Morgunblaðið - 18.04.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.04.1986, Blaðsíða 28
; MORGUNBLAÐID. FÖSTOPAGUR 18,APRÍL1986 28 Tíminn og vatnið? Ljósmyndirá Mokka Á morgun, laugardag 19. apríl, opnar Davíð Þorsteinsson ljósmynda- sýningu á Mokkakaffi. Á sýningunni verður eitthvað á þriðja tug mynda, allar svarthvítar og allar teknar á götum Reykjavíkur á undanfömum þrem árum. Davíð er Reykvíkingur að eðli og uppruna. Hann fæddist fýrir vestan Læk og sunnan Hringbraut árið 1948. í rúman áratug hefur hann búið fyrir austan Fjall. Hann hefur tekið ljósmyndir sem áhuga- maður í allmörg ár en hefur ekki hengt myndir sínar á veggi fyrr en nú. Ljósmyndimar eru teknar á fömum vegi í gamla bænum og sýna m.a. hús, malbik og menn, ýmis veður og bifreiðir mannanna. Þær eru allar teknar á 35 mm filmu. Sýningin stendur næstu þijár vikur. (Fréttatilkynniug.) „Frjálsir vegfarendur“ funda á Gauki á Stöng Samtökin Frjálsir vegfarend- ur efna til almenns fundar nk. sunnudag, 20. apríl, kl. 14.00 á veitingahúsinu Gauki á Stöng. Fjallað verður um umferð gang- andi og hjólandi vegfarenda á höfuðborgarsvæðinu. Á fundinum flytur Sveinn Guð- mundsson verkfræðingur erindi, sem hann kallar „Ógöngur í Reykja- vík“ og sýnir myndir af ýmsum hrellingum, sem verða á vegi þeirra, sem hyggjast fara leiðar sinnar gangandi eða hjólandi. Þá mun Gestur Ólafsson, arkitekt og for- stöðumaður Skipulagsstofu höfuð- borgarsvæðisins, flytja erindi sem nefnist „Gönguleiðir á höfuðborgar- svæðinu". Öllum sveitarstjómarfulltrúum á svæðinu er sérstaklega boðið til fundarins ásamt fulltrúum frá embætti borgarverkfræðings. Stuttar þingfréttir Seðlabankafrumvarp tíl síðari þingdeildar Ahugi á varaflugvelli fyrir millilandaflug Fundir vóru í Sameinuðu þingi og neðri deild í gær, fimmtudag, og almennar útvarpsumræður, eldhúsdagsumræður, um kvöld- ið. Sameinað þing samþykkti þijár þingsályktanir og neðri deild afgreiddi Seðlabankaf rum- varp til efri deildar, og sjö efri deildar stjóraarfrumvörp til þingnefnda. Stjómarfrumvarp um Seðla- banka var afgreitt, nokkuð breytt, til efri deildar. Frumvörp um húsa- leigusamninga, innheimtustofnun sveitarfélaga, Söfnunarsjóð íslands, söluskatt og fasteigna og skipasölu, öll komin frá efri deild, vóru af- greidd til þingnefnda. Þj óðarbókhlaða Sex af sjö nefndarmönnum íjár- hags- og viðskiptanefndar efri deildar mæla með samþykkt from- varps um þjóðarátak til byggingar þjóðarbókhlöðu. Fromvarpið gerir ráð fyrir því að ákveðinn eigna- skatthluti, sem áður rann til hús- næðismála, renni næstu ár til þess að ljúka þjóðarbókhlöðu. Alþjóðaflugvöllur við Sauðárkrók Flotastjóm Atlantshafsbandalags- ins hefúr lýst áhuga á því að kann- aður verði möguleiki á því að byggður verði varaflugvöllur (milli- landaflug) fyrir Keflavíkurflugvöll. Engar formlegar viðræður hafa þó farið fram um þetta efni. Flotastjómin hefur boðið fram fjármagn til forathugunar málsins. Engar hugmyndir liggja fyrir um vamarsveit eða gæzlulið við vara- flugvöll né eldsneytisrými fyrir flugvélar Atlantshafsbandalagsins. Framangreint kom fram í svari utanríkisráðherra við fyrirspum frá Steinari Karli Guðnasyni (A.