Morgunblaðið - 16.05.1986, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR16. MAÍ1986
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir VALDIMAR UNNAR VALDIMARSSON
Margaret Thatcher
Norman Tebbit
Sir Keith Joseph
Ríkisstjóm Margaret Thatcher:
Er veruleg upp-
stokkun í vændum?
BRESKIR íhaldsmenn reyna nú að græða sárin eftir ofarimar í
bæjar- og sveitarstjómakosningimum í síðustu viku og mikið fylgis-
tap í tvennum aukakosningum til breska þingsins. Hefur Margaret
Thatcher forsætisráðherra reynt að stappa stálinu í flokksbræður
sína, sem sumir hafa leyft sér að efast um að ríkisstjomin sé á
réttri leið. Hafa heyrst raddir um að nauðsynlegt sé að gera hvort
tveggja í senn, breyta áherslum í ýmsum málaflokkum og stokka
upp í ríkisstjóminni.
Miklar umræður fara nú fram
innan breska íhaldsflokks-
ins um niðurstöður kosninganna
í síðustu viku og hvemig bregðast
skuli við þeim.
Formaður flokksins, Norman
Tebbit, hitti nýlega háttsetta
starfsmenn flokksinsað máli til
að meta stöðuna og leggja línum-
ar fyrir flokksstarfíð á komandi
mánuðum. Sjálfur hefur Tebbit
sætt mikilli gagnrýni og telja
ýmsir hann eiga töluverða sök á
siælegri frammistöðu íhalds-
flokksins á dögunum er flokkur-
inn tapaði miklu fylgi í bæjar- og
sveitarstjómakosningum og
tvennum aukakosningum til
breska þingsins. Þykir kosninga-
vélin hafa brugðist hrapallega auk
þess sem óbilgjöm framkoma
Tebbits og málflutningur sé lítt
að smekk bresks almennings.
Norman Tebbit hefur um langt
skeið verið hægri hönd Thatcher
forsætisráðherra og einn helsti
talsmaður þeirrar efnahagsstefnu
sem ríkisstjómin hefur fylgt á
undanfömum ámm. Hefur sam-
vinna flokksformannsins og for-
sætisráðherrans verið með ágæt-
um en kosningaúrslitin í síðustu
viku virðast hafa sett nokkuð strik
í reikninginn. Halda bresk blöð
því fram að Tebbit sé nú kominn
upp á kant við Thatcher, sem telji
formanninn ekki hafa staðið sig
í stykkinu við undirbúning kosn-
inganna og kynningu á málstað
íhaldsflokksins. Er það mál
margra að framkoma og málflutn-
ingur Tebbits hafi ósjaldan orðið
flokknum til tjóns meðal kjósenda
því maðurinn sé þeim eiginleika
gæddur að gera umbúðimar
ókræsilegri innihaldinu.
Gagnrýnisraddir
Gagnfynisraddir innan íhalds-
flokksins undanfama daga hafa
ekki eingöngu beinst að einstök-
um foiystumönnum flokksins. Er
ljóst að meðal íhaldsmanna ríkir
ágreiningur um ýmsar áherslur
og aðgerðir ríkisstjómarinnar að
undanfömu og stefnuna á kom-
andi misserum. Ágreiningur þessi
er ekki nýr af nálinni en hefur
komist áþreifanlega upp á yfir-
borðið í kjölfar kosninganna í síð-
ustu viku. Hafa til dæmis nokkrir
ráðherrar í ríkisstjóminni látið í
ljós efasemdir um að stjómin sé
að öllu leyti á réttri leið. Mesta
athygli hefur vakið gagnrýni
Johns Biffens, sem er leiðtogi
flokksins í neðri málstofu breska
þingsins.
I sjónvarpsviðtali síðastliðinn
sunnudag setti John Biffen spum-
ingamerki við ýmislegt í stefnu
og starfsháttum ríkisstjómarinn-
ar, sem hann á þó sjálfur sæti í.
