Morgunblaðið - 22.04.1986, Qupperneq 64
ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 1986 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR.
Nýtt útflutnings-
fyrirtæki ullar-
framleiðenda?
SAUMA- og prjónastofueigendur hafa hafíð undirbúning að stofnun
eigin útflutningsfyrirtækis. Astæðan er sú að þeir telja að núverandi
útflytjendur hafi lagt of rnikinn kraft í uppbyggingu eigin fram-
leiðslu á kostnað sölustarfseminnar og þeirra framleiðslufyrirtækja
sem fyrir eru.
SH, Sambandið og SÍF:
Hlutafélag um útflutn-
ing á sérfræðiaðstoð
„Sú spuming verður sífellt áleitn-
ari hvort það sé ef til vill eina leiðin
að framleiðslufyrirtækin sjálf fari
að brasa í útflutningi," sagði Reynir
Karisson framkvæmdastjóri Lands-
samtaka pijóna- og saumastofa á
blaðamannafundi þar sem stjóm
samtakanna kynnti stöðu fyrirtækj-
anna og sjónarmið framleiðenda. Á
blaðamannafundinum kom fram að
framleiðendur hafa viljað viðhalda
þeirri verkaskiptingu sem verið
hefur á milli útflytjenda og fram-
ieiðenda, en vegna uppbyggingar
útflutningsfyrirtækjanna á eigin
framleiðslu hefðu fyrirtækin hafið
undirbúning að stofnun eigin sölu-
Hrímbakur
á rækju
Akureyri.
EINN togara Útgerðarfélags
Akureyringa, Hrimbakur, fer á
rækjuveiðar einhvem næsta
daga.
Hrímbakur er á sóknarmarks-
kvóta þannig að dagar falla úr sem
hann hefúr ekki lejrfí til að veiða.
„Við ákváðum að prófa að senda
hann á rækjuveiðar frekar en að
gera ekki neitt," sagði Gísli Kon-
ráðsson, annar forstjóra ÚA, í
samtali við Morgunblaðið í gær.
Togari frá ÚA hefur ekki áður
farið á rækjuveiðar. „Fái hann eitt-
hvað,“ eins og Gísli orðaði það,
verður aflanum landað á Akureyri.
fyrirtækis. Hafa þeir falið innlend-
um og erlendum ráðgjafarfyrir-
tækjum að kanna fjárhagslegan
grundvöll fyrir stofnun slíks fyrir-
tækis.
Sjá „Undirbúa stofnun eigin
útflutningsfyrirtækis** á blað-
síðu 34.
Reykjavík;
Lögreglan
varar við
sinubrunum
NOKKUÐ hefur borið á sinu-
brunum í Reykjavík að undan-
förau. Hafa þeir flestir verið
smáir i sniðum, en lögreglan
telur þó ástæðu til að vara við
afleiðingum, þar sem eldurinn
getur borizt í mannvirki og trjá-
gróður.
Að sögn lögregiunnar í Árbæ var
slökkviliðið kallað til aðstoðar
vegna sinubruna í Grafarvogi í
gærkvöldi. Einnig var kveikt í sinu
við Elliðaámar í gær og Amar-
bakka á sunnudag. Lögreglan segir
að oftast slökkvi krakkamir eldinn
sjálf, ráði þeir við það, en í Grafar-
vogi í gærkvöldi hafi þótt ástæða
til að kalla á slökkviliðið, þar sem
eldur og reykur hefði verið nokkuð
mikill. Það sé þvi aldrei of brýnt
fyrir bömum og unglingum að fara
varlega í sinubruna, sérstaklega
þegar jörð sé þurr.
SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihús-
anna, Samband íslenzkra sam-
vinnufélaga og Sölusamband ís-
lenzkra fiskframleiðenda hafa
stofnað nýtt hlutafélag, Icecon
hf. Tilgangur félagsins er út-
flutningur og sala erlendis á sér-
fræðiaðstoð og ráðgjöf, aðallega
á sviði sjávarútvegs. Jón Ingvars-
son, formaður stjórnar SH, segir
að þetta sé tilraun, sem marki
timamót. Þessir þrír keppinautar
taki þaraa höndum saman um
verkefni, sem óskylt sé fyrri
starfsemi þeirra og ættu hags-
munir ekki að rekast á vegna
þessa.
Hlutafé félagsins er í upphafí 5
milljónir króna, sem skiptist í þijá
hluthafaflokka. SH og Sambandið
eiga hvort um sig 40% en SÍF 20%.
Heimilt er að bjóða fjárfestingarfé-
lögum og sjóðum viðbótarhlutafé í
sérstökum hluthafaflokki fyrir
sömu Qárhæð og upphaflegt hlutafé
nemur. Að tveimur árum liðnum
frá stofnun félagsins munu stofn-
endur meta árangur af starfsemi
félagsins og í ljósi þess árangurs
taka ákvörðun um framtíð þess.
I frétt frá stofnendum Icecon
segir að stofnun félagsins megi að
nokkru rekja til umræðna um aukna
þörf nýsköpunar í íslenzku atvinnu-
lífi svo og starfs á vegum tveggja
opinberra nefnda um möguleika á
verkefnaútflutningi, það sé svokall-
aðrar markaðsnefndar sjávarút-
vegsins, sem sjávarútvegsráðherra
skipaði á síðasta ári og nefndar,
sem viðskiptaráðherra skipaði einn-
ig á síðasta ári um verkefnaútflutn-
ing.
