Morgunblaðið - 18.04.1986, Qupperneq 47
-MÖRGíInWÍaÐIÐ; jktérÚDÁGUR 18. A^Íl 1986- -
47"
Pálmar skoraði 31
það dugði þó ekki
ÍSLENDINGAR töpuðu fyrir Port-
úgal, 77:81, í Evrópukeppninni í
körfuknattleik í Laugardalshöll í
gærkvöldi. Portúgalir höfðu 12
stiga forskot í leikhléi, 32:44, eftir
mjög slaka byrjun íslenska liðs-
ins. Pálmar Sigurðsson var eini
leikmaður íslands sem náði að
sýna sínar róttu hliðar. Hann
skoraði 31 stig þar af 22 í seinni
hálfleik.
Það var augljóst hvert stefndi í
upphafi fyrri hálfleiks. Portúgalir
komust 11 stig yfir þegar fimm
mínútur voru liðnar af leiknum,
4:15. íslendingar náðu að laga
stöðuna eða réttara sagt Símon
Ólafsson sem gerði fyrstu níu stig-
in og er 6 mínútur voru iiðnar var
staðan 9:15 fyrir Portúgala. Nær
þeim í fyrri hálfleik komust Islend-
ingar ekki. Hittni var afar slæm og
sömu sögu má segja um fráköstin.
Portúgalir komust mest í 22. stiga
forskot er staðan var 19:41 og 3
mínúturti! leikhlés.
Síðustu mínúturnar í fyrri hálf-
Vorfagnaður
hjáGR
VORFAGNAÐUR GR verður hald-
inn í golfskálanum f Grafarholti á
morgun, laugardag kl. 20.00.
Boðið verður upp á fjölbreytta
dagskrá. Allt útlit er fyrir að
uppselt verði á fagnaðinn og þvf
nauðsynlegt að tryggja sér miða
hjá framkvæmdastjóra.
ísiand — Portúgal
77:81
leik náði íslenska liðið að klóra í
bakkann og minnkaði muninn nið-
ur í 12 stig. Léku þá maður á
mann og tókst vel upp. Þetta var
eini leikkaflinn í hálfleiknum sem
íslenska liðið sýndi góða baráttu.
í leikhléi hafa íslensku strákarnir
áreiðanlega fengið að heyra það
hjá Einari Bollasyni, þjálfara. Þeir
tóku sig saman í andlitinu og náðu
að halda í við Portúgalina og var
munurinn þetta 10 til 15 stig, en
vantaði herslumuninn. Leikurinn
virtist svo gott sem tapaður er
staðan var 57:72 er tæpar sjö
mínútur voru til leiksloka. Þá tók
Pálmar til sinna ráða og sýndi
hreint stórkostleg tilþrif og skoraði
þá 10 stig í röð og voru körfurnar
margar hverjar mjög glæsilegar,
óð inn í gegnum vörnina eða
þriggja stiga körfur sem snertu
varla hringinn.
Munurinn var svo 11 stig er 2
mínútur voru eftir og Portúgalir
með sigurinn í höndunum og spil-
uðu uppá að halda knettinum. ís-
lendingum tókst þó að saxa á
muninn og var hann fjögur stig er
upp var staðið.
Leikurinn var eins og áður segir
„Það eru ekki
mjög slakur að hálfu íslenska liðs-
ins. Pálmar stóð að vísu nokkuð
uppúr og Símon sýndi sinn besta
leik í keppninni, sérstaklega í
upphafi. Valur Ingimundarson var
ekki svipur hjá sjón og sést best
á því að hann skorar aðeins sex
stig og öll úr vítaskotum. Liðið réð
hreinlega ekki við hraða Portúgal-
ana, sem spiluðu mjög fast og
komust upp með það.
Dómarar leiksins eru sérkafli
útaf fyrir sig. Þeir voru hreint út
sagt hörmulega lélegir. Voru ekki
samkvæmir sjálfum sér og gerðu
marga furðulega hluti. Dómararnir
voru sænskur og norskur og er
furðulegt að norskur dómari skuli
dæma þennan leik þar sem íslend-
ingar og Norðmenn voru þeir einu
sem ekki höfðu tapað leik og eiga
eftir að leika innbyrðis á íaugar-
daginn. Þessi úrslit eru því mjög
hagstæð fyrir norska liðið og var
dómarinn að mati undirritaðs mjög
hlutdrægur í dómgæslu sinni.
Möguleikar íslands eru þó ekki
úr sögunni þar sem (sland á að
leika gegn Norðmönnum á morg-
un, laugardag. Ef þeim tekst að
sigra vinna þeir keppnina þar sem
innbyrðisleikur ræður ef lið eru
jöfn að stigum. Áhorfendur ættu
því að hvetja íslenska liöið gegn
Norðmönnum á morgun með því
að fylla Höllina.
- Val
Morgunblaðið/Júlíus
• Jón Kr. Gíslason skorar hér I leiknum gegn Portúgal f gærkvöldi.
íslenska liðið náði sér ekki á strik og tapaði með 77 stigum gegn 81.
