Morgunblaðið - 22.04.1986, Side 43

Morgunblaðið - 22.04.1986, Side 43
hafí orðið honum auðveldari fyrir þá sök, en hann reri ekki einn á báti. Sá maður er eignaðist Þórunni Sigurðardóttur að eiginkonu hlaut að verða mikill gæfumaður. Eg veit að Þórunn vinkona mín hefur lifað marga gleðidaga, en hún hefur einnig þurft að þola mikið mótlæti og raunir, meira en mætir flestum okkar á lífsleiðinni. En það vissum við allir, að ekki myndi hún tapa reisn sinni þótt á móti blési og svo mun henni enn fara við lát eigin- manns síns. Að mínu viti slapp Einar frá stjórnmálavafstri sínu ókalinn á hjarta og með hreinan skjöld. Hann gegndi störfum utan- ríkisráðherra á einhveijum erfíð- ustu tímum í sögu okkar og vissu- lega enduðu þær deilur á farsælan hátt. Ekki dettur mér í hug, að hann hafi þar verið einn að verki, en hlutur hans var að sjálfsögðu stór. Engan stjórnmálamann hef ég heyrt hallmæla honum og margir hafa haft um hann þau orð, að hann væri góður drengur og er það vissulega rétt. Eg veit, að honum var ekki óljúft að hverfa frá argi stjórnmálanna og gerast sendiherra í Danmörku. Hann gat þess oft, að hann væri feginn að vera laus úr þeim darraðardansi. Þó var það nú svo, að þegar kosningar voru í nánd, þá fór um hann einhver fíðringur. Það er líklega svo um flesta stjóm- málamenn. Sumir þeirra minna helst á veðhlaupahesta. Eru hinir ljúfustu dagsdaglega, en þegar dregur að kosningum geta þeir naumast hamið sig fremur en hest- ur við brautarenda í byijun hlaups. Ég á Einar frænda minn í síðasta sinn í ágústmánuði sl. Raunar fannst mér, að við Helga Lovísa hefðum misnotað gistivináttu þeirra hjóna árum saman, og við ætluðum okkur ekki að gera stans í Kaup- mannahöfn í það sinn. Þegar ég sagði Einari þetta heyrði ég, að nú var þungt í frænda mínum, taldi hann það litla kurteisi að fara fram hjá garði hans. Auðvitað gistum við ennþá einu sinni á Krathusvej 32, og áttum þar að venju góða daga. Þau hjón keyrðu okkur um Sjáldand og nærliggjandi eyjar, og komst ég þá að því, að Einar talaði svo góða dönsku, að Danir töldu hann til sinna manna, enda skildi ég hann ekki ætíð er hann mælti á því máli. Ég er þakklátur almættinu fyrir að við skyldum hafa vit á að eyða þessum dögum með þeim hjónum. En nú á ég ekki lengur von á því, að þeir feðgar Sigurður og Einar taki á móti mér á Kastrup, enda mun Kaupmannahafnarferðum væntanlega fara fækkandi. Við Helga Lovísa sendum Þórunni, Helgu, Ernu, Sigurði og þeirra fólki hugheilar samúðarkveðjur. Hrafnkell Helgason Það var erfitt að færa Þóru litlu dóttur minni fregnina um að afi Einar væri dáinn. Þó að þau hafí flest hennar sjö ár búið langt frá hvort öðru, er varla hægt að hugsa sér nánara samband milli bams og afa. Þóra heimsótti afa til Kaup- mannahafnar þar sem þau fóru saman í gönguferðir um Krathusvej og nágrenni, heilsuðu upp á ná- grannahundana og fengu sér smá- rúnt í hestakerrunum við Dyrhavs- bakken. Afí sýndi henni Tívolí og Legoland, og þegar hann heimsótti San Diego, sýndi Þóra honum Sea-World og Disneyland, að ógleymdum hundunum við Muir Avenue. Á milli tíðra heimsókna, skrifuð- ust þau á af bamslegum ákafa um hagi sína og hugrenningar og með bollaleggingum og áætlunum um næstu endurfundi. í samskiptum þeirra bar ekki mikið á aldursmun eða kynslóðabili. í afa fann Þóra góðan leikfélaga, traustan trúnað- arvin, dyggan aðdáanda og þolin- mótt fómarlamb fyrir smá stríðni. Þóra er ekki ein um að sakna afa Einars. Þegar ég kynntist Ein- ari fyrst, var mér strax ljóst að hann væri einstakur maður, ég