Morgunblaðið - 18.04.1986, Page 32

Morgunblaðið - 18.04.1986, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR18. APRÍL1986 Víglundur Péturs- son — Minning Fæddur 9. desember 1908 Dáinn 4, mars 1986 Tíminn líður. Allt líf hefur sinn gang og ekki er vitað fyrr en gripið er í tauma hins lifandi lífs og það látið hverfa sjónum okkar sem eftir lifum. Nú er látinn afi minn Víglundur Pétursson. Þegar ég ri§a upp upp- vaxtarár mín er hann sem greyptur í hug minn. Hann var elstur af stór- um systkinahópi, sem gerði það að verkum að hann fór snemma að heiman að vinna. Þetta hefur eflaust mótað óharðnaðan ungling- inn því ég man varla eftir honum öðruvísi en sívinnandi. Hann fann sér alltaf eitthvað að sýsla við. Ég minnist þess þegar afi og amma komu til okkar í Sölvanes um helgar og í fríum sínum frá Akureyri. Það var alltaf nóg að gera í sveitinni og það sótti afi minn í. Það var oft sem ég var með honum í þessum aukaverkum hans, og lærði ég mikið af því. Hann var vanur bú- störfum, því hann var bóndi, síðast á Fjalli í Kolbeinsdal, uns hann varð að hætta vegna heilsubrests. Þrátt fyrir þá mæði sem hamlaði honum hrejrfings á seinni árum, var ekki dregið að sér við bústörfin heima í Sölvanesi. Þessi harka og óbilandi áhugi hafði mikil áhrif á mig. Hann var mér sem kennari þann tíma sem hann var hjá okkur á þessum árum. Ætíð hefur verið mikið samband milli afa og okkar systkinanna og eigum við þvf marg- ar minningar og góðar um hann. Nú þegar við kveðjum Víglund er ekki hægt annað en að hugsa með þakkiæti um það sem hann gaf okkur í lifanda lífi. Lifi minning afa míns. Guðmundur Svanberg Pétursson „Sælir eru hjartahreinir, þvi þeir munu Guð sjá.“ Mér fínnst vel við hæfi að hefja þessa minningargrein um afa minn á þessum orðum frels- arans. Ég er ekki í nokkrum vafa að Guð hefur tekið á móti afa opnum örmum. Ég man best eftir afa sem sístarf- andi, vandvirkum og jarðbundnum eldri manni sem þótti vænt um að geta hjálpað og aðstoðað aðra. Afi var aldrei gefinn fyrir að bera til- finningar sínar utan á sér en aldrei duldist manni samt hvað honum þótti innilega vænt um okkur sem stóðu honum næst. Hann var dug- legur að leggja okkur lífsreglumar þó svo að ekki væri alltaf farið eftir þeim. Afí eignaðist aldrei mikinn veraldlegan auð en sá fjársjóður dýrmætastur, sem hann átti hér á jörð, fannst honum vera það líf sem hann átti þátt í að vekja; bam, bamaböm og bamabamaböm. Ekkert veraldlegt átti þó hug hans jafnmikið og gamli bfllinn hans. Hann nostraði endalaust við hann og hugsaði um hann eins og lifandi vera. Afí var ákaflega farsæll bíl- stjóri og var hann nýbúinn að fá viðurkenningu sem honum þótti mjög vænt um þ.e.a.s. viðurkenn- ingu fyrir 20 ára öraggan akstur. Afi var búinn að þjást lengi af þeim sjúkleika sem dró hann til dauða. Líkami hans var orðinn gamall og lúinn en alltaf var hann andlega hress og ávalt stutt í grín og glens. Þó svo að hann væri blessunarleg lausn fyrir afa að fá að deyja, þá fylltist ég trega og sorg þegar hann kvaddi. Hann var óijúfanlegur hluti daglegs