Morgunblaðið - 16.05.1986, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR16. MAÍ 1986
21
„Maður má ekki staðna á neinu sviði, þvi stöðnun er dauði í þessum
viðskiptum.“
„Keppnin um fulltrúa ungxi kynslóðarinnar var hugsjón.“
Úr saumastofunni á Nýbýlavegi.
beita mér gegn eiturlyfjavágestin-
um, en verð að segja alveg eins og
er, að ég hef orðið fyrir miklum
vonbrigðum með þróun þessara
mála hér á landi. Eg á enn viðtal
við mig sem var skrifað 1970, þar
sem ég nánast grátbið menn um
að taka höndum saman í þessari
baráttu. Allt sem ég sagði í þessu
viðtali er komið fram, og hefði sjálf-
sagt verið hægt að bjarga miklu
ef menn hefðu hlustað þá. En menn
skelltu skollaeyrum við þessu og
sumir afgreiddu þetta sem hvert
annað móðursýkisröfl. Um svipað
leyti gekk þáverandi forsætisráð-
herra okkar af fundi forsætisráð-
herra Norðurlanda, þar sem eitur-
lyfjamálin voru til umræðu, með
þeim orðum að þetta væri ekkert
fyrir sig, þetta vandamál væri ekki
til á íslandi.
Vandinn við þetta var sá, að
krakkamir tóku þessum efnum eins
og nýjabruminu í fatnaðinum og
músíkinni. Mér fannst þvf að þama
væri eitthvað á ferðum sem ég yrði
að skipta mér af og lagði á mig
ferðir til útlanda til að kynna mér
þessi mál. í Amsterdam, í gömlu
leikhúsi sem hét Paradiso og hafði
verið Iögleitt sem eins konar aðsetur
fyrir eiturlyfjaneytendur, horfði ég
upp á svo hroðalega hluti að ég fékk
hálfgert sjokk. í Englandi gekk ég
í samtök sem börðust gegn eitur-
lyfjum og þegar ég kom heim byij-
aði ég að vinna í þeim hópi, þar sem
ég þekkti til. Ég fékk til liðs við
mig íslenska poppara, tískusýning-
arfólk og fleiri sem vom áberandi
meðal ungs fólks. Það er svo
kannski önnur saga að ekki urðu
allir til að hlýða kallinu og af þess-
um sökum urðu ákveðin skil á milli
mín og nokkurra góðra kunningja
minna úr músíkinni.
Ég náði samt saman góðum hópi,
sem ákvað að beijast gegn eiturlyfj-
unum, og við héldum eina „ungu
kynslóðar skemmtunina" undir
þeim formerkjum. Ágóðinn rann til
Æskulýðsráðs Reykjavíkur. Síðan
kallaði ég saman blaðamannafund
í Glaumbæ, þar sem mættir voru
fulltrúar nánast allra fjölmiðla, og
ætlunin var að ræða eiturlyfja-
vandamálið. Það er skemmst frá
því að segja, að þama varð ég fyrir
einhveijum mestu vonbrigðum lífs
míns. Það sem vakti fyrir mér með
þessum fundi var að vekja upp
samstillt þjóðarátak með aðstoð
ljölmiðlanna, með öðmm orðum að
„móralísera" þjóðina gegn þessum
vágesti. En hvað gerðist, fyrsta
spumingin sem borin var upp á
fundinum var þessi: „Heyrðu Gulli,
hvað ætlar svo Kamabær að græða
á þessu?“ — Síðan upphófst rifrildi
milli blaðamannanna um það,
hveija af þessum poppstjörnum sem
þama vom samankomnar hver
fengi í viðtal við sitt blað. Þú fyrir-
gefúr, en síðan þá hef ég alltaf
verið ákaflega tortrygginn gagn-
vart blaðamönnum. Reyndin hefur
líka orðið sú, að öll umræða í fjöl-
miðlum um eiturlyfjamál hefur
verið í æsifregnastíl, þar sem bara
er hugsað um fréttina en ekkert
um að „móralísera" þetta mál, sem
er auðvitað það eina sem skiptir
máli.
Þetta er kannski útúrdúr, en að
mínum dómi er þetta tengt sögu
Kamabæjar og bæði þetta mál og
mörg önnur mál, sem ég hef lagt
lið, eru hugsjónir sem tengjast
staifnu með einum eða öðmm
hætti. Ég er hugsjónamaður og fer
ekkert ofan af því, þótt margir eigi
erfítt með að skilja, að menn sem
stundi viðskipti geti haft aðrar
hugsjónir en þær að græða pen-
inga.“
Og- framleiddi svo bux-
ur, buxur, buxur . . .