-Rn.) um alþjóðaflugvöll við Sauðárkrók. I svari ráðherra er einungis rætt um áhuga á varaflugvelli en hvergi minnst á staðarval. Dilkakjöt á Bandaríkja- markað Kostnaður við markaðskönnun fyrir dilkakjöt í Bandaríkjunum á liðnu ári reyndist um 780 þúsund k.-ónur. Sölutilraun þessi bar ekki áraogur. Þetta kemur fram í svari landbúnaðarráðherra við fyrirspum frá Davíð Aðalsteinssyni (F.-Vl.). Fram kemur í svari ráðherra að Sláturhús Kaupfélags Borgfirðinga fullnægi kröfum bandarískra yfir- valda varðandi kjötinnflutning. Þijár þingsályktanir: Afmæli kristnitöku Sameinað þing samþykkti þijár þingsályktanir i gær: í fyrsta lagi þingsályktun- un, sem felur forsetum Al- þingis að leggja línur um það, hvera veg Alþingi minnist að sínu leyti þúsund ára afmælis kristnitöku íslendinga árið 1.000. í annan stað þingályktun er felur í sér heimild til að fullgida samning um Alþjóðahugverka- stofnun á vegum Sameinuðu þjóðanna. Og loks þingsályktun sem felur í sér staðfestingu á al- þjóðasamþykkt um öryggi físki- skipa. Fyrsta tillagan var borin fram af forsetum þingsins og for- mönnum þingflokka. Síðari til- lögumar vóro fluttar af ríkis- stjóminni. Lögverndun starfsheitis kennara: Menntamálanefndir sammála Málfreyjur: Varasvæðisf orseti í heimsókn hér í heimsókn hjá Landssamtök- um málfreyja á Íslandi/ITC er varaforseti V. svæðis ITC Dor- een Barnett frá S-Afríku. Hún kemur hingað frá Englandi og dvelur hér dagana 17.-21. apríl nk. en heldur síðan áfram til Bandaríkjanna á fund hjá al- þjóðastjórninni. Varaforsetinn kemur til að hitta íslenskar málfreyjur og fer m.a. norður til Mývatns og afher.dir deildinni F'lugu stofnskrána. I Reykjavík verður fundur með varaforsetanum laugardaginn 19. Doreen Barnett varaforseti V. Svæðis Málfreyja. apríl nk. kl. 10.00 f.h. í Norræna húsinu. Þar flytur varaforsetinn, Doreen Bamett, erindi og svarar spuming- um. Erindið verður flutt á ensku en túlkur verður á fundinum. Stjórnarfrumvarp til laga um lögverndun á starfsheiti kennara varð tilefni nokkurra orðaskipta í neðri deild Alþingis í gær, fimmtudag. Halldór Blöndal, formaður menntamálanefndar þingdeildarinnar, sagði af því tilefni að menntamálanefndir beggja þingdeilda hefðu unnið saman að skoðun málsins, til að flýta fyrir afgreiðslu þess, og náð samkomulagi um efnisatriði og málsmeðferð. FuIIur vilji stæði til framgangs málsins á þessu þingi. Hjörleifur Guttormsson (Abl-Al.) kvaddi sér hljóðs um þingsköp og innti þingdeildarforseta eftir því, hversvegna þetta tiltekna mál, sem þingnefnd hefði þegar skilað áliti um, væri ekki fyrirtekið á þessum fundi. Halldór Blöndal, formaður menntamálanefndar, og Ingvar Gíslason, forseti þingdeildarinnar, sögðu efnislega, að samkomulag hafi orðið um það milli forseta og talsmanna þingflokka, að afgreiða eitt