lífs og vissulega verður hann það áfram. Dauðinn er ekkert nema annað líf. Við afkomendur hans höldum áfram veraldlegri baráttu og þökk- um fyrir minninguna um okkar ást- kæra vin og félaga, Víglund afa. Sólborg Alda Pétursdóttir Kveðjuorð: Björn Stefánsson fv. skólastjóri Það var á köldum og muskuleg- um haustdegi árið 1938, sem fund- um okkar Bjöms Stefánssonar bar fyrst saman. Báðir voram við þá að þreyta inntökupróf upp í eldri deild Héraðsskólans í Reykholti, til að stytta okkur leið gegnum skól- ann. Einhvem veginn slömpuðumst við gegnum þessi próf og urðum ‘herbergisfélagar næsta vetur í skól- anum. Fljótt laðaðist ég að þessum unga og geðþekka Ólafsfírðingi, þó ég væri nær 8 áram yngri. Með okkur myndaðist vinátta, sem hefur haldist öll þessi ár. Mér fannst Bjöm á þessum árum talsvert lífsreyndur maður. Hafði m.a. verið á sfld á Siglufirði og kunni frá mörgu að segja. Næsta haust fylgdumst við að og tókum próf upp í Kennara- skóla íslands og þrátt fyrir að margir sæktu um skólavist þar sluppum við enn gegnum nálaraug- að. Við sátum næstu þrjá vetuma við sama borðið í þessum ágæta skóla og bundumst enn tryggari vináttuböndum. Bjöm varð tíður gestur hjá frændfólki mínu, þar sem ég hafði athvarf um þessar mundir. Bjöm gerðist strax fyrirliði okkar bekkjarfélaganna og var bekkjar- formaður öll árin, enda var hann vel til foringja fallinn. Hann var hörkugóður námsmaður, ljúfmenni í allri umgengni, ósérhlífinn og skyldurækinn til allra starfa. Enn- fremur var hann eldri og lífsreynd- ari en flest af bekkjarsystkinunum. Þessi árgangur lauk burtfarar- prófi frá Kennarskólanum við Lauf- ásveg vorið 1942. Úti í heimi geisaði þá stríð og válegar blikur vora á lofti í heimsmálunum, enda fóram við ekki varhluta af því. Gegnum suðurglugga skólahússins mátti greina miklar hemaðarfram- kvæmdir á flugvellinum og véla- gnýr og annar hemaðarskarkali raskaði ró okkar við Laufásveginn. En samt var þetta vonglaður hópur ungmenna, sem hélt út í lífsstarfíð á þessu styijaldarvori. Leiðir skildi. — Bjöm hélt að námi loknu norður til æskustöðv- anna í Ólafsfirði. Gerðist þar kenn- ari og síðar skólastjóri og strax hlóðust þar á hann margþætt ábyrgðar- og trúnaðarstörf. Bjöm var mikill félagshyggju- og hug- sjónamaður Hann var harðduglegur og skyldurækinn til allra starfa. Unni sinni heimabyggð og vildi láta gott af sér leiða. Oft mun vinnudag- ur hans hafa orðið alllangur og hvíldarstundir fáar. Atvikin höguðu því þannig að leiðir okkar Bjöms skildi í allmörg ár, en brátt kom að þvf að við endumýjuðum okkar fomu kynni. Um 20 ára skeið ferðaðist ég á vegum Þjóðleikhússins um landið með leikflokkum þess og var þá leikið í flestum samkomuhúsum á landinu. Oft kom ég ásamt sam- starfsmönnum mínum til Ólafs- flarðar og var þá leikið í hinu glæsta félagsheimili þeirra, Tjam- arborg, sem Bjöm átti sinn stóra þátt í að koma upp. Jafnan gisti ég þá á heimili Bjöms og hinnar geð- þekku konu hans, Júlíönu. Böm þeirra §ögur vora þá að vaxa úr grasi. A heimili þeirra var gott að koma, enda mun þar oft hafa