst mér Hákon fara dálítið frjáls-
lega með í viðleitni sinni til að veija
„Húsið", en alltaf hefur þótt virð-
ingarvert að vera húsbóndahollur.
Mér þótti við að lesa þetta og verða
að benda á nokkrar staðreyndir sem
öllum eiga að vera ljósar.
Kódinn var á góðri leið
„Afleiðing en ekki orsök", segir
Hákon en afleiðing hvers? Kódinn
var settur á ’79, var þá talað um
áunninn kóda 123 millj. ltr., en
framleiðslan var 117 millj. ltr., og
minnkaði á fyrsta sprettinum niður
í 103 millj. ltr. Hvers vegna var
kjarnfóðurskömmtun hætt þegar
hún hafði m.a. skilað þessum
árangri. Framleiðsluráð réð þessu
og ég man ekki til að Pálmi ráð-
herra á þessum tíma bannaði hana
þó hann segði og gerði margt
óheppilegt í sinni ráðherratíð. Þá
er rætt um íjölgun kúnna
1983—’85, 1000 kýr, hvaðan komu
þær? Búmarksnefnd hefur starfað
þessi ár ’79—'86. I henni sitja
stjómarmenn Stéttarsambandsins
með starfslið Framleiðsluráðs og
annarra hallarstofnana sér til að-
stoðar. Hún hefur verið ansi laus á
kostunum. Frá ’79 hefur búmark í
mjólk aukist úr 123 millj. ltr., í 143
millj. ltr. og búmark í fé og mjólk
veitt til að byggja upp hefðbundinn
búskap á 34 eyðijörðum.
Hveiju var verið að deila út?
Hveijir áttu að víkja fyrir þessum
nýju mönnum? Á þessum ámm
hefur eitthvað um 4,5—5 millj. ltr.
búmark í mjólk fallið úr notkun og
4,5 millj. ltr. búmark hefur verið
keypt af bændum en margt af því
var úr fyrri flokknum sem ég
nefndi, dautt búmark.
Það er búmarksnefnd Fram-
leiðsluráðs sem setti á þessar 1000
kýr sem verið er að hneykslast á
að fjölgað hafi um. Dæmið liti
öðruvísi út í dag ef hún hefði starf-
að af meira raunsæi. Deilt út eins
og 1 millj. ltr. á ári, sama og nú
er verið að skipta á menn þessa
dagana.
Hlutur stofnlánadeildar
Á þessum árum hefur Stofnlána-
deild lánað hiklaust til bygginga í
hefðbundnum búgreinum. Oft ekki
spurt hvort menn hefðu kóda. Jón
ráðherra sagði hér á fundi að þeir
í Stofnlánadeild hefðu ekki hlítt
tilmælum hans um að stöðva þessi
lán. Hveijir fara svo höndum um
þessa hluti sem ég hef rætt. Ingi
Tryggvason er formaður Stéttar-
sambands bænda, formaður fram-
leiðsluráðs og situr í stjóm Stofn-
lánadeildar ásamt merkum bónda
tengdum „Húsinu". Gunnar Guð-
bjartsson er framkvæmdastjóri
framleiðsluráðs með Áma Jónasson
föður kódans sér við hlið ásamt
föngulegu liði hagspekinga. Eg
spyr, því skortir þessa menn yfírsýn
um málin? Þeir hafa haft vald til
margra hluta. Áttum við hver í sínu
homi ekki að treysta þessu stóra
apparati í „Húsinu".
Menn tala um þegnskap
Svo eru menn hér og þar að tala
um þá sem hafi sýnt þegnskap. Við
bændur erum ósköp mannlegir,
vinnum flestir mest einir að okkar
litla fyrirtæki í samstarfí við náttúr-
una, hver á sinni jörð með gripum
og vélum. Við höfíim nóg tækifæri
til að hugsa Iíkt og farmenn á sigl-
ingu en of fá tækifæri til að ræða
málin við aðra, við getum því oft
ekki metið stöðuna á landsvísu. Við
verðum að treysta því sem forystan
gerir. Fyrst þeir létu brestina í
stjómkerfí sínu vera og vinna
óhindrað, þvi skyldi ekki hver og
einn nota það er hann taldi sig
þurfa. Þegnskapurinn þarf líka að
ríkja á efri hæðinni í samfélaginu.
