Morgunblaðið - 22.04.1986, Side 26

Morgunblaðið - 22.04.1986, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL1986 Fats Domino á sviðinu í Broadway Ánægjan og fögnuðurinn leyna sér ekki. Domino yfirgefur sviðið ánægður á svip. Hér eru klútarnir komnir á loft Liðsmenn Lúdo-sextetts voru mættir á laugardagskvöldið og gáfu sér naumast tíma til að Iíta upp þegar Ijósmyndarinn smellti af, enda Domino á fullu á sviðinu. Geysilegur f ögnuður á tónleikum Fats Domino: „Stórkostlegir tónleikar“ segir Stefán í Lúdó FATS Domino hefur svo sannarlega ekki valdið aðdáendum sínum vonbrigðum á tónleikum sínum í Broadway undanfarin kvöld. Hef ég grun um, að jafnvel villtustu aðdáendur hans hafi ekki búist við því betra — það gat einfaldlega ekki orðið betra, a.m.k. ef miðað er við þá tvo tónleika, sem undirritaður var viðstaddur á fimmtu- dags- og föstudagskvöld. Allt var þetta á sinum stað, röddin, lögin, pianóið og brosið. Ofan á það bættist svo, að stórsveit Dominos frá New Orleans var með sitt á hreinu og fóru þeir félagar á kostum. Að öllu samanlögðu var þetta einhver ánægjulegasta skemmtun sem ég minnist að hafa upplifað um ævina. Sem skemmtikraftur er Fats í sérflokki og gildir þá einu hvort menn hafa gaman af rokktónlist frá sjötta áratugnum eða ekki. Skemmtileg framkoma hans og taktamir við píanóið eru kapítuli út af fyrir sig. Sem söngvari er hann einnig í sérflokki og það merkileg- asta við þetta allt er, að röddin er nákvæmlega eins og hún var þegar hann stóð á hátindi frægðar sinnar, þótt hann sé nú kominn hátt á sextugsaldurinn. Domino er síst verri í dag en hann var á „gullárun- um“ og ef eitthvað er þá heyrðist mér hann sína meiri tiiþrif í píanó- leik, en á gömlu plötunum. Stórsveit Dominos hóf leikinn með iéttri New Orleans- sveiflu, en í hópnum eru nokkrir sem verið hafa með kappanum frá upphafi. Má þar nefna hljómsveitarstjórann Dave Bartholomew, 67 ára gamlan trompetleikara, sem samdi með Fats flest af vinsælustu lögunum. Bartholomew bætti um betur á föstudagskvöldið og söng „Kansas City“ við mikinn fögnuð viðstaddra. Saxafónleikarinn Herb Hardesty var einnig mættur til leiks, en hann tók flest saxafónsólóin á gömlu plötunum, og var einnig áberandi sólóisti á tónleikunum. Þar sýndi hann líka á sér nýja hlið ojg blés í trompet af mikilli snilld. I hveiju. rúmi í hljómsveitinni eru stórgóðir músíkantar og New Orleans-tilfinn- ingin leynir sér ekki. Lögin komu í löngnm bunum Domino kom á sviðið við mikil fagnaðarlæti og allt frá því að fyrstu tónamir í „I’m Walking" bárust um saJinn og til enda tónleik- anna ríkti mikil stemmning, sem fór vaxandi með hveiju laginu. Engin tök eru á því hér að kryfja hvert og eitt lag til mergjar. Ekkert eitt stóð upp úr en einna minnisstæðast frá fimmtudagskvöldinu verður mér lagið sem Domino tileinkaði konu sinni, „Song for Rosemary", sem er eingöngu spilað og það gerði Fats með þeim sérkennilega hætti að spila laglínuna með vinstri hendi um leið og hann hamraði sinn dæmigerða „stakkató" með þeirri hægri. Raunar var efnisskráin mismunandi þessi tvö kvöld og sum lögin frá fímmtudagskvöldinu tók Domino ekki á föstudagskvöldið, en það komu þá bara önnur í stað- inn. Af nógu er að taka og einhver í