Morgunblaðið - 16.05.1986, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 16.05.1986, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÓSTUDAGUR16. MAl 1986 MATARLIST ’86 „Fjórði hver þorskur sem er dreginn er á land fer saltaður til Portúgal“ — segir Sigurður Haraldsson skrifstofustjóri SÍF EITT af þeim fyrirtækjum sem kynnir framleiðslu sína á sýningunni íslensk matarlist í Laugardalshöll er Sölusamband íslenskra fiskframleiðenda. Sölu- sambandið er þriðji stærsti útflytjandi þjóðarinnar, og flutti út 49 þúsund lestir af saltfiski fyrir 4 milljarða króna á síðastliðnu ári. SÍF hefur innan vébanda sinna um 300 f ramleiðendur sem eru dreifðir um land allt. Saltfískframleiðsla hefur lengi skipt afkomu íslendinga miklu máli, og á sterk ítök í menningu þjóðarinnar samanber hin fleygu orð Nóbelsskáldsins: „Lífið er saltfiskur". En hvað er SÍF með á prjónunum í dag? „Það er oft sett samasemmerki miíli fiskvinnslu og frystingar," segir Sigurður Haraldsson skrif- stofustjóri SÍF. „Staðreyndin er þó sú að saltfískframleiðsla er umtalsverður hluti fiskútflutn- ings, um 43% af þorskaflanum fór til söltunar á síðasta ári. 49 þúsund lestir af saltfíski voru fluttar út á sl. ári, en það eru um 150 þúsund tonn af þorski úr sjó. Um helmingur saltfiskfram- leiðslunnar er seldur til Portúgal, og því má segja að um fjórði hver þorskur sem dreginn er hér á land fari saltaður til Portúgal. Portúgalir eru stærstu viðskipta- vinir okkar, en auk þess seldum við um 10 þúsund tonn á sl. ári til Spánar, en við seljum saitfísk til 20 landa í öllum heimsálfum. Portúgalir eru 10 milljónir og hver þeirra borðar um 8 kíló af þurrkuðum saltfíski á ári hveiju, en það jafngildir öllum þorskafla íslendinga. Saltfískframleiðslunni er skipt gróflega í fímm flokka, í fyrsta lagi blautverkaður saltfískur sem er verkaður á hefðbundinn hátt en hann er um 65% framleiðsl- unnar, i öðru lagi er tandurfískur sem er framleiddur á svipaðan hátt nema framleiðslutíminn er styttri. Fiskurinn verður bragð- minni, og líkari ferskum físki en hefðbundnum saltfíski. Tandur- fiskurinn hefur eingöngu verið framleiddur í tvö ár en er nú orðinn um 20% framleiðslunnar. Þriðja framleiðsluafurðin er þurrkaður saltfískur, en sú fram- leiðsla hefur farið árminnkandi vegna erfíðleika á þurrfískmörk- uðum og hlutur hans í heildar- framleiðslunni því innan við 5%. í fjórða lagi eru seld saltfískflök, ufsa- og þorskflök, sú framleiðsla hefur farið vaxandi með ári hveiju og var á sl. ári um 7% af framleiðslunni. Í fímmta lagi eru seldar ýmsar hliðarafurðir framleiðslunnar svo sem söltuð þunnildi og fés, sem voru á sl. ári um 3% framleiðslunnar. „Saltfiskframleiðslan dróst saman á áratugnum 60-70 í 30 þúsund tonn að meðaltali á ári, en á áratugnum þar á undan voru framleidd 41 þúsund tonn. Framleiðslan fór aftur í svipaðan farveg áratuginn ’71-’80 en þá var framleiðslan 42 þúsund tonn. Því hefur oft verið spáð að salt- fískframleiðslan sé á góðri leið með að verða úreld vinnnsluað- ferð en þróun síðustu á-a bendir til annars. Sumir hafa sagt að saltfískverkun sé framar öðru geymsluaðferð, en markaðimir sýna að fólk vill kaupa saltfísk þrátt fyrir framboð á ferskum eða frystum físki. Saltfiskurinn er sunnudagsmatur víða í suður- hluta Evrópu, Suður-Ameríku og víðar, en þar er einnig að fínna bestu viðskiptavini okkar. Og sagt hefur verið að margar þess- ara þjóða kunni 1001 aðferð við að matreiða saltfiskinn." Á vegum SÍF hefur verið komið upp rannsóknarstofu sem er til húsa á Keilugranda 1, en þar er unnið að rannsóknum á framleiðslunni, gerðar tilraunir með vöruþróun tengdar verkun og framleiðslu, og unnið að nýj- ungum í sambandi við umbúðir. Rannsóknarstofan tók til starfa í febrúar ’85 og veitir Dr. Sigurð- ur Bogason matvælaverkfræð- ingur henni forstöðu. Frá þeim tíma er rannsóknarstofan tók til starfa hafa