stjómarfrumvarp (Seðlabanka- fromvarp) til efri deildar, sem og sjö önnur stjómarfromvörp (þegar afgreidd í efri deild) til þingnefnda, umræðulaust. Almennar útvarps- umræður (eldhúsdagsumræður) yrðu um kvöldið og dagfundur styttur með hliðsjón af því að menn hefðu nokkurt tóm til undirbúnings þeirra. Auk þess hefðu þingmenn eins þingflokks, Kvennalistans, fjarvistarleyfi. Nokkurt orðaskak varð af fram- angreindu tilefni. Sverrir Hermans- son, menntamálaráðherra, sagði hér um samkomulagsmál að ræða, sem tengt væri kjarasamningum við kennara, og ekki ástæða til að óttast um framgang þess, þrátt fyrir það vinnulag sem forseti hafí ákveðið í samráði við talsmenn þingflokka. Finnur opinberar vanþekkingu sína á vaxtarrækt með ótvíræðum hætti — segir Hjalti Gestsson dómnefndarmaður um ummæli Finns Karlssonar eftir íslandsmótið í vaxtarrækt Akureyri. „í RAUN ERU ummæli þau sem Finnur Karlsson við- hafði eftir íslandsmótið i vaxtarrækt svo fáránleg að þau eru ekki svaraverð. Það er slæmt þegar einstakling- ur sem rekur vaxtarræktar- stöð opinberar vanþekkingn sina á vaxtarrækt með svo ótviræðum hætti,“ sagði Hjalti Gestsson á Akureyri, er Morgunblaðið bar undir hann ummæli Finns Karls- sonar i blaðinu á þriðjudag um Islandsmótið í vaxtar- rækt sem fór fram um helg- ina, en Hjalti átti sæti i dóm- nefnd. „Sú staðreynd að stór hluti besta vaxtarræktarfólks á ís- landi komi frá einni stöð á Akureyri virðist óþolandi í aug- um hans og fárra annarra aðila. Það er staðreynd að það hafa ætíð verið bæði Reykvíkingar og Akureynngar sem skipa dóm- nefnd hvetju sinni og dæma eftir bestu samvisku. Sú regla er einnig höfð að dómari dæmi ekki nákominn ættingja - þannig gekk ég til dæmis úr dómnefnd- inni þegar Sigurður bróðir minn átti i hlut,“ sagði Hjalti. Hann sagði að sér virtist sem margir, þar með talinn Finnur Karlsson, skilji ekki þá stað- reynd að í vaxtarrækt sé ummál og kílóafjöldi ekki aðalatriðið. „Finnur Karlsson er ekki með- limur í Landsambandi vaxtar- ræktarstöðva en þau samtök héldu þetta mót. Hann hefur því í raun ekki tillögurétt í þessu máli og kemur það ekki við. Mun hann sjálfur hafa sagt í sam- tölum við menn að hann gangi ekki i samtökin meðan Akur- eyringur er formaður," sagði Hjalti - en formaður nú er Gisli Rafnsson frá Akureyri. „Finnur hefur sagt að þetta mál sé hneyksli - það er rétt að því marki að það er hneyksan- legt að hann, algjörlega þekk- ingarlaus og fordómafullur, skuli hella svívirðingum og sora yfir dómara og mótsstjóm á keppnisstað og klykkja siðan út með takmarkalausu blaðri i fjöl- miðlum. Ég tek sem dæmi að Finnur segir að Jón Páll hafí verið látinn koma á sviðið um leið og Valbjörn Jónsson og forkeppnin hafi þannig verið eyðilögð fyrir Valbimi. Þetta er alrangt - Jón Páll tók það upp hjá sjálfum sér að stökkva inn á sviðið um leið og Valbjörn og braut Jón þannig i raun þær reglur sem settar eru um móts- haldið," sagði Hjaiti Gestsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.