hljómsveitinni sagði mér að þeir væru með á fjórða hundrað lög á efnisskránni, sem þeir gætu tekið eftir hendinni. Á báðum kvöldunum komu flest þekktustu laga Fats í löngum bunum og „Blueberry Hill“ kynnti hann sem „lagið sem ég spilaði svo oft fyrir hinn stórkost- lega Elvis Presley". Það var mikið líf og fjör í hljóm- sveitinni, sem Bartholomew stjóm- aði eins og herforingi. Sólóistamir sýndu snilldartakta hver af öðrum og rythmasveitin sá um að halda undirleiknum í anda „Dominorokks- ins“, sem hefur algjöra sérstöðu í sögu rokktónlistarinnar. Inn á milli slógu þeir félagar á létta 'strengi og „spaugarinn með regnhlífína og jó-jóið“ gerði mikla lukku, þótt ekki væri laust við að æstustu aðdáend- um Dominos þætti það ganga guð- lasti næst að maðurinn skyldi vera með þessi fíflalæti á meðan goðið var að syngja. Miðpunkturinn var þó að sjálfsögðu „sá feiti" við píanó- ið, brosmildur og geðþekkur og engum duldist að þama var kominn einhver mesti skemmtikraftur sem komið hefur hingað til lands. Undir lok tónleikanna fór blás- arasveitin út í sal í laginu „When the saints" á meðan Domino ýtti flyglinum yfír sviðið í miklu stuði. Þeir félagar voru að sjálfsögðu klappaðir upp og þá var tekinn hálftími í viðbót af þekktum Dom- ino-lögum, sem ekki höfðu komist að á hinum venjulega tónleikatíma. Mér er sagt, að á laugardagskvöldið hafi Domino látið sig hafa það að koma fram í þriðja skiptið, sem mun ekki hafa gerst í áraraðir samkvæmt heimildum úr innsta hring. Þá voru líka Lúdóstrákamir mættir ásamt vinum og vanda- mönnum og mátti ekki minna vera en Domino gerði eitthvað sérstakt fyrirþá. Betra en ég átti von á „Þessi tónleikar voru miklu betri en ég átti von á,“ sagði Elfar Berg, píanóieikari í Lúdó, í samtali við Morgunblaðið. „Það var alveg með ólíkindum hvemig hann byggði þetta upp með stanslausu spili allan tímann. Hljómsveitin var líka stór- góð og til dæmis einn saxasólóistinn alveg í sérflokki. Sem píanóleikari er Domino betri en hann var á gömlu plötunum, að mínum dómi. Hann spilar meira en hann gerði áður og nú mátti heyra bregða fyrir blueshljómum, sem ekki heyrðust hjá honum í gamla daga," sagði Elfar. Stefán söngvari var ekki síð- ur ánægður eftir tónleikana. „Þetta var alveg stórkostlegt og það vom allir sammála um það þama um kvöldið. Domino er síst verri í dag en hann var á gömlu góðu ámnum. Við Berti fómm svo niður á eftir og tókum í hendina á honum og Bartholomew. Þeim var sagt að við hefðum verið helstu boðberar lag- anna þeirra hér á landi á rokkámn- um og þeir virtust mjög ánægðir með að heyra það og þökkuðu okkur fyrir. Þetta em sérstaklega ljúfír oggeðþekkir karlar," sagði Stefán. Mikil stemmning ríkti í salnum bæði kvöldin, sem undirritaður var viðstaddur. Fólk reis úr sætum hvað eftir annað og á föstudagskvöldið var dansað á sumum borðunum. Á ég bágt með að trúa að í annan tíma hafi ríkt meiri almennur fögnuður á tónleikum hér á landi. í rauninni em engin tök á að lýsa því sem menn verða vitni að á tónleikum Domino og félaga. Tilfínningin og sálin sem fylgir þessum mönnum verður ekki skilgreind með orðum. En eitt er víst, að þetta gerist ekki öllu betra. Texti: Sveinn Guðjónsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.