Norðmenn heppnir
að vinna Skota
— besti leikur mótsins til þessa
alltaf jólin“
— sagði Einar Boilason þjálfari
„VIÐ komum bara ekki tilbúnir í
þennan leik. Það er hreint ótrú-
legt hvað dómararnir voru slakir
og létu Portúgala komast upp
með grófan leik. Við áttum bara
ekki von á þessu,“ sagði Einar
Bollason, landsliðsþjálfari, eftir
leikinn.
„Það eru ekki alltaf jólin í þessu.
Ég er þó stoltur af strákunum að
missa ekki móðinn í seinni hálfleik,-
Pálmar og Símon voru þeir einu
sem sýndu sitt rétta andlit, aðrir
léku undir getu. Við getum unnið
Norðmenn á laugardaginn ef okkur
tekst vel upp með stuöningi áhorf-
enda,“ sagði Einar og var ekki allt-
of hress með frammistöðu dómar-
anna í leiknum og taldi það vera
hneyksli að láta norskan dómara
dæma svona mikilvægan leik.
NORÐMENN sigruðu Skota f
besta leik Evrópumótsins f körfu-
bolta til þessa, 86:83, f Laugar-
dalshöll f gærkvöldi. Leikurinn var
jafn og spennandi allan tfmann
og var staðan f hálfleik 48:44 fyrir
Norðmenn. Frammistaða Skota
kom nokkuð á óvart f þessum
leik og gat sigurinn endað hvoru
megin sem var.
Skotar byrjuðu mjög vel og er
fimm mínútur voru liðnar af leikn-
um var staðan 8:16 fyrir Skota.
Norðmenn söxuðu jafnt og þétt á
forskotið og komust yfir í fyrsta
sinn í leiknum er staðan var 29:28
og sjö mínútur til leikhlés. Síöan
Stig 3. stiga körfur Vfta- skot Frá- köst Leik- tfmi Villur Bolta tapað Bolta stolið Stoð send. Varin skot
Pálmar Sigurðsson 31 5 11/8 1 33 3 — 3 1 —
Páll Kolbeinsson 2 0 0 1 16 5 — 1 1 1
Torfi Magnússon 2 0 2/2 4 24 3 — 0 2 2
Þorvaldur Geirsson 0 0 0 2 8 3 — 1 1 1
Símon Ólafsson 14 0 5/4 10 30 5 — 0 0 0
Matthías Matthíasson 8 0 4/4 1 14 1 — 0 0 2
Guðni Guðnason 2 0 2/2 4 19 12 — 1 0 0
Birgir Mikaelsson 6 0 0 3 8 2 — 0 0 0
Jón Kr. Gíslason 5 0 2/1 5 21 0 — 0 1 1
Valur Ingimundarson 6 0 6/6 2 27 4 — 2 5 ■■ 0
Noregur—Skotland
86:83
var jafnræði með liðunum og
leiddu Norðmenn með fjórum stig-
um í leikhléi eins og áður segir.
í upphafi seinni hálfleiks misstu
Skotar sinn besta leikmann útaf,
Ralton Way, sem hafði þá gert 18
stig. Þá héldu aliir að leikurinn
væri endanlega tapaður Skotum.
Þeir voru þó ekki á sama máli og
börðust eins og Ijón og var jafnt,
66:66, þegar 2 mínútur voru til
leiksloka.
Síðustu mínúturnar voru svo
æsispennandi og þegar ein og hálf
mínúta var til leiksloka var staðan
83:81 fyrir Norömenn. Skotar jafna
þegar 56 sekúndur eru eftir, 83:83.
Síðan missa Norðmenn knöttinn
og Skotar hefja sókn en fengu
dæmda á sig sóknarviliu þegar 35
sekúndur voru eftir og það dugði
Norðmönnum því þeir skoruöu
þriggja stiga körfu í lokin og
tryggðu sér sigurinn, 86:83.
Bestu leikmenn Skota voru Ral-
ton Way, sem skoraði 18 stig, lain
McLean, sem skoraði 16 og Steve
Hoffman, sem gerði 16. Hjá Norð-
mönnum var Haakon Austerfjörd,
sem skoraði 32 stig þar af 22 í
fyrri hálfleik. Aritel Bec, sem geröi
16 og Georg Posti með 13.
Pálmar í
öðru sæti '
— hefur gert 70 stig í þremur leikjum
PÁLMAR Sigurðsson er í öðru
sæti yfir stigahæstu leikmenn
mótsins eftir leikina í gærkvöldi.
Pálmar hefur gert 70 stig en
Norðmaðurinn Haakon Auster-
fjörd hefur gert einu stigi meira.
Haakon og Pálmar eru í nokkr-
um sérflokki. Þriðji leikmaður á
listanum er Ralton Way með 58
stig og í fjórða sæti er Valur Ingi-
mundarson með 45 stig. Norð-
maðurinn á að vísu einn leik til
góða þar sem þeir leika í kvöld
gegn Portúgal. írar leika við Skota
en íslendingar sitja hjá og leika á
morgun gegn Norðmönnum og
gæti þaö orðið úrslitaleikur móts-
ins.