Morgunblaðið - 16.05.1986, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR16. MAÍ1986
Ef þú slakar á
ertu búinn að vera
Rætt við Guðlaug Bergmann í til-
efni af 20 ára afmæli Kamabæjar
í maí árið 1966, fyrir réttum tuttugu árum, var opnuð ný verslun
á homi Skólavörðustígs og Týsgötu í Reykjavík. Verslunin lét ekki
mikið yfir sér hið ytra, en þó vakti opnun hennar talsverða athygli
og umtal. Þetta var fyrsta verslunin, sem bauð eingöngu upp á tísku-
föt fyrir bítlakynslóðina svonefndu, sem þá var að vaxa úr grasi.
Ekki höfðu allir trú á þessu fyrirtæki og margir vom á því að hér
væri á ferðinni tískubóla, sem myndi springa, eins og tónlistin.
Hvomgt sprakk, bítlatónlistin varð ódauðleg og þótt hér sé ekki
verið að gera því skóna, að fyrirtækið Kamabær muni standa um
aldur og ævi, er víst, að það hefur vaxið og dafnað á þeim tuttugu
ámm, sem liðin em frá stofnun þess. Þar vinna nú um 100 manns,
og hafa aldrei verið fleiri. Forstjóri fyrirtækisins, Guðlaugur Berg-
mann, hefur á þessum tuttugu ámm verið áberandi persóna i ís-
lensku viðskiptalífi, umdeildur fyrir ýmis tiltæki enda gustar oft á
tíðum um hann. „Hann hefur komist þetta á frekjunni," sagði einn
kunningja hans þegar 20 ára afmælið barst í tal. Annar var ekki
sammáia þessari skýringu og taldi að velgengni Gulla mætti rekja
til starfsorku hans og ótrúlegrar bjartsýni. Við skulum heyra hvað
um fyrirtækið og uppbyggingu
Guðlaugur hefur sjálfur að segja
þess á þessum tímamótum:
„Sannleikurinn er sá, að Kama-
bær varð til fyrir tilviljun. Ég ætlaði
mér aldrei að setja upp smásölu-
verslun. Ég ætlaði mér númer eitt,
tvö og þrjú að selja í heildsölu. Ég
hafði rekið heildsölufyrirtæki í
nokkur ár, G. Bergmann og Co, og
ætlaði mér aldrei að fara út í neitt
annað en innflutning. Þegar þessi
nýja bylgja kom, þessi fatatíska
sem fylgdi popptónlistinni, ætlaði
ég mér að ná í umboð fyrir þessi
föt. Ég á enn símskeyti frá John
Stevens, sem er eins konar guðfaðir
Camaby Street í London, sem varð
miðstöð þessarar tísku á sínum
tíma. Hann opnaði fyrstu búðina í
gömlum pöbb í Camaby Street og
byrjaði að selja bítlaföt.
Ég fylgdist vel með þessari þró-
un, bæði þar sem ég var í innflutn-
ingi á fötum og eins var ég vel með
á nótunum í músíkinni, sem þessi
nýja tíska fylgdi. Ég setti mig því
í samband við þennan Stevens, en
það dróst alltaf að fá staðfestingu
frá honum um opnun heildsölu á
þessum vörum. í millitiðinni hafði
ég hins vegar haft samband við
tvær versianir hér í Reylq'avík, sem
ætluðu að selja þessar vömr. Þeir
urðu svo þreyttir. á biðinni og einn
daginn frétti ég að þeir væm famir
af landi brott til London.
Ég vissi strax hvað var að gerast
þama og við Jón Baldursson, sem
stofnaði með mér Kamabæ ásamt
Bimi Péturssyni, mkum út á eftir
þeim til London og hittum þá á
Regent Palace-hótelinu. Þar voru
þeir með öðmm heildsala og sögðu
okkur að þeir væm búnir að kanna
málið og þessa vöm væri hvergi
að fá nema að kaupa hana af John
Stevens, nánast á búðarverði. Þetta
væri því útilokað og ekki hægt.
Þeir ætluðu allavega ekki að vera
með eða koma nálægt þessu. Ég
talaði digurbarkalega og sagði að
við væmm í pottþéttum sambönd-
um, og ef þeir vildu ekki vera með
þá næði það ekki lengra. Við
myndum þá bara tala við aðra.
