Morgunblaðið - 16.05.1986, Síða 2

Morgunblaðið - 16.05.1986, Síða 2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR16. MAÍ1986 Hafskip: 925 kröfur hafa borist í þrotabúið FRESTUR til að lýsa kröfum á hendur þrotabúi Hafskips rann út í g*r. Alls bárust 925 kröfur, þar af 230 á síðustu fjórum dögum. Markús Sigurbjörnsson skipta- ráðandi sagði að heildaruppæð krafnanna hefði ekki verið reikn- uð, en taldi hana vera á bilinu 1300-1700 milljónir króna. Kröf- unum hefur heldur ekki verið skipað í skuldaröð. Utvegsbankinn er langstærsti kröfuhafinn, en kröfur hans hljóða upp á um þaið bil 800 milljónir króna. Islenska skipafélagið, sem yfirtók rekstur Hafskips um nokkurt skeið, hefur gert 206 milljón króna kröfu í þrótabúið fyrir að fara á mis við framtíáarhagnað. Sú krafa hefur nýlega komið fram. Markús Sigur- bjömsson sagði að hlutur erlendra kröfuhafa væri nokkuð hár, en þó minni en þeirra innlendu. Skiptafundur verður í búinu 20. júní næstkomandi. Á þeim fundi verður lögð fram skrá um lýstar kröfur í búið og teknar ákvarðanir um málefni sem það varða; þar á* meðal um kosningu skiptastjóra og ráðstöfun eigna, svo og um máls- höfðanir af hálftj búáins, ef því er að skipta. Morgunblaðið/RAX Þau hætta í borgarstjórn SÍÐASTI fundur borgarstjómar Reykjavíkur fyrir sveitarstjómar- kosningamar 31. maí var haldinn í gærkvöldi. Núverandi borgar- stjóm, sem skipuð er 21 fulltrúa, kemur saman einu sinni að aflokn- um kosningum, en síðan tekur ný borgarstjóm, skipuð 15 fulltrúum, við. Miklar breytingar verða á borgarstjóminni og meðal þeirra sem hætta eru borgarfulltrúar’ sem setið hafa um langt árabil í borgar-* stjóm. Á mjmdinni em borgarfulltrúar, sem ekki gefa kost á sér til setu í borgarstjóm á ný, að Gerði Steinþórsdóttur, fulltrúa Framsókn- arflekksins undanskilinni, en húrvsat ekki fundinn í gærkvöldi. F.v.: Ingibjörg Rafnar {S), Kristján Benediktsson (F), Adda Bára Sigfús- dóttir (A.bl.), Albert Guðmundsson (S), Guðrún Jónsdóttir (Kl.), Ragnar Júlíusson (S) og Sigurður Guðmundsson (A). Björg’vin Jónsson á fundi í Síldarútvegsnefnd: Verður síldin sett beint í rússriesk verksmiðjuskip? Sjávarútvegsráðherra telur’hugrnyndina fráleita BJÖRGVIN Jónsson framkvæmdastjóri Glettings reifaði á fundi Síld- arútvegsnefndar í fyrradag þá hugmynd hvort ekki væri ráðlegur kostur að selja síld á næstu síldarvertíð um borð í rússnesk verk- smiðjuskip sem lægju inn á höfnum. Björgvin segist hafa borið upp þessa fyrirspurn vegna þess að hann telji ákaflega hæpið að squnið verði um síldarsölur héðan á næsta hausti. Halldór Ásgrímsson sjáv- arútvegsráðherrft telur þessa hugmynd fráleita, og hafnar henni alfarið. „Ég varpaði fram fyrirspum á þessum fundi um það hvemig mönnum litist á að selja sfldina um borð í rússnesk verksmiðjuskip sem lægju inn á höfnum," sagði Björg- vin í samtali við Morgunblaðið. „Það varð verðlækkun á sfld í fyrra í dollurum og Kanadamenn og Norðmenn hafa undirboðið okkur mjög. Dollarinn hefur enn lækkað, þannig að horfumar á sfldarsölu- samningum næsta haust eru síður en svo góðar," sagði Björgvin. Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðhería sagði um þessa hug- Skattrannsóknarstjóri: Fjórir sækja um embættið FJÓRAR umsóknir bárust um embætti skattrannsóknarstjóra. Umsóknarfresturinn rann út á miðvikudaginn, 14. maí, en emb- ættið verður veitt frá 1. júlí • næstkomandi. Þá tekur núver- andi skattrannsóknarstjóri, Garðar Valdimarsson, við emb- ætti ríkisskattstjóra af Sigur- birni Þorbjörnssyni. Einn umsækjendanna fjögurra óskaði nafnleyndar. Hinir þrír em í stafrófsröð: Ámi Bjöm Birgisson, viðskipta- fræðingur, og loggiltur endurskoð- andi í Hafharfirði, Ólafur Ófeigs- son, viðskiptafræðingur, deildar- stjóri á rannsóknardeild Skattstof- unnar í Reykjavík, og Skúli Eggert • Þórðarson, Iögfræðingur, deildar- stjóri hjá embætti skattrannsóknar- stjóra. Gert er ráð fyrir að fjármálaráð- herra muni taka ákvörðun um veit- ingu embættisins eftir helgina, afr sögn Snorra Olsen, fulltrúa í telcju- deild Qármálaráðuneytisins. * Milljónatjón i eldsvoða á Skagaströnd: Bjárgaðist með því að kasta sér út um glugga MILLJÓNATJÓN varð er eldur kom upp í verksmiðjuskemmu á Skagaströnd í gærdag. Plast- verksmiðjan Mark sf-.og Véla- verkstæði Viggós Brynjólfssonar sf., sem voru til húsa í skemm- unni, gjöreyðilögðust í eldsvoð- anum og einn maður, sem var í skemmunni er eldurinn kom upp, var fluttur á sjúkrahús eftir að hann hafði Bjargað sér út um glugga. Meiðsli hans munu ekki vera alvarleg.. . Það var laust fyrir klukkan 16.00 sem eldurinn kom upp. Virðist svo sem sprenging hafí orðið og bloss- aði eldurinn upp á svipstundu og varð húsið fljótlega alelda. Starfs- menn voru famir í kaffí er eldurinn kom upp að einum undanskildum. Bjargaði hann sér með því að kasta sér út um glugga, en við það skarst hann nokkuð og var fluttur á sjúkrahúsið á Blönduósi. Meiðsli hans voru ekki talin alvarleg og var líðan hans eftir atvikum í gær- kvöldi. Slökkvilið á Skagaströnd var þegar kvatt út og skömmu síðar kom slökkviliðið á Blönduósi til aðstoðar. Gekk greiðlega að ráða niðurlögum eldsins og var því verki lokið um klukkan 17.00» Þá var hins vegar ljóst, að mikið tjón hafði orðið í eldinum. Plastverksmiðjan Mark er gjör- ónýt eftir bmnann. í verksmiðjunni vom dýr tæki svo sem trefjaplast-.. sprauta að verðmæti um 800 þús- und krónur, ennfremur plastmót og önnur tæki og efni, sem eyðilagðist í eldinum svo og innréttingar. Véla- verkstæði Viggós Brynjólfssonar, sem er eigandi hússins, varð einnig illa úti í bmnanum. Eldsupptök em ókunn. mynd Björgvins: „Það hefur verið stefna íslenskra stjómvalda að öll- um físki sé landað hérlendis. Á þeirri stefnu hefur engin breyting orðið. Það hlýtur að vera markmið okkar í þessu landi að gera slíkt og því tel ég þessa hugmynd frá- leita." Björgvin sagði að fáir hefðu vilj- að ræða þessa hugmynd á fundi Sfldarútvegsnefndar, en þetta væri nú það ráð sem Kanadamenn hefðu gripið til. Björgvin var spurður hvort það gæti ekki verið áhyggjuefni, ef af þessu yrði, að vinna væri flutt úr íandi: „Ég hef vemlegar áhyggjur af því,“ sagði Björgvin, „og vissu- lega væri þetta neyðarráðstöfun. Ef við getum ekki