verið gestkvæmt. Snyrtimennska hjá þeim hjónum átti vart sinn líka. Óllu var þar vel fyrir komið. Hús þeirra á Aðalgötu 20 var ekki há- reist og ekki var þar hátt til lofts né vítt til veggja, en þar ríkti hjarta- hlýja húsbændanna og góður heim- ilisbragur. Nú að leiðarlokum vil ég þakka Bimi langa samfylgd og tiygga vináttu. Megi moldin verða honum mjúk og líknsöm. Hann var jarð- sunginn frá sóknarkirkjunni í Ólafs- fírði laugardaginn 5. aprfl sl. Ég leyfi mér fyrir hönd gamalla skólasystkina úr Kennaraskólanum að senda Júlíönu, bömum þeirra hjóna og öðram nánum aðstandend- um hugheilar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning þessa mæta manns. Klemenz Jónsson raöauglýsingar raðauglýsingar raöauglýsingar Askorun til eigenda og ábyrgðarmanna fasteigna um greiðslu fasteigna- gjalda í Reykjavík Fasteignagjöld í Reykjavík 1986 eru nú öll gjaldfallin. Gjaldendur sem ekki hafa gert skil innan 30 daga frá birtingu áskorunar þessarar, mega búast við, að óskað verði nauðungaruppboðs á eigum þeirra í sam- ræmi við 1. nr. 49/1951 um sölu lögveða án undangengins lögtaks. Reykjavík 16. apríl 1986. Gjaldheimtustjórinn í Reykjavík. Seltirningar Athygli er vakin á að sunnudaginn 20. apríl kl. 14.00 verður í Seltjarnarneskirkju kynning- arguðsþjónusta séra Ólafs Jóhannssonar umsækjanda um prestsembætti í Seltjarnar- nesprestakalli. Útvarpað verður á FM-bylgju Sóknarnefnd Seltjarnarness. Véltæknifræðingur Járniðnaðarfyrirtæki úti á landi vill komast í samband við véltæknifræðing sem hefur hugmyndir um framleiðsluiðnað eða smíði á hvers konar vélbúnaði. Eignaraðild kemur mjög til greina. Þeir sem hafa áhuga leggi inn fyrirspurnir á augld. Mbl. fyrir 23. apríl nk. merktar: „A — 8700“. Kartöflu- og grænmetis- ráðstefna á'Hótel Sögu þriðjudaginn 22. apríl kl. 9.30- 17.00. Ráðstefnan er haldin á vegum Búnað- arfélags íslands og Stéttarsambands bænda. Flutt verða erindi um flokkun og mat garðávaxta, geymslu, meðferð og innflutning þeirra. Skipst verður á skoðunum og kynnt viðhorf hagsmunahópa. Öllum er frjálst að taka þátt í ráðstefnunni en óskað er eftir að þátttaka sé tilkynnt í síma 19200 hjá bændasamtökunum fyrir 22. apríl. Bændasam tokin. fundir — mannfagnaöir { Skotfélag Reykjavíkur Aðalfundur verður haldinn laugardaginn 19. apríl 1986 kl. 14.00 að Dugguvogi 1. Dagskrá: Venjuleg aðalfundastörf. Stjórnin. Utboð Tilboð óskast í uppsteypu og utanhússfrá- gang húss á Jörfa við Vesturlandsveg í Reykjavík. Útboðsgögn fást á skrifstofu Umsýsludeildar Pósts og síma, Landssímahúsinu við Austur- völl, gegn 5000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Umsýslu- deildar þriðjudaginn 6. maí kl. 11.00 árdegis. Póst- og símamálastofnunin. uppboö Málverkauppboð — Málverkauppboð Myndir þær sem boðnar verða á málverka- uppboði á Hótel Borg sunnudaginn 20. apríl nk. verða sýndar í Gallerí Borg í dag, föstu- dag, frá 10-18 og á morgun laugardag frá 14-18. Uppboðið hefst kl. 15.30 á Hótel Borg á sunnudag. nonG Pósthússtræti 9. Sími24211.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.