Morgunblaðið - 22.04.1986, Síða 1

Morgunblaðið - 22.04.1986, Síða 1
72SIÐUR B STOFNAÐ 1913 88. tbl. 72. árg.____________________________________ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 1986_______________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu um aðgerðir gegn Líbýu: Stungn upp á sam- eiginlegri stórárás Drottningin sextug Elísabet Englands- drottning brosir sínu blíðasta í tilefni 60 ára afmælisins í gær. Sjá frásögn af hátíðarhöld- unum á Bretlandi í til- efni afmælis drottning- ar í gær á bls. 28. Washington, Berlín, Róm. AP. RONALD Reagan, Bandaríkjaforseti, sagði í gærkvöldi að ýmsir bandamenn Bandaríkjanna hefðu stungið upp á sameiginlegri stórárás á Libýu til þess að knýja Moammar Khadafy til þess að hætta hryðjuverkastarfsemi. Tillögur þar að lútandi voru settar fram er Vernon Walters kynnti leiðtogum nokkurra Evrópuríkja þá ákvörðun Reagans að gera loftárás á Líbýu í ferð til Evrópu helgina fyrir árásina. Við sama tækifæri gagnrýndi Reagan Frakka fyrir að leyfa ekki bandarísku flugvélunum að fljúga í franskri lofthelgi á leið til Líbýu. Af þessum sökum urðu flugvélamar að fljúga nær helmingi lengri vega- lengd. „Það er ekkert, sem réttlætir þessa synjun, og hún er óskiljan- leg,“ sagði Reagan. Líbýumaður var handtekinn í gær í Rómaborg fyrir aðild að meintu tilræði til að myrða sendi- herra Bandaríkjanna, Egyptalands og Saudi-Arabíu á ítaliu. Hann heitir Arebi Mohammed Fituri og var starfsmaður líbýska sendiráðs- ins en var rekinn frá Ítalíu í apríl í fyrra, er upp komst um samsærið, ásamt Mussbah Mahmud Werfalli sendifulltrúa við sendiráðið. Wer- falli og Fituri voru sakaðir um að hafa lagt meintum tilræðismanni til vopn úr vopnabúri sendiráðsins. Palestínumaðurinn, sem hand- tekinn var í Vestur-Berlín, og grun- aður er um aðild að sprengingu í La Belle-diskótekinu, kann að vera bróðir mannsins, sem handtekinn var í London fyrir tilraun til að sprengja í loft upp þotu ísraelska flugfélagsins E1 Al, að sögn hátt- setts manns í þýzku leyniþjón- ustunni. Tengsl voru á milli hand- töku Nezars Hindawi í London og AP/Sfmamynd Ahmed Zaki Yamani, olíuráðherra Saudi-Arabíu. Myndin var tekin á fundi OPEC-ríkjanna i gær. Samþykkt var að draga úr oliufram- leiðslu frá og með júlimánuði. Lítill árangur af OPEC-fundi Genf. AP. OLÍURÁÐHERRAR OPEC-ríkjanna luku í gærkvöldi vikulangri fundalotu í Genf án þess að ná samkomulagi um aðgerðir til þess að vinna gegn þróun olíuverðs, sem lækkað hefur um nær tuttugu dollara frá í haust. Tíu OPEC-ríki af 13 féllust þó á að draga úr framleiðslu sinni frá og með júlí. Líbýa, Alsír og íran voru þessu mótfallin og kröfðust tafarlausrar framleiðsluminnkunar. Meirihlutinn samþykkti að tak- marka framleiðslu sína við 16,3 milljónir fata t sumar og 17,3 millj- ónir síðustu þrjá mánuði ársins. Samkomulag náðist ekki um skerðingu hvers ríkjanna 10, sem er ennþá viðkvæmara deilumál, og er samþykkt fundarins í gær til einskis ef ekki næst samkomulag síðar um hlut hvers og eins í skerð- ingunni. Þá hóta fulltrúar Líbýu, Alsír og íran að draga ekki úr sinni framleiðslu þar sem meirihlutinn hefði ekki tekið nógu alvarlega á vanda OPEC-ríkjanna. Ráðherram- ir ákváðu að hittast á ný 25. júní í sumar til þess að freista þess