Með það löbbuðum við Nonni út
á Regent Street í þungum þönkum
og vissum í rauninni ekkert hvað
við áttum að gera. Þetta var í þriðja
sinn sem ég hafði komið til London
og ég þekkti því ekkert til þama í
borginni. Um miðja vegu á þessari
miklu verslunargötu Iít ég upp og
sé þá skilti sem á stendur: „Baker
Guðlaugur, nýfluttur i verslunina
á Laugavegi 66, árið 1969.
Warburg Division". Ég segi þá við
Nonna: „Mér fínnist eins og ég
hafi séð þetta nafn einhvers staðar.
Eigum við ekki bara að skella okkur
inn og athuga hvort við komumst
ekki í einhver sambönd?" — Löng
saga stutt: Þetta var eina heiidsölu-
fyrirtækið á Bretlandseyjum, sem
var búið að ná sér í öll umboð fyrir
framleiðendur bítlatískufatnaðar.
Þetta er ótrúlegt, en satt.
Við fórum náttúrulega hróðugir
á fund kaupmannanna og létum
heildsalann finna það á okkur að
okkur þætti ekki mikið til hans
koma. Þegar þessir kaupmenn
heyrðu verðið urðu þeir óðir og
uppvægir og daginn eftir gerðu
þeir pöntun. Við gerðum því stóra
aukapöntun þar sem við höfðum
hug á að koma þessum vörum í
fleiri verslanir hér heima. En þegar
við komum heim til íslands brá svo
við að kaupmenn voru tregir til að
kaupa af okkur og við áttum engra
kosta völ. Til að losa okkur við
þessa vöru var okkur nauðugur einn
kostur að setja sjálfir upp verslun,
sem við og gerðum og nefndum
Kamabæ."
Skynjaði popp
byltinguna
„En þótt forlögin hafi gripið
þama inn í atburðarásina var það
engin tilviljun að föt urðu mín versl-
unarvara. Ég hef alla tíð haft
mikinn áhuga á fötum. Ég hannaði
Lúdó-peysuna á sínum tíma, sem
seldist í 2.500 eintökum og Dee-
skyrtuna, sem var gott mál á sínum
tíma. Þegar ég fór fyrst til London,
18 ára gamall, hafði ég keypt mér
peysu í verslun sem hét „Smart
Weston", en þessi verslun var með
fyrstu peysuskyrturnar sem ég
hafði séð. Ég var þá að vinna hjá
Rolf Johansen og þegar ég kom
heim sagði ég við hann að þetta
væri peysan sem við ættum að
framleiða. Rolf var alltaf jafn opinn,
og ég lærði margt af honum þótt
ég hefði aðeins unnið hjá honum í
eitt og hálft ár. Við fengum Jónas
Jónasson útvarpsmann til að aug-
lýsa þessa peysu fyrir okkur og við
seldum hana í þúsundatali. Ég hafði
ágóðahlut af sölunni, fyrir utan
launin hjá Rolf, og þeir aurar urðu
grundvöllurinn að því að ég gat
stofnað heildverslun með bróður
mínum.
Ég hafði mikinn áhuga á fötum
í gamla daga og var áberandi í
klæðaburði miðað við minn tíma.
Colin Porter saumaði á mig föt,
kragalaus, með öfuga vasa og alla
vega. Ég hafði mjög gaman af að
stússa í þessu á þessum tíma, en á
seinni árum, eftir að ég varð feitur
og fínn, hafa viðhorfín gagnvart
fötum á sjálfan mig breyst svolítið,
en það er önnur saga.
Ég var sem sagt búinn að vera
mikið í fatnaði, bæði hanna sjálfur
og láta framleiða fyrir mig föt. Auk
þess var ég umboðsmaður fyrir
vinsælustu hljómsveit landsins á
þeim tíma, Lúdó og Stefán. Það var
því ekkert óeðlilegt að þetta tvennt
gerði það að verkum að ég skynjaði
poppbyltinguna mjög vel, sérstak-
lega í fötum."
Allt fyrir tóma
heppni
„En þegar við Nonni komum
heim frá London höfðu kaupmenn
almennt ekki trú á að þetta gengi.
