Morgunblaðið - 22.04.1986, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 22.04.1986, Qupperneq 52
52 MORGUNBLAÐIÐ; ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL1986 Heilsuhæli NLFÍ í Hveragerði 30 ára eftir Oddgeir Ottesen Það voru hressilegir og ákveðnir menn, sem gengu um velli austan við Hveragerði. Það söng í verk- færum langt fram á kvöld. Bflförm- um af timbri, asbesti, pipum og jámi var ekið um móana að bökkum Varmár. Fjörkippur var að færast í athafnalífið í Hveragerði. Ég kynntist þessu áhugafólki, þegar ég fluttist til Hveragerðis vorið 1954. Fyrsti áfangi af heilsu- hæli NLFÍ var að rísa af grunni. Aðdragandi að þessari byggingu er nokkuð langur, sem vert er að riija upp í örfáum dráttum. I ársbyijun 1939 boðaði Jónas Kristjánsson, fyrrverandi héraðs- læknir Skagfírðinga, tii fundar í Varðarhúsinu gamla við Kalkofns- veg. Fundarefni var stofnun Nátt- úrulækningafélags íslands. Fund- arstjóri var lq'örinn Siguijón Péturs- son frá Álafossi. Stofnfélagar voru 30. Auk þess sem Jónas Kristjánsson hafði barist fyrir náttúrulækninga- stefnunni bæði í ræðu og riti f sínu heimahéraði, þá hafði hann tekið sér ferð á hendur til Þýskalands, Sviss og Bandaríkjanna til að kynna sér rekstur heilsu- og hressinga- hæla og heilsurækt. Reyndar hafði hann stofnað nátt- úrulækningafélag á Sauðárkróki árið 1937 ásamt Bimi Kristjáns- syni, stórkaupmanni. En hann hafði verið búinn að kynna sér náttúru- lækningastefnuna í Þýskalandi. Stefnan kynnt, bókaútgáfa, bygging heilsuhælis Markmið félagsins var tvíþætt. Annars vegar að kenna almenningi að forðast sjúkdóma og fyrirbyggja þá og hinsvegar að veita þeim heilsubót, sem misst hafa heilsuna. Tilgangi og markmiði skal náð með fræðilegum fyrirlestrum og útgáfu rita um heilbrigðismál og náttúrulega heilsuvemd s.s. rétt mataræði, ljós, loft, hreyfíng og hvfld. Fljótlega var hafín útgáfa bóka: Sannleikurinn um hvítasykurinn, Nýjar leiðir, Matur og megin, ís- lenskar náttúrujurtir og Matreiðslu- bókin svo nokkuð sé nefnt. Árið 1946 hóf Jónas að gefa út tímaritið Heilsuvemd. Var hann ritstjóri þess til dauðadags. Síðan hafa verið rit- stjórar Úlfur Ragnarsson, Bjöm L. Jónsson, Jóhannes Gíslason, Skafti Skúlason og Guðrún Jóhannsdóttir. Matstofa var opnuð í gamla Landshöfðingjahúsinu við Skál- holtsstíg í Reykjavík. Þar var borinn fram matur úr jurtaríkinu. Jónas opnaði lækningastofu á heimili sínu í Reykjavík. Þar hafði hann heit hveraboð í baðkerinu hjá sér, jafnframt sem hann kenndi sjúklingum sínum að nota sólarork- una og neyta grænmetis. I Laugarási í Biskupstungum var keypt garðyrkjustöð. Þar var rækt- að grænmeti fyrir Matstofu NLFÍ í Reykjavík. Sú stöð var seld nokkr- um árum síðar. Um 10 ára skeið var rekið sum- ardvalarhressingarhæli á Varma- landi í Borgarfírði og á Hverabökk- um í Hveragerði. Þegar félaginu óx styrkur var farið að leita að heppilegum stað fyrir byggingu hressingarhælis. Var víða