Talið berst aftur að Kamabæ og
uppgangi fyrirtækisins. Guðlaugur
nefndi það áður, að rekstur fyrir-
tækisins hefði ekki alltaf verið dans
á rósum og ég spyr hann um erfiðu
tímabilin:
„Eftir mjög góða byijun urðum
við fyrir fyrsta áfallinu á ámnum
’67 og ’68, en á eins árs tímabili
fengum við á okkur 100% gengis-
fellingu. Þetta var þegar síldin
hvarf og allt var á leið til andskot-
ans. Þetta var auðvitað mikið áfall
fyrir fyrirtæki, sem var í burðarliðn-
um, því í rauninni þurftum við
helmingi meira fé en við höfðum úr
að moða. Þegar þetta gerðist vomm
við mjög hart keyrðir og útlitið
svart. Eg tók því lager sem við
áttum til, fyllti Bronco-jeppann
minn, þannig að ég rétt komst fyrir
undir stýri og fór með allt draslið
út á land. Ég seldi allt úr bílnum
í verslanir úti á landi og þetta bjarg-
aði Kamabæ fyrir jólin 1968. Þá
kom sér vel að ég hafði verið sölu-
maður á ámm áður.
Broncoinn var þá keyrður 80
þúsund kflómetra og ég hafði aldrei
skipt um dekk á honum. Enda stóð
það á endum, að þegar ég var búinn
að selja úr honum og var að leggja
í stæði á Akureyri, þá sprakk auð-
vitað. Ég hafði hins vegar lagt fyrir
utan dekkjaverkstæði — gamla
heppnin eða „Lady Luck“ stóð sem
fyrr við hliðina á mér. Ég á henni
og forsjóninni vissulega mikið að
þakka.
Verslunin var síðan flutt í hús-
næðið á Laugavegi 66. Við tókum
við því fokheldu og settum þar inn
eldgamlan Fordbfl, árgerð 1928,
sem er nú í eigu Omars Ragnars-
sonar. Það var mikið mál að koma
honum inn og enn meira mál að
ná honum út þegar við seinna skipt-
um um innréttingu. Síðan settum
við upp skóverslun og snyrtivöm-
verslun á Klapparstíg 37. Við byij-
uðum þá að framleiða lítilsháttar á
loftinu á Klapparstígnum og vomm
með þijár saumakonur. Ein þeirra
vinnur hjá mér enn. Þá var ég svo
heppinn að fá æskuvin minn, Colin
Porter, til samstarfs við mig og það
samstarf stendur enn. Raunar var
það hann, sem upphaflega lét mig
vita um tilvist Johns Stevens og
Camaby Street og kom inn hjá mér
hugmyndinni að fara út í þessi
viðskipti.
En á meðan við vomm þama á
loftinu á Klapparstígnum komst
„tweed-efni“ í tísku, sem ekki hafði
verið í fjölda ára og ég komst að
því að Gefjun á Akureyri átti á lager
eldgamalt „tweed-efni“ upp á
þurrklofti, eina 4.000 metra. Ég fór
og keypti allt þetta efni á góðu
verði og framleiddi svo úr því buxur,
buxur, buxur og buxur.
Skömmu seinna fór Jón Baldurs-
son út úr fyrirtækinu. Hann fékk
húsnæðið á Klapparstíg í sinn hlut
og verslunin þar var þá lögð niður.
Næst gerist það að við kaupum
saumastofuna af Últfma og byijum
að framleiða í stærri stfl og þar
rákum við saumastofu í 10 ár, þar
til við fluttum í Fossháls 27 árið
1979. Verslunina á Týsgötu fluttum
við niður á Laugaveg 20 árið 1973
og um svipað leyti keyptum við
Austurstræti 22, sem er í eigu
fyrirtækisins ennþá.
Við fengum síðan umboð fyrir
Pioneer-hljómflutningstæki og fór-
um svo út í hljómplötuverslun á
móti Steinari Berg árið 1976. Þegar
ég gerði svo upp skiptin við Qöl-
skyldu Bjöms heitins Péturssonar
gerði ég upp skipti við Steinar líka
og seldi honum minn hlut. Steinar
rekur nú hljómplötuverslanimar
einn undir nafni Kamabæjar og við
erum með skrifstofur á sama stað.
Ég tók þá ákvörðun þama að vera
einn, sem var vissulega stór ákvörð-
un.“
Stöðug barátta
„Nú er ég með fjórar verslanir
Kamabæjar í Reykjavík og verslun-
ina Bonaparte og á svo helminginn
í Garbo á móti Erlu Ólafsdóttur,
sem áður hafði unnið hjá mér í 15
ár, eða sfðan 1968. Svo er það
saumastofan, skrifstofumar og
lagerinn á Nýbýlavegi 4 í Kópavogi.
Ég hef sem sagt snúið mér aftur
að fatnaðinum eingöngu og fram-
leiðslan hefur aldrei verið meiri.
Þetta eru með öðrum orðum
góðir tímar hvað föt og fatafram-
leiðslu varðar?
„Hvorki verri né betri en oft áður.