Guðlaugur Bergmann:
„Lognmollan á ekki við mig.“
Við fengum næstum því að vera
einir með þetta í þijú ár. Fyrsta
daginn sem við höfðum opið, vorum
við bara með karlmannaföt þar sem
við náðum ekki kvenfötunum úr
tolli fyrr en daginn eftir. Við opnuð-
um á mánudegi, sem þótti nú ekki
gott samanber máltækið „mánu-
dagur til mæðu“. Og það má
kannski segja að það hafí verið
ákveðin mæða að reka þetta fyrir-
tæki — alla vega hefur það ekki
verið eintómur dans á rósum. En á
þessum mánudegi seldum við fyrir
53 þúsund krónur, sem var mjög
mikið á þeirra tíma verðlagi. Þetta
var í maí og það sem eftir var árs-
ins fór ég í átta innkaupaferðir til
London.
Þetta var sem sagt bullandi
uppgangur strax í byijun og allt
fyrir tóma heppni. Hugsaðu þér
bara, að líta upp í loftið á þessu
augnabliki á Regent Street og
hvemig allt æxlaðist þar á eftir.
Ef eitthvað er til sem heitir forlög,
þá er víst að mér hefur verið ætlað
að vera í þessum bransa.
Stórfyrirtækið GUS Intemation-
al hafði nýlega keypt þetta „Baker
Warburg Division" á Regent Street
og af einhveijum ástæðum höfðu
þeir skrifað undir allar pantanir sem
við gerðum, án þess að spyija
nokkuð um hvort við ættum fyrir
þessu eða hefðum meðmæli og veð.
Það varð til þess að fjármálastjóri
þessa stóra fyrirtækis, Mr. Hudson,
gerði sér ferð til íslands til að kanna
aðstæður. Bæði var pöntunin nokk-
uð stór og eins vildi hann athuga
hvort þessum mönnum væri treyst-
andi. Vandinn var bara sá, að við
vissum ekki hvemig við áttum að
taka á móti honum. Við áttum
hvorki flottan bíl né flotta skrifstofu
og höfðum heldur ekkert sérstakt
nafn á okkur í versluninni hér heima
því það trúði enginn á okkur. Spum-
ingin var hvort við ættum að reyna
að láta hann halda að við væmm
meiri en við vomm, eða koma til
dyranna eins og við vomm klæddir.
Við ákváðum að vera ekki með
neina sýndarmennsku í þessu og
það féll Mr. Hudson svo vel í geð
að hann ákvað að bakka okkur
algerlega upp. Hann treysti okkur
í einu og öllu. Við þurftum því engar
bankatryggingar eða þess háttar,
og segja má að þar hafi heppnin
komið okkur aftur til hjálpar.
Ég hugsa alltaf með mikilli hlýju
til þessa manns þegar ég lít til baka.
Hann er einn af þeim mönnum, sem
ég á mikið að þakka og ég gleymi
honum aldrei, þótt ég hafí ekki hitt
hann í 18 ár. Ég man að honum
fannst íslendingar að mörgu leyti
skrýtin þjóð, til dæmis að hér máttu
menn drekka sig blindfulla af sterk-
um vínum en ekki bragða bjór. En
með aðstoð Mr. Hudson tókst okkur
að koma fyrirtækinu af stað, og
eins og ég sagði fengum við að
vera að mestu í friði og sitja einir
að þessu í þijú ár. Það þarf hins
vegar ekkert að segja mönnum
hvemig tískuverslanir hafa sprottið
upp síðan og það sem menn sögðu
þá að væri blaðra sem myndi
springa er orðið að umfangsmikilli
atvinnugrein.. Fijálsræðið á þessu
sviði hefur farið vaxandi, bæði í
tónlistinni og klæðaburðinum. En
eins og skuggi fylgir sól hefur þessu
fijálsræði í popptískunni fylgt
skuggi eiturlyfjanna."
Horfði upp á hroðalega
hluti
Hér er Guðlaugur kominn út í
umræður sem hafa verið honum
hugleiknar í gegnum ári'n, þótt
nokkuð sé um liðið síðan hann hóf
fyrst baráttu gegn eiturlyfjaneyslu
ungs fólks.
„Ég hef alltaf verið að burðast
með einhveijar hugsjónir. Þar á
meðal voru skemmtanimar með
„fulltrúa ungu kynslóðarinnar" og
svo eiturlyfjamálin. í rauninni er
þetta tvennt nátengt sögu Karna-
bæjar því þetta fylgdi þróuninni í
popptískunni. Ég ákvað strax að