Morgunblaðið - 24.04.1986, Side 78

Morgunblaðið - 24.04.1986, Side 78
78 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRÍL1986 ÍÞRÓTTIR UNGLINGA UmsjónA/ilmar Pétursson Sigri fagnað Stjörnustrákarnir fögnuðu að vonum ákaft þegar sigurinn var í höfn. Þeir höfðu verið talsvert undir í leiknum, en í framleng- ingu tókst þeim að knýja fram sigur og íslandsmeistaratitillinn í höfn. Hér má sjá nokkra leik- menn Stjörnunnar eftir leikinn og greinilegt er á svip þeirra að þeir eru ánægðir með sigur- inn og lái þeim hver sem er. 3. flokkur karla: Stjarnan íslands- meistari íslandsmeistarar Stjörnunnar í handknattleik 3. flokks karla. Aftari röð frá vinstri: Jón Ásgeir Eyjóifsson, formaður hand- knattleiksdeildarinnar, Gunnar Ingason, Sigurður Bjarnason, Árni Gunnarsson, Bjarni Bene- diktsson fyrirliði, Þóroddur Ottesen, Heimir Erlingsson, Sigurður Hilmarsson og Magn- ús Teitsson þjálfari. Fremri röð frá vinstri: Baldur Jónsson, Magnús Eggertsson, Gunnar Erlingsson, Jóhann Jóhanns- son, Valdimar Kristófersson, Stefán Stefánsson og Guðjón Guðmundsson. Bjöm Islant hér Islandsmeistarabikarnum í 3. flokki karia eftir æsispenn- andi úrsiitaleik við Selfyssinga þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en íframlengingu. Selfyssingar góðir ÞAU LIÐ sem hafa átt flesta flokka í úrslitum íslandsmótsins i handknattleik, Stjarnan úr Garðabæ og Selfoss, sigruðu f Má aldrei gefa upp vonina í úrslitaleik — sagði Björn Benediktsson fyrirliði EFTIR maraþonúrslitaleikinn í 3. flokki pilta á (slandsmótinu í handknattleik var fyrirliði ís- landsmeistara Stjörnunnar Björn Benediktsson tekinn tali og hann spurður hvort hann hafi ekki verið búinn að gefa upp vonina þegar 10 mínútur voru til leiksloka og 7 mörkum undir. „Nei, maður má aldrei gefa upp vonina í úrslitaleik. Við vor- um undir í hálfleik og töluðum um það í leikhléinu að við gætum vel unnið Selfyssingana og það tókst." Björn sagði að hávaðinn í Seifoss-áhangendunum hefði truflað þá dálítið í fyrri hálfleikn- um, „en þegar hlutirnir fóru að ganga upp hjá okkur létu okkar áhangendur ekki sitt eftir liggja. Um möguleikana á að verja titilinn að ári sagði Björn að það væri nú alltaf erfitt að spá en flestir væru þeir Stjörnustrákarn- ir á yngra árinu í 3. flokki, þannig að möguleikarnir væru góðir og auðvitað væri stefnt á titilsvörn. sfnum riðlum í úrslitakeppninni f 3. flokki pilta og áunnu sér þar með rétt til að leika úrslitaleik- inn um íslandsmeistaratitilinn. Það var mikil spenna f Selja- skóla þar sem úrslitakeppnin fór fram f þann mund sem úr- slitaleikurinn var að hefjast, tvær stórar rútur komu með fjölda Selfyssinga og Garð- bæingar voru ekki sfður fjöl- mennir á áhorfendabekkjunum. í fyrri hálfleik voru Selfyssingar öllu sterkari, þeir höfðu næstum alltaf frumkvæðið og höfðu þriggja marka forystu i hálfleik, 10—7. Selfyssingarnir buðu uppá sannkallaða handboltaveislu í þessum hálfleik og reyndar einn- ig góðan part af seinni hálfleik. Glæsilegar leikfléttur sem end- uðu með stórfallegum mörkum, fengu hjörtu handboltaunnenda sem á horfðu til að taka auka- slag. töpuðu Selfyssingar byrjuðu seinni hálfleikinn með gífurlega góðum leik og voru komnir með 7 marka forystu þegar u.þ.b. 10 mínútur voru til leiksloka þannig að fátt virtist geta komið í veg fyrir sigur þeirra. Magnús Teitsson þjálfari Stjörnunnar tók þá á það ráð að taka 2 Selfyssinga úr umferð, þá Magnús Sigurðsson og Grím Hergeirsson og við það hrundi leikur Sunnlendinganna. Stjörnu- menn skoruðu hvert markið á fætur öðru og náðu að jafna leik- inn fyrir leikslok, 16—16, þannig að framlengja þurfti hann um 10 mínútur. í framlengingu léku Garð- bæingarnir eins og þeir sem valdið hafa en Selfyssingar voru nánast ekki með og þessum merkilega úrslitaleik lauk með stór-sigri Stjörnunnar, 26—20. Selfyssingar voru í raun betra liðið u.þ.b. 80% af venjulegum leiktíma og hafa á að skipa mjög skemmtilegu liði. Gústav Bjarna- son, Magnús Gíslason og Grímur Helgason ásamt markmanninum Ragnari Hjálmarssyni, sýndu snilldartakta í leiknum. En ekki er nóg að vera betra liðið meiri hlutann af leiknum ef ekki stend- ur steinn yfir steini restina af honum. Mörk Selfyssinganna gerðu: Gústav Bjarnason 6, Magnús Gíslason 5, Grímur Hergeirsson 4 og Einar Guðna- son 1. Stjörnumenn sýndu stórkost- legt keppnisskap í þessum leik og gáfust ekki upp þótt útlitið væri dökkt og uppskáru að laun- um íslandsmeistaratitil. Einnig höföu þeir það fram yfir Selfyss- inga að þeir notuðu fleiri leik- menn þannig að þeir voru betur undir það búnir að spila í fram- lengingunni. Liðið er skipað jöfn- um og góðum handknattleiks- mönnum. Mörk Stjörnunnar gerðu: Sigurður Bjarnason 7, Valdimar Kristjánsson 5, Magn- ús Eggertsson, Björn Benedikts- son 3 hvor, Þóroddur Ottesen 2 og Stefán Stefánsson 1.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.