Morgunblaðið - 24.04.1986, Page 35

Morgunblaðið - 24.04.1986, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRÍL1986 35 að ferðaskrifstofurnar munu sjálfar taka samgöngumálin meira í sínar hendur og ekki skirrast við að leita til erlendra aðila til að bæta kjörin og tryggjajafnrétti allra.“ Stóraukinn straumur til útlanda í sumar Undanfarin tvö ár hefur verið spáð miklum samdrætti í ferðalög- um Islendinga, en samt hefur ferða- mönnum fjölgað með hveiju ári og allt bendir til, að svo verði einnig í ár. Hveijar telur Ingólfur ástæður þessarar fjölgunar? „Sala í hópferðir Útsýnar hefur aukist um 80% frá því í fyrra og flestar ferðir eru að seljast upp. Aðalástæðan er lægra verð ferð- anna í hlutfalli við laun og almennt verðlag en nokkru sinni fyrr,“ segir hann. „Opinberar tölur sýna, að kaup hefur hækkað um 25—40% að meðtöldu launaskriði síðastliðið ár, en verð hópferða hefur nánast staðið í stað og jafnvel lækkað síðan í fyrra." — En kemur það ekki niður á þjónustunni? „Ferðaskrifstofan Útsýn mun hafa fleira starfsfólki á að skipa en aðrar hérlendar ferðaskrifstofur — það eru um 40 fastráðnir starfs- menn á skrifstofunni hérna í Aust- urstræti — og allt þetta fólk er störfum hlaðið. Mér er í sjálfu sér ekkert keppikefli að reka stærstu ferðaskrifstofu landsins, en það hefur ætíð verið metnaðarmál Út- sýnar að veita bestu þjónustuna. Til þess er Útsýn líka vel fær með slíkan íjölda valinna starfsmanna, sem flestir hafa langa starfs- reynslu. Auk þess hóps, sem hér vinnur á skrifstofunni og umboðs- manna um allt land, starfa á vegum fyrirtækisins erlendis um 30—40 manns á sumrin og við munum þurfa að bæta við starfsfólki í fram- tíðinni. Þess vegna efnir Útsýn nú til námskeiðahalds í ferðaþjónustu. Aðsóknin er slík, að allir flokkar námskeiðsins fylltust samdægurs. Það sýnir hve áhugi fólks er mikill á störfum í ferðaþjónustunni og hve brýnt er að bæta úr skorti á kennslu og starfsþjálfun. Námskeiðið stend- ur í tíu daga, þijár stundir á dag, og kennslugreinar eru uppbygging og útgáfa farseðla og fararstjóm. Svo þrátt fyrir lága verðið stefnir Útsýn að því að bæta þjónustuna enn og laga hana ætíð að kröfum tímans." „FRÍ-klúbburinn raun- hæf leið til sparnaðar“ „Kannski er FRÍ-klúbbur Útsýn- ar eitt stærsta átakið til aukinnar og bættrar þjónustu við ferðafólk. Með samningum við fjölda fyrir- tækja innanlands og utan eru félög- um í FRÍ-klúbbnum tryggð sérstök kjör með afslætti sem almennt nemur 10—20% af vörum og þjón- ustu þessara fyrirtækja svo aðild að FRÍ-klúbbnum er raunhæf leið til sparnaðar. Og FRÍ-klúbburinn er fyrir alla, fólk á öllum aldri. Hann stuðlar að því að auka gildi ferðalagsins og lífsfyllingu og ánægju, sem allir keppa að. Á síðastliðnu ári veitti Útsýn FRÍ-klúbbsfélögum afslátt af aug- lýstu verði ferða fyrir meira en sex milljónir króna. Ætli FRÍ-klúbbur- inn sé ekki stærstu hagsmunasam- tök á íslandi þar sem ferðalög eru annars vegar? Eg lít ekki á ferðaþjónustuna eins og einhveija íþróttakeppni, sem snýst um það hver skorar flest mörkin. Þetta er þjónusta við al- menning og frá sjónarhóli neytand- ans skiptir mestu máli hvar hann nýtur bestra kjara og fær bestu þjónustuna,“ segir Ingólfur Guð- brandsson að lokum. segir það ekki vera. Þetta væru styrkir sem veittir hefðu verið án nokkurra kvaða. Gunnar Guðbjarts- son framkvæmdastjóri Framleiðslu- ráðs segir hins vegar að þetta hljóti að koma til álita við sölu hússins og hefur hann gert landbúnaðarráð- herra grein fyrir þeirri skoðun sinni. Bóndi fyrir vestan sem blaða- maður ræddi við sagði að einkenni- lega hafi verið að sölu sláturhússins staðið. Það hefði til dæmis aldrei verið auglýst til sölu. í sjálfu sér væri lítið hægt að segja við sölu hússins en bændur hlytu að eiga rétt á því að krefjast þess fjármagns sem sem sjóðir landbúnaðarins hafa lagt í sláturhúsið til að það nýttist í þeirra þágu og byggðarinnar. Hann sagði að gengið hefði verið frá sölu sláturhússins á bak við tjöldin og forráðamenn kaupfélags- ins ekki viljað viðurkenna að salan hefði átt sér stað, þrátt fyrir