Morgunblaðið - 22.04.1986, Side 12

Morgunblaðið - 22.04.1986, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL1986 68 88 28 Orrahólar Lítil einstaklingsíb. á jarðh í fjölbýlish. Nýjar innr. Laus. Hagstæð kjör. Seilugrandi 70 fm falleg íb. á 1. hæð i fjölb. Vandaðar innr. Ákv. sala. Akranes 3ja herb. falleg íb. í nýlegri blokk. Mikið úts. Ákv. sala. Klyfjasel — einbýli Glæsil. einbýlish. Kj., hæð og ris. Innr. í sérflokki. Husið er nær fullb. Mögul. á tveimur íb. íhúsinu.Ákv. sala. Akurholt — Mosfellssv. 132 fm fallegt einbýlish. á einni hæð. 40 fm bílsk. Stór lóð. Bein sala eða skipti á stærra húsi í Mosfellssv. eða Reykjavík. Einbýli — Mosfellssv. 165 fm nýlegt einbýlish. ásamt 50 fm bilsk. Húsið er ekki fullb. Fallegur og friðsæll staður við þéttbýlið. Atvinnuhúsnæði Súðarvogur 250 fm jarðh., 125 fm jarðh. og 125 fm efri hæð. Húsið selst í einu lagi eða hlutum. Kópavogur 90 fm gott iðnaðarhúsn. með mikilli lofthæð. Stórar inn- keyrsludyr. Góð gryfja. Borgartún Skrifstofuhúsn., 120 fm á 2. hæð. Tilb. u. trév. strax, 432 fm á 3. hæð. Selst í einu lagi eða hlutum. Afh. í maí nk. INGILEIFUR EINARSSON Hallbjörg og Fischer Myndlist Valtýr Pétursson í Ásmundarsal við Freyjugötu stendur nú yfir sýning á málverk- um eftir þau hjónin Hallbjörgu Bjarnadóttur og Fischer. Það er óþarfi að kynna Hallbjörgu Bjamadóttur fyrir íslendingum á miðjum aldri. Hún fæddist upp á Skaga og fór í ferðalög út í lönd og söng fyrir þjóðir. Ferili hennar sem söngkonu var glæsilegur, enda þótt hún væri nokkuð lengi að ná fótfestu hér heima, en hún fór ekki troðnar slóðir í túlkun sinni og hafði ákaflega sérstæða rödd. Hún hafði einnig sérstakar aðferðir við túlkun sína á mörgum ástsælum íslenskum þjóðlögum, og fólk var stundum dálitla stund að átta sig á túlkun hennar. En Danir og aðrar þjóðir á megin- landinu kunna vel að meta list hennar, og þeim, er þetta færir í letur, er í fersku minni kvöldstund á skemmtistað í sjálfri Hamborg, þar sem Hallbjörg átti húsið, eins og sumir leikarar taka til orða, Nú er hin dimma og kraftmikla rödd Hallbjargar þögnuð, en Hall- björg hefur snúið sér að málverk- inu. Lengi var hún búsett fyrir vestan haf og þar mun hún hafa fyrst tekið til hendi við málverk og fyrir nokkrum árum kom hún hingað til lands og hélt sýningu ásairit eiginmanni. En hann hefur teiknað löngum og jafnvel verið atvinnumaður á því sviði, þótt hann sé menntaður lyfjafræðing- ur. Ef þessi sýning, sem nú stend- ur í Ásmundarsal, er borin saman við fyrri sýningu þeirra hjóna hlýt- ur maður að álykta, að ekki hafi átt sér stað miklar breytingar í myndgerð þeirra, en þau munu nú vera komin aftur á gamlar slóðir til Danmerkur. Það kemur einnig vel fram í sumum þessara verka og nefni ég því til sönnunar málverk no 5, 6 og 8 og 9, allt málverk af hörðum vetri Norður- landa, þar er danskur vetur. Og einmitt í þessum verkum fínnst mér Hallbjörg ná mestum árangri í litameðferð. Fischer er harðari í verkum sínum og teikning er nær honum en litameðferð, en öll eru þessi verk nokkuð viðvanings- leg í útfærslu og auðséð, að um afþreyingu er að ræða hjá þessu fullorðna fólki. Hallbjörg náði feiknalegum árangri í söng sínum, og enn hljómar í útvarpinu hjá okkur glansnúmer hennar, Jeg har elsk- et dig sa længe jeg kan mindes, en með því lagi gerðist hún söng- kona á heimsmælikvarða. Þegar um slíkan árangur er að ræða á einhveiju listasviði er vart hugs- andi, að það sama gerist aftur á jafn óskyldu sviði og málverkið er. En þau hjón mega vel við una þann árangur, sem þau hafa náð á efri árum. Að lokum sendi ég þeim mínar beztu óskir og þakkir fyrir sýninguna og allt, sem áður var. löggiltur fasteignasa Suðurlandsbrauf VZterkur og >3 hagkvæmur auglýsingamiðill! Parh. v/Langholtsveg 225 fm parhús á þremur hæðum með innb. bílsk. Húsið afh. fokhelt, frágengið að utan. Teikningar og allar nán- ari upplýsingar á skrifstofunni. Verð 3850 þús. Lóð við Borgargerði Höfum fengið til sölu 830 fm lóð með þyggingarleyfi fyrir415 fm einbýlis- eða tvíbýlishús. Verð 2 millj. [jS Bústoöir UUM FASTEIGNASALA Klapparstíg 26, sími 28911. Abm. Helgi H. Jonsson. Sölum. Hörður Bjarnason. rrrrrrrrr ; , ,'T M SillU'IK! ..1i UiH 5 'H V 'irtt ft * rj'Sfí 1(1«,. mm iSSil) Húseignir og lóðir Hamars hf. að Borgartúni 26 eru til sölu Hér er m.a. um að ræða: 1. Fimm skemmur (10 burstir) hver um 458 fm (samtals 2290 fm). 