Stjóm félagsins skipa til bráða-
birgða: Frá SH Jón Ingvarsson og
Friðrik Pálsson, frá Sambandinu
Sigurður Markússon og Þorsteinn
Ólafsson og frá SÍF Magnús Gunn-
arsson. Félagið mun auglýsa eftir
framkvæmdastjóra á næstu dögum.
Lánskjara-
vísitalan
hækkar
um 0,5%
Lí'uiskjaravísitala fyrir maí-
mánuð er 0,49% hærri en vísital-
an i apríl, skv. útreikningum
Seðlabanka íslands. Visitalan í
mai er 1432.
Umreiknuð til árshækkunar hef-
ur breytingin á lánskjaravísitölu
verið sem hér segir: Síðasta mánuð
6,1%, síðustu 3 mánuði 10,7%, síð-
ustu 6 mánuði 21,2% og síðustu
12 mánuði 28,0%.
Sjónvarpsmynd um
Vínlandsfund i bígerð
TVEIR franskir kvikmyndagerðarmenn, Serge Roux og Jacques
Fouraier, vora hérlendis um helgina til þess að reyna að afla
stuðnings við gerð sjónvarpskvikmyndar sem þeir hyggjast gera
um það, er norrænir menn fundu Ameriku fyrir 1000 áram.
Myndin verður gerð eftir skáldsögu Renés Hardy, „La route des
cygnes“ eða „Svanaslóð“, verður sex klukkustunda löng og sýnd
i sex þáttum. Handritið skrifaði þekktur bandarískur rithöfundur,
sem skrifað hefur allmörg kvikmyndahandrit, Robin Moore.
„Svanaslóð" á að gera með styrk
frá American Scandinavian Found-
ation í New York, auk þess sem
reynt verður að afla §ár til kvik-
myndagerðarinnar bæði austan
hafs og vestan, þ. á m. á Islandi.
Ræddu þeir Roux og Foumier við
fulltrúa frá Qármálaráðuneytinu
og ýmsa aðila í útflutningi. Er
erindi þeirra nú til athugunar hjá
þessum aðilum.
Ætlunin er síðan að sýna mynd-
ina í tengslum við hátíðahöld í
tilefni þess, að norrænir menn
fundu Ámeríku fyrir 1000 árum.
Eiga þau hátíðahöld að hefjast á
hinum opinbera degi Leifs Eiríks-
sonar í Bandaríkjunum, 9. október
nk.
Af gömlum sögnum íslenskum,
svo sem Landnámu, Eiríks sögu
rauða og Grænlendinga sögu,
hefur verið ráðið, að Bjami Heij-
ólfsson hafi siglt upp að austur-
strönd Norður-Ameríku árið 986
og Leifur Eiríksson stigið þar á
land litlu síðar. Um ferð Bjama
Heijólfssonar ætla Roux og Fo-
umier að gera sérstaka 52 mfnútna
kvikmynd, „Opnast sýn til Amer-
íku“, sem sýna á í Bandaríkjunum
við setningu hátíðahaldanna 9.
október nk. og síðan í bandarísku
og norrænu sjónvarpi á næsta ári.
Til þess að treysta sem best
sagnfræðilegan gmndvöll mynd-
anna, hafa þeir Roux og Foumier
fengið til ráðuneytis ýmsa vísinda-
menn á sviði norrænu og fomleifa-
fræði og er einn þeirra Jónas
Kristjánsson forstöðumaður Stofn-
unar Áma Magnússonar í Reykja-
vík. Einnig má nefna þá Hermann
Pálsson prófessor við Edinborgar-
háskóla og Magnús Magnússon,
sem m.a. hefur gert sjónvarpsþætti
um norrænu víkingana.
„Ef úr þessari kvikmyndagerð
verður, tók ég að mér að vera
fræðilegur ráðunautur af íslands
hálfu,“ sagði Jónas Kristjánsson í
samtali við Morgunblaðið. „Hlut-
verk mitt verður fyrst og fremst
það að vera ráðgjafi varðandi það
söguiega svona eftir því sem ég
hef þekkingu til.
Það er enginn vafi á því að ís-
lendingar sigldu til þessara landa
á austurströnd Ameríku, sem þeir
kölluðu Vínland, Markland og
Helluland. Hins vegar em þær
tvær sögur, sem helst segja frá
þessum landafundi, Eiríks saga
rauða og Grænlendinga saga, ekki
skráðar fyrr en rúmum tvö hundr-
uð ámm síðar svo þar er kannski
ekki rétt með farið í öllum smáat-
riðum og ekki auðvelt að finna
þessu löndum nákvæmlega stað
eftir sögunum, en Ari fróði talar
t.d. í íslendingabók um Vínland
eins og það sé alkunnugt land og
það ekki nema rúmum hundrað
ámm eftir að Leifur er þama á
ferðinni.
Það er hins vegar galli, að þessir
atburðir em ekki nógu kunnir úti
í heimi. Það væri ekki óeðlilegt að
íslendingar og Norðmenn — málið
er þeim skyldast — gerðu eitthvert
átak til þess að kynna þetta betur,
og kannski opnast þama leið þó
að hún komi frá Frakklandi," sagði
Jónas Kristjánsson forstöðumaður
Stofnunar Áma Magnússonar að
lokum.