Morgunblaðið - 18.04.1986, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 18.04.1986, Qupperneq 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR18. APRÍL1986 Hvers vegna þorðirðu ekki? — spyrja sænsku blöðin Torbjörn IMilsson „HARMLEIKUR" - „Hræðilegt áfall" - „Grimmileg örlög“. Á þessa leið voru fyrirsagnir sænsku dagblaðanna eftir að Gautaborg hafði tapað fyrir Barc- elona í undanúrslitum Evrópubik- arsins, í einum mest spennandi leik sem sést hefur á Spáni. Eftir 3:0 sigur Gautaborgar í fyrri leiknum áttu flestir von á að liðið kæmist alla leið í úrslitaleikinn. Barcelona þurfti að vinna leikinn i fyrrakvöld með að minnsta kosti fjögurra marka mun til að komast áfram. Eftir venjulegan leiktíma var staðan 3:0 fyrir Barcelona og liðin því jöfn samanlagt. Ekkert var síð- an skorað í framlengingunni, en Barcelona vann vítaspyrnukeppn- ina 5:4. „Svo nálægt - og svo sárt“, sagði Aftonblaðið í fyrirsögn sem náði yfir heila opnu. „Barcelona lék mjög vel. Þetta var eitthvað allt annað lið en var hér í Gautaborg fyrir hálfum mánuði", sagði blaðið. „Þeir voru alls ekki grófir. Þeir tóku mikla áhættu - og unnu“. Expressen nefndi að lið Gauta- borgar hafi átt tvö stangarskot í leiknum, eitt skot í slá og að dóm- arinn hafi dæmt eitt mark ógilt. ‘Svona óheppni höfum við aldrei Keila: > Helgi og Birna slógu í gegn HÖRKUSPENNANDI keppni var á Páskamótinu í keilu sem lauk um síðustu helgi f keilusalnum f Öskjuhlíð. Keppt var í einstakl- ings-, para- og liðakeppni. Úrslit f einstakiingskeppni karla urðu þannig: 1. Höskuldur Höskuldsson 2. Þorgrímur Einarsson 3. Halldór Halldórsson 4. Skjöldur Árnason 5. Halldór R. Halldórsson Einstaklingskeppni kvenna: 1. HrafnhildurÓlafsdóttir 2. Bryndís Halldórsdóttir 3. Dóra Sigurðardóttir 4. Birna Þórðardóttir 5. Hafdís Hafsteinsdóttir Parakeppnin var mjög spenn- andi og tóku 18 pör þátt í henni. Eitt par lék þar áberandi vel og skaut öllum öðrum pörum afturfyr- ir sig en það voru hjónin Helgi Ingimundarson og Birna Þórðar- dóttir. 1. Helgi Ingimundarson — Birna Þórðardóttir. 2. Ásgeir Heiðar — Dóra Sigurðardóttir. 3. Höskuldur Höskuldsson — Svava Rafnsdóttir. 4. Alois Raschhofer — Sóiveig Guðmundsdóttir. 5. SkjöldurÁrnason — Hrafnhildur Ólafsdóttir. Liðakeppnin var einnig mjög spennandi og bar þar hæst úrslita- leik milli Fellibyls og NASA, en það lið var skipað 2 Keflvíkingum og 2 Bandaríkjamönnum sem náð hafa umtalsverðum árangri í keilusaln- Skíði: Hafsteinn endurráðinn HAFSTEINN Sigurðsson, lands- liðsþjálfari i alpagreinum, hefur verið endurráðinn landsliðsþjálf- ari SKÍ út næsta keppnistímabil. Hafsteinn hefur verið þjálfari •»!iðsins undanfarinn ár með góð- um árangri. Þjálfaranámskeið (B-námskeið) í alpagreinum fer fram á ísafirði dagana 17. til 24. apríl. Leiðbein- endur á námskeiðinu verða Haf- steinn Sigurðsson og Ingvar Ein- arsson. um á Keflavíkurflugvelli. Leikur þessi var mjög spennandi og réð- ust ekki úrslit hans fyrr en í síðustu skotunum. Fellibylur sigraði meö 650 stigum á móti 598. En úrslit í liðakeppninni urðu sem hér segir: 1. Fellibylur 2. NASA 3. Keiluvinir 4. Víkingasveitin 5. Glennurnar Einnig voru veitt verðlaun fyrir hæstu skor, og hlaut Höskuldur Höskuldsson hæstu skor karla, 237 stig og Birna Þórðardóttir fyrir hæsta skor kvenna, 198 stig. fyrr orðið vitni að á knattspyrnu- vellinum", sagði blaðið. En Expressen gagnrýnir einnig Torbjörn Nilsson harðlega fyrir að hafa neitað að taka vítaspyrnu í vítakeppninni eftir leikinn. Torbjörn Nilsson er markheppnasti leik- maður Evrópukeppnanna í knatt- spyrnu á þessum áratugi, og án vafa besti skotmaður sænska liðs- ins. En hann hefur haft orð á sér fyrir að vera slæmur á taugum þegar mikið liggur við. „Hvers vegna þorðirðu ekki?