að ná samkomulagi um aðgerðir. Á fundinum var skipuð nefnd olíuráðherra Indónesíu, Saudi- Arabíu, Kuwait, Nígeríu og Venezúela, til þess að eiga viðræður við olíuríki utan OPEC um hugsan- legt samstarf við samtökin. töku mannsins í V-Berlín. Utanríkisráðherrar Evrðpu- bandalagsríkjanna (EB) samþykktu á fundi sínum í Lúxemborg í gær að fækka sendifulltrúum við líbýsk sendiráð í EB-ríkjunum „niður í algjört lágmark" og takmarka ferðafrelsi þeirra. Starfsmannahald líbýska flugfélagsins og líbýskra verzlunarskrifstofa í Evrópu verður tekið til athugunar í því markmiði að fækka starfsmönnum. Sömuleið- is munu EB-ríkin fækka starfsfólki í sendiráðum sínum í Trípólí. Að ákvörðun tekinni sagði líbýska fréttastofan JANA að EB-ríkin væru bandingjar Bandaríkjanna og „meðsek í ljóta glæpnum", en þar mun vera átt við loftárásina. Claude Cheysson, fyrrum utan- ríkisráðherra Frakklands, sem situr í framkvæmdastjóm EB, sagði að árangursríkasta leiðin til að hemja Khadafy væri að lama efnahag Líbýu. „Verði fjárskortur hjá Khad- afy glatar hann völdum. Það eru vestræn ríki sem skaffa Khadafy peninga; Bandaríkjamenn vinna fyrir hann olíu og ríki Vestur- Evrópu kaupa hana,“ sagði Cheys- son. AP/Símamynd Gorbachev um NATO og Varsjárbandalagið: Vill leysa upp bandalögin tvö Austur-Berlín. AP. MIKHAIL S. Gorbachev, leiðtogi sovézka kommúnistaflokksins, sagðist hlynntur því að Varsjár- bandalagið og NATO yrðu lögð niður samtímis. Jafnframt hvatti hann til aukinnar „sam-evrópskr- ar“ efnahagssamvinnu. Gorbachev lét þessi ummæli falla í ræðu, sem hann hélt í verkfæra- verksmiðju í úthverfí Austur- Berlínar í gær. Við það tækifæri kvaðst Gorbachev reiðubúinn að hitta Ronald Reagan, Bandaríkja- forseta, ef Bandaríkjamenn hættu að „eitra andrúmsloftið" í alþjóða- málum. Hann sagðist ennfremur reiðubúinn að semja um fækkun hermanna og hefðbundinna her- gagna í Evrópu. Sovétmenn hafa áður komið fram með hugmyndina um að NATO og Varsjárbandalagið yrðu leyst upp samtímis. Henni hefur verið tekið með varúð á Vesturlöndum. Gorb- achev sagði tíma til kominn að menn áttuðu sig á því að ryðja mætti ýmsum tálmunum ur vegi. Gorbachev hélt áfram gagnrýni sinni á loftárás Bandaríkjamanna á Líbýu. Koma hans til Austur-Berlín- ar daginn eftir árásina kom á óvart, en vestrænir sendifulltrúar telja að hann hafí gripið tækifærið meðan óánægja gróf um sig meðal almenn- ings í Vestur-Evrópu til að reyna að telja mönnum trú um að Sovét- menn vildu semja um afvopnun og afnám hemaðarbandalaga. Spánn: Kosningar í júní Madrid, Spíni. AP. FELIPE Gonzales, forsætísráð- herra á Spáni, tilkynnti Juan Carlos konungi að hann mundi ijúfa þing og boða tíl þing- kosninga í júní, fjórum mánuð- um áður en þær eiga að vera, sem er i október, að sögn tals- manns ríkisstjómarinnar. Varaforsætisráðherra Spánar, Javier Solana, sagði, að kosningar yrðu haldnar 22. júní, um leið og kosið verður til héraðsþings í Andalúsíu. Talið er að Gonzales hafí ákveð- ið að flýta kosningum vegna úr- slita þjóðaratkvæðis um aðildina að Átlantshafsbandalaginu, en þau vom talin sigur fyrir stjóm hans. Spáð hafði verið að stjómin mundi tapa atkvæðinu, en úrslitin vom á annan veg og styrktu Gonzales í sessi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.