hafði vissulega þekkt hann í ijarska eins og þjóðin öll, sem hinn rólega og yfírvegaða stjómmálamann sem siormaði um. Mannkostir hans vora viðurkenndir af flestum, samheijum MORGUN8ILAÐIB. ÞRIÐJUDAGUR 22Í. APRlL 1986 •')« sem andstæðingum á sviði stjóm- málanna. En slík mynd er reyndar flöt og einhliða, það fann ég best eftir að ég var orðinn tengdasonur hans. Þá kynntist ég hreinskilni hans, ríkri réttlætiskennd, takmarka- lausri umhyggju fyrir ástvinum sín- um og fjölskyldu allri. Virðing hans fyrir skoðunum, löngunum og vilja hvers einstaklings verður öllum ógleymanleg sem kynntust honum sem fjölskyldumanni. Allt þetta speglaðist best og skýr- ast fyrir mér í samskiptum hans við Þóru litlu. „Nema þú verðir eins og bömin," segir í helgri bók, „kom- ist þú alls ekki inn í himnaríki.“ Og með Þóru var Einar tengdafaðir minn eins og bamið. Hann setti sig á hennar stig, reyndi ekki að vera vitrari og reyndari, stærri og meiri, heldur rétt eins og hún. Það sem var henni merkilegt, var honum líka merkilegt, hún gat trúað honum fyrir sínum leyndarmálum og hann varðveitti þau — og það sama gat hún gert fyrir hann. Ég reyni ekki að skrifa hér um Einar sem stjórnmálamann eða embættismann, — það munu aðrir fjalla um, sem betur þekktu til. En á hitt vil ég minnast, að lítil stúlka í Vesturheimi hefur misst afa sinn og trúnaðarvin, — við hin föður og höfuð fjölskyldunnar. Fyrir hönd Þóru þakka ég Einari það, að hann var henni sem jafningi og alltaf góður maður. Jens Ingólfsson Mér er Einar fyrst minnisstæður frá fyrstu fundum, sem ég sótti í Fjölni, málfundafélagi neðri-bekk- inga í Menntaskólanum í Reykjavík, haustið 1937, en ég var þá nýseztur í 1. bekk. Á fundum þessara ungl- inga, sem fiestir voru 13—16 ára gamlir, var oft hart deilt, en af misjöfnu viti og kunnáttu, svo sem vænta má. Einn 3. bekkingurinn fannst mér þó skera sig úr um stillilegan málflutning og sérstaka prúðmennsku í framgöngu, orðavali og rökfærslu. Þetta var Einar Ágústsson, þá 15 ára unglingur austan úr Rangárvallasýslu, sem nú er frá fallinn löngu fyrir aldur fram. Leiðir okkar Einars lágu ekki saman að ráði fyrr en löngu síðar er hann tók við stjóm Samvinnu- sparisjóðsins og nokkru síðar bankastjórn Samvinnubankans. Nánust urðu þó kynni okkar og samstarf, eftir að Einar tók sæti í stjóm Landsvirkjunar árið 1971, en þar átti hann sæti þar til hann var skipaður sendiherra í Danmörku árið 1980. í stjóm Landsvirkjunar var framganga Einars ætíð hin sama og rangæska piltsins í Fjölni í gamla daga. Hún einkenndist af prúðmennsku hans og málefnalegri afstöðu, sem hann ætíð túlkaði af hófsemi og tillitssemi við skoðanir annarra. Honum var því vel treyst af öllum, sem með honum unnu, og hann átti mikinn þátt í að skapa þá samstöðu og heilindi í samstarfi, sem er stjóm svo umsvifamikils fyrirtækis nauðsynleg. Öllum sam- starfsmönnum hans þótti því skarð fyrir skildi, er hann ákvað að hverfa til sendiherrastarfa erlendis. Þó var alltaf gott til þess að hugsa, að geta hitt hann á yndislegu heimili þeirra hjóna í Kaupmannahöfn eða þegar þau voru á ferð hér á íslandi, og ræða gömul málefni á ný í þeim létta anda og á þann jákvæða hátt, sem Einari var eiginlegt. Nú verða þeir samfundir ekki fleiri, en vinir hans þakka þær minningar, sem eftir lifa, og við sendum Þóranni og ástvinum hans öllum dýpstu samúðarkveðjur. Jóhannes Nordal Ég man ennþá kvöldið góða á Bergstaðastrætinu fyrir hartnær 25 árum. Við hjónin vorum í heim- sókn hjá Þórunni og Einari og sím- inn hringdi á miðju kvöldi. Einar