Morgunblaðið - 24.04.1986, Blaðsíða 78

Morgunblaðið - 24.04.1986, Blaðsíða 78
78 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRÍL1986 ÍÞRÓTTIR UNGLINGA UmsjónA/ilmar Pétursson Sigri fagnað Stjörnustrákarnir fögnuðu að vonum ákaft þegar sigurinn var í höfn. Þeir höfðu verið talsvert undir í leiknum, en í framleng- ingu tókst þeim að knýja fram sigur og íslandsmeistaratitillinn í höfn. Hér má sjá nokkra leik- menn Stjörnunnar eftir leikinn og greinilegt er á svip þeirra að þeir eru ánægðir með sigur- inn og lái þeim hver sem er. 3. flokkur karla: Stjarnan íslands- meistari íslandsmeistarar Stjörnunnar í handknattleik 3. flokks karla. Aftari röð frá vinstri: Jón Ásgeir Eyjóifsson, formaður hand- knattleiksdeildarinnar, Gunnar Ingason, Sigurður Bjarnason, Árni Gunnarsson, Bjarni Bene- diktsson fyrirliði, Þóroddur Ottesen, Heimir Erlingsson, Sigurður Hilmarsson og Magn- ús Teitsson þjálfari. Fremri röð frá vinstri: Baldur Jónsson, Magnús Eggertsson, Gunnar Erlingsson, Jóhann Jóhanns- son, Valdimar Kristófersson, Stefán Stefánsson og Guðjón Guðmundsson. Bjöm Islant hér Islandsmeistarabikarnum í 3. flokki karia eftir æsispenn- andi úrsiitaleik við Selfyssinga þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en íframlengingu. Selfyssingar góðir ÞAU LIÐ sem hafa átt flesta flokka í úrslitum íslandsmótsins i handknattleik, Stjarnan úr Garðabæ og Selfoss, sigruðu f Má aldrei gefa upp vonina í úrslitaleik — sagði Björn Benediktsson fyrirliði EFTIR maraþonúrslitaleikinn í 3. flokki pilta á (slandsmótinu í handknattleik var fyrirliði ís- landsmeistara Stjörnunnar Björn Benediktsson tekinn tali og hann spurður hvort hann hafi ekki verið búinn að gefa upp vonina þegar 10 mínútur voru til leiksloka og 7 mörkum undir. „Nei, maður má aldrei gefa upp vonina í úrslitaleik. Við vor- um undir í hálfleik og töluðum um það í leikhléinu að við gætum vel unnið Selfyssingana og það tókst." Björn sagði að hávaðinn í Seifoss-áhangendunum hefði truflað þá dálítið í fyrri hálfleikn- um, „en þegar hlutirnir fóru að ganga upp hjá okkur létu okkar áhangendur ekki sitt eftir liggja. Um möguleikana á að verja titilinn að ári sagði Björn að það væri nú alltaf erfitt að spá en flestir væru þeir Stjörnustrákarn- ir á yngra árinu í 3. flokki, þannig að möguleikarnir væru góðir og auðvitað væri stefnt á titilsvörn. sfnum riðlum í úrslitakeppninni f 3. flokki pilta og áunnu sér þar með rétt til að leika úrslitaleik- inn um íslandsmeistaratitilinn. Það var mikil spenna f Selja- skóla þar sem úrslitakeppnin fór fram f þann mund sem úr- slitaleikurinn var að hefjast, tvær stórar rútur komu með fjölda Selfyssinga og Garð- bæingar voru ekki sfður fjöl- mennir á áhorfendabekkjunum. í fyrri hálfleik voru Selfyssingar öllu sterkari, þeir höfðu næstum alltaf frumkvæðið og höfðu þriggja marka forystu i hálfleik, 10—7. Selfyssingarnir buðu uppá sannkallaða handboltaveislu í þessum hálfleik og reyndar einn- ig góðan part af seinni hálfleik. Glæsilegar leikfléttur sem end- uðu með stórfallegum mörkum, fengu hjörtu handboltaunnenda sem á horfðu til að taka auka- slag. töpuðu Selfyssingar byrjuðu seinni hálfleikinn með gífurlega góðum leik og voru komnir með 7 marka forystu þegar u.þ.b. 10 mínútur voru til leiksloka þannig að fátt virtist geta komið í veg fyrir sigur þeirra. Magnús Teitsson þjálfari Stjörnunnar tók þá á það ráð að taka 2 Selfyssinga úr umferð, þá Magnús Sigurðsson og Grím Hergeirsson og við það hrundi leikur Sunnlendinganna. Stjörnu- menn skoruðu hvert markið á fætur öðru og náðu að jafna leik- inn fyrir leikslok, 16—16, þannig að framlengja þurfti hann um 10 mínútur. í framlengingu léku Garð- bæingarnir eins og þeir sem valdið hafa en Selfyssingar voru nánast ekki með og þessum merkilega úrslitaleik lauk með stór-sigri Stjörnunnar, 26—20. Selfyssingar voru í raun betra liðið u.þ.b. 80% af venjulegum leiktíma og hafa á að skipa mjög skemmtilegu liði. Gústav Bjarna- son, Magnús Gíslason og Grímur Helgason ásamt markmanninum Ragnari Hjálmarssyni, sýndu snilldartakta í leiknum. En ekki er nóg að vera betra liðið meiri hlutann af leiknum ef ekki stend- ur steinn yfir steini restina af honum. Mörk Selfyssinganna gerðu: Gústav Bjarnason 6, Magnús Gíslason 5, Grímur Hergeirsson 4 og Einar Guðna- son 1. Stjörnumenn sýndu stórkost- legt keppnisskap í þessum leik og gáfust ekki upp þótt útlitið væri dökkt og uppskáru að laun- um íslandsmeistaratitil. Einnig höföu þeir það fram yfir Selfyss- inga að þeir notuðu fleiri leik- menn þannig að þeir voru betur undir það búnir að spila í fram- lengingunni. Liðið er skipað jöfn- um og góðum handknattleiks- mönnum. Mörk Stjörnunnar gerðu: Sigurður Bjarnason 7, Valdimar Kristjánsson 5, Magn- ús Eggertsson, Björn Benedikts- son 3 hvor, Þóroddur Ottesen 2 og Stefán Stefánsson 1.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.