Morgunblaðið - 22.04.1986, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL1986
29
AP/Símamynd
Mikið annríki var í gær í kauphöllinni í Tókýó vegna gengis-
falls dollarans en hann er nú lægri gagnvart japanska jeninu
en hann hefur verið eftir strið. Japanski seðlabankinn reyndi
að spyrna við fæti en allt kom fyrir ekki.
GENGI GJALDMIÐLA
London. AP.
GENGI Bandaríkjadollars var í gær lægra gagnvart japönsku
jeni en það hefur verið alit frá stríðslokum og það féll einnig
gagnvart helstu gjaldmiðlum í Evrópu.
Japanski seðlabankinn keypti í
gær hálfan annan milljarð dollara
en það kom þó ekki í veg fyrir,
að dollarinn félli í verði. I gær-
kvöldi fengust fyrir hann 171,90
jen en 175,-85 á föstudag. Gagn-
vart jeninu hefur gengi dollarans
ekki verið jafn lágt eftir stríð. í
Evrópu féll dollarinn allmikið
framan af degi en rétti síðan
nokkuð við þegar á leið. Olli þar
mestu um, að lækkun millibanka-
vaxta í Bandaríkjunum sl. föstu-
dag var minni en við hafði verið
búist, hálft prósent en ekki eitt
eins og flestir höfðu spáð. Eru
þeir nú 6,5%. Japansbanki fór að
dæmi Bandaríkjamanna sl. laug-
ardag og lækkaði sams konar
vexti í 3,5% en þeir voru áður 4%.
í gærkvöldi fengust fyrir pund-
ið 1,5120 dollarar, 1,5142 fyrir
helgi, en það hafði áhrif á gengi
pundsins, að ólíklegt þótti, að
nokkur árangur yrði af OPEC-
fundinum í Genf. Gagnvart öðrum
gjaldmiðlum var staða dollars
þessi í gær: 2,2115 v-þýsk mörk
(2,2200); 1,8523 svissneskir
frankar (1,8635); 7,0575 franskir
frankar (7,0800); 2,4960 hollensk
gyllini (2,5110); 1.516,25 ítalskar
lírur (1.523,00); 1,3865 kanadísk-
ir dollarar (1,3870).
Gullið lækkaði í verði, úr 346
dollurum únsan í 343.
*
Israel:
Krafist afsagn-
ar bankastjóra
Sakaðir um að bera ábyrgð á verðbréfahruni 1983
Jerúsalem. AP.
AÐALBANKASTJÓRI næststærsta bankans í ísrael sagði
af sér í gær. Kom afsögn hans í kjölfar skýrslu rannsókn-
arnefndar en í henni sagði, að hann og fjórir aðrir
frammámenn í bankaheiminum bæru ábyrgð á hruni, sem
varð á verðbréfamarkaðinum og kostaði fjárfestendur tvo
milljarða dollara.
Rannsóknamefndin kemst
þannig að orði í skýrslunni, að
bankastjóramir séu „ófærir um
að gegna starfi sínu“ vegna þess,
að um sex ára skeið hafí þeir
ráðskast á óábyrgan hátt með
hlutabréf bankanna. Þessum leik
þeirra lauk árið 1983 með verð-
bréfahmni sem jók enn á erfíð-
leikana í ísraelsku efnahagslífí.
Giora Gazit, bankastjóri Hap-
olim-bankans, greindi frá afsögn
sinni í gær á fréttamannafundi
þar sem einnig var kynnt árs-
skýrsla bankans. Bar hann sig
heldur illa undan skýrslu rann-
sóknamefndarinnar og fannst
sem nefndin mismunaði mönnum,
færi tiltölulega mjúkum höndum
um þá fimmmenningana, sem
þegar hefðu látið af starfí, en
krefðist tafarlausrar afsagnar
hinna, sem enn gegndu stöðum
sínum.
í skýrslunni er lagt til, að
höfðað verði opinbert mál á
hendur mönnnunum þar sem
augljóst sé, að þeir og ýmis fyrir-
tæki hafí gerst sek um lögbrot.
Einnig er hvatt til, að gerðar
verði umfangsmiklar breytingar
á bankakerfinu og verðbréfa-
markaðnum.
Engin hræðsla en fólk
hefur andvara á sér
— segir Unnur Halldórsdóttir sem býr meðal Bandaríkjamanna í Izniir í Tyrklandi
„HÉR LIGGUR eiginlega öll starfsemi niðri þessa dagana
eða frá því loftárásin var gerð á Líbýu,“ sagði Unnur
Halldórsdóttir, íslendingur sem býr í Izmir í Tyrklandi,
er Morgunblaðið náði tali af henni um miðjan dag í gær
og innti hana eftir daglega lífinu meðal Bandarikjamanna
þar í landi.
Bandaríkjamenn eru með her-
stöð í nágrenni Izmir, sem er um
tveggja milljóna borg á strönd
Eyjahafsins, auk þess sem þar
er bandarísk ræðismannsskrif-
stofa. Bandaríkjamenn reka þar
skóla, sjúkrahús, bókasafn og
verslunarmiðstöð svo eitthvað sé
nefnt og sagði Unnur að öll þessi
starfsemi lægi mikið til niðri. Þá
hefðu Bandaríkjamenn verið var-
aðir við því að vera á ferli og
öryggisráðstafanir væru áber-
andi meiri en áður. Þannig myndi
skólastarf ekki hefjast fyrr en í
fyrsta lagi á fímmtudaginn kem-
ur, en það hefði legið niðri frá
því loftárásin var gerð.
Á föstudaginn voru tveir
Líbýumenn handteknir með
sprengju f fórum sínum, er þeir
voru á leið inn á samkomustað
bandarískra liðsforingja í Ank-
ara, höfuðborg Tyrklands. Unnur
sagði að þar hefði þá verið haldin
brúðkaupsveisla, en tyrkneska
lögreglan hefði verið mjög vel á
verði og umkringt mennina og
handtekið áður en þeir hefðu
komist inn á samkomustaðinn.
„Her- og löggæsla hefur verið
stóraukin og samvinna tyrknesku
lögreglunnar og bandarísku ör-
yggisgæslunnar er til fyrirmynd-
ar. Okkur hefur verið ráðlagt að
vera ekki á ferli þessa dagana.
Þó verður maður ekki var við
hræðslu meðal Bandaríkjamann-
anna við hryðjuverk, en það er
hins vegar auðsætt að fólk hefur
mikinn andvara á sér og yfír-
stjórnin hér vill ékki setja neina
starfsemi í gang fyrr en það er
fullvíst að þeirra áliti að hryðju-
verk séu ekki í undirbúningi. Það
berast daglega skýrslur frá
Washington um hryðjuverka-
starfsemi og aðgerðir hér eru
miðaðar við upplýsingar sem þar
koma fram,“ sagði Unnur.
ER
ÞETTA
EKKI ,
RETTA SPOLAN
FYRIRÞIC
Fyrsta VHS myndbandsspólan sem hlotiö hefur
viöurkenningu frájapanska rafeindaeftirlitinu
fyrir gæöi. Kynningarverð á 3ja tíma VHS spólu
meö upptökubónus, 3 spólur í pakka á aöeins
0) 595.- kr. spólan.
#JAPIS
BRAUTARHOLT 2 SfMI 27133