svaraði og við komumst ekki hjá að heyra óminn af sumu því, sem sagt var, enda voru ekki hurðir í dyrum milli borðstofu og kontórs. Mér skildist að verið væri að biðja Einar að taka sæti á framboðslista við komandi bæjarstjómarkosning- ar. Heyrði ég hann segja eitthvað á þá leið, að hann tæki aðeins 1. sætið, önnur kæmu ekki til greina. Mér varð svo nokkru síðar ljóst, að Einar hafði þama verið að taka örlagríka ákvörðun um framtíð sína og fjölskyldunnar. Eflaust hefur hugur Einars þá þegar stefnt til stjómmálaafskipta. Hann hafði starfað á vettvangi hins pólitíska framkvæmdavalds frá embættis- prófi 1947 allt til þess að hann tók við stjóm Samvinnusparisjóðsins 1957. Án þess að hann tranaði sér fram stefndi allur ferill hans til mannaforráða á einum eða öðmm vettvangi og það fór ekki framhjá þeim stjórnmálaflokki, sem hann átti rætur sínar í. Hitt kom svo engum á óvart, sem Einar þekktu, að hann skyldi strax veljast til forystu og ganga rakleitt í oddvitastöðu á framboðslista. Annað hefði verið í þversögn við eðli hans og skaphöfn. Honum var forgangan í blóð borin og hefði hann seint unað því að geyma sig að baki annarra. Þegar þessir atburðir gerðust, hafði kunningsskapur okkar Einar úr menntaskóla og háskóla fyrir löngu þróast í vináttu, sem átti ekki hvað síst rætur að rekja til vináttu eiginkvenna okkar, en þær eru skólasystur og fomar vinkonur. Þótt stundum yrði vík milli vina, bæði meðan harðast stóð stjóm- málastríðið og síðar, er Atlantsálar skildu, var alltaf gott að eiga Einar að vini. Hann var hafsjór fróðleiks um svo ótal margt, um ættir, sögu, bókmenntir fomar og nýjar, um allt hið fagra og mannlega í lífinu, allt sem gefur því gildi. Hvort sem var í bréfum hans, greinum eða annarri frásögn var það einkennandi fyrir Einar, hve skýrt maður skynjaði manninn bak við orðin. Frásögn hans varð aldrei að efnislausu orðskrúði né litlausu og ópersónulegu masi. Og þó dró hann sjálfan sig ekki inn í efnið að óþörfu. Af þessum ástæðum var unun að hlusta á Einar segja frá, og hann kunni ekki síður að hlusta, en það er ekki öllum gefíð. Hitt er enn sjaldgæfara að menn kunni og njóti þess að þegja með öðrum. En svo var með okkur Einar. Þagnir í okkar samræðum urðu aldrei þving- andi, aldrei þess eðlis að okkur fyndist við verða að segja eitthvað og það sem fyrst. Þó þögðum við sjaldnast vegna skorts á umræðu- efni. Einar lauk einmitt einu bréfa sinna til mín á þessa leið: „Gaman væri ef þið hjón hefðuð tækifæri til að heimsækja okkur hingað á Krathúsveginn. Hér er sem betur fer nægilegt húsrými til að taka á móti góðum gestum og varla trúi ég því að umræðuefni myndi okkur skorta þá frekar en fyrri daginn.“ Vissulega heimsóttum við vinina á Krathúsveginum. Þar var bæði hús- og hjartarými. Þar áttum við yndislegar stundir, stundir sem við munum ávallt minnast með þakk- læti en um leið með söknuði, minn- ug þess, sem var en verður aldrei meir. Ekki verður oftar slegið í slag með hinum snjalla bridgespilara né lesið upphátt með honum úr Ijóðum nafna hans Benediktssonar, uppá- halds ljóðskáldsins. Síðast lásum við Hvarf séra Odds á Miklabæ. Nú vildi ég gjaman lesa, ef ég bara héldi að Einar heyrði: „Sem lognslétt haf hvíla Landeyjaþing og leggjast að íjallanna ströndum. Sem safírar greyptir í silfurhring um suðurátt hálfa ná Eyjamar kring. En Þverá að vestan sér byltir i böndum að brotnum og sandorpnum löndum." En svo kvað Einar Benedjktsson um fæðingarsveit Einars Ágústs- sonar. Annað skáld, Bólu-Hjálmar, kvað eftir látinn vin: „Vinir