Morgunblaðið - 16.05.1986, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR16. MAÍ1986
Davíð
Oddsson
borgarstjóri
svarar
spurningum
lesenda
Spurt og svarað
um borgarmál
LESENDAÞJÓNUSTA MORGUNBLAÐSINS
Davíð Oddsson, borgarstjóri í Reykjavík og efsti maður á framboðslista
sjálfstæðisfólks í borgarstjórnarkosningum, sem fram fara 31. maí næstkom-
andi, svarar spurningum í Morgunblaðinu um borgarmál í tilefni kosninganna.
Lesendur Morgunblaðsins geta hringt til ritstjórnar blaösins í síma 10100 á
milli kl. 11 og 12 árdegis, frá mánudegi til föstudags, og lagt spurningar
fyrir borgarstjóra, sem blaðiö kemur á framfæri við hann. Svörin birtast síðan
í þættinum Spurt og svarað um borgarmál. Einnig má senda spurningar í
brófi til blaðsins. Utan á bréf skal rita: Spurt og svarað um borgarmál, rit-
stjórn Morgunblaðsins, pósthólf 1555, 121 Reykjavík. Nauðsynlegt er, að
nafn og heimilisfang spyrjenda komi fram.
Svipmynd úr Árbæjarhverfi. Á bakhlið myndar, sem ekki er ný af nál, stendur: Máluðu sjálf blokk-
ina. Myndin er táknræn fyrir þá viðleitni sem borgarbúar almennt sýna nú, á 200 ára afmæli
Reykjavikur, að fegra umhverfi sitt.
að gangstéttargerð í syðsta hluta
Framkvæmdir í Árbæ
og Seláshverf i
Þuríður Magnúsdóttir:
A) Stendur til að byggja sundlaug
í Árbæjarhvefí og þá hvar og
hvenær?
B) Miki! umferð til borgarinnar
og frá gegnum Árbæjarhverfí
torveldar íbúum þess að fara ferða
sinna úr hverfínu og heim aftur.
Stendur til að færa þessi mál til
betri vegar, til dæmis með um-
ferðarljósum?
C) Hvaða framkvæmdir eru
framundan hjá borginni í þágu
íbúa Árbæjarhverfís á þessu ári
og því næsta?
Svar: Fyrirhugað er í skipulagi
að:
1. sundlaug rísi við íþróttamann-
virkin við Fylkisveg. Tímasetning,/
er ekki ákveðin. Nýverið var tekin
í notkun bað- og búningsaðstaða
við sundlaugina í Laugardal og á
sl. ári var Breiðholtslaug stækkuð
til muna. Þannig hefur aðstaða
þeirra sem sundlaugamar sækja
batnað til muna á kjörtímabilinu.
2. Á þessu ári verða sett upp
umferðarljós á gatnamótum
Hraunbæjar og Bæjarháls gegnt
Bitruhálsi og ætti þá umferðarör-
yggi fbúa í Árbæjarhverfí að
batna til muna.
3. Á þessu ári verður háspennu-
línan milli Hraunbæjar og Bæjar-
háls tekin niður og jarðstrengur
settur í staðinn. Með þessu opnast
ýmsir möguleikar til umhverfis-
bóta, til byggingar á bflskúrum
fyrir íjölbýlishúsin við Hraunbæ
o.fl. á þessu svæði og munu skipu-
lagsnefnd og Borgarskipulag
vinna að þessu verkefni nú á
næstunni. Talsverðar fram-
kvæmdir verða á miðsvæði Ár-
bæjarhverfís næst Árseli og
kirkju, bflastæði verða malbikuð
að þeim hluta sem að borginni
snýr, hvað varðar bflastæði kirkj-
unnar stendur söfnuðinum til boða
að borgin leggi til malbik á bfla-
stæðið og hjálpi til að öðru leyti
með lán úr lánasjóði borgarinnar.
Þar með verður lokið frágangi á
þessu svæði, en miklar lagfæring-
ar hafa verið gerðar á lóð Ár-
bæjarskóla og Ársels á kjörtíma-
bilinu.
Sé litið til Seláshverfísins verð-
ur í haust tekinn í notkun fyrsti
áfangi grunnskóla í suður-Selási
og mun hann létta álagi af Ár-
bæjarskóla.