farið um nágrenni Reykja- víkur. Uppi í Borgarfírði komu margir staðir til greina. Einnig sáu menn ýmsa álitlega staði í Ámes- sýslu. Jörðin Gröf í Hrunamanna- hreppi var meira að segja keypt en síðar seld aftur. Staðarval og landnám Loks var svo staðnæmst að Reykjum í Ölfusi og leitað eftir landi undir ReykjaQalli. Unnsteinn Ólafs- son, skólastjóri Garðyrkjuskólans, tók erindi náttúrulækningamanna vel. Var þá haldið á fund oddvitans í Hveragerði, Jóhannesar Þorsteins- sonar. Falast var eftir landi f móun- um vestan Varmár. „Var málið afgreitt á stundinni," eins og Mar- teinn Skaftfells sagði mér síðar. Oddvitinn hringdi í hreppsnefndar- menn og var af hálfu hreppsins Jónas Kristjánsson og heilsuhælið 1954. þannig orðið við beiðni komumanna. Nú er það svo, að land Garðyrkju- skólans og Hveragerðishrepps er í eigu ríkisins. Þurfti því samþykki landbúnaðarráðherra og undirskrift( hans, sem þá var Hermann Jónas-| son. Tafði hann í engu málið og afgreiddi það með undirskrift sinni. Varla var þomað blekið af penna Hermanns, þegar Unnsteinn skóla- stjóri birtist. Taldi hann við nánari athugun, að með vexti Garðyrkju- skólans gæti þessi landleiga reynst óþægileg ráðstöfun og færði hann rök fyrir máli sínu. Enda þótt landið væri komið í leigu NLFÍ og í sjónmáli væri eitt fallegasta bæjarstæði á íslandi skildi stjóm félagsins röksemdir Unnsteins. Gaf hún landið eftir, en fékk í staðinn land sunnar við Varmá, sem lá betur við ræktun. Byggingar- framkvæmdir Nú var ákveðið að reisa heilsu- hælið á bökkum Varmár, næst Fagrahvammslandi. Ágúst Stein- grímsson, arkitekt, var fenginn til að teikna byggingar. Hvergerðing- amir Stefán J. Guðmundsson og Jón Guðmundsson, byggingameist- arar, sáu um byggingarfram- kvæmdir, Guðjón Pálsson, raf- virkjameistari, um allt, sem laut að rafmagni, og Pétur Þórðarson, bif- reiðarstjóri, annaðist alla aðdrætti. Hitaréttindi úr Baðstofuhver voru fengin og að áliðnu sumri 1953 var hafíst handa við að grafa fyrir vatnslögn upp að fjalli. Þá var slegið upp fyrir 620 fermetra sökkli undir húsbygginguna. Félagsleg efling og fjáröflun Gerðist nú margt í senn. Fjáröfl- un var hafín af fullum krafti. Happdrætti var hrundið af stað, skuldabréf voru gefin út. Merkja- sala hafín. Leitað var til Alþingis um fjárframlag. Áheit, gjafír, vinnuframlög streymdu til hjálpar. Farið var út á stræti og torg og seldir happdrættismiðar, til félaga og fyrirtækja var leitað með skulda- bréf. Allir lögðust á eitt: Heilsu- hælið skyldi reist. Nýtt bifreiða- réttíngaverkstæði NÝLEGA var opnað bifreiðarétt- ingaverkstæði á Höfðabakka 3 í Reykjavík. Verkstæðið, sem er sérhæft í réttingum og almennum viðgerðum, er í eigu þeirra Bjöms Bjamasonar og Kolbeins Reynis- sonar, bifreiðasmíðameistara. Verkstæðið er opið virka daga frá kl. 8.00 til 18.00 og fyrir þá sem ekki geta misst bílana á daginn, er boðið upp á kvöld- og helgarþjónustu. Eigendur nýja verkstæðisins, Björn