mínir fara Qöld, feigðin þessa heimtar köld, ég kem eftir, kannske í kvöld, með klofínn hjálm og rifinn skjöld, brynju slitna, sundrað sverð og syndagjöld.” Svo mætti ég einnig segja á þessari stundu, þegar leiðir. okkar Einars skiljast að sinni. Eitt er víst, ég kem eftir innan tíðar og það gerum við öll. Það er hið eina óhjá- kvæmilega í lífimi. Þess vegna ættum við hvorki að óttast það né harma, heldur búa okkur undir aðskilnaðinn með því að njóta hverrar stundar, sem með vinum okkar gefst meðan hvorir tveggju eru ofar moldu. Að leiðarlokum getum við þá þakkað það, sem okkur var þannig gefíð. Við hjónin þökkum það að hafa átt Einar Ágústsson að vini. Vinátta hans og þeirra hjóna var okkur dýrmæt, þegar á reyndi í lífí okkar. Það var mér meira virði en ég hefí áður látið uppi. Það fæ ég aldrei fullþakkað. Jón Ingimarsson Einar Ágústsson var aðeins sex- tíu og þriggja ára er kallið mikla kom. Ef allt hefði verið með felldu og heilsan í góðu lagi hefði hann átt að ciga dijúgan spöl eftir að enda- markinu. „Én eigi má sköpum renna," segir máltækið. Sannast það hér. Ekki getur hjá því farið að fráfall vinar og samstarfsmanns til margra ára komi róti á hugann, veki söknuð og trega í sinni og knýi á um upprifjun atburða og atvika sem honum eru tengd. Við Einar áttum langt samstarf innan Framsóknarflokksins og vora sam- heijar og samstarfsmenn í borgar- stjóm Reykjavíkur um níu ára skeið. Samstarf okkar í borgarstjórn- inni og hörð kosningabarátta í þrennum borgarstjómarkosningum skilur eftir í huga mínum minningu um góðan félaga og samstarfsmann og skeleggan baráttumann sem ánægjulegt var að starfa með. Einar átti einstaklega auðvelt með að umgangast fólk, jafnan Ijúf- ur í viðmóti og háttvís í framgöngu. í borgarstjóm naut hann bæði vin- sælda og virðingar jafnt meðal samheija og andstæðinga. Enginn veifiskati var Einar í málflutningi eða rökræðum. Raiðu- maður var hann ágætur og talaði fallegt mál. Þá átti hann þann hæfileika í fómm sínum að geta fellt hugsun sína í ramma stuðla og höfuðstafa. Með þá náðargáfu fór hann hins vegar sparlega. Ég hygg að Einar hafí ekki ætlað sér að gerast stjómmálamaður. Hann hafði haslað sér völl innan banka- kerfísins og var orðinn forstöðu- maður Samvinnusparisjóðsins vorið 1962 er hann tók sæti í borgar- stjóm. Aðdragandi þess var sá að Fram- sóknarflokkinn vantaði mann til að taka við af Þórði Bjömssyni sem verið hafði borgarfulltrúi um 12 ára skeið. Á miklu valt fyrir flokkinn að það sæti yrði vel skipað. Því var það að forystumenn flokksins linntu ekki látum fyrr en Einar tók það verkefni að sér. Framganga hans í þeim kosn- ingaslag var slík og árangur það glæsilegur að ári síðar lá leið hans inn á Alþingi og síðar í ráðherradóm eins og kunnugt er og aðrir munu rekja. Með Einari Ágústssyni er góður drengur og góður þegn okkar litlu þjóðar fallinn frá. Þeir era margir sem minnast hans með söknuði og trega og senda Þómnni, Sigurði, dætranum tveimur og fjölskyldum þeirra dúpstu samúð og hluttekn- ingu. í þeim hópi emm við hjónin. Kristján Benediktsson Við mennimir áformum, en það er Guð einn sem ræður. Á þetta voram við áþreifanlega minnt, þegar fregnin barst um andlát Einars Ágústssonar, sendi- herra laugardaginn 12. þ.m. Fyrir nokkram vikum áttum við Einar viðræður á heimili hans í Kaupmannahöfn. Vissulega rædd- um við tilflutning og vistaskipti og áform okkar þar samstillt en þau vistaskipti sem nú hafa orðið vom ekki til í hugskoti okkar. Langri samferð er nú skyndilega lokið. Við Einar Ágústsson