Dró hann meðal annars í efa að
hyggilegt væri að láta koma til
framkvæmda tekjuskattslækkan-
ir, sem Thatcher og stuðnings-
menn hennar hafa mjög beitt sér
fyrir. Sagði Biffen að í stað
skattalækkana ætti ríkisstjómin
að auka framlög til ýmissa félags-
mála, sem þurft hafa að sitja á
hakanum undanfarin ár. Nefndi
hann einkum heilsugæslu og
menntamál í þessu sambandi og
sagði að niðurstöður kosninganna
í síðustu viku væru ótvíræður
vottur um vilja kjósenda til úrbóta
á þessum sviðum. Jafnframt
hvatti Biffen til þess að reynt
verði að breyta ímynd íhalds-
flokksins í augum kjósenda með
því að draga úr þeirri áherslu sem
lögð hafi verið á áhrif og forystu-
hlutverk Margaret Thatcher,
almenningur sé orðinn þreyttur á
jámfrúarímynd forsætisráðherr-
ans. Gaf Biffen fyllilega í skyn
að íhaldsflokknum kynni að vera
fyrir bestu að skipta um forsætis-
ráðherra á næsta kjörtímabili.
Uppstokkun í
ríkisstjórninni?
Að vonum hafa ummæli Johns
Biffens vakið litla hrifningu meðal
Margaret Thatcher og eindreg-
inna stuðningsmanna hennar.
Efast sumir um að þessi háttsetti
ráðherra eigi langa framtíð fyrir
sér í ríkisstjóminni. Ekki er þó
búist við að Biffen verði látinn
taka pokann sinn nú í lok mánað-
arins þegar nokkrar breytingar
verða gerðar á ríkisstjóminni.
Þessar fyrirhuguðu breytingar
stafa af því að sir Keith Joseph
menntamálaráðherra heflir
ákveðið að draga sig í hlé frá
stjómmálaamstri og láta af ráð-
herraembætti. Eftir ófarimar í
kosningunum í síðustu viku velta
menn því hins vegar fyrir sér
hvort Margaret Thatcher forsæt-
isráðherra muni láta sér nægja
að einskorða breytingar á ríkis-
stjóminni við brottför mennta-
málaráðherrans. Hafa heyrst þær
raddir að víðtæk uppstokkun á
ráðherraliðinu sé nauðsynleg til
að gefa stjóminni ferskan blæ og
gera hana um leið færari til að
takast á við þau viðfangsefni sem
bíða úrlausnar fram að þing-
kosningunum á næsta ári. Líklegt
þykir þó að ekki verði stokkað
verulega upp í ríkisstjóminni fyrr
en í haust og að John Biffen verði
meðal þeirra ráðherra sem þá fái
reisupassann.
Umræður um uppstokkun í
bresku ríkisstjóminni eru til vitnis
um þann ásetning íhaldsmanna
að draga réttan lærdóm af ósigr-
inum í síðustu viku. En breytingar
á ráðherraliði fela í sjálfu sér lítið
annað en breytingar á umbúðum,
það er hins vegar innihaldið sem
kjósendur munu einkum hafa í
huga við þingkosningamar að ári.
Margaret Thatcher og fylgismenn
hennar eru þó vígreif og hyggjast
halda til streitu þeirri meginstefnu
í efnahagsmálum sem fylgt hefur
verið undanfarin ár. Halda stuðn-
ingsmenn ríkisstjómarinnar því
fram að þessi steflia hafi borið
viðtækan árangur og fyllilega
sannað réttmæti sitt, nú verði hins
vegar að leggja aukna áherslu á
að koma málstað íhaldsflokksins
til skila meðal kjósenda. Er ekki
gert ráð fyrir að ríkisstjómin
muni breyta um stefnu þótt á lofti
séu nokkur teikn um áherslu-
breytingar. Til dæmis gera bresk
blöð því skóna í dag að stjómin
hafi nú í bígerð að veija auknu
fé til nokkurra málaflokka, sem
almenningur lætur sig miklu
varða, svo sem heilsugæslu og
menntamála. Eru þessi áform
sögð til merkis um þá viðleitni
íhaldlsmanna að vinna ríkisstjóm-
inni aukið fylgi meðal almennings
og undirbúa þannig jarðveginn
fyrir þingkosningamar, sem ekki
fara fram fyrr en á næsta ári en
eru þegar komnar í brennidepil
pólitískrar umræðu hér í landi.
