Morgunblaðið - 22.04.1986, Qupperneq 25
MORGÚNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGIIR 22. APRÍL 1986
25
Námsbraut Einars var langskóla-
nám eins og það var kallað þá.
Hann útskrifaðist sem stúdent úr
Menntaskólanum í Reykjavík árið
1941. Leggur stund á lögfræðinám
í Háskólanum og verður cand. juris
1947 og héraðsdómslögmaður
1952.
Að loknu háskólanámi gerist
Einar starfsmaður Fjárhagsráðs og
jafnframt skrifstofustjóri Sölu-
nefndar vamarliðseigna. Hann
gegnir starfi fulltrúa í íjármála-
ráðuneytinu 1954—57, en ræðst þá
til Sambands ísl. samvinnufélaga
og verður fulltrúi forstjóra og spari-
sjóðsstjóri Samvinnusparisjóðsins
1957—63, jafnframt því að veita
forstöðu Lífeyrissjóði Sambandsins
til ársins 1960.
Árið 1962, á 60 ára afmæli
Sambandsins, samþykkti alþingi
lög um Samvinnubanka íslands og
árið 1963 tekur Samvinnubankinn
til starfa með yfirtöku Samvinnu-
sparisjóðsins. Einar Ágústsson er
ráðinn fyrsti bankastjóri Samvinnu-
bankans. Því starfi gegnir hann til
ársins 1971. í tíð Einars sem banka-
stjóra varð ör vöxtur í starfsemi
bankans, en einmitt á þessum árum
óx bankanum fiskur um hrygg.
Þórunn studdi Einar dyggilega í
störfum og stjómmálabaráttunni.
Hún bjó og býr yfir sérstökum
persónutöfmm og er hvers manns
hugljúfí. Mér fannst alltaf mikið
jafnræði með þeim hjónum enda
ríkti á milli þeirra gagnkvæmt
traust og virðing og sterkir strengir
bundu þau saman í farsælu hjóna-
bandi.
Þómnn bjó Einari vistlegt og
smekklegt heimili. Þegar komið var
þar inn fyrir þröskuldinn andaði á
móti manni þægilega vinalegt and-
rúmsloft.
Árið 1962 verða veruleg straum-
hvörf í lífí Einars, en þá byrjar virk
þátttaka hans í stjómmálum með
kjöri í borgarstjóm Reykjavíkur.
Vann Einar mikinn sigur fyrir
Framsóknarflokkinn í þessum kosn-
ingum. Glæsimennska Einars í sjón
og reynd, stór vinahópur, aðlaðandi
framkoma og þessi persónuleiki
sem laðaði að sér fólk vom eigin-
leikar sem juku fylgi hans. Mönnum
þótt gott að geta átt Einar að vini.
Frami Einars á braut stjórnmálanna
var mikill og glæsilegur. í alþingis-
kosningunum 1963 er Einar í fram-
boði fyrir Framsóknarflokkinn í
Reykjavík og vann þar sinn annan
kosningasigur. Hann er svo þing-
maður Reykvíkinga óslitið til ársins
1978, að hann tekur sér hvíld frá
stjómmálunum. Hann er skipaður
sendiherra í Danmörku frá 1. janúar
1980 ojg er hann jafnframt sendi-
heira Islands á Ítalíu í ísrael og
Tryklandi.
Á sviði stjómmálanna gegndi
Einar margvíslegum trúnaðarstörf-
um. Ber þá fyrst að nefna að hann
varð utanríkisráðherra í stjórn Ólafs
Jóhannessonar 1971 og aftur í
stjóm Geirs Hallgrímssonar 1974
til 1978. í ráðherratíð hans áttu
íslendingar tvisvar í landhelgisdeil-
um við Breta. Einar Ágústsson átti
virkan hlut í því að leiða þau deilu-
mál til lykta á farsælan hátt fyrir
okkur íslendinga. Hann var borgar-
ráðsmaður í Reykjavík 1963—’64.
f Hafnarstjórn 1962—’71. í stjórn
Landsvirkjunar 1971—’80. Formað-
ur utanríkismálanefndar Alþingis
1978—’79. Formaður öryggismála-
nefndar 1978—’79.
Fyrir Framsóknarflokkinn
gegndi Einar mörgum trúnaðar-
störfum. Hann sat í miðstjóm
flokksins frá 1960 og varaformaður
hans frá 1967—80. Var formaður
Framsóknarfélags Reykjavíkur
1958—1961. í framkvæmdastjórn
flokksins frá því í febrúar 1968 til
1980.
Einar Ágústsson var mörgum
góðum mannkostum búinn. Áður
hefur verið minnst á vinsældir hans
með öfluðu honum fylgis á sviði
stjórnmálanna. Fyrir utan kjörfylg-
ið átti hann vini í ölium flokkum.
Pólitískar skoðanir hans komu ekki
í veg fyrir það. Og þrátt fyrir ljúf-
mennsku og hlýtt viðmót var Einar
ákveðinn og hélt fast við sínar
skoðanir á hveiju sem gekk.
Einar var ljóðelskur, hafði gott
minni, las mikið og var vel að sér
í sögu lands og þjóðar. Hann naut
trausts og virðingar í störfum sínum
á sviði stjórnmálanna og hann var
virðulegur og vel metinn fulltrúi
þjóðar sinnar sem sendiherra.