Unnið verður við útivistarsvæði
milli Fylkisvegar og Selásbrautar
í sumar, eins og áður er vikið að
í svörum mínum. Unnið verður
Seláshverfís nyrðra, og Iýkur þeim
framkvæmdum þá í þessum hluta
hverfísins á milli Selásbrautar og
Fylkisvegar.
Með styrk Reykjavíkurborgar
hefur íþróttafélagið Fylkir hafíð
gerð íþróttasvæðis á stærsta úti-
vistarsvæði hverfísins. Umhverfi
Höfðabakkans hefur tekið miklum
stakkaskiptum og er örugg
gönguleið undir hann niðri við
Rafstöðvarveg og ennfremur
gegnt Árbæjarsafni.
Unnið verður áfram að um-
hverfisbótum við Árbæjarsafn og
ættu safnið og umhverfí þess í
vaxandi mæli að laða að sér íbúa
í hverfínu og er stefnt að því að
svo verði í starfí safnsins.
Ártúnsholtið er í uppbyggingu
en þar veða gerð 3 leiksvæði nú
í sumar og er það byijun á frá-
gangi í hverfínu eins og vikið
hefur verið að í svörum mínum á
þessum vettvangi.
Seláshverfi
Anna Harðardóttir, Mýrarási
14, spyr
1. Hver verður framvinda máls
með húsgrunn að verslun við
Selásbraut?
2. Hvað er fyrirhugað með autt
svæði í Seláshverfí sem gengur
niður frá Selásbraut að Fylkis-
velli, og hvenær hefjast fram-
kvæmdir?
Svör:
1. Lóð sú sem hér um ræðir er
eignarlóð, svo sem flestar lóðir í
Selási. Skv. skilmálum bar eig-
anda að koma upp botnplötu innan
árs frá því að lóðin var byggingar-
hæf og við það var staðið. Fram-
kvæmdir hafa síðan legið niðri.
Borgaryfírvöld geta fellt bygging-
arleyfíð úr gildi og fýrirskipað
eiganda að ganga snyrtilega frá
lóðinni, en gera verður ráð fyrir
að eigandinn vilji frekar nýta fjár-
festingu sína og halda fram-
kvæmdum áfram. Eg mun fara
þess á leit að borgarverkfræðing-
ur setji eigandanum byggingar-
frest, en að öðrum kosti verður
byggingamefnd beðin að aftur-
kalla leyfíð.
2. í sumar verða hafnar fram-
kvæmdir við útivistarsvæði
20.400 m 2 að stærð sem er syðst
í nyrðri og eldri hluta Seláshverf-
is. Svæðið liggur inni í byggðinni
og nær frá Selásbraut í austri að
fylkisvegi í vestri. Þama verða
gaeði gróðurreitir og leikvellir.
í sumar verður lokið við mótun
svæðisins, gerð gangstígs og
byijað á plöntun tijáa og mnna.
Þetta er áfangaskipt verkefni og
lýkur væntanlega á sumri 1987
að fullu.
Leiksvæði í Selum
Guðjón Jónsson, Jóruseli 26,
Reykjavík.
Fyrirhugað hefur verið að koma
upp bamaleikvelli á homlóð hér
í næsta nágrenni. Nú liggur fyrir
að framkvæmd þessi sé ekki tíma-
sett fyrr en 1989, þá verða þau
böm, sem hingað fluttust fyrst,
komin á fermingaraldur. Mín
spuming er, hvort ekki megi lag-
færa þetta fyrirhugaða róluvallar-
svæði lítið eitt strax í vor, ef
framkvæmdir dragast. Það er
opið flag eins og er, hverfínu lítt
til prýði.
Svar:
í áætlun Umhverfís og útivistar
1986 er gert ráð fyrir leiksvæði
við Kaldasel, sem verður lokið við
í maí. Þetta svæði er milli Jómsels
og KlyQasels og ætti að koma
þessu hverfi til góða. Samkvæmt
framkvæmdaáætlun 1984—1989
Umhverfis og útivistar er leik-
svæði við Jórusel á áætlun 1989.
Ennfremur skal upplýst, að nú í
surnar heQast framkvæmdir við
skólagarða milli Fljótasels og
Jaðarsels og á þeim að ljúka að
vori 1987 og garðamir þá teknir
í notkun. Þess utan er ætlunin
að vinna 2 önnur leiksvæði í
hverfínu nú í sumar og ennfremur
vinna við tijáplöntun og fegmn á
útivistarsvæðinu vestan Gijótas-
els (Seljabotnar).
