Morgunblaðið - 22.04.1986, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL1986
Sambandsmenn
til Grænlands
Akureyri.
FORRÁÐAMENN iðnaðardeild-
ar Sambandsins fara í dag til
Grænlands til samningsgerðar
við þarlenda aðila um samstarf
við uppsetningu sútunarverk-
smiðju og skinnasaumastofu í
Julianehaab. Það er fyrirtækið
KNA, sem er í eigu grænlensku
landstjórnarinnar, sem á í hlut.
„Við höfum verið að þreifa fyrir
okkur undanfarin misseri með það
í huga að flytja út þekkingu okkar
á þessu sviði — til að nýta betur
þann mikla kostnað sem við höfum
lagt í þróun á sútunartækni okkar
— bætt vinnubrögð og efnafræðileg
atriði," sagði Jón Sigurðarson, for-
stjori iðnaðardeildar SÍS, í samtali,
við Morgunblaðið í gær, en hann
er einn þeirra sem fer til Grænlands
í dag.
Takist samningar verða menn
iðnaðardeildar ráðgjafar Grænlend-
inga um allt skipulag, kaup á vélum
og tækjum, fyrirkomulag vinnslu
og efnafræðileg atriði verksmiðj-
unnar. Ekki gat Jón á þessu stigi
sagt um hve stórar íjárhæðir væri
um að ræða í þessu sambandi.
*
Islenzkum
sjómanni
bannað að
koma til
Sovét-
ríkjanna
— segist ranglega sak-
aður um sölu klámrita
ÍSLENZKUM sjómanni hefur
verið bannað að koma til Sovét-
rikjanna og á yfir höfði sér
fangelsun þar komi hann þang-
að. Hann er sakaður um sölu
klámrits í Múrmansk, sem hann
segist saklaus af. Sjómannafé-
lag Reykjavikur hefur mótmælt
þessari málsmeðferð, „enda hafi
maðurinn verið ákærður af
ósýnilegum dómstól vegna sölu
á klámblöðum, sem hann hafi
aldrei selt. Síðar komi skilaboð
um að hann megi aldrei koma
til hafnar í Sovétríkjunum og
þar með stuðlað að því að hann
missi atvinnu sína.“
Guðmundur Halldórsson, skip-
veiji á skipum Eimskipafélagsins
segir, að hann sé ákærður fyrir
að hafa selt sovézkum verkamönn-
um klámrit, sem sé algjör Qar-
stæða. Þetta eigi að hafa gerzt rétt
eftir komu skipsins og sjómaðurinn
hafi líklega þurft að benda á ein-
hvem til að bjarga eigin skinni,
hafí þetta þá ekki verið uppspuni
frá rótum, og hann hafi orðið fyrir
valinu vegna þess, að hann hafi
verið í mjög áberandi skjólgalla.
Útilokað sé að maðurinn hafi getað
þekkt einhvetja skipverja með
nafni.
„Sovétmönnum kemur ekkert
við hveijir eru á íslenzkum farskip-
um, en með þessu virðast þeir
geta rekið hvem sem er úr plássi.
Nú má ég ekki koma í neina
Guðmundur Halldórsson sjó-
maður hjá Eimskip: „Harkaleg
örlög fyrir upplognar sakir.“
sovézka höfn og verð alltaf að
flytja mig á milli skipa, þegar
skipið, sem ég er á, fer til Sovét-
ríkjanna. Ég veit heldur ekki hvað
ég á að gera ef áætlun skips, sem
ég kann að vera á, verður breytt
og því beint til hafnar í Sovétríkj-
unum. það er að minnsta kosti
erfítt að bíða fyrir utan, meðan
skipið er í höfn. Þetta em harkaleg
örlög fyrir upplognar sakir," sagði
Guðmundur Halldórsson.
Samkvæmt brefi frá útlendinga-
eftirlitinu í Múrmansk á þessi
atburður að hafa gerzt við komu
Stuðlafoss þangað 17. janúar á
þessu ári. Skipstjóra skipsins var
þá kynnt þessi niðurstaða. Hann
óskaði því eftir skriflegum úr-
skurði, en fékk ekki. Guðmundur
Halldórsson skipti síðar um skip
og kom aftur til Múrmansk með
Goðafossi 11. febrúar síðastliðinn,
en var neitað um landgöngu. I
bréfí frá Sjómannafélagi Reykja-
víkur til sendiherra Sovétríkjanna
á Islandi vegna þessa, segir meðal
annars, að félagið skilji vel þá
miklu siðgæðisvitund, sem í hinni
sovézku þjóð búi, en undrist réttar-
farið. Afrit af bréfínu hefur verið
sent utanríkisráðherra íslands.