Einar Ágústsson var hamingju-
maður í einkalífi. Grundvöllur gæf-
unnar var Þórunn, sem hann gekk
að eiga 7. október 1948. Foreldrar
Þórunnar voru Sigurður Þorsteins-
son hafnargjaldkeri í Reykjavík og
kona hans, Kristjana Einarsdóttir.
Þau Einar og Þórunn eignuðust
Qögur böm: Helgu, fædda 21.7
1949, gift Daníel Sigurðssyni. Þau
eiga tvö böm, Einar Þór og Hildi-
gunni, búsett í Reykjavík. Emu
fædda 5.1 1954, gift Jens Ingólfs-
syni. Þau eiga eina dóttur, Þóm.
Þau em búsett í San Diego, Kali-
fomíu. Þóm, fædda 17.12. 1958,
en hún lést í bifreiðaslysi 10. janúar
1970 og Sigurð, fæddan 19.9.1960,
sem er við nám í hagfræði í Kaup-
mannahöfn.
Það var mikið áfall fyrir Þómnni
og Einar, þegar þau misstu Þóm.
Hún var óvenjulega yndisleg stúlka
og við hana bundnar bjartar fram-
tíðarvonir. Sjálfur slasaðist Einar
hættulega í bifreiðaslysinu og ekki
var séð fyrir, hvemig honum reiddi
af. Við hjónin höfum oft minnst
þessara dimmu daga og jafnframt
dáðst af hugrekki og þreki Þómnn-
ar. Þegar Þóra var jarðsett var
Einar mikið sjúkur á spítala. En
það var eins og Þómnn fengi æðri
styrk og eins og hetja bar hún sára
sorg sína og veitti Einari og bömun-
um styrk á þessum myrku janúar-
dögum. Einar fékk aftur heilsu en
þó mun slysið hafa skilið eftir
andleg og líkamleg sár, þótt tíminn
hafí smám saman lagt þar yfír sínar
hulins hendur.
Það var mikil reynsla, sem þau
Einar og Þómnn gengu í gegnum
á þessum tíma. En lífíð varð að
halda áfram og það má telja það
merkileg örlög að fyrsta bamabarn-
ið, Einar Þór, skyldi í heiminn
borinn níu dögum eftir að Þóra lést.
Þannig er það að Ijósið og myrkrið
skiptast á. Andstæðumar em
gmndvöllur lífsins. Ekkert líf án
dauða og enginn dauði án lífs.
Við lát Einars Ágústssonar verð-
ur mér og konu minni hugsað til
fyrri ára, er við saman áttum svo
margar góðar sundir með þeim
Einari og Þómnni. Þau vom í flokki
vinahópsins, sem hélt mikið saman
eftir að Einar hóf störf hjá sam-
vinnuhreyfingunni.
Þetta var fólk á besta aldri í
blóma lífsins, tengt sterkum vin-
áttuböndum, auk þess sem störfín
fyrir samvinnuhreyfinguna tengdu
menn saman. Ég er sannfærður um,
að samstaða þessa hóps, en í honum
vom forystumenn úr Sambandinu
og samstarfsfyrirtækjum þess, átti
dijúgan þátt í farsælli þróun innan
samvinnuhreyfíngarinnar á þessum
ámm.
En árin líða og tíminn brýtur
skörð í vinahópinn, og eftir verða
minningamar. Þær lifa áfram
meðan aldur endist sem dýrmæt
eign, og enginn getur tekið þær
frá okkur. Góðar minningar verma
sálina, ekki síst þegar aldur færist
yfir. Þær eiga sinn þátt í því að
menn verði sáttir við lífið og tilver-
ASEA
rafmótorar
Nú eru ASEA rafmótorar í næsta nágrenni viðskiptavina sinna: —
AUSTURLAND: Rafmagnsverkstæði Leifs Haraldssonar, Seyðisfirði
VESTMANNAEYJAR: Geisli, Vestmannaeyjum.
SUÐURNES: Rafiðn, Keflavík
VESTFIRÐIR: Póllinn, ísafirði
NORÐURLAND: Raftækni, Akureyri.
Sölumenn okkar veita frekari upplýsingar ef óskað er.
•#"RÖNNING SSmcS
& ve<W>Yrðl a
Nú 0X00 &eð
T
við
eríió
írnu^.
^‘Thðnnun jótt3arða
sa^a':
öryee1
Og nú hefur á ný komið stórt
skarð í vinahópinn og söknuður og
tregi fyllir hugann. En þannig er
gangur lífsins, menn koma og fara
og enginn megnar að stöðva tímans
rás. Menn fagna þeim sem koma
og syrgja þá sem fara. Nú er það
Einar Agústsson, sem farinn er frá
okkur. Of snemma gekk hann á vit
feðra sina, en á þó að baki litríka
ævi og merkilegt starf fyrir land
ogþjóð.
Ég óska Einari heilla á þeirri
vegferð, sem hann nú hefur lagt
upp í. Ég þakka honum störfin fyrir
samvinnuhreyfinguna og ég þakka
honum samstarf og vináttu í gegn-
um árin. Guð blessi minningu hans.
Við Margrét vottum Þórunni,
SJÁBLS. 42
^0t0^T\
ssg
31^ °5Rl5
32X ^|pl5
33X 2|bi5
/M4RT
Vatnagörðum 14 - Sími 83188
Fólksbílahjólbarðar vœntanlegir í maí.
i