verið gerðar ýmsar rannsóknir á saltmælingum og eftiisinnihaldi físksins, og reynt tegunda og samvinna er við Rannsóknarstofnun fískiðnaðar- ins um ýmis verkefni. „Við erum að gera söluátak á mörkuðum sem við höfum lítið sem ekkert sinnt," segir Sigurður Haraldsson. „Meðal annars erum við að gera tilraunir með að pakka saltfiski í neytendapakkn- ingar. Nú erum við að hanna umbúðir, búa til auglýsingar og kanna markaði í þessu skyni. Meðal nýjunga hjá okkur má einnig nefna fésin, það eru salt- aðir þorskhausar sem þykja mikið lostæti í Portúgal. Við seldum 120 tonn þangað í fyrra, á þessu ári höfum við framleitt 700 tonn sem hafa selst til Port- úgal, og eru þegar farin þangað 400 tonn.“ Sigurður Bogason forstöðumaður rannsóknarstofu SÍF portvíni bætt í. Hitið og hellið yfir fískstykkin. Setjið síðan smáttskoma steinselju yfír. Síð- an er allt þetta þakið með stöpp- uðum kartöflum og strokið yfír með hrærðu eggi. Steikt í ofni í 20 mínútur. Saxaðri steinselju stráð yfír áður en rétturinn er borinn fram. Bacalhau com natas á im- perial 4 skammtar saltfískur 2 laukar 1 kg kartöflur (skomar í ten- inga) Vd ijómi 4 stífþeyttar eggjahvítur 7,5 dl mjólk 60 gr hveiti 60 gr smjör salt, pipar, múskat, ólívuolía. Útvatnið fiskinn yfír nótt í köldu vatni. Látið vatnið síga vel af, fjarlægið bein og skerið físk- inn í sneiðar. Skerið laukinn í þunnar sneiðar. Hitið smávegis af ólívuolíu og steikið laukinn þar til hann er mjúkur, ekki brúnað- ur. Bætið síðan við fiskinum og kartöflunum sem hafa verið steiktar áður. Þá er búin til hvít sósa úr smjöri, mjólk og hveiti, sem er síðan bætt við fískinn og kartöflumar. Þar næst er ijóm- anum og stífþeyttum eggjahvít- unum bætt í og allt kryddað með salti, pipar og múskati. Þessu er hellt í smurt eldfast fat, sléttað að ofan og smjörklípa sett ofan á. Bakað í heitum ofni. Bolinhos de bachalhau 240 gr saltfiskur 150 gr flysjaðar kartöflur 3egg 2 eggjahvítur dl ólívuolía söxuð steinselja, einn laukur. Sjóðið kartöflumar og fískinn, eftir að hafa útvatnað hann eina nótt. Fjarlægið roð og bein og stappið fískinn. Stöppuðum kart- föflum, eggjarauðum og stein- selju er síðan hrært saman við fískinn. Sneiðið laukinn og steikið í olíunni þar til hann er ljósbrúnn og bætið út í. Fimm stífþeyttum eggjahvítum er bætt út í og hrært varlega með trésleif. Hitið olíu á pönnu og búið til bollur með tveim matskeiðum úr deiginu. Steikist þar til það er ljósbrúnt. Sigurður Sigfússon við kynningarbás SÍF á sýningunni Matarlist '86. Morgunblaðið/BAR. Bacalhau á transmontana. 6 stykki saltfískur 6 þunnar sneiðar hrá skinka 3 msk. smjör 3 msk. ólívuolía 3 msk. hveiti 1 dl hvítvín 0,5 dl þurrt portvín 1 tómatur eða tómatkraftur 2 laukar 3egg 1 hvítlauksbátur 1 lárviðarlauf salt, pipar, steinselja, stappað- ar kartöflur. Fiskstykkin em útvötnuð með roðið upp í 24-36 tíma. Vatnið látið renna af, stykkin roðflett og beinin fjarlægð. Leggið fisk- stykkin flöt og setjið skinkuna innan í. Setjið stykkin í smurt eldfast fat. Skerið laukinn í þunnar sneiðar og steikið í smjöri eða olíu, látið ekki brúnast. Leggið laukinn yfír fískstykkin. Út í feitina sem eftir varð á pönnunni er settur fíntsaxaður hvítlaukur, tómatur og hveiti hrært út í hvítvíni. Síðan er kryddað með salti og pipar og Rannsóknarstofa SÍF tók til starfa i febrúar á sl. ári og er til húsa að Keilugranda 1. að fínna hvar jafnvægispunktur- inn liggur í saltfiskverkuninni. Fylgst er með þeim efnabreyting- um sem eiga sér stað í fiskinum, og reynt að fínna nýjungar í framleiðsluferlinu. Gerðar eru tilraunir með notkun ýmissa salt- Portúgalir eru meistarar í að matreiða saltfískinn, og sagði Sigurður að við íslendingar gætum lært margt í þeim efnum. Hér fara á eftir nokkrar vinsælar uppskriftir að matreiðslu salt- físks á portúgalska vísu:

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.