2. Skrifstofubyggingu á tveimur hæðum, samtals 780 fm. Byggingaréttur fyrir 3. hæðina fylgir. 3. Byggingaréttur að 2000 fm skrifstofubyggingu. 4. Byggingaréttur að 3000 fm byggingu. 5. Eignunumfylgir15000fmlóð. Eignirnar (og ióðir) seljast í einu lagi eða hlutum. Teikn. og upplýsingar á skrifstofunni. EKánfvrvÐLunin ÞINGHOLTSSTRÆTI 3 SIMI 27711 I Sölusljóri; Svurrir Kristinuofl Þorlwtur Guómundsson, flóium Unn.lainn B*ck hrl., »ími 12320 Þórólfur Halldórsson, löglr. i-aziD Sigurður Þórir Myndlist Valtýr Pétursson Á Vesturgötu 17 stendur nú yfír sýning á verkum Sigurðar Þóris, en hann hélt síðustu sýningu í List- munahúsinu sáluga fyrir nokkru. Sú sýning vakti verðskuldaða eftir- tekt, og er mörgum í fersku minni. Þá sýndi Sigurður Þórir fyrst og fremst olíumálverk, nú sýnir hann myndir unnar með blandaðri tækni og olíupastel, en aðeins tvær myndir gerðar í olíulitum. Þeir, sem bundu vonir við Sigurð Þóri eftir fyrri sýn- ingu hans, verða ekki fyrir von- brigðum eftir að hafa séð núverandi sýningu á Vesturgötunni. Sigurður Þórir virðist afar vand- aður listamaður, sem fer eigin leiðir og eltir ekki þá tízku, sem öllu virðist ráða í augnablikinu. Hann vinnur af öryggi og festu að því, sem hann tekur sér fyrir hendur, en ofarlega í huga hans má greina samlíf karls og konu, og á stundum verður hann nokkuð rómantískur í verkum sínum, en sú rómatík er með skáldlegu ívafí, eins og sjálfur Chagall sé á ferð. En það er eðlileg- ur og látlaus heimur, sem speglast í þessum verkum Sigurðar Þóris, og hann sýnir ágæta skólun, um leið og hann kemur hugmyndum sínum til skila. það er viss þokki í þessum teikningum, liturinn er samstilltur og sýnir vandvirkni, um leið og hann nær yfírleitt tilgangi sínum. Sýning Sigurðar Þóris er laus við alla væmni, enda þótt við- fangsefnið gefí á stundum fullkom- ið tilefni til að misnota litameðferð. Einstaka myndir vilja að vísu verða of þungar í lit, ef svo má til orða taka, það er eins og sums staðar heimili landsins! Sigurður Þórir vanti svolítið meiri bjartsýni og sprell. Teikningin er ofarlega í huga Sigurðar Þóris, og það mætti segja mér, að hann legði mikla áherslu á hana yfírleitt, enda nær hann árangri í samræmi við einmitt þetta atriði. Það er hvergi ofhleðsla á veggj- unum í Galleríinu á Vesturgötu 17 eins og stendur. Þar er öllu stillt í hóf, og það er menningarlegur blær yfir þessari sýningu. Vönduð vinnu- brögð eru einkennandi fyrir myndir Sigurðar Þóris, en ef satt skal segja virðist slík vinna fáséð í þeirri tízku, sem nú um stundir ræður ríkjum í hijáðum heimi. Þessi sýning hlýtur að vera áfangi í þróun Sigurðar Þóris á listabrautinni. Hann er hér að fara aðrar brautir en hann fór á síðustu sýningu sinni, en samt blasir skyldleikinn við manni. Sem sagt ungur maður í mótun, sem virðist hafa fundið sér vettvang til að hafa til miðviðunar. Þetta er látlaus og sterk sýning, þegar vel er að gáð. Eg enda þetta skrif með því að óska þess, að eins vel gangi fyrir Sigurði Þóri á komandi tímum og að undanfömu. Hér sannast, að myndlist er ekki eintómur hávaði — miklu frekar mætti líkja henni við breitt og megtugt fljót, er líður endalaust áfram í tign sinni fram til sjávar og sameinast þar óendan- leikanum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.