Ekki deilt um
samningpnn
Menn hafa ekki deilt um samn-
inginn, rétt er það. En réttlætið við
„Rúmur helmingrir
mj ólkurf ramleiðenda
sleppur alveg- við skerð-
ingri og 330 er g’efið
loforð um skammt í
viðbót. Hræddur er ég'
um að réttlætið sé
blendið gagnvart þeim
sem skerðinguna bera,
þar finnast bæði feitar
og magrar kýr og hefði
átt að skoða þeirra
stöðu betur áður en
dómur féll.“
skiftingu hans er vandfundið. Um
það sagði innanhúsmaður í jan. sl.
þegar setið var yfír skiptingu kök-
unnar og hægt gekk. „Það gengur
illa að deila þessu út því menn þurfa
alltaf að vera að vemda einhvem."
Árangur þess kemur ljóst fram í
Tímagreininni.
Rúmur helmingur mjólkurfram-
leiðenda sleppur alveg við skerðingu
og 330 er gefíð loforð um skammt
í viðbót. Hræddur er ég um að rétt-
lætið sé blendið gagnvart þeim sem
skerðinguna bera, þar finnast bæði
feitar og magrar kýr og hefði átt
að skoða þeirra stöðu betur áður
endómurféll.
Ég hef heyrt þá skoðun að pró-
sentuskerðing á alla eftir fram-
leiðslu og búmarki hefði orðið vin-
sælli og meiri friður um hana.
Getur verið, menn hefðu þó skilið
hvað var verið að gera. Hún gæti
verið stighækkandi, fáir slyppu og
fáir yrðu lýstir gjaldþrota með þeirri
aðferð. Hvergi orðið eins hrikaleg
skerðing og með flækjuaðferðinni
sem beitt var. Þetta þarf að athuga,
Hákon talar um framleiðsluaukn-
inguna sem kemur okkur í vanda.
En það er alls ekki gefíð að hún
sé frá þessum */< framleiðenda sem
ætlað er að bera skerðinguna. Bú
af öllum stærðum hafa farið yfír
kóda, árin sem honum hefur verið
beitt. Þeir sem um þetta fjalla ættu
að athuga að uppsveiflan kemur
ekki frá mér og öðrum sem eru
gamlir í búgreininni, hafa verið með
nokkuð jafna framleiðslu þessi ár
’79—’85. Framleitt upp í kódann
og reynst hann vera framleiðslu-
réttur, en fá menn mesta skerðingu
í ár hvort sem þeir eru stórir eða
smáir. Viðbótin við mjólkurfram-
leiðsluna kemur frá kódanefnd að
mestu og svo vegna góðæris.
Var fullvirðismarkið
kynnt nægilega
Nokkuð hefur verið deilt á kynn-
inguna á fullvirðismarkinu. Ég er
ekki sammála Hákoni um að hún
hafí verið góð. Ég heyrði þetta
rætt á þrem fundum bæði af fram-
leiðsluráðsmönnum og Bjama ráð-
herrafulltrúa. Þar kom ekki annað
fram en að skerðingin yrði 4-6%
eftir svæðum, eitthvað misjöfn.
Hvergi nefnt að sleppa helmingnum
við skerðingu eða tilfærslur milli
svæða og manna. Ég fékk á tilfínn-
inguna að þetta yrði 10—12% í
mesta lagi og bærilegt fyrir flesta.
En þessi vandræðalega flókna
reikniregla átti eftir að birtast og
slá menn eins og Magnús í Hrís-
holti niður en verða öðrum illbæri-
leg. í lokin segir Hákon að vandi
mjólkurframleiðenda sé ekki búinn
til í Bændahöllinni eða framleiðslu-
stjómun óskaverkefni. Þetta er ekki
nema hálfur sannleikurinn. Þeir í
höllinni tóku að sér að stjóma þessu
fyrir bændur og fyrir þær ríkis-
stjómir sem setið hafa. Hafa stjóm-
að þessi 6 ár sem um er rætt og
mörg ár þar á undan þó það sé
önnur saga. En þeim hefur ekki
tekist þetta nógu vel. Þeir eiga sér
þær málsbætur að þetta eru miklir
breytingatímar. En þessi ár hafa
allir sem það vildu vita, vitað að
útflutningur á mjólkurvömm er svo
til vonlaus og krafan umn lækkun
útflutningsbóta varð sífellt hávær-
ari. Því þurfti meðal annars að
stöðva öll ný búmörk, draga úr lán-
um út á fjós og fjárhús, láta pólitík-
ina um landshlutapotið og fara
varlegar með kjamfóðursjóð og
verðmiðlunarsjóð. Þessum hlutum
hafði Framleiðsluráð og þar með
Stéttarsambandið vald á samkvæmt
lögum ef það hefði beitt því til að
færa hlutina til betri vegar. En við
bændur verðum að treysta á forystu
okkar þó við séum ekki alls kostar
ánægðir, þrauka áfram og vona að
stjóm okkar mála verði farsælli í
framtíðinni en hún hefur verið þessi
kóda ár.