Fuglar á íslandi
í máli og myndum
Bók Hjálmars R. Bárðarsonar með 500
ljósmyndum, teikningum og kortum
Hjálmar R. Bárðarson hefur
gefíð út bókina Fuglar íslands.
Fjallar hann í myndum og máli um
alla íslenzka varpfugla, ýmsa far-
gesti og óreglulega varpfugla.
Hjálmar hefur tekið allar myndimar
í bókinni, sem flestar era í lit, eða
392, en alls era ljósmyndir, teikn-
ingar og kort um 500 talsins. Bókin
er fáanleg nú á íslenzku og ensku,
en í haust era væntanlegar útgáfur
á dönsku, frönsku og þýzku. Bókin
er 336 blaðsíður að stærð í stóru
broti.
Hjálmar skiptir bókinni, þar sem
fjallað er um íslenzka fugla, í 14
meginkafla. Fyrsti kaflinn ber heit-
ið Heimur manna og fugla og era
þar rakin ýmis atriði um sambýli
fugla og manna, almennt og það
sem sérstaklega varðar ísland.
Annar kafli bókarinnar fjallar um
síðasta geirfuglinn og er þar rakin
sorgarsagan um útrýmingu hans.
Talið er að síðasta par þessa ófleyga
fugls hafí verið drepið í Eldey árið
1844.
I þriðja kaflanum er yfirlit um
íslenzka fugla. Þar er m.a. skýrt
frá ýmsum áhugaverðum stöðum á
landinu til fuglaskoðunar. Rótgróin
hefð er að kalla íslenzka fugla þá,
sem verpa á landinu.
Sumir þessara fugla dveljast þó
ekki á varpstöðvunum nema 3—5
mánuði árlega, en aðrir era stað-
fuglar. Staðfuglamir era á eða við
landið allan ársins hring, en farfugl-
amir flýja hinsvegar hörð kjör vetr-
arins og fljúga til suðlægari landa.
Á sumrin setja varpfuglamir svip
sinn á allt fuglalíf landsins, bæði
staðfuglar og farfuglar.
Árlega verpa á Islandi rúmlega
70 tegundir fugla, en alls hafa sést
á landinu meira en 300 tegundir.
Flestar tegundimar era því flæk-
ingsfuglar, vetrargestir, sem koma
að hausti og hverfa að vori, eða
fargestir, þ.e. umferðafarfuglar,
sem hafa viðkomu vor og haust á
leið til og frá norðlægari varpstöðv-
um. Nokkrir þessara fugla hafa
með vissu orpið á íslandi í eitt eða
fleiri skipti.
Borið saman við nálæg Evrópu-
lönd era tegundir varpfugla á Is-
landi fremur fáar. Á hinn bóginn
er fyöldi einstaklinga sumra þessara
tegunda gífurlega mikill og má
því telja ísland auðugt af fuglum.
Þeir fuglar, sem fyrst og fremst
setja svip á fuglalíf á íslandi, era
sjófuglar, endur og vaðfuglar. Um
þriðjungur íslenskra varpfuglateg-
unda eru sjófuglar, en hvað varðar
tölu einstaklinga era þeir hinsvegar
yfírgnæfandi meirihluti íslenskra
varpfugla.
Sumar íslenskar sjófuglategundir
telja þannig milljónir einstaklinga,
og alls er talið að eigi færri en 13
milljónir sjófuglapara verpi á ís-
landi.
í þeim ellefu meginköflum bókar-
stáMxmú.
Hjálmar R. Bárðarson í súlubyggð í Eldey 20. ágúst 1982.
innar, sem koma á eftir kaflanum
um íslenska fugla, er sagt frá þeim
fuglum, sem velja sér líkt umhverfi,
era skyldir, eða hafa þróast þannig
að athafnir þeirra era líkar. Þessir
sérkaflar heita: Eyjar og sker,
Bjargfuglar, Strandfuglar, Vot-
Iendi, Endur, Mófuglar, Við
mannabústaði, Hálendið, Hraun
og kjarrlendi, Ránfuglar, og að
lokum Gestir og stopulir varp-
fuglar.
I bókinni eru ljósmyndir og lýs-
ingar allra reglulegra varpfugla
landsins, og auk þess era myndir
og lýsingar nokkurra sjaldgæfra
flækingsfugla og fargesta. Lögð er
áhersla á að sýna bæði fuglana
sjálfa og umhverfi þeirra, og gerð
er grein fyrir ýmsu forvitnilegu í