Morgunblaðið - 22.04.1986, Side 28

Morgunblaðið - 22.04.1986, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL1986 London: Annar maður hand- tekinn í E1 Al-málinu London. AP. BRESKA lögreglan handtók í Veður víða um heim Leegst Hœst Akureyri 8 alskýjað Amsterdam 7 12 skýjað Aþena 9 19 heiðskírt Barcelona 17 léttskýjað Berlfn 5 10 skýjað Briissel 3 9 skýjað Chicago 9 16 heiðskirt Dublin 4 9 skýjað Feneyjar 14 skýjað Frankfurt 4 11 skýjað Genf 4 9 rigning Helsinki 3 5 rigning Hong Kong 21 23 rigning jerúsalem 12 25 skýjað Kaupmannah. 1 1 rigning Las Palmas Lissabon 7 15 skýjað London 6 12 skýjað Los Angeles 18 33 heiðskírt Lúxemborg 9 rignlng Malaga 21 léttskýjað Mallorca 17 skýjað Miami 4 26 skýjað Montreal 7 15 skýjað Moskva 7 12 skýjað NewYork 9 18 skýjað Osló +2 0 skýjað Parls 6 12 rigning Peking 6 22 helðskfrt Reykjavík 9 léttskýjað Ríóde Janeiro 17 30 helðskfrt Rómaborg 3 18 heiðskfrt Stokkhólmur 0 1 snjókoma Sydney 13 24 heiðskfrt Tókýó 13 20 skýjað Vinarborg 3 10 rfgnlng Pórshöfn 6 alskýjað Pakistan: Skrifstofur flugfélags sprengdar Peshawar, Pakistan. AP. SPRENGJA sprakk við skrifstof- ur British Airways-flugfélagsins seinnipart sunnudagsins og olli miklum skemmdum, en enginn særðist eða lést í sprengingunni. Lögregla hefur handtekið Afg- ana vegna málsins og var hann i yfirheyrslum í gær. Starfsfólk flugfélagsins hafði nýlega yfírgefið skrifstofumar, þegar sprengjan sprakk. Sprengj- unni hafði verið komið fyrir við inngang skrifstofunnar. Afganinn var handtekinn á hlaupum frá skrif- stofunni. Peshawar er í um 70 kílómetra fjarlægð frá afgönsku landamærun- um. Þar eru höfuðstöðvar skæruliða sem beijast gegn ríkisstjóm Afgan- istan. Mikið hefiir verið um spreng- ingar þar og segja pakistönsk yfir- völd að þær séu verk flugumanna ríkisstjómar Afganistan. gær mann, sem grunaður er um aðild að tilrauninni til að koma sprengju um borð í flugvél frá ísraelska flugfélagin E1 Al. Hafa þá alls þrír menn verið hand- teknir í þessu máli og eru tveir enn í gfæslu. Maður, sem var handtekinn á sunnudag, var lát- inn laus samdægurs. Palestínumaðurinn Nezar Hindawi hefur nú verið yfirheyrður í fjóra daga en írsk vinkona hans ber, að hann hafi fengið hana til að fara eina síns liðs til Tel Aviv í ísrael og að hún hafi ekki vitað, að sprengiefni var í ferðatöskunni. Að sögn lögreglunnar hefði sprengjan sprungið á leiðinni til Tel Aviv og farþegarnir, 388 að tölu, og áhöfn beðið bana. Lundúnablaðið Daily Mirror hafði í gær eftir pólskri konu, að hún væri eiginkona Hindawis og að saman ættu þau fimm ára gamla dóttur. Heitir konan Barbara og náðist símasamband við hana á býli foreldra hennar í Austur-Póllandi. Lögreglan vildi ekkert um það segja hver hann væri, maðurinn sem var handtekinn í gær, en frétt- ir eru um, að hann sé arabi og kunningi Hindawis. Finnland: Lestarsam- göngur hefjast aftur að hluta til Helsinki, Finnlandi. AP. LESTARSAMGÖNGUR munu að hluta til hefjast aftur í Helsinki og nágrenni í dag, þrátt fyrir verkfall opinberra starfsmanna, sem staðið hefur yfir frá því 2. apríl. Hægt verður að anna um '/« af venjulegum samgöngum, að sögn yfírstjómar jámbrautanna. Ein lest mun ganga á þremur aðalleiðunum í borginni. Hins vegar verður ekki hægt að taka upp lestarsamgöngur í öðrum hlutum landsins, en opin- berir starfsmenn skelltu á verkfalli í landinu öllu á miðvikudaginn var. Aður hafði það aðeins náð til höfuð- borgarinnar. Venjulega fara um 100 þúsund manns með lestunum dag hvem. Ferðir með langferðabílum hafa hins vegar ekki lagst niður, enda eru þær í höndum einkaaðila. Opin- berir starfsmenn krefjast 800 fínnskra marka kauphækkunar, en það jafngildir tæpum 7 þúsund ís- lenskum krónum, auk 6% almenn- rar kauphækkunar. Jámbrautarsamgöngur