Morgunblaðið/Ól.K.M.
Hreinsað fyrir sumardaginn fyrsta
Starfsfólk fyrirtækja í Grófinni i Reykjavík hreinsaði í gær gangstéttir fyrir sumardaginn fyrsta.
Þjóðhagstofnun spá-
ir 3,5% hagvexti í ár
TEKJUR íslendinga hækkuðu
um rúmlega 40% á síðasta ári.
Beinar taxtahækkanir voru mun
minni eða 32—33%, en í niður-
stöðu könnunar Þjóðhagsstofn-
unar á skattframtölum er
bent á að rekja megi mismuninn
til lengri vinnutíma og launa-
skriðs.
í riti Þjóðhagsstofnunar, Ágrip
úr þjóðarbúskapnum, sem kemur út
á næstu dögum segir að fyrstu vís-
bendingar úr skattframtölum bendi
til að tekjur hafí hækkað meira en
áður var reiknað með eða, eins og
áður segir, um 40% í stað 36%. A
þessu ári er gert ráð fyrir að kaup-
taxtar hækki um rúmlega 20%, en
þegar tekið er tillit til vinnutíma,
launaskriðs og fleira má búast við
að heildarlaun hækki um 25—26%.
Á síðasta ári jókst kaupmáttur
um 5—6% og miðað við heildarlaun
reiknar Þjóðhagsstofnun með að
kaupmáttur aukist um 4—5% á
þessu ári og þar með sé að mestu
unnin upp kaupmáttarrýmunin
1982 til 1983.
í endurskoðun Þjóðhagsstofnun-
ar á efnahagshorfum er spáð svip-
uðum hagvexti og undanfarin ár,
eða 3,5%. Þjóðartekjur eru taldar
hafa aukist um 3,5% á síðasta ári
og á þessu ári er reiknað með að
þær aukist um rúmlega 5%. Eru
það einkum lækkandi olíuverð og
nokkur hækkun fiskverðs erlendis,
sem hafa þar áhrif.
Að jafnaði hækkaði verðlag um
34% frá upphafí til loka síðasta árs,
en Þjóðhagsstofnun spáir 10% verð-
hækkun á yfirstandandi ári.
Viðskiptahallinn á síðasta ári var
4,5% af landsframleiðslu á móti 5%
árið 1984. í ár er talið að viðskipta-
hallinn verði 2,5%.
Erlendar skuldir námu í lok liðins
árs tæplega 61 þúsund milljón
króna eða 55% af landsframleiðslu.
utlit er fyrir að þetta hlutfali lækki
niður í 50% á þessu ári. Ástæðumar
em einkum tvær, vaxandi þjóðar-
tekjur og lækkun á gengi banda-
ríkjadollars. Vaxtabyrði af erlend-
um skuldum hefur heldur lést að
undanfömu í kjölfar vaxtalækkana
erlendis.
UMSÓKNIR um skólastjórastöður
við tvo nýja skóla í Reykjavík
voru lagðar fram á fundi
Fræðsluráðs Reykjavíkur á mánu-
daginn. Alls bárust sex umsóknir
um stöðu skólastjóra við Granda-
skóla og fimm umsóknir um stöðu
skólastjóra við Selásskóla. Auk
þess voru lagðar fram umsóknir
um stöður yfirkennara við Voga-
skóla og Fellaskóla.
Arnarflug:
Spuming um veð
fyrir ríkisábyrgð
MIKIL óvissa ríkir um það hvort þeir niu aðilar sem hafa, ásamt
hinum nýja hluthafa Arnarflugs, Helga Þór Jónssyni, sýnt áhuga
á að auka hlutafé Amarflugs í tæpar 97 milljónir, muni end-
urnýja tilboð sitt á næstu dögum eða ekki. Ræðst það að miklu
leyti af því hvort ríkisstjómin fellst á að veita Amarflugi ríkis-
ábyrgð fyrir láni upp á 2—2,5 milljónir doUara, eða fyrir 80—100
milljónum króna.
Að sögn Helga Jóhannssonar,
framkvæmdastjóra Samvinnu-
ferða/Landsýnar, er ríkisábyrðin
algert skilyrði hlutafjáraukningar-
innar af hálfu níumenninganna.
Fjármálaráðuneytið hefur nú beiðn-
ina til meðferðar, en samkvæmt
upplýsingum Morgunblaðsins reyn-
ist torvelt að finna veð fyrir ríkis-
ábyrgðinni. Ríkisstjómin mun fjalla
um málið á fundi sínum í dag.
Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra
vildi ekki tjá sig um málið í gær.
Helgi Þór Jónsson, sem keypti
hlutabréf Flugleiða í Amarflugi á
dögunum á 3 milljónir króna, hefur
lýst sig fúsan til samstarfs við níu-
rnenningana. Samkvæmt heimild-
um Morgunblaðsins mun hann til-
búinn til að leggja fram allt að 30
milljónir króna til hlutafjáraukning-
ar, ef af henni verður.
Fræðsluráð Reykjavíkur:
Ellefu umsóknir um
skólastjórastöður
Umsækjendur um stöðu skóla-
stjóra við Grandaskóla eru Guðrún
Helga Sederholm kennari við Breið-
holtsskóla, Helgi Árnason kennari
við Seljaskóla, Kristjana M. Krist-
jánsdóttir yfírkennari við Laugar-
nesskóla, Kirstján Sigfússon kennari
við Hlíðaskóla, Margrét Hvannberg
kennari við Vesturbæjarskóla og
Sigurlín Sveinbjamardóttir kennari
við Austurbæjarskóla.
Um stöðu skólastjóra við Selás-
skóla sóttu Guðrún Helga Sederholm
kennari við Breiðholtsskóla, Kristín
Hólmfríður Tryggvadóttir kennslu-
fulltrúi á Fræðsluskrifstofu Reykja-
nesumdæmis, María Nordahl kenn-
ari við Árbæjarskóla, Sigurlín Svein-
bjamardóttir kennari við Austur-
bæjarskóla og Þorsteinn Ólafur
Alexandersson kennari við Öldusels-
skóla.
Að sögn Ragnars Júlíussonar
formanns Fræðsluráðs taka þessir
tveir skólar til starfa 1. september
næstkomandi.
Á fundinum voru einnig lagðar
fram umsókn frá Sigfúsi J. Johnsen
kennara við Vogaskóla um stöðu
yfírkennara við Vogaskóla og um-
sókn Yngva Hagalínssonar um stöðu
yfirkennara við Fellaskóla, en hann
er settur yfírkennari þar.
Starfsheiti
kennara
lögverndað
FRUMVARP menntamálaráð-
herra um lögverndun á starfs-
heiti og starfsréttindum grunn-
skólakennara, framhaldsskóla-
kennara og skólastjóra, varð að
lögum í gærkvöldi. Það var
samþykkt samhljóða í efri deild
Alþingis og hafði áður hlotið
samþykki i neðri deild.
Fundir voru í báðum deildum
Alþingis í gærkvöldi og fjölmörg
mál á dagskrá og búizt var við að
þingfundir stæðu fram á nótt. Þing-
fundum verður framhaldið í dag,
en þinglausnir verða síðan á morg-
un, síðasta vetrardag.
Hafnarfjörður:
Fallið frá
kyrrsetn-
ingarbeiðni
GRÆNLEN SKI skelveiðibátur-
inn Bjal Junior frá Nuuk lét úr
höfn í Hafnarfirði í gærkvöld
eftir að samkomulag hafði tekist
miUi skipstjóra bátsins og fram-
kvæmdastjóra fyrirtækisins Vél-
taks I Hafnarfirði um tilhögun
greiðslu fyrir viðgerð og endur-
smíði í skipinu, sem unnin var
þar í bænum. Þar með var fallið
frá kyrrsetningarkröfu, sem
lögmaður Véltaks setti fram i
fógetarétti í Hafnarfirði á föstu-
dagskvöldið.
Þá um kvöldið tókst samkomulag
milli skipstjórans og Véltækni um
að skipstjórinn frestaði brottför frá
íslandi fram yfir helgi, svo hægt
yrði að komast að samkomulagi um
yfirfærslu greiðslu. Skipstjórinn
hafði ætlað að sigla á föstudaginn
án þess að ganga frá samkomulagi
um greiðslu, þar sem hann taldi
fyrirtækið ekki hafa staðið við gefin
fyrirheit um að ljúka viðgerðinni á
tilsettum tíma.
í gær settust lögmenn skipstjór-
ans og fyrirtækisins saman og fóru
yfír skýrslur og reikninga yfír verk-
ið í tvo tíma. Að því búnu var
gengið frá formlegu samkomulagi
„í sátt og samlyndi," eins og Val-
garður Sigurðsson, lögmaður Vél-
taks, orðaði það í samtali við blaðið
í gærkvöld.