Það hættulegasta sem ég hef
orðið var við á síðustu vikum er
vantraust manna á starfínu í „Hús-
inu“, Stéttarsambandi, Fram-
leiðsluráði og Búnaðarfélagi ís-
lands, sem þenst út en gengur illa
að ná til okkar og vera okkur
samstiga. Þar liggur mikil hætta
sem þið verðið að bregðast rétt við.
Á páskum ’86.
Höfundur er bóndi.
Samtök um jafnrétti milli landshluta:
Fjölsóttur fund-
ur á Reyðarfirði
Reyðarfirði.
LAUGARDAGINN 22. mars var haidinn í Félagslundi á Reyðarfirði,
fjölsóttur fundur á vegum Samtakanna um jafnrétti miUi landshluta.
Frummælendur af hálfu samtakanna voru Arni St. Jóhannsson,
Akureyri, Hólmfríður Bjarnadóttir og Málmfríður Sigurðardóttir,
Hvammstanga, Sigríður Rósa Kristinsdóttir, Eskifirði, Pétur Valdi-
marsson, Akureyri. Gerðu þeir grein fyrir nýjum drögum að stjórnar-
skrá sem samtökin hafa samið. Allir alþingismenn kjördæmisins
voru boðaðir á fundinn, en aðeins tveir sáu sér fært að mæta. Þeir
Hjörleifur Guttormsson, Alþb. og Jón Kristjánsson, framsókn. Hvor-
ugur þingmaður Sjálfstæðisflokksins var mættur og vakti það nokkra
athygli. Helgi Seljan, AJþb. sendi Svein Jónsson sem varamann sinn
á fundinn.
Á fundinum kynnti Hjörleifur
Guttormsson breytingartillögur við
frumvarp til sveitarstjómarlaga,
sem nú liggur fyrir Alþingi. Annars
voru byggðamál rædd almennt á
fundinum, s.s. hin óhagstæða
byggðaþróun sem átt hefur sér stað
síðustu árin og einn þingmannanna
líkti Reykjavík við Kaupmannahöfn
fyrr á öldum og taldi það miður að
þeim færi sífellt Qölgandi, sem ekki
sæju út fyrir borgarmörkin og
stöðva þyrfti þá þróun sem fyrst.
Ekki voru alþingismenn sammála
samtökunum um að taka upp þriðja
stjómsýslustigið eða fylkjaskipan,
þar sem e.t.v. það fyrirkomulag
myndi aðeins auka á yfirbyggingu
og miðstýringar og e.t.v. etja saman
landshlutum, en ekki leysa þann
vanda byggðanna sem við væri að
etja í dag.
Aftur á móti töldu menn samtak-
anna ekki ástæðu til að óttast
miðstýringu vegna fylkjaskipunar.
Þeir kváðust ánægðir að mörgu
leyti með breytingartillögur Hjör-
leifs Guttormssonar en töldu þær
þó ekki nægilega róttækar.
Að loknum ræðum fundarboð-
Hluti fundarmanna i Félagslundi
á Reyðarfirði.
enda og alþingismanna var orðið
gefíð laust og kvöddu margir fund-
argestir sér hljóðs, og tóku flestir
undir mál fundarboðenda, en Hauk-
ur Þorleifsson, formaður Verka-
lýðsfélags Reyðarfjarðar, mælti
gegn hugmyndum þeirra og taldi
að fyllqaskipan myndi ala á sundr-
ung og óeiningu milli fylkja og átök
verða um auðlindimar. Að lokum
má geta þess að fram kom tillaga
um skammstöfun á heiti Samtaka
um jafnrétti milli landshluta þ.e.
SJAL.
Gréta
Morgunbladid/Þorgrímur Jörgensen
Eskfirðingamir Kristmann Jóns-
son (t.v.) og Aðalsteinn Valdi-
marsson.
ALVEG
EINSTÖK
LAGMÚIA 9 SÍMI 38820