Bjarnason og Kolbeinn Reynis- son. JÚ ER ÞAÐ 10 ivBYRGÐ Á SLITLAGI í hlnum margviður- cenndu KORK O PLAST gólfflísum. Þegar þú kaupir KORK O PLAST pá færðu iÚTÁBYRGÐAR- f. t ÁBYRGÐINGIU3IR YFIR 14 GERÐIR K O P. HRIIMGfÐ EFTIR FREKARI UPPLÝSIISIGUM. \^Z7 Wicanders Korkro*Plast Sænsk gœðavara í 25 ár. KORK O PLAST er meö slitsterka vinylhúð og notað á gólf sem mikið mæðir á, svo sem á flugstöðvum og á sjúkrahúsum. KORK O PLAST er auðvelt að þrífa og þægilegt er að ganga á því. Sérlega hentugt fyrir vinnustaði, banka og opinberar skrifstofur. KORK O PLAST byggir ekki upp spennu og er mikið notað í tölvuherbergjum. KORK O PLAST fæst í 13 mismunandi korkmynstrum. Gegnsæ, slitsterk og auöþrifanleg ^ vinyl-filma. Rakavarnarhuð i köntum. Sérstaklega vallnn korkur I 13 mismunandi munstrum. Sterkt vinyl-undirlag. Fjaörandi korkur. EF ÞÚ BÝRÐ ÚTI Á LAINIDI ÞÁ SEfMDUM VIÐ ÞÉR ÓKEYPIS SÝNISHORN OG BÆKLING. CO Einkaumboð a Islandi. Þ. ÞORGRIMSSON & CO Armúla 16 • Reykjavik • sími 38640 Nýbýlið í tún- fætinum og- samskiptin við hreppinn Samskipti náttúrulækninga- manna við Hveragerðishrepp voru raunar ekki mikil í fyrstu. Þeir voru eins og lítið þjóðfélag í túnfætinum á stóru ríki. Þeir sóttu þangað vinnuafl en ekki annað. Hvergerð- ingar voru um þetta leyti að leggja hitaveitu í austurhluta þorpsins. Áður var það svo að hver heita- vatnsnotandi sótti sitt vatn ofan á Hverasvæði, annað hvort í borholur eða hveri. Stærsti heitavatnsnot- andinn var Fagrihvammur og þang- að var fyrst lagt. Þetta leiddi af sér, að eigin hitalögn hans var tekin úr notkun. Nú óskaði byggingamefnd NLFÍ eftir viðræðum við hreppsnefndina um hitaafnot. Framkvæmdastjóri NLFÍ var Siguijón Danivalsson, en við Grímur Jósafatsson, oddviti, vorum fyrir Hveragerðishrepp í þessum viðræðum. Voru NLFÍ- menn búnir að afla sér heimilda hjá Ingimar Sigurðssyni í Fagra- hvammi um afnotarétt að gömlu lögninni. Vantaði því aðeins rúma 200 metra af rörum til þess að tengja hælið við Fagrahvamms- lögnina. í viðræðum vildu þeir ekki gefa mikið fyrir vatnið. Létu þeir að því liggja, að þeim væri í lófa lagið að nýta sín hitaréttindi úr Baðstofu- hver. Þótt við vildum allt fyrir þá gera vorum við bundnir af gjald- skrá, sem Hvergerðingar greiddu hitagjöldin eftir. Þvi kynni að verða misjöfnum augum litið ef hvikað væri frá verðskránni við aðra. Við fórum reyndar !íka nærri um það, hvað kosta myndi að leggja ijórtán hundrað metra langa hitalögn ofan úr Baðstofuhver. Við vissum líka, að fjárhagur náttúrulækninga- manna leyfði ekki þann kostnað einsogástóð. Eftir allmiklar viðræður gáfum við eitthvað eftir. Hitagjaldið er reiknað eftir stærð húsa en ekki vatnsmagni. Eitt 620 fermetra hús notar minna vatn en 7 íbúðarhús og var höfð hliðsjón af því. Samn- ingurinn, sem gerður var, stóð í mörg ár eða þar til heilsuhæiið lét bora eftir heitu vatni á eigin lóð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.