Ef þú stendur ekki alltaf á tánum
og berst eins og ljón ertu búinn að
vera í tískuheiminum. Þetta er
stöðug barátta og aldrei hægt að
slappa af. Þegar þú ferð að slappa
af liggur leiðin beint niður á við
og þú ert búinn að vera. Þó að þér
gangi vel vor og sumar, er ekki þar
með sagt að þér muni ganga vel
haust og vetur. Þú verður alltaf að
byija upp á nýtt og hættulegast
af öllu er að ofmetnast og halda
að þetta sé allt svo auðvelt af því
Guðlaugur í hópi samstarfsmanna þegar „nýja efnahagsstefnan" var kynnt.
að þér gekk vel síðast. En þar sem
ég er maður baráttunnar þykir mér
alltaf gaman að beijast og mér
finnst ég sjálfur vera sterkastur í
mótvindi. Lognmollan á ekki við
mig.“
Hafa einhvern tíma komið þau
tímabil, sem þú hefur verulega ótt-
ast að allt sé að fara til fjandans?
„Já, og ég get alveg sagt þér
hvenær það var. Það var þegar við
fluttum upp í Fossháls um haustið
1979. Við höfðum ákveðið að
byggja þama og duttum inn í óða-
verðbólgu. Dollarinn steig og steig
og lánin, sem við byggðum fyrir,
vom flest í dollurum. Það erfíðasta
var þó að saumakonumar, sem við
héldum að myndu fara með okkur
upp í Árbæ, vildu ekki flytja sig á
þennan nýja vinnustað og við misst-
um á einu bretti um 20 saumakon-
ur. Þegar við þurftum mest á því
að halda að fá tekjur af framleiðsl-
unni dróst hún saman og það laus-
afé, sem við þurftum til að komast
þama inn, var ekki fyrir hendi. Á
þessu tímabili var Kamabær næst
því að fara yfímm. Þetta var mikil
barátta, en með góðu samstarfs-
fólki og sameiginlegu átaki tókst
að forða fyrirtækinu frá hmni.
Almennt talað hafa þessar geng-
isfellingar og óðaverðbólga í gegn-
um árin verið mér erfíðar í skauti.
En fyrir einhveija heppni hefur
manni tekist að sigla í gegnum
þetta. Enn ein heppnin var, að
þegar við skiptum upp fyrirtækinu
og ég tók við rekstrinum af Qöl-
skyldu Bjöms Péturssonar, þá tók
ný ríkisstjóm við, þessi sem nú
situr. Hún festi gengið og stöðvaði
verðbólguna fram til áramóta 1983,
sem gerði það að verkum að það
var hægt að skipuleggja fyrirtækið.
Það gera sér ekki allir grein fyrir
þvf að þessi óðaverðbólga er slíkur
ógnvaldur, að það er ekki hægt að
skipuleggja eða gera áætlanir.
Menn em bara á stöðugum flótta
undan ógnvaldinum og alltaf að
bjarga sér fyrir hom á harðahlaup-
um. En þama fékk ég, rétt einu
sinni, óskabyr, einmitt þegar ég
þurfti á honum að halda, og þama
kom átta mánaða tímabil, þar sem
hægt var að vinna í friði og skipu-
leggja og gera áætlanir af einhveiju
viti. Og ég vil undirstrika að það
var ekki síst góðu samstarfsfólki
að þakka að þetta bjargaðist. Það
var á þessum tíma sem við komum
fram með okkar eigin efnahags-
stefnu í auglýsingum og batamerk-
in, sem vöktu athygli og umtal á
sínum tíma.
Sannleikurinn er sá, að maður
þarf alltaf að vera að breyta, bara
breytinganna vegna. Maður má
ekki staðna á neinu sviði því stöðn-
un er dauði í þessum viðskiptum.“
Er það kannski skýringin á vel-
gengni þinni?
„Velgengni og velgengni ekki.
Það fer eftir því hvað þú kallar
velgengni. Það er kannski vel-
gengni í sjálfu sér að maður skuli
ennþá vera lifandi. Ég fékk í vöggu-
gjöf lífsgleðina og bjartsýnina og
er ekki latur, þó ég segi sjálfur frá.
Það er kannski hluti af skýringunni.
En það er gífurlegur vandi að halda
svona framleiðslufyrirtæki gang-
andi og skýringin á því að það er
enn starfandi er líklega fyrst og
fremst sú, að ég hef verið mjög
heppinn með starfsfólk.
I þessu samband og á þessum
tímamótum fínnst mér tilhlýðilegt
að minnast þess manns sem ég
starfaði með frá upphafi til ársins
1977, Bjöms heitins Péturssonar.
Hann var ekki aðeins samstarfs-
maður heldur einnig vinur minn og
hann á vissulega sinn stóra þátt í
uppbyggingu fyrirtækisins. Ég
persónulega á honum mikið að
þakka og Kamabær einnig."
Ég spyr Guðlaug að lokum hvort
hann eigi einhverjar ráðleggingar
til handa ungum mönnum, sem nú
eru að hefja feril sinn í viðskiptalíf-
inu.
„Þeir skulu muna það eitt, að
þeir eiga ekki allt sem kemur í
kassann. Maður þarf fyrst að afla
fjárins áður en maður fer að eyða
því.“
- Sv.G.