Morgunblaðið - 24.04.1986, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 24.04.1986, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1986 Réttur dagsins Margrét Þorvaldsdóttir Gesturinn: „Þjónn, hafið þér froska- leggi?" Þjóninn: „Nei, ég geng alltaf svona.“ Skopið er erlent og það er upp- skriftin líka. Meðfylgjandi sérréttur er upphaflega frá Italíu kominn. Hann er ekki síðri sælkeramatur en froskaleggir, enda er kjötið ekki ólíkt. Italskur kjúklingur 1 stór kjúklingur 4 matsk. matarolía 1 stór laukur skorinn í ‘/zsm þykkar sneiðar 1—2 hvítlauksrif pressuð 1 dós niðursoðnir tómatar 1 dós tómatkraftur 150 gr + 150 gr vatn 1 tsk. salt, '/s tsk. mulinn pipar '/2 tsk. basil ■Msk. oregano (V2 tsk. celery seed) 1—2 lárbetjalauf 2 ten. kjúklingakraftur 1. Kjúklingurinn (eða unghæna) er skolaður og þerraður og síðan skorinn í 8 stykki. Þerrið kjötstykkin vel. 2. Matarolían er hituð vel á pönnu og eru kjúklingastykkin brúnuð í feitinni við vægan hita. Þeim er snú- ið einu sinni með töng. 3. Kjúklingurinn er síðan tekinn af pönnunni og laukur og hvítlaukur settur þar í staðinn og látinn malla þar til hann er glær orðinn. Látið hann ekki brúnast. 4. Síðan er sósan útbúin: Með lauknum eru settir niðursoðnir tóm- atar með soði, tómatkraftur + vatn, bragðlaufin: oregano, basil, selery fræ og lárberjalauf brotin í tvennt, kjúklingakraftur, salt og pipar og blandað vel. 5. Kjúklingastykkin eioi síðan sett á pönnu eða í pott og er sósunni hellt yfir kjúklinginn og pottinum lokað. Kjötið soðið u.þ.b. í klukku- stund eða þar til kjötið er soðið. Sósan á að krauma en ekki bullsjóða. Lokið er tekið af síðustu 15 mín. Sósan verður þá hæfilega þykk. Það á ekki að þurfa að jafna hana. Fjarlægið lárberjalaufið, setjið kjúklinginn á fat, hellið sósunni yftr og berið fram með stöppuðum kart- öflum eða soðnum núðlum með Parmesan osti stráð yfir að ítölskum sið. Salmonella-gerlar í matvælum geta valdið alvarlegum matareitrun- um. Gerlahópur þessi finnst í innyfl- um dýra með heitu blóði. Hér á landi hafa þeir nær eingöngu fundist í fuglum (kjúklingum) og svínum. Fóður þessara dýra inniheldur oft dýraleifar og ef þar eru til staðar salmonella-gerlar geta þeir valdið smitun dýranna. Salmonella-gerlar berast beint eða óbeint í matvæli úr saur dýra við slátrun, úr saur manna svo og úr skolpi og menguðum sjó. Alvarlegasta mengunin á sér stað við matreiðslu, þegar gerlar berast frá hráum matvælum i soðinn mat með höndum, ílátum (hnífum og brettum) og öðrum tækjum sem notuð hafa verið við matargerð. Gerlafjöldinn þarf að verða tals- vert mikill til að valda sýkingu, en ef lítið menguð matvæli fá að standa við herbergishita í nokkrar klukku- stundir, getur gerlafjöldinn orðið nægjanlegur til að valda matareitr- un. Einkenni sýkingar koma oftast fram 6—36 klukkustundum eftir neyslu, en stundum eftir mun lengri tíma. Þau koma fram í hita, höfuð- verk, beinverkjum, niðurgangi og úppköstum. Sjúkdómseinkennin standa oftast yfir í 1—7 daga. Tals- verður fjöldi þeirra sem sýkjast verða áfram einkennalausir smit- berar. Koma má í veg fyrir salmonella- mengun í matvælum: 1. Samonella-gerlum má eyða með nægjanlegri suðu. Þeir drepast fljótt við 70 °C. Kæling undir 5°C og frysting kemur í veg fyrir fjölg- un Samonella-gerla. 2. Þíða verður matvælin fullkom- lega í ísskáp áður en þau eru matreidd. Gæta verður alltaf ítr- asta hreinlætis við matreiðslu, hvort sem er á heimilum, veitinga- stöðum, matvöruverslunum eða öðrum þeim framleiðslustöðum þar sem matargerð fer fram. Reynt hefur verið árum saman að benda kjötkaupmönnum á, að soðinn matur og ósoðinn eigi ekki að liggja saman í kjötborði og að alls ekki megi nota sömu áhöld við afgreiðslu þeirra. Það er vegna hættu á gerlamengun. Fyrir neyt- endur er það nánast eins og „að skvetta vatni á gæs“ er þeir reyna að koma kvörtunum á framfæri við kjötkaupmenn I löndum þar sem einhver umhyggja er borin fyrir heilsu neytenda, er slíkt kæruleysi ekki látið viðgangast. Soðinn matur og ósoðinn er víðast hafður í aðskild- um borðum og eru matvörurnar ekki afgreiddar af sama einstaklingi. Hvað þarf að koma til hér á landi svo heilsuöryggi neytenda verði t>-yggt? Matareitranir eru alvarlegt mál fyrir þolendur. I einni mestu salmon- ella-matareitrun hér á landi á seinni árum sýktust 500 manns. Orsökin? Notuð höfðu verið sömu áhöld við skurð ósoðinna kjúklinga og síðar soðinna, en áhöldin ekki þvegin í millitíðinni. Frá Ghana skrifar 23 ára stúlka með áhuga á tónlist, sundi, kvik- myndum o.fl.: Julie Pat Williams, P.O.Boxll33, Oguaa-C/R, Ghana. 61 Sautján ára sænsk stúlka með áhuga á sögu, tónlist, tízkunni o.fl. Hefur mikinn tungumálaáhuga. Býr 6 km fyrir utan Stokkhólm: Jenny Andersson, TSppgrSnd 9, S-122 49 Enskede, Sverige. Frá Ástralíu skrifa tvær systur, sem vilja eignast pennavini á ís- landi. Sú eldri (Susan) er 17 ára og sú yngri (Gay) 15 árs: Susan og Gay Bridge, Salerno Street, Forestville 2087, Sydney, Australia. Sautján ára japönsk stúlka, sem safnar fnmerkjum: Miwae Inoue, 2 Ekimae Yawatahama-City, Ehime 796, Japan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.