Morgunblaðið - 22.04.1986, Side 63

Morgunblaðið - 22.04.1986, Side 63
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL1986 63 Markaðsnefnd landbúnaðarins: Vinnur að kynningar- og" söluherferð á lambakjöti Auðunn Bjarni Ólafsson ráðinn framkvæmdasljóri AUÐUNN Bjarni Ólafsson tók við starfi framkvæmdastjóra markaðsnefndar landbúnaðarins þann 1. febrúar síðastliðinn. Fyrsta verkefni hans var að vinna fyrir landbúnaðinn að sýn- ingu og íslandskynningu á Grænlandi. Hefur hann skilað skýrslu um möguleikana þar til söluaðila og býst við að tilrauna- sending af mjólk og grænmeti fari til Grænlands á næstunni. Síðan tók lambakjötið við og vinnur hann nú að skipulagningu söluherferðar fyrir það. Markaðsnefndinni er ætlað að styrkja samskipti stjómvalda, FVamleiðsluráðs, framleiðenda, heildsölu- og dreifingaraðila bú- vöru, svo og neytenda, auk þess að vinna að kynningu búvara innan- lands og utan með þátttöku í sýn- ingum eða hveijum þeim aðgerðum, er ætla má að auki eftirspum eftir afurðum landbúnaðarins. Auðunn Bjarni sagði að kinda- kjötsframleiðendur fæm út í kynn- ingar- og söluherferð á næstunni. Þegar væri ákveðin þátttaka í sýn- ingunni Matarlist ’86 í Laugardals- höll um miðjan maí. Einnig væri ákveðið að vera með í útimarkaði í höfuðborginni sem hestamenn stæðu fyrir í tengslum við ferð þeirra á klyfjahestum austan af landi í sumar. „Ég á von á því að sala á kinda- kjöti dragist saman í 3—5 ár til viðbótar," sagði Auðunn Bjami þegar hann var spurður um álit á útlitinu í sölumálum kindakjöts. Hann rökstuddi þessa skoðun sína með því að segja að þetta væri sá tími sem það tæki fyrir framleiðend- ur að laga sig að breyttum reglum um kjötmat og fleira, þannig að varan lagaði sig betur að markaðn- um. Auðunn Bjami sagði að sér virtist veitingamenn vera opnir fyrir því að taka lambakjötið í meiri mæli inn á veitingastaðina. Fiskréttimir væru ekki sama nýmælið og áður og með góðri vinnu fyrir lambakjöt- ið væri hægt að gera verulegt átak á þessu sviði. í markaðsnefnd landbúnaðarins eiga nú sæti: Sveinbjöm Dagfinns- son frá landbúnaðarráðuneytinu og er hann formaður, Ingi Tryggvason frá Framleiðsluráði landbúnaðarins, Sigurgeir Þorgeirsson frá Búnaðar- félagi íslands, Hákon Sigurgríms- son frá Stéttarsambandi bænda, Jón H. Bergs frá Sambandi slátur- leyfishafa, Óskar H. Gunnarsson frá Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði, Magnús G. Frið- geirsson frá búvörudeild SÍS og Sveinn Bjömsson frá viðskiptaráðu- neytinu. I erðamannsms / maí vSn hin vinsælu ferðanámskeið Mímis Reynslan erfitt meó aó 1 þrátt fyrir einhverjHHHHHHpferóa- námskeióum MímialMfiHpp|^|Í|i|Dú hef- ur þörf fyrir. Vió fetumífö^porferÓarnanns- ins og markmió okkar er einfalt: að þú lærir að bjarga þér á feróalagi við sem flestar kringumstæður. Jafnframt tungumálanáminu færðu innsýn í líf og hugsunarhátt þjóðarinn- ar sem þú heimsækir. Það gerir þig færari um aó njóta feróalagsins betur—eykur skiln- ing þinn á viðkomandi þjóð og þú öðlast meira feróaöryggi. í hverjum hóp eru ekki fleiri en 10—15 og á námskeióum okkar er lögð áhersla á að hver þátttakandi læri sem mest í afslöppuðu and- rúmslofti. Feróanámskeiðin eru fyrir fólk á öllum aldri — sérhönnuð fyrir þarfir þínar sem ferðamanns. vikur sinnum í viku mánud.-miðvikud.-fimmtud. 18.30—20.30 20.30—22.30 enska þýska franska ítalska spænska danska gríska enska þýska franska ítalska spænska danska gríska UPPLÝSINGAR OG INNRITUN 10004/21655 Mímir 9 ÁNANAUSTUM 15 ■ TOPPSKOR f TOPPSKÓNUM Skinnfóðraðir leðurskór ITIR: Appelsínugult, hvftt og fuxiableikt. Póstsendum Tom —SKORIHN VELTUSUNDI2 21212 Vestur-þýsk fullkomnun Grossag á að baki 120 ára sögu í framleiðslu. í dag væri Grossag ekki til nema vegna þess að gæðin hafa alltaf verið sett á oddinn. Svo er enn. Hringlaga vöfflujám. Nýtísku vöfflujám en vöfflumar þessar gömlu og góðu. Stillitakki fyrir Ijósar eða dökkar vöfflur. Teflon- húð á plötum. Eggjasuðutæki. Bráðsnjöll nýj- ung. Hvernig viltu hafa eggiö? Linsoðið, harðsoðið eða einhvers staðarþará milli? Hraðsuðukanna. Eldsnögg aö ná upp suðu. Hefur alla eiginleika venjulegs hraðsuðuketils og fjöl- marga aðra. Ekki aðeins til að sjóða vatn heldur líka egg o.m.fl. Sléttur botn — auðveld brif. Mínútugrill sem býður upp á ótal möguleika. f því má sjóða, baka, steikja og hita upp auk þess að grilla. Stillanlegur hiti á hvorri plötu fyrir sig. Sannkallað „mini“-eldhús. Sjón er sögu ríkarí Þjónusta íhelstu raftækjaverslunum og kaupfélögum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.