Morgunblaðið - 16.05.1986, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR16. MAÍ 1986
15
Fegurðardísirnar hugsa
sérgott til glóðarinnar
VORIÐ er greinilega komið sunnanlands þótt enn sé hraglandi og kalt nyrðra. Á sólríkum dögum
bregða sér margir út í garð og elda mat sinn yfir glóðarkolum. Viðri vel um helgina má búast við
að margir dusti rykið af grillinu, sem verið hefur í geymslu síðan í fyrrahaust.
Stúlkurnar, sem um næstu helgi keppa um titilinn Fegurðardrottning íslands 1986, tóku forskot
á sæluna í vikunni og elduðu mat sinn í sameiningu. Á mánudaginn koma þær fram á kynningar-
kvöldi í Broadway en sjálf keppnin fer fram næstkomandi föstudagskvöld.
Hvítasuiman:
Svipað veður og
að undanf örnu
VEÐIJRSTOFAN spáir svipuðu veðri og verið hefur að undanfömu
yfir hvítasunnuna. Fremur svalt um allt land og hiti frá 3 gráðum
Norðanlands í 9 gráður Sunnanlands yfir daginn. Búist er við
sæmilega góðri færð á vegum um allt land yfir helgina samkvæmt
upplýsingum vegaeftirlitsins.
Flugleiðir hafa ákveðið að fjölga ferðum á flugleiðum sínum úm
helgina m.a. tíl ísafjarðar, Akureyrar, Vestmannaeyja og Færeyja.
Arnarflug flýgur samkvæmt áætlun og bætir inn ferðum eftir þörf-
um. Útihátíð verður á Geirsárbökkum í Borgarfirði.
Samkvæmt upplýsingum veður-
stofunnar er búist við hægri aust-
lægri átt á landinu á laugardag.
Skúrir verða einkum um austan-
og sunnanvert landið, svalt yfir
nóttina en hlýrra á daginn. Á
sunnudag verður norðaustlæg átt
með kólnandi veðri og éljum víða
Norðanlands. Skúrir Austanlands
en léttirtil á Suð-Vesturlandi. Búist
er við minnkandi norðanátt á mánu-
dag en svalt verður áfram.
Sæmileg færð er á vegum sam-
kvæmt upplýsingum vegaeftirlits-
ins. Búið var að opna veginn um
Möðrudalsöræfi en hann lokaðist
aftur vegna snjóa. Vonir standa til
að hægt verði að opna hann á ný
fyrir hvítasunnuna. Fært hefur
verið um Vestfirði nema Stein-
grímsflarðarheiði, hún er ófær og
óvíst hvort hægt verði að opna hana
nema ef tíðarfarið batni. Víða er
takmarkaður öxulþungi á vegum
sem hindrar ferðir stærri langferða-
bifreiða. Vegir á hálendi hafa verið
lokaðir vegna slæms ástands og
hefur öll umferð verið bönnuð t.d.
um Kjalveg, Fjallabaksleið og í
Landmannalaugar.
í frétt frá umferðaráði eru öku-
menn hvattir til að fara með gát á
ferðalögum innanlands um hvíta-
sunnuhelgina og þá sérstaklega
þeir ökumenn sem ekki hafa reynslu
af akstri á malarvegum. Um þetta
leyti árs verða oft umferðarslys sem
beinlínis stafa af reynsluleysi við
akstur á maiarvegum. Þar við
bætist að grófmynstraðir hjólbarðar
eru enn þá undir mörgum bifreið-
um, sem eykur hættu á steinkasti.
Því er nauðsynlegt að sýna sérstaka
aðgætni við mætingar og í fram-
úrakstri. Umferðarráð minnir á til-
litssemi við samferðamenn og að
bflbeltin séu spennt, ökuljós kveikt
ogekið með jöfnum hraða.
Þrjú fiskiskip
seldu erlendis
TVÖ íslenzk fiskiskip seldu afla
sinn í Bretlandi i gær og eitt í
Þýzkalandi. Þau fengu gott verð
fyrir aflann.
Bylgja VE seldi 50,7 lestir í
Hull. Heildarverð var 3.279.500
krónur, meðalverð 64,75. Erlingur
SF seldi 43,1 lest í Grímsbæ. Heild-
arverð var 3.013.700 krónur, með-
alverð 69,91. Vigri RE seldi í Brem-
erhaven á þriðjudag og miðvikudag,
270 lestir, mest grálúðu. Heildar-
verð var 11.147.000, meðalverð
41,26.