í Finn- landi hafa til þessa alveg legið niðri. Þá hafa 850 pósthús lokast og flugsamgöngur í Helsinki lágu niðri, þar til flugráð þar í landi réði menn utan verkalýðsfélaga til starfa á föstudagnn var. Þar er þó ennþá einungs innanlandsflug og flugvélar erlendis frá verða að lenda á flugvöllum annars staðar í landinu. Engar viðræður eru í gangi milli verkfallsmanna og ríkisins. Elísabet drottning veifar til mannfjöldans, sem fagnaði henni ákaft hvar sem hún fór í gær í til- efni sextugsafmælis hennar. Við hlið hennar situr maður hennar, Filippus prins. Míkil hátíðarhöld á sextugs- afmæli Elísabetar drottningar London, AP. SEX þúsund börn, sem sungu og veifuðu blómum, breyttu for- garði Buckingahamhallar í London í blómahaf til þess að fagna Elísabet II Bretlandsdrottningu á sextugsafmæli hennar í gær. Var þetta einn þátturinn í umfangsmiklum hátíðarhöldum, sem fram fóru í tilefni af afmæli drottningar. Miklar öryggisráðstaf- anir voru gerðar vegna vaxandi ótta við hryðjuverkamenn. Er bömin hófu söng sinn stóð Fyrir utan kastalann var skotið drottning á svölum hallarinnar ásamt Filippusi prins, manni sín- um, Andrew prins, næstelsta syni þeirra og Söru Fergusson, unn- ustu hans. Fyrr um morguninn hafði drottningin farið ásamt manni sínum og bömum þeirra §'órum og yfír 40 öðmm skyldmennum til þakkarguðsþjónustu í kapellu heilags Georgs í Windsor-kastala. 21 fallbyssuskoti til heiðurs drottningunni. Að messu lokinni hélt drottningin og fylgdarlið hennar frá Windsor og fór drottn- ingin í vagni, sem fjórir gráir hestardrógu. Mikill mannfjöldi var alls staðar meðfram leið þeirri, sem drottn- ingin og fylgdarlið hennar fóm. Vom lögreglumenn þar hvarvetna á verði með leitarhunda og þótti þetta greinilegur vottur um sívax- andi ótta við árásir hryðjuverka- manna í kjölfar loftárása Banda- ríkjamanna á Líbýu í síðustu viku, sem brezka stjómin studdi. í gærkvöldi var ráðgert, að drottningin og fjölskylda hennar sæktu sérstaka hátíðardagskrá í Konunglegu ópemnni. Þar áttu að koma fram m.a. Placido Dom- ingo, Mikhail Baryshnikov og fjöldi annarra söngvara, dansara og leikara. Nú em 34 ár liðin síðan Elísa- bet varð drottning Bretlands, en 920 ár síðan brezka konungdæm- ið var stofnað. Kólumbus víssi um ferðir Leifs heppna — segir norski landkönnuðurinn Thor Heyerdahl ÁRIÐ 1992 verða liðin 500 ár frá því Kristófer Kólumbus fann Ameríku og verður þess minnst á margvíslegan hátt beggja vegna Atlantshafsins. Nokkru áður mun þó koma út bók eftir norska landkönnuðinn Thor Heyerdahl í samvinnu við „Syni Noregs“, félagsskap Norðmanna og fólks af norsk- um ættum í Bandaríkjunum og Kanada. í þessari bók á að „segja sannleikann11 um fund Ameríku og hvers vegna Leifur Eiríksson og aðrir norrænir menn urðu fyrri til 500 árum á undan Kólumbus. Heyerdahl hefur fengið til liðs við sig sérfræðinga á mörgum sviðum enda verður viðfangsefnið tekið ýmsum nýjum tökum. Til stendur einnig að gera kvikmynd um fyrstu vesturfarana. „Þetta verður mjög skemmti- legt verkefni," sagði Thor Hey- erdahl. „Allar heimildir verða grandskoðaðar á nýjan leik, ís- lensku sögumar og yngri verk, og farið yfir það, sem fomleifa- fræðin hefur fram að færa, t.d. uppgröft þeirra Ingstad-hjóna í L’Anse aux Meadows á Ný- fundnalandi." Heyerdahl segir, að um fund Vínlands megi lesa í Flateyjarbók og Hauksbók og að utan Islands hafí hann verið kunnur mörgum mönnum á Norðurlöndum og annars staðar í Evrópu. Það sé því óhjákvæmilegt, að landafúnd- imir hafí verið kunnir í Páfagarði en við hann hafði Kólumbus mikil sambönd. (Stytt úr „Aftenposten“ Thor Heyerdahl (t.h.) ásamt Paul Nyckelmo, formanni félagsins „Sona Noregs" í Noregi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.