Morgunblaðið - 24.04.1986, Page 61

Morgunblaðið - 24.04.1986, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1986 Réttur dagsins Margrét Þorvaldsdóttir Gesturinn: „Þjónn, hafið þér froska- leggi?" Þjóninn: „Nei, ég geng alltaf svona.“ Skopið er erlent og það er upp- skriftin líka. Meðfylgjandi sérréttur er upphaflega frá Italíu kominn. Hann er ekki síðri sælkeramatur en froskaleggir, enda er kjötið ekki ólíkt. Italskur kjúklingur 1 stór kjúklingur 4 matsk. matarolía 1 stór laukur skorinn í ‘/zsm þykkar sneiðar 1—2 hvítlauksrif pressuð 1 dós niðursoðnir tómatar 1 dós tómatkraftur 150 gr + 150 gr vatn 1 tsk. salt, '/s tsk. mulinn pipar '/2 tsk. basil ■Msk. oregano (V2 tsk. celery seed) 1—2 lárbetjalauf 2 ten. kjúklingakraftur 1. Kjúklingurinn (eða unghæna) er skolaður og þerraður og síðan skorinn í 8 stykki. Þerrið kjötstykkin vel. 2. Matarolían er hituð vel á pönnu og eru kjúklingastykkin brúnuð í feitinni við vægan hita. Þeim er snú- ið einu sinni með töng. 3. Kjúklingurinn er síðan tekinn af pönnunni og laukur og hvítlaukur settur þar í staðinn og látinn malla þar til hann er glær orðinn. Látið hann ekki brúnast. 4. Síðan er sósan útbúin: Með lauknum eru settir niðursoðnir tóm- atar með soði, tómatkraftur + vatn, bragðlaufin: oregano, basil, selery fræ og lárberjalauf brotin í tvennt, kjúklingakraftur, salt og pipar og blandað vel. 5. Kjúklingastykkin eioi síðan sett á pönnu eða í pott og er sósunni hellt yfir kjúklinginn og pottinum lokað. Kjötið soðið u.þ.b. í klukku- stund eða þar til kjötið er soðið. Sósan á að krauma en ekki bullsjóða. Lokið er tekið af síðustu 15 mín. Sósan verður þá hæfilega þykk. Það á ekki að þurfa að jafna hana. Fjarlægið lárberjalaufið, setjið kjúklinginn á fat, hellið sósunni yftr og berið fram með stöppuðum kart- öflum eða soðnum núðlum með Parmesan osti stráð yfir að ítölskum sið. Salmonella-gerlar í matvælum geta valdið alvarlegum matareitrun- um. Gerlahópur þessi finnst í innyfl- um dýra með heitu blóði. Hér á landi hafa þeir nær eingöngu fundist í fuglum (kjúklingum) og svínum. Fóður þessara dýra inniheldur oft dýraleifar og ef þar eru til staðar salmonella-gerlar geta þeir valdið smitun dýranna. Salmonella-gerlar berast beint eða óbeint í matvæli úr saur dýra við slátrun, úr saur manna svo og úr skolpi og menguðum sjó. Alvarlegasta mengunin á sér stað við matreiðslu, þegar gerlar berast frá hráum matvælum i soðinn mat með höndum, ílátum (hnífum og brettum) og öðrum tækjum sem notuð hafa verið við matargerð. Gerlafjöldinn þarf að verða tals- vert mikill til að valda sýkingu, en ef lítið menguð matvæli fá að standa við herbergishita í nokkrar klukku- stundir, getur gerlafjöldinn orðið nægjanlegur til að valda matareitr- un. Einkenni sýkingar koma oftast fram 6—36 klukkustundum eftir neyslu, en stundum eftir mun lengri tíma. Þau koma fram í hita, höfuð- verk, beinverkjum, niðurgangi og úppköstum. Sjúkdómseinkennin standa oftast yfir í 1—7 daga. Tals- verður fjöldi þeirra sem sýkjast verða áfram einkennalausir smit- berar. Koma má í veg fyrir salmonella- mengun í matvælum: 1. Samonella-gerlum má eyða með nægjanlegri suðu. Þeir drepast fljótt við 70 °C. Kæling undir 5°C og frysting kemur í veg fyrir fjölg- un Samonella-gerla. 2. Þíða verður matvælin fullkom- lega í ísskáp áður en þau eru matreidd. Gæta verður alltaf ítr- asta hreinlætis við matreiðslu, hvort sem er á heimilum, veitinga- stöðum, matvöruverslunum eða öðrum þeim framleiðslustöðum þar sem matargerð fer fram. Reynt hefur verið árum saman að benda kjötkaupmönnum á, að soðinn matur og ósoðinn eigi ekki að liggja saman í kjötborði og að alls ekki megi nota sömu áhöld við afgreiðslu þeirra. Það er vegna hættu á gerlamengun. Fyrir neyt- endur er það nánast eins og „að skvetta vatni á gæs“ er þeir reyna að koma kvörtunum á framfæri við kjötkaupmenn I löndum þar sem einhver umhyggja er borin fyrir heilsu neytenda, er slíkt kæruleysi ekki látið viðgangast. Soðinn matur og ósoðinn er víðast hafður í aðskild- um borðum og eru matvörurnar ekki afgreiddar af sama einstaklingi. Hvað þarf að koma til hér á landi svo heilsuöryggi neytenda verði t>-yggt? Matareitranir eru alvarlegt mál fyrir þolendur. I einni mestu salmon- ella-matareitrun hér á landi á seinni árum sýktust 500 manns. Orsökin? Notuð höfðu verið sömu áhöld við skurð ósoðinna kjúklinga og síðar soðinna, en áhöldin ekki þvegin í millitíðinni. Frá Ghana skrifar 23 ára stúlka með áhuga á tónlist, sundi, kvik- myndum o.fl.: Julie Pat Williams, P.O.Boxll33, Oguaa-C/R, Ghana. 61 Sautján ára sænsk stúlka með áhuga á sögu, tónlist, tízkunni o.fl. Hefur mikinn tungumálaáhuga. Býr 6 km fyrir utan Stokkhólm: Jenny Andersson, TSppgrSnd 9, S-122 49 Enskede, Sverige. Frá Ástralíu skrifa tvær systur, sem vilja eignast pennavini á ís- landi. Sú eldri (Susan) er 17 ára og sú yngri (Gay) 15 árs: Susan og Gay Bridge, Salerno Street, Forestville 2087, Sydney, Australia. Sautján ára japönsk stúlka, sem safnar fnmerkjum: Miwae Inoue, 2 Ekimae Yawatahama-City, Ehime 796, Japan.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.