“ spyr Expressen í tveggja síðna fyrirsögn. Og Nilsson svarar í við- tali við blæðið: „Ef þú vilt ekki taka víti þá á ekki að þvinga þig til þess. Og ég vildi ekki taka þetta víti“. Vítaspyrnuna sem um ræðir - þá fimmtu - tók Ronald Nilsson og brenndi af. Með því að skora hefði hann tryggt liðið sínu sæti í úrslit- unum. • Stöðugt fjölgar þeim sem iðka Keilu sem keppnisiþrótt. AP/Simamynd • Einn leikmanna Gautaborgar f leiknum sögulega á Nou Camp í Barcelona. Knattspyrnu- hneyksli á ítalfu TÍU manns hafa verið handteknir og þrír framkvæmdastjórar ft- alskra fyrstudeildarliða hafa ver- ið yfirheyrðir vegna ólöglegrar veðmálastarfsemi. Giuseppe Marabotto, saksókn- ari í Torino, sem hefur með rann- sókn málsins að gera sagði á miðvikudaginn að samtök í Torino og Róm skipulegðu ólöglega veð- Körfubolti: Kvennaliðið á Polar Cup ÍSLAND hefur einu sinni áður tekið þátt í Polar Cup kvenna fyrir 12 árum síðan, þannig að allur stúlkurnar eru að leika sína fyrstu landsleiki. Lítið vitum við um getu hinna liðanna en þó vitum við að þau eru öll töluvert betri en ís- tenska liðið. Finnska og sænska liðið hafa skipst á um Norður- landarneistaratitilinn síðustu ár. • Jón Helgi Jóhannesson, framkvæmdastjóri Royal Fried Chicken, afhendir Hreini verðlaunin. Á úrslitaleikinn DREGIÐ hefur verið i getraun þeirri er veitingastaðurinn Roy- al Fried Chicken og Flugleiðir hf. héldu varðandi heimsmeist- aramótið f handknattleik í Sviss fyrr á þessu ári. Vinningshafi reyndist vera Hreinn Jónasson í Kópavogi. Verðlaunin eru eins og fram hefur komið helgarferð með Flugleiðum fyrir 2 til London og auk þess miðar á úrslitaleikinn í Mjólkurbikarnum á Wembley er fram fer nú á sunnudaginn. (Fréttatilkynning) I landsliðinu eru eftirtaldir leik- menn: Kolbrún Leifsdóttir ÍS, fyrir- liði, Guðrún Gunnarsdóttir ÍR, varafyrirliði, Auður Rafnsdóttir ÍBK, Guðlaug Sveinsdóttir ÍBK, Björg Hafsteinsdóttir ÍBK, Hafdís Helgadóttir ÍS, Helga Friðriksdóttir ÍS, Þóra Gunnarsdóttir ÍR, Vala Úlfljótsdóttir ÍR, Þórunn Magnús- dóttir UMFN. Þjálfari er Kolbrún Jónsdóttir og aðstoðarþjálfari er Margrét Eiríks- dóttir, fararstjóri Þóra Steffensen og dómari með liðinu verður Krist- björn Albertsson. Til að fjármagna ferðina gáfu stúlkurnar út blað „Uppkast" og voru mörg fyrirtæki sem lögðu okkur þar lið og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Þá var Guðrún Ólafsdóttir umboðsmaður fyrir Lotti-íþróttavörur á íslandi svo rausnarlegt aö gefa landsliðinu bæði keppnis- og upphitunarbún- inga. Þarf ekki að tíunda hversu mikill styrkur það er. 2ttovjumtiTní>it> málastarfsemi knattspyrnu, og tengslum að sumir við hinna grunuðu hefðu reynt að hafa áhrif á úrslit leikja í fyrstu og annarri deild síðan 1985. Engir leikmenn voru sagðir koma við sögu í þessu máli, en sem kunnugt er voru nokkrir heimskunnir knattspyrnumenn, þeirra á meðal Paolo Rossi, settir í löng leikbönn vegna þátttöku í ólöglegum veðhringjum. Fram- kvæmdastjórarnir sem tengjast málinu nú eru Italo Allodi hjá Napoli, Tito Corsi frá Udinese og Franco Janich frá Bari. Allodi sagði af sér embætti strax eftir yfir- heyrsluríNaplolí. Einu löglegu veðmálin í tengsl- um við knattspyrnu á ítalíu eru rík- isreknar getraunir. Gunnlaugur tekur við af Guðmundi Akureyri. GUNNLAUGUR Björnsson hefur tekið við þjálfun 1. deildar liðs Þórs í knattspyrnu kvenna af Guðmundi Svanssyni. Guðmundur hefur þjálfað stúlk- urnar undanfarin þrjú ár og byrjaði með þær í vetur - en hefur nú látið af störfum. Þórsliðið varð í 5. sæti 1. deildarinnar í fyrrasumar. Gunnlaugur Björnsson lék hér á árum áður með KA en hefur nokk- uð fengist við þjálfun undangengin ár.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.