Línuveiði leggst
af fáum við ekki
kvóta við Island
— segja útgerðarmenn færeyskra línubáta
UTGERÐARMENN færeyskra
línuskipa eru mjög uggandi um
hag sinn, þar sem enn hefur ekki
verið gengið frá veiðiheimildum
Færeyinga við fsland. Te\ja þeir
útgerðina vonlausa án þessara
heimilda. Færeyingar hafa fengið
hér árlega nokkurt magn af botn-
fiski, en ósamkomulag um skipan
loðnuveiða hefur orðið til þess,
að íslendingar hafa ekki viljað
ganga frá veiðiheimildum Færey-
inga hér.
Frá því Grænlendingar fóru að
gera tilkall til hluta loðnustofnsins,
hafa þeir meðal annars selt Færey-
ingum veiðiheimildir án þess að
samkomulag um skiptingu milli
Grænlendinga, íslendinga og Norð-
manna um það næðist. íslenzk
stjómvöld hafa sett það skilyrði fyrir
veiðiheimildum Færeyinga hér, að
þeir veiði ekki loðnu nema um það
náist samkomulag. Til þessa hafa
Færeyingar fengið að veiða hér
17.000 lestir árlega, þar af 8.000
af þorski.
Olaf F. Joensen, útgerðarmaður í
Færeyjum, segir í samtali við Fær-
eyska blaðið Dimmalætting, að verði
þorskveiðiheimildunum við Island
fómað fyrir loðnuveiðar við Austur-
Grænland, sé enginn möguleiki á
áframhaldandi línuutgerð frá Fær-
eyjum. Kvótinn við ísland hafi haldið
lífinu í þessari útgerð. Verði þorsk-
kvótanum fómað fyrir loðnuna, sem
hafi mun minni þýðingu fyrir fær-
eyska þjóðarbúið, neyðist línuskipin
til að fara á troll á heimaslóð og þar
sé þegar „þröngt setinn Svarfaðar-
dalur“.
Dimmalætting segir ennfremur,
að Islendingar hafí lýst sig reiðu-
búna til viðræðna um þetta mál eftir
hvítasunnu, en til bráðabirgða hafi
Færeyingar fengið Ieyfi til að veiða
3.000 lestir við ísland til 1. ágúst.
Það séu aðeins handfærabátar, sem
leyfí fái til þeirra veiða, línuskipin
fari ekki á íslandsmið fyrr en endan-
legur samningur liggi fyrir.
Útgerðarfélag
Akureyringa:
9,7 milljóna
hagnaður
Akureyri.
HAGNAÐUR af rekstri Útgerðar-
félags Akureyringa nam i fyrra
um 5,5 miljjónum króna þegar á
heildina er litið.
9,7 milljóna króna hagnaður varð
á útgerð skipanna og hagnaður af
fískvinnslunni var um 1,3 milljón.
Samtals um 11 milljónir. Helmingur
þess fór í lögbundinn varasjóð og
nettó hagnaðar þvi um 5,5 milljónir
eins og áður er getið.
2,5 milljóna króna tap varð í raun
á frystihúsinu í fyrra þrátt fyrir
mikinn bókfærðan hagnað, sem að
mestu leyti er til kominn vegna
vantalinna birgða í árslok 1984.
Aðalfundur félagsins var haldinn
i vikunni. Þar var ákveðið að gefa
út jöfnunarhlutabréf og tvöfalda
hlutafé félagsins sem á eftir verður
107 milljónir króna. Einnig var
samþykkt að greiða 5% arð sem er
um 2,7 milljónir og greiða starfsfólki
uppbót á laun ársins 1985, en sam-
tals verða það um 2,5 milljónir króna
sem félagið greiðir i þvi sambandi.
Eiginfjárstaða fyrirtækisins batnaði
um 50 milljónum króna á árinu, úr
142 í 192 milljónir.
Bílferð
um borgina
Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík bjóða Reykvíkingum í skoðunar-
ferð um höfuðborgina II. hvitasunnudag 19.
maí nk.
Lagt verður af stað frá Sjálfstæðishúsinu Val-
höll kl. 13 og 14 (2 ferðir).
Að lokinni skoðunarferð verður þatttakendum boðið
upp á kafllveitingar í Valhöll.
Frambjóðendur annast leiðsögn.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á skrifstofu Sjálf-
stæðisflokksins í síma 82900 frá kl. 9—17 virka
daga og frá kl. 13— 17 laugardag.
Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins
í Reykjavik.