Morgunblaðið - 22.04.1986, Side 4

Morgunblaðið - 22.04.1986, Side 4
MOKfílTNBLAfllD, ÞhlÐJUDAGUR22)ÁPRÍL1986:' „Tölur Grænlend- inga fjarri lagi“ — segir Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra HINAR nýju kröfur Grænlendinga sem urðu til að slitnaði upp úr viðræðum íslendinga, Norðmanna og Grænlendinga um skiptingu loðnuveiðanna byggjast á þeirri skoðun Grænlendinga að 34-35% af loðnustofninum séu utan islensku lögsögunnar. Samkvæmt því ættu Islendingar að fá 65-66% veiðanna í sinn hlut í stað 85% sem verið hefur og 80-81% sem íslendingar hafa verið tilbúnir til að lækka sig í. Islenska viðræðunefndin telur að þessar tölur Grænlend- inga fái ekki staðist og telja að aðeins 10-20% loðnunnar sé utan íslensku lögsögunnar, allt eftir því hvort miðað er við veiðanlegan stofn eða heildarstofn. „Þetta kom okkur mjög á óvart. Tölur Grænlendinga eru ijarri lagi. Við höfum aldrei heyrt þennan tón áður,“ sagði Halldór Asgrímsson sjávarútvegsráðherra þegar leitað var álits hans. „Það er mjög slæmt að svona skyldi hafa farið því við viljum ná samkomulagi við Græn- lendinga og höfum viljað leggja okkur fram við það. Þegar við skild- um eftir næstsíðasta viðræðufund voru kröfur samningsaðila aðeins um 4% umfram það sem til skipta var. Ég hafði ástæðu til að ætla að hægt yrði að ná samningum á þeim grundvelli á fundinum í Kaup- mannahöfn en þá kom einn samn- ingsaðilinn með nýjar kröfur og vitnaði til talna sem ekki fá stað- ist.“ Grimms—æ vintýri filmað hérlendis Leikstjórinn bandarískur en leikarar íslenskir HÉR á landi er stödd Nietzhka Keene, 33 ára bandarískur kvik- myndaframleiðandi og leikstjóri, til þess að gera kvikmynd eftir einu Grimms-ævintýranna. Hún hyggst nota íslenska leikara að öllu leyti en annað starfsfólk verður bæði íslenskt og erlent. Ekki hefur enn verið skipað í hlutverkin. Nietzhka Keene fékk Fullbright- dvalarstyrk til kvikmyndagerðarinn- ar — „án hans hefði ég ekki getað komið," sagði hún — en að öðru leyti fjármagnar hún myndina líkt og ís- lenskir kollegar hennar, þ.e.a.s. með lánum ogsparifé. Myndin mun heita „Reynitréð" í íslenskri þýðingu, „þar sem engin einitré eru á Islandi en sagan heitir „Einitréð“,“ sagði Nietzhka. Hún er tilbrigði við stefíð um vondu stjúp- móðurina. Nietzhka samdi handritið sjálf. Þess má geta, að hún hefur háskólapróf í þjóðfræðum, „og ég dái Grimms-ævintýrin," segir hún. Að sögn Nietzhka, verður myndin tekin í sveitinni, þó sem mest í ná- grenni Reykjavíkur til þess að halda kostnaði niðri. Ef til vill verður einn hluti myndarinnar tekinn í Mývatns- sveit og ein tvö atriði við Reynisfjall. Myndin verður svarthvít. „Ég er mjög hrifín af svarthvítum mynd- um,“ sagði Nietzhka. „Þær hafa verið vanmetnar á undanfömum árum en ég held, að þær séu nú að fá uppreisn, t.d. fyrir tilstilli Woody Allen. Myndina, sem ég er að byrja á, hef ég alltaf séð fyrir mér sem svarthvíta. Sagan er gömul — eigin- lega aldurslaus — og í lit yrði hún of nútímaleg." Tökur munu heljast eins fljótt og hægt er og vonast Nietzhka til þess, að hægt verði að taka myndina til sýningar í júní á næsta ári. Enn er óráðið hvort íslendingum gefst kost- ur á að sjá hana. Leó Júlíusson fyrrverandi prófasturá Borglátinn var í mörg ár prófastur Borgfirð- inga og Mýramanna. Fyrri kona Leós var Gunnlaug Magnússon Baldvinsdóttir. Eftirlif- andi kona hans er Anna Sigurðar- dóttir frá Akranesi. Þau eignuðust tvö böm, Nínu og Sigurð Öm. LEÓ Júlíusson, fyrrverandi pró- fastur á Borg á Mýrum, lést síð- astliðinn föstudag, 66 ára að aldri. Séra Leó fæddist 20. október 1919 í Bolungarvík. Foreldrar hans Við opnun Kjarvalssýningarinnar í Kunstforeningen í Kaupmanahöfn; Einar Hákonarson, stjórnar- formaður Kjarvalsstaða og formaður sýningarnefndarinnar, Lisbeth Schliiter, forsætisráðherrafrú, sem opnaði sýninguna, og Hans W. Weinbergar, formaður Kunstforeningen. Kjarvalssýning opnuð í Kaupmannahöfn Jónshúsi, Kaupmannahöfn. SÝNING á verkum Jóhannesar Kjarval hefur verið opnuð í salar- kynnum Kunstforeningen á Gammel Strand 48. Frú Lesbeth Schliiter, eiginkona forsætisráðherrans, opnaði sýninguna að viðstöddu miklu fjölmenni. Mun sýningin, sem er farandsýning, verða sett upp á öllum Norðurlöndunum á einu ári, næst á Svea- borg i Finnlandi. Starfsmann Kjarvalsstaða og Listasafns íslands hafa skipulagt sýninguna samt Norrænu listamiðstöðinni í Svea- borg. Við opnunina f gær talaði for- maður Kunstforeningen, Hans W. Weinberger, fyrstur og sagði sýninguna hina stærstu hér í landi á verkum frægasta málara íslend- inga. Félag hans hefði tekið á dagskrá að hafa röð íslenzkra málverkasýning og auðvitað var byrjað á meistara Kjarval, einnig vegna 100 ára afmælis hans sl. ár. Sagði formaðurinn, að næst yrði sýning á verkum ungra ís- lenzkra listamanna til að auka þekkingu Dana á nútfmalist á ís- landi. Winberger þakkaði þeim mörgu, sem höfðu lagt hönd á plóginn við að koma þessari víð- feðmu sýningu á fót, þ. á m. Norrænu listamiðstöðinni á ís- landi og einkaaðilum í Danmörku, sem lánað hafa myndir; þeim, sem aðstoðuðu með þekkingu sinni svo sem Niels Reumert og Tryggva Ólafssyni listmálara; og með fjár- hagsaðstoð, þ.e. Bröste hf., sjóði Jóhönnu og Carls Sæmundsens stórkaupmanns; og Flugleiðum fyrir flutning málverkanna til Danmerkur. Þá minntist fonnaður Kunstforeningen Einars Ágústs- sonar sendiherra og vottaði samúð vegna hins sviplega ráfalls hans og þakkaði ómetanlega aðstoð hans við undirbúning sýningar- innar. Næstur talaði Einar Hákonar- son listmálari og lýsti ánægju sinni með að sýningin væri orðin að veruleika. Þakkaði hann frú Lisbeth Schlúter þátt hennar í tilurð sýningarinnar, en hana bar á góma við opinbera heimsókn dönsku forsætisráðherrahjónanna til íslands fyrir 2 árum. Rakti Einar æviatriði Kjarvals og vitn- aði í orð hans. Endaði hann mál sitt með ósk um, að fólk á Norð- urlöndum myndi kunna að meta list hins þjóðlega íslenzka list- málara. Frú Lisbeth Schlúter sagðist gleðjast yfír að fá tækifæri til að opna þessa fallegu sýningu, en hún hefði alltaf haft áhuga á list Jóhannesar Kjarvals og vissi líka, að bezt væri að upplifa hana í réttu umhverfi, þ.e. á íslandi. Vitnaði forsætisráðherrafrúin í Hávamál og kvaðst að lokum vona, að sem flestir Danir mættu kynnast Islandi í pensildráttum Kjarvals, og lýsti sýninguna opna. Á Kjarvalssýningunni eru 14 málverk í eigu Listasafns Islands, 15 í eigu Kjarvalsstaða, 3, sem Listasafn alþýðu á og 2 úr Seðla- bankanum, auk vatnslitamynda og teikninga. Þá eru þar 20 mál- verk í einkaeigu hér í Danmörku, sem auðvitað auka á breidd sýn- ingarinnar og gildi hennar, að ógleymdu stóra listaverkinu, sem prýðir danska þjóðþingið. Alls eru um 90 myndir á sýningunni. Hún verður opin til 18. maí. Sýningar- skráin er mjög vönduð, prentuð í Finnlandi og prýdd mörgum lit- myndum. Nk. miðvikudagskvöld kl. 20 mun Tryggvi Ólafsson listmálari tala um Kjarval, vin sinn og læri- föður, í sýningarsal og miðviku- daginn 7. maí.kl. 18 heldur Hrafn- hildur Schram listfræðingur erindi með litskyggnum um Jóhannes Kjarval. G.L. Ásg. Pálmar Kristinsson formaður Verktakasambandsins: Vegaframkvæmdir eru óvenju hagstæðar nú voru Sigurður Júlíus Sigurðsson formaður þar og Anna Guðfínna Guðmundsdóttir kona hans. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1941, lauk guðfræði- prófí frá Háskóla íslands 1945 og stundaði framhaldsnám í trúar- heimspeki og trúarlífssálfræði 1951—52. Hann var settur til préd- ikunarstarfa í Hálsprestakalli sum- arið 1944 og var sóknargrestur í Hofsprestakalli í Alftafírði 1945—46, búsettur á Djúpavogi. Leó var sóknarprestur á Borg á Mýrum í 35 ár, 1946-81. Hann VERKTAKASAMBAND íslands fór fram á fund með Þorsteini Páls- syni fjármálaráðherra í gærmorgun til þess að svara ummælum hans í Morgunblaðinu á sunnudaginn. Þar segir ráðherrann m.a. að ekki komi til greina að breyta fjárlögum eða lánsfjárlögum þessa árs til þess að fara eftir tillögum Verktakasambandsins um auknar vegafram- kvæmdir á árunum 1986—1988. Pálmar Kristinsson, formaður Verktakasambands íslands, sagði að á fundinum hefði Þorsteini Páls- syni fjármálaráðherra verið bent á að þessar tillögur frá Verktakasam- bandinu væri tilkomnar af tveimur meginástæðum. í fyrsta Iagi blasti við algjört hrun í þessari atvinnu- grein á árinu og í öðru lagi væru þessar framkvæmdir óvenju hag- stæðar nú í ár vegna lækkunar á olíuverði. Ódýrara asfalt í slitlag og olía á tækin myndi lækka kostnað við framkvæmdimar verulega. Fjármálaráðherra var einnig bent á að ekki yrði um erlendar lántökur að ræða, heldur yrði aflað lánsfjár- magns hér innanlands með skulda- bréfasölu. Verktakasambandið hafi í samvinnu við Kaupþing lagt mat á þetta og er talið að óverulegar líkur séu á að um samkeppni við ríkissjóð á verðbréfamarkaðinum verði að ræða, eins og íjármálaráðhera hefur haldið fram. Einnig væri bent á þá fjármögnunarleið að gjald af bensíni til vegagerðar yrði aukið ef svo færi að bensínverð lækki meira en orðið. „Það var ljóst af máli fjármálaráð- herra að hann einblínir mjög á af- komu ríkissjóðs á þessu ári og það hversu háar lántökur ríkissjóðs verða sem hlutfall af þjóðarfram- Ieiðslu," sagði Pálmar. „Hann taldi ekki ástæðu til að breyta ákvörðun ríkisstjómarinnar frá því í haust þrátt fyrir að það blasir við hrun í þessari atvinnugrein og þrátt fyrir að þessar framkvæmdir eru óvenju hagstæðar nú miðað við það sem áður var. Við bentum á að þetta hefði strax mjög jákvæð áhrif á afkomu ríkissjóðs vegna minna við- halds á vegum. Við bentum á að endutgreiðslur lánanna eru miðaðar við langtímaáætlun, þannig að það á ekki að breyta neinu fyrir ríkissjóð. Það er hinsvegar ljóst að ef ekki verður ráðist í þessar framkvæmdir núna heldur farið eftir tímaáætlun- um, sem nú gilda, þá verða þessar framkvæmdir miklu dýrari. Það skiptir hundruðum milljóna eða millj- örðum króna. Þá þarf að endurreisa þessa atvinnugrein í lok áratugsins, stofna ný fyrirtæki og endurþjálfa mannskap. Það er Ijóst að steindauð og gjaldþrota fyrirtæki skapa enga hagsæld fyrir ríkissjóð". Pálmar sagði að tugir fyrirtækja væru nú þegar orðin gjaldþrota. En vegna þess að í sumar verða verkefni á stangii munu þau halda áfram að auka gjaldþrotið þar til í lok sumar- ins er þau verða gerð upp. Þetta væri komið út í algjöra endaleysu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.