að þeir hafi skrifað undir afsalið 1. desember. Þá hefði sala slátur- hússins ekki verið borin undir bændur héraðsins. „Missir slátur- hússins er mikið áfall fyrir byggðar- lagið og kemur til viðbótar mikilli skerðingu sem við höfum þurft að sæta vegna mjólkurkvótans. Byggðin hér stendur mjög höllum fæti vegna samdráttar í landbúnaði og má engu muna,“ sagði hann. Selt á „toppverði“ Sigurður Viggósson formaður stjórnar Matvælavinnslunnar segir að fyrirtækið hafi meðal annars verið stofnað til að bjarga slátur- húsinu eftir að það varð nær verk- efnalaust. Aðspurður sagðist hann ekki muna kaupverð hússins en það hefði verið „toppverð“ og „raun- hæft markaðsverð". Hann sagði að nú væri unnin rækja úr einum út- hafsrækjubát í húsinu en til stæði að fá annan bát. Einnig væri verið að athuga með frekari vinnslu. Hann sagði að sauðfjárslátrun færi ekki framar fram í húsinu, enda passaði rækjuvinnslan og slátrunin ekki saman. Matvælavinnslan hf. var stofnuð 12. mars 1985. Stofnendur hennar eru Hraðfrystihús Patreksfjarðar hf. (60% hlutafjár), Kaupfélag Vestur barðstrendinga (35%), Jens H. Valdimarsson kaupfélagsstjóri (2,4%), Tölvuþjónusta Vestfjarða (1%) og Fiskvinnslan á Bíldudal hf. (1,6%). Kaupfélagið er aðaleigandi Hraðfrystihúss Patreksfjarðar hf. Hlutafé félagsins er 2,5 milljónir kr. og var það allt greitt við stofnun félagsins, samkvæmt upplýsingum úr Hlutafélagaskrá. Á stofnfundin- um voru eftirtaldir kosnir í stjórn: Sigurður Viggósson forstöðumaður Tölvuþjónustunnar, sem er formað- ur, Sigurgeir Magnússon útibús- stjóri Samvinnubankans og Björn Gíslason byggingameistari. Jens H. Valdimarsson kaupfélagsstjóri er framkvæmdastjóri með prókúru- umboði. Á stofnfundi félagsins var það bókað að hluthafar væru sam- mála um að leita eftir leigu eða kaupum á sláturhúsi kaupfélagsins. Þetta var 12. mars 1985. Afsal aðila um sláturhúsið rituðu stjórnarmenn beggja félaganna. í stjórn kaupfélagsins eru: Sigurgeir Magnússon útibússtjóri, sem er formaður, Ossur Guðbjartsson bóndi á Lága-Núpi, Ari Ivarsson sláturhússtjóri, Ánna Jensdóttir kennari á Patreksfirði og Ragnar Guðmundsson bóndi á Bijánslæk. Mikil tengsl eru á milli þessara tveggja félaga, „þeir eru að selja sjálfum sér húsið", eins og einn viðmælandi orðaði það. Mikil tengsl eru á milli Kaupfélagsins og Hrað- frystihússins, eins og áður segir, og eiga þau saman 95% hlutaljár hins nýja félags. Útibússtjóri Sam- vinnubankans á sæti í stjórnum beggja félaganna og skrifar því á tveim stöðum undir afsalið. Hjónin Anna Jensdóttir og Sigurður Vig- gósson sitja báðum megin við borðið og skrifa bæði undir afsalið. Kaup- félagsstjórinn er framkvæmdastjóri beggja félaganna og er auk þess í varastjórn Matvælavinnslunnar hf. og Össur Guðbjartsson, sem á sæti í stjórn Kaupfélagsins, er endur- skoðandi Matvælavinnslunnar. - HBj. UM HELGINA FIMMTUDAGSKVÖLD: OPIÐ frá kl.22 - 01 Pálmi Gunnarsson kemur fram og syngur nokkur lauflétt lög. „Svörtu ekkjurnar", margfaldir (slandsmeistar- ar í hópdansi, sýna dans. Tískusýning: Módel '79 sýna sumarfötin frá tísku- versluninni Adam. Óli stendur vaktina í tónabúrinu og leikur öll vinsælustu lögin. it iz Ít FÖSTUDAGS-OG LAUG ARDAGSK VÖLD: Húsið opnað kl. 20:00 fyrir matargesti. Pónik og Einar leika fyrir dansi og Karl Möller spilar fyrir matargesti bæði kvöldin. Pálmi Gunnarsson verður á Miðnætursviðinu á föstudagskvöldið auk þess sem Magnús og Jóhann syngja fyrir matargesti. Á laugardags- kvöldið verður það aftur á móti hinn eldhressi og sívinsæli Ómar Ragnars- son, sem skemmtir matargestum. Óli og Kiddi sjá um diskótekið. Matseðill: Rjómasveppasúpa Glóðarsteikt lambalæri Triffle -jir ☆ [SlMB^rivlAl^BtLlSlTlRllÁl ☆ ☆ Athugið barnahúsgagnatilboðin okkar þar sem fara saman hagstæð verð og góð greiöslukjör. Salix húsgögnin fást í beyki, hvítu, rauðu og bláu. A VIÐJU BARIÍAHU5G0GIÍUM 20% UTBORQUM 12 MÁMAÐA GREIÐ5LUKJÖR Barnid á aðe/n ls Það öes/a skiUð - HUSGAGNAVERSLUNIN VIÐJA Smiðjuvegi 2 Kópavogi sfmi 44444 Þar sem góðu kaupin gerast

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.