Morgunblaðið - 24.04.1986, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 24.04.1986, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRÍL1986 35 að ferðaskrifstofurnar munu sjálfar taka samgöngumálin meira í sínar hendur og ekki skirrast við að leita til erlendra aðila til að bæta kjörin og tryggjajafnrétti allra.“ Stóraukinn straumur til útlanda í sumar Undanfarin tvö ár hefur verið spáð miklum samdrætti í ferðalög- um Islendinga, en samt hefur ferða- mönnum fjölgað með hveiju ári og allt bendir til, að svo verði einnig í ár. Hveijar telur Ingólfur ástæður þessarar fjölgunar? „Sala í hópferðir Útsýnar hefur aukist um 80% frá því í fyrra og flestar ferðir eru að seljast upp. Aðalástæðan er lægra verð ferð- anna í hlutfalli við laun og almennt verðlag en nokkru sinni fyrr,“ segir hann. „Opinberar tölur sýna, að kaup hefur hækkað um 25—40% að meðtöldu launaskriði síðastliðið ár, en verð hópferða hefur nánast staðið í stað og jafnvel lækkað síðan í fyrra." — En kemur það ekki niður á þjónustunni? „Ferðaskrifstofan Útsýn mun hafa fleira starfsfólki á að skipa en aðrar hérlendar ferðaskrifstofur — það eru um 40 fastráðnir starfs- menn á skrifstofunni hérna í Aust- urstræti — og allt þetta fólk er störfum hlaðið. Mér er í sjálfu sér ekkert keppikefli að reka stærstu ferðaskrifstofu landsins, en það hefur ætíð verið metnaðarmál Út- sýnar að veita bestu þjónustuna. Til þess er Útsýn líka vel fær með slíkan íjölda valinna starfsmanna, sem flestir hafa langa starfs- reynslu. Auk þess hóps, sem hér vinnur á skrifstofunni og umboðs- manna um allt land, starfa á vegum fyrirtækisins erlendis um 30—40 manns á sumrin og við munum þurfa að bæta við starfsfólki í fram- tíðinni. Þess vegna efnir Útsýn nú til námskeiðahalds í ferðaþjónustu. Aðsóknin er slík, að allir flokkar námskeiðsins fylltust samdægurs. Það sýnir hve áhugi fólks er mikill á störfum í ferðaþjónustunni og hve brýnt er að bæta úr skorti á kennslu og starfsþjálfun. Námskeiðið stend- ur í tíu daga, þijár stundir á dag, og kennslugreinar eru uppbygging og útgáfa farseðla og fararstjóm. Svo þrátt fyrir lága verðið stefnir Útsýn að því að bæta þjónustuna enn og laga hana ætíð að kröfum tímans." „FRÍ-klúbburinn raun- hæf leið til sparnaðar“ „Kannski er FRÍ-klúbbur Útsýn- ar eitt stærsta átakið til aukinnar og bættrar þjónustu við ferðafólk. Með samningum við fjölda fyrir- tækja innanlands og utan eru félög- um í FRÍ-klúbbnum tryggð sérstök kjör með afslætti sem almennt nemur 10—20% af vörum og þjón- ustu þessara fyrirtækja svo aðild að FRÍ-klúbbnum er raunhæf leið til sparnaðar. Og FRÍ-klúbburinn er fyrir alla, fólk á öllum aldri. Hann stuðlar að því að auka gildi ferðalagsins og lífsfyllingu og ánægju, sem allir keppa að. Á síðastliðnu ári veitti Útsýn FRÍ-klúbbsfélögum afslátt af aug- lýstu verði ferða fyrir meira en sex milljónir króna. Ætli FRÍ-klúbbur- inn sé ekki stærstu hagsmunasam- tök á íslandi þar sem ferðalög eru annars vegar? Eg lít ekki á ferðaþjónustuna eins og einhveija íþróttakeppni, sem snýst um það hver skorar flest mörkin. Þetta er þjónusta við al- menning og frá sjónarhóli neytand- ans skiptir mestu máli hvar hann nýtur bestra kjara og fær bestu þjónustuna,“ segir Ingólfur Guð- brandsson að lokum. segir það ekki vera. Þetta væru styrkir sem veittir hefðu verið án nokkurra kvaða. Gunnar Guðbjarts- son framkvæmdastjóri Framleiðslu- ráðs segir hins vegar að þetta hljóti að koma til álita við sölu hússins og hefur hann gert landbúnaðarráð- herra grein fyrir þeirri skoðun sinni. Bóndi fyrir vestan sem blaða- maður ræddi við sagði að einkenni- lega hafi verið að sölu sláturhússins staðið. Það hefði til dæmis aldrei verið auglýst til sölu. í sjálfu sér væri lítið hægt að segja við sölu hússins en bændur hlytu að eiga rétt á því að krefjast þess fjármagns sem sem sjóðir landbúnaðarins hafa lagt í sláturhúsið til að það nýttist í þeirra þágu og byggðarinnar. Hann sagði að gengið hefði verið frá sölu sláturhússins á bak við tjöldin og forráðamenn kaupfélags- ins ekki viljað viðurkenna að salan hefði átt sér