Morgunblaðið - 22.04.1986, Side 59

Morgunblaðið - 22.04.1986, Side 59
V MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL1986 59 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 14—15 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS {jgjytHiauL-UM-U ir Fyrirspurn til J C-hreyfingarinnar Birna G. Bjamleifsdóttir hringdi: Ýmis félög, s.s. oekkjarfélög, lúðrasveitir o.fl. afla fjár með því að taka að sér verkefni ýmiss konar. Til að mynda bera sjálfboðaliðar út almanök og ferðatilboð. Heyrst hefur að JC-hreyfingin hafí tekið að sér að skipuleggja fjár- söfnun fyrir Krabbameinsfélag ís- lands. í sjálfu sér er ekkert at- hugavert við það nema hvað JC hefur leitað til kvenfélaga og ann- arra sjálfboðaliða til að annast söfnunina. Eg beini þeirri fyrirspurn til for- ystumanna JC-hreyfíngarinnar, hvort rétt sé að þeir taki greiðslu fyrir að skipuleggja söfnunina en fái svo sjálfboðaliða til að vinna verkið. Þarft er að sannleikurinn komi fram því mikið er um þetta rætt meðal kvenna í kvenfélögum og annarra. Fyrirspurn til skattstjóra 6098—1973 hringdi með fyrir- spurn til skattstjóra: Mig langar til að vita hvert er leyfílegt álag á fasteignagjald af sumarbústöðum miðað við fast- eignamat. Ég greiði hærra hlutfall í fasteignagjöld af sumarbústaðn- um mínum en ibúðinni. Mér þætti eðlilegt að þessu væri öfugt farið. Strætó milli hverfa Vigdís hringdi: Mig langar að beina þeirri fyrir- Vigdísi þykja slæmar samgöngur strætisvagna milli úthverfa. spum til forráðamanna SVR, hvort ekki þurfí að bæta samgöngur strætisvagna milli ýmissa úthverfa í Reykjavík. Sem dæmi má nefna að næsta vonlaust er að komast frá Hlíðahverfí eða Hvassaleiti nið- ur í Laugames, án þess að fara niður á Hlemm eða Lækjartorg. Dóttir mín stundar fímleika hjá Armanni og þótt hringleið 9 aki þama um er ekki hættandi á að senda lítil böm yfír Kringlumýrar- brautina. / Gjöld af erlend- um ávísunum Búnaðarbankinn og ef til vill fleiri bankar hafa ekki lækkað gjöld af erlendum ávísunum, sem þar eru keyptar. Ég fór um daginn að kaupa ávísun fyrir tímarit og bækur og hafði afgreiðslugjald, þ.e. þóknun og kostnaður, ekki verið lækkaður. Vill hæstvirtur viðskiptaráðherra ekki athuga þetta mál? S.F. Bíður eftir seinni myndinni Kæri Velvakandi. Mig langar að þakka sjónvarpinu fyrir að sýna fyrri myndina af Svarta folanum og bíð þess að seinni myndin verði sýnd von bráð- ar. Hafnfirðingur Þakkir til sr. Jóns Einarssonar Velvakandi hefur verið beðinn að koma á framfæri þakklæti til séra Jóns Einarssonar prests í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd fyrir útvarpsmessu er hann flutti 13. apríl síðastliðinn. Þess er óskað að Morgunblaðið birti prédikun hans svo að ráðamenn þjóðarinnar geti lesið hana og farið eftir henni. Úr í óskilum Sólveig Þorsteinsdóttir fann úr um miðjan desember síðastliðinn og þykir henni tímabært að það komist í hendur eiganda síns. Þetta er gyllt kvenúr, með leðuról. Eig- andi eða þeir sem kannast við grip- inn eru beðnir að hringja í síma 36463 eftir klukkan 6 síðdegis. Leiðrétting I bréfi Bergdísar Lindu Kjartans- dóttur er birtist í dálkum Velvak- anda fyrir skömmu, komst upphaf síðustu málsgreinar ekki til skila. Rétt er það svona: „Tilgangsleysið þegar fleiri hundruð manneskjur vafra um í hávaða og reykkófi, án þess einu sinni að eiga samskipti hver við aðra, er yfírþyrmandi." Velvakandi biður hlutaðeigandi velvirðingar á þessum mistökum. Velvakandi. Þeg-ar blómin f ölna Nýlega barst ósk til Velvakanda þess efnis að birtur yrði íslenski textinn við lagið „O sole mio“. Hér kemur hann: Þegar blómin fölna ferðuburtufrámér erhaustatekur ogsumardvin þcgar vorar aftur égvonaaðsjáþig því það er eina hjartans óskin mín. Segmérínótt semþúöðrumdylur þínar hjartans vonir og engu leyn í nótt eða aldrei, skaltu hug minn skilja meðan blómin sofa viðvökum ein. Við getum nú afgreitt allar stærðir af YAMAMA Enduro og götuhjólum með 3—5 vihna fyrirvara. Hagstætt verd. BÍLABORG HF SMIÐSHÖFÐA 23 SI'MI 6812 99

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.