Höfundur er fréttaritari Morg-
unblaðains ÍEnglandi.
I
AP/Símamynd
Gœsir standa vörð við bandaríska herstöð við Frankfurt I
Vestur- Þýskalandi.
Gæsir í varðstöðu
Frankfurt. AP.
NÝJASTA öryggisráðstöfun Bandarikjahers hefur vængi og
fjaðrir: varðgæsirnar.
Bandaríski herinn lætir gæsir
standa vörð við þijár herstöðvar
í Vestur-Þýskalandi og búist er
við að gæsir verði í varðstöðu við
30 herstöðvar í september.
Gæsimar mótmæla hástöfum
þegar óvenjuleg hljóð berast til
næmrar heymar þeirra og eiga
sér langan feril sem verðir, þótt
þær séu nýlunda í Bandaríkjaher.
Gæsir stóðu vörð á einni af
hæðunum sjö, sem Róm var reist
á. í fomum sögum segir að gæsir
hafl bjargað vamarmönnum á
Palatínusarhæð með óhljóðum
sínum þegar Gallar ætluðu að
gera árás í umsátrinu um Róm
390 fyrir Krist.
Varðmenn missa þó ekki vinnu
sína. Gæsimar eru til að gera
þeim viðvart.
Bandaríkjamenn fengu hug-
myndina eftir heimsókn í brugg-
hús Ballantine’s viskýs á Skot-
landi. Ballantine’s hóf að nota
gæsir til að standa vörð árið 1959
og hafa verið sett upp skilti við
verksmiðjuna þar sem óviðkom-
andi eru varaðir við árásum hinna
fiðruðu varðdýra.
Bandaríkin:
Fjárveiting- til gæslu
sendiráða skorin niður
Washington. AP.^
Utannkismalanefnd öldunga-
deildar Bandaríkjaþings ákvað á
miðvikudag að skera fjárveit-
ingu til öryggismála við banda-
risk sendiráð niður um helming.
Bandaríska utanríkisráðuneytið
fór fram á 2,1 mil^jarð dollara.
George Shultz, utanríkisráð-
herra, hefur sagt að slíkur niður-
skurður yrði harmleikur fyrir
öryggismál þjóðarinnar og van-
ræksla þingmanna á skyldu sinni.
Nefndin sagði að horfast yrði í
augu við staðreyndir varðandi fjár-
lögin og samþykkti að veita 1,1
milljarði dollara til öryggsgæslu við
sendiráð það sem eftir lifir fjár-
hagsársins, sem lýkur 30. septem-
ber, og út árið 1987.
’Fjárlaganefnd öldungadeildar-
innar vill veita 500.000 dollurum
til þessara öryggismála, en Richard
Lugar, formaður utanríkismála-
nefndarinnar, segir að fjárlaga-
nefndin hljóti að vera reiðubúin til
að fara leið málamiðlunar.
Nicaragna ætlar að
undirrita Contadora-
friðar samkomulagið
— segir Jorge Abadia, utanríkisráðherra Perú
Lirna, Perú. AP.
Nicaragua hefðu samþykkt skrif-
lega að slást í hóp með Guatemala,
E1 Salvador, Hondúras og Costa
Rica og undirrita friðarsamninginn
6. júní nk., að sögn fréttastofunnar.
Abadia kvaðst þess fullviss, að
friðarsamningur Mið-Ameríkurílq'-
anna yrði undirritaður fyrstu dag-
ana í júní. „Og Nicaragua verður í
hópi þeirra ríkja, sem undirrita
samninginn," sagði Abadia.
Ekki reyndist unnt að ná í emb-
ættismenn í Managua til að fá
staðfestingu þeirra á þessum
ummælum.
Abadia viðhafði þessi orð, er
hann kom til Lima á miðvikudag
ásamt 30 manna samninganefnd
frá Panama.
Utanríkisráðherra Panama,
Jorge Abadia, sagði á miðviðu-
dag, að stjórnvöld í Nicaragua
hefðu samþykkt að skrifa undir
friðarsamning Contadoraríkj-
anna, að sögn ríkisfréttastofunn-
ar Andina í Perú.
Abadia sagði, að stjómvöld í
ERLENT