stað, þrátt fyrir að þeir hafi skrifað undir afsalið 1. desember. Þá hefði sala slátur- hússins ekki verið borin undir bændur héraðsins. „Missir slátur- hússins er mikið áfall fyrir byggðar- lagið og kemur til viðbótar mikilli skerðingu sem við höfum þurft að sæta vegna mjólkurkvótans. Byggðin hér stendur mjög höllum fæti vegna samdráttar í landbúnaði og má engu muna,“ sagði hann. Selt á „toppverði“ Sigurður Viggósson formaður stjórnar Matvælavinnslunnar segir að fyrirtækið hafi meðal annars verið stofnað til að bjarga slátur- húsinu eftir að það varð nær verk- efnalaust. Aðspurður sagðist hann ekki muna kaupverð hússins en það hefði verið „toppverð“ og „raun- hæft markaðsverð". Hann sagði að nú væri unnin rækja úr einum út- hafsrækjubát í húsinu en til stæði að fá annan bát. Einnig væri verið að athuga með frekari vinnslu. Hann sagði að sauðfjárslátrun færi ekki framar fram í húsinu, enda passaði rækjuvinnslan og slátrunin ekki saman. Matvælavinnslan hf. var stofnuð 12. mars 1985. Stofnendur hennar eru Hraðfrystihús Patreksfjarðar hf. (60% hlutafjár), Kaupfélag Vestur barðstrendinga (35%), Jens H. Valdimarsson kaupfélagsstjóri (2,4%), Tölvuþjónusta Vestfjarða (1%) og Fiskvinnslan á Bíldudal hf. (1,6%). Kaupfélagið er aðaleigandi Hraðfrystihúss Patreksfjarðar hf. Hlutafé félagsins er 2,5 milljónir kr. og var það allt greitt við stofnun félagsins, samkvæmt upplýsingum úr Hlutafélagaskrá. Á stofnfundin- um voru eftirtaldir kosnir í stjórn: Sigurður Viggósson forstöðumaður Tölvuþjónustunnar, sem er formað- ur, Sigurgeir Magnússon útibús- stjóri Samvinnubankans og Björn Gíslason byggingameistari. Jens H. Valdimarsson kaupfélagsstjóri er framkvæmdastjóri með prókúru- umboði. Á stofnfundi félagsins var það bókað að hluthafar væru sam- mála um að leita eftir leigu eða kaupum á sláturhúsi kaupfélagsins. Þetta var 12. mars 1985. Afsal aðila um sláturhúsið rituðu stjórnarmenn beggja félaganna. í stjórn kaupfélagsins eru: Sigurgeir Magnússon útibússtjóri, sem er formaður, Ossur Guðbjartsson bóndi á Lága-Núpi, Ari Ivarsson sláturhússtjóri, Ánna Jensdóttir kennari á Patreksfirði og Ragnar Guðmundsson bóndi á Bijánslæk. Mikil tengsl eru á milli þessara tveggja félaga, „þeir eru að selja sjálfum sér húsið", eins og einn viðmælandi orðaði það. Mikil tengsl eru á milli Kaupfélagsins og Hrað- frystihússins, eins og áður segir, og eiga þau saman 95% hlutaljár hins nýja félags. Útibússtjóri Sam- vinnubankans á sæti í stjórnum beggja félaganna og skrifar því á tveim stöðum undir afsalið. Hjónin Anna Jensdóttir og Sigurður Vig- gósson sitja báðum megin við borðið og skrifa bæði undir afsalið. Kaup- félagsstjórinn er framkvæmdastjóri beggja félaganna og er auk þess í varastjórn Matvælavinnslunnar hf. og Össur Guðbjartsson, sem á sæti í stjórn Kaupfélagsins, er endur- skoðandi Matvælavinnslunnar. - HBj. UM HELGINA FIMMTUDAGSKVÖLD: OPIÐ frá kl.22 - 01 Pálmi Gunnarsson kemur fram og syngur nokkur lauflétt lög. „Svörtu ekkjurnar", margfaldir (slandsmeistar- ar í hópdansi, sýna dans. Tískusýning: Módel '79 sýna sumarfötin frá tísku- versluninni Adam. Óli stendur vaktina í tónabúrinu og leikur öll vinsælustu lögin. it iz Ít FÖSTUDAGS-OG LAUG ARDAGSK VÖLD: Húsið opnað kl. 20:00 fyrir matargesti. Pónik og Einar leika fyrir dansi og Karl Möller spilar fyrir matargesti bæði kvöldin. Pálmi Gunnarsson verður á Miðnætursviðinu á föstudagskvöldið auk þess sem Magnús og Jóhann syngja fyrir matargesti. Á laugardags- kvöldið verður það aftur á móti hinn eldhressi og sívinsæli Ómar Ragnars- son, sem skemmtir matargestum. Óli og Kiddi sjá um diskótekið. Matseðill: Rjómasveppasúpa Glóðarsteikt lambalæri Triffle -jir ☆ [SlMB^rivlAl^BtLlSlTlRllÁl ☆ ☆ Athugið barnahúsgagnatilboðin okkar þar sem fara saman hagstæð verð og góð greiöslukjör. Salix húsgögnin fást í beyki, hvítu, rauðu og bláu. A VIÐJU BARIÍAHU5G0GIÍUM 20% UTBORQUM 12 MÁMAÐA GREIÐ5LUKJÖR Barnid á aðe/n ls Það öes/a skiUð - HUSGAGNAVERSLUNIN VIÐJA Smiðjuvegi 2 Kópavogi sfmi 44444 Þar sem góðu kaupin gerast
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.