vegna markaðs- aðstæðna selt sfldina saltaða, þá verðum við að selja hana í bræðslu, en sfldarbræðsla er eins og kunnugt er bannorð á íslandi. En það er nú einu sinni svo að það er verið að byggja hvalbaka á loðnuskipin, svo þau geti flutt loðnuna út úr landinu óunna. Það er í vaxandi mæli verið að flytja út ferskan físk í gámum. Það er eins og ekki sé verið að hugsa um atvinnuna í landinu." Björgvin sagði að vissulega myndi fást mun lægra verð fyrir sfldina sem seld væri óunnin um borð í verksmiðjutogara, en fengist • fyrir unna sfld. „Samt sem áður fengist hærra verð fyrir sfldina svona, en ef hún væri seld í bræðslu," sagði Björgvin. Starfsfólk rannsóknarstofu Borgarspítalans: Smittíðni lifrar- bólgu hefur aukist SMITTÍÐNI á lifrarbólgu meðal starfsfólks á rannsóknarstofu Borgarspítalans hefur ajikist nokkuð á undanförnum árum að því er fram kemur í.niðurstöðum rannsókna, sem dr. Haraldur Briem, sérfræðingur i smitsjúkdómum, hefur gert á þessunf srijrfshópi. Að sögn Ólafs Ólaf ssonar, landlæknis, verður í kjölfar þessara rannsókna athugað, hvort ekki sé ástæða til að bólusetja allt starfsfólk i rann- sóknarstofum sjúkrahúsa til að fyrirbyggja frekan smithættu. Landlæknir sagði, að vitað væri, rætt hefði verið um hvort ástæða að lifrarbólgusmit hefði aukist víð- ast hvar í heiminum á undanfömum árum og væri slíkt smit meðal annars algengt meðal eiturlyfía- neytenda. Smitið bærist með’blóði og því væri starfsfólk á rannsóknar-* stofum sjúkrahúsa í vissri hættu hvað þetta varðaði, en smit af völd- um þessa sjúkdóms væri að mestu einkennalaust. „Haraldur gerði athugun á starfsfólki rannsóknar- stofu Borgarspítalans árið 1979 og svo aftur núna. í ljós kom að nokkur aukning hafði orðið á tíðni lifrar- gulusmits meðal starfsfólksins og menn hafa auðvitað verið að velta fyrir sér orsökum þess,“ sagði land- læknir. Hann sagði að nú væri komið bóiuefni gegn lifrarbólgu og væri til að bólusetja allt spítala- starfsfólk og þó einkum fólk á rannsóknarstofum til að koma í veg fyrir að það smitist. „Það hefur ekki verið gert hér eða á hinum Norðurlöndunum fram til þessa, en það er farið að gera það í Banda^íkjunum, enda er tíðni lifrarbólgu miklu hærri þar,“ sagði landlæknir ennfremur. „Við höfum rætt það okkar á meðal að líklega þurfum við að fara að gera þetta hér og þessi rannsókn Haraldar vekur upp þá umræðu aftur. Við munum taka það til alvarlegrar athugunar hvort ekki sé full ástæða til að bólusetja allt starfsfólk á rannsóknarstofum spítalanna." AHÆTTUSVÆÐIIEVROPU LANDSVÆÐI utan við 500 kflómetra frá kjamorkuverinu í Chemobyl í Sovétrfkjunum er talið hættulaust samkvæmt áliti talsmanns Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar. Á meðfylgjandi korti af Evrópu eru tveir hringir. Innri hringurinn er dregin í 300 kflómetra Qarlægð frá kjamorkuverinu og svæði innan hans eru talin varasöm- ust, en síðan minnkar áhættan. Ytri hringurinn er dreginn í 500 km fjarlægð frá Chemobyl. Öll helztu ferða- mannasvæði sem íslendingar fara til eru utan áhættusvæðisins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.