hittumst fyrst í stjómarráðinu 1954. Hann hóf þá störf í fjármálaráðuneytinu en ég starfaði i atvinnumálaráðu- neytinu. Við störfuðum síðar á vettvangi sparisjóðanna, urðum samstarfsmenn á Alþingi og í ríkis- stjóm og nú síðustu mánuðina samstarfsmenn í utanríkisþjón- ustunni. Við vomm ekki sarhheijar á sviði stjórnmálanna, en samstarfið ævin- lega með þeim hætti að þar bar ekki skugga á. Einari Agústssyni vom falin fjöl- mörg vandsöm trúnaðarstörf m.a. gegndi hann embætti utanríkisráð- herra 1971—78, og nú síðustu 6 árin sendiherraembættinu í Kaup- mannahöfn. Hvarvetna nutu sín vel eiginleik- ar Einars, glöggskyggni, lagni hans og lipurð og ríkulegrar aðstoðar naut hann hjá sinni elskulegu eigin- konu frú Þómnni Sigurðardóttur. Er ég að leiðarlokum kveð vin minn Einar Ágústsson em honum færðar kveðjur frá utanríkisráðu- neytinu með þakklæti fyrir langt og farsælt starf. Við biðjum honum Guðs blessun- ar og sendum frú Þómnni og fjöl- skyldu þeirra samúðarkveðjur. Matthías Á. Mathiesen Aðeins fímm vikur liðu frá því við Einar Ágústsson áttum saman glaðværa stund í Kaupmannahöfn og þar til lífi hans var lokið. Ovandabundnir sem við vomm og ósammála um margt í stjórnmálum varð okkur samt vel til vina. Hin síðari árin varð kunningsskapur okkar nánari en hann þó hafði verið meðan við sátum saman á Alþingi. Fyrir því vom ýmsar ástæður. Við höfðum kynnst á sjöunda áratugn- um meðan báðir höfðu afskipti af sveitarstjómarmálum, og saman sátum við á þingi í níu ár. Eftir að hann lét af ráðherradómi árið 1978 kynntumst við þó bezt. Við fómm saman á fundi í Þingmannasam- bandi Norður-Atlantshafsríkjanna. Á slíkum ferðum kynnast menn gjaman vel. Hann var góður ferða- félagi. En hann var umfram allt góður fulltrúi Alþingis á þessum vettvangi, virtur og þekktur í hópi stjómmálamanna Atlantshafsríkj- anna eftir sjö ára setu á stóli utan- ríkisráðherra. Því var afar mikill fengur að fá hann í sendinefnd okkar. Hann var þar virkur þátttak- andi og á hann var hlustað. Einar Ágústsson sagði af sér þingmennsku í árslok 1979 og varð sendiherra í Kaupmannahöfn frá 1. janúar 1980. Ég átti oft leið um Kaupmannahöfn á ámm Einars þar. Ætið töluðum við þá saman, ýmist í síma, f sendiráðinu, eða á heimili hans og hans elskulegu eiginkonu. Mér em margar þessar samvemstundir minnisstæðar, ekki sízt þær í sendiherrabústaðnum við Krathusvej. Einlægni þeirra hjóna og elskulegt viðmót gerðu þessar stundir svo eftirsóknarverðar. Einar hafði mikið yndi af ljóðum og lausavísum. Við fómm með mörg ljóðin og margar vísumar hvor fyrir annan. En hann hafði það fram yfir mig að geta sett saman vísu sjálfur. Átti reyndar afar létt með það, en fór of sparlega meðþágáfusína. Eitt sinn fyrir nokkmm áram áttum við Láms Jónsson, þá þing- maður, leið um Kaupmannahöfn og þurftum að gista þar eina nótt. Við heilsuðum upp á Einar í sendiráð- inu, og ekki var við annað komandi en við eyddum kvöldinu á heimili þeirra hjóna. Við áttum með þeim einkar ánægjulega kvöldstund. Að loknum kvöldverði var boðið upp á glas af víni. Það þáðum við. En þegar Einar var að hella f glösin, bað ég hann að gefa Lárasi lítið. Sem formaður sendinefndar á er- lendri gmnd, bæri ég mikla ábyrgð á Lámsi, og allt yrði því hér að vera í hófi. Að lítilli stundu liðinni rétti Einar mér miða og á honum stóð: Undan fargi ábyrgðar Ólafurnústynur Lítið í gtasið Lárusar láttu, kæri vinur. Þessa vísu rifjaði ég upp í góðra vina hópi í Kaupmannahöfn í síð- SJÁ NÆSTU BLS. '

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.