Morgunblaðið - 16.05.1986, Page 43

Morgunblaðið - 16.05.1986, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR16. MAÍ1986 43 Kristín Óladóttir kennari — Minning Fædd 21. ágúst 1891 Dáin 6. maí 1986 Lækkarlífdaga sól löngerorðinmínferð. Faukífarandaskjól fegin hvíldinni verð. Guð minn gefðu þinn frið gledduogblessaðuþá semaðlögðumérlið. Ljósið kveiktu mér hjá. (H. Andrésdóttir.) Þetta ljúfa vers flaug gegnum huga minn er ég heyrði um lát Kristínar Óladóttur föðursystur minnar. Hún andaðist á Droplaug- arstöðum 6. þ.m. Andlátsfregn hennar kom engum á óvart. Hún var orðin 94 ára, og kraftar hennar þrotnir eftir langa lífsgöngu. Kristín Óladóttir fæddist 21. ágúst 1891 á Stakkhamri í Mikla- holtshreppi á Snæfellsnesi. Foreldr- ar hennar voru merkishjónin Elín- borg Tómasdóttir frá Ingjaldshóli og Oli Jón Ólason frá Borgarholti. Á Stakkhamri bjuggu foreldrar Kristínar allan sinn búskap, við myndarskap og reisn. Heimilið var orðlagt fyrir gestrisni og greiðvikni. Átti margur ferðamaðurinn þar góðu að mæta. Kristín var elst þeirra systkina, sem voru sex. Bræðumir voru fímm og var því Kristín eina dóttirin á heimilinu. Bræðumir voru:_Tómas og Jón, tví- burar, Óli Jón, Ágúst og Sigurður. Öll hafa þau kvatt þennan heim nema Tómas og Sigurður. Heima- sætan á Stakkhamri rann upp eins og fífill í túni, vel gefin og glæsileg stúlka. Það kom fljótt í ljós að hún var bókhneigð í besta lagi. Hennar fyrstu spor á menntabrautinni vom er henni var komið fljótt eftir ferm- ingu til Halldórs Steinsen héraðs- læknir í Ólafsvík. Þar lærði hún tungumál og fleira. Hjá Steinsen var hún við nám í tvo vetur. Þetta var nú ekki algengt með sveita- stúlku á þessum ámm. Kristín hélt áfram að læra. Nú lá leiðin í Flens- borgarskóla í Hafnarfirði. Lauk hún þaðan prófi með góðum árangri. Nokkm síðar giftist Kristín Helga Guðmundssyni frá Ytri- Knarrartungu í Breiðuvík á Snæ- fellsnesi. Þau bjuggu fyrst í Skógar- nesi í eitt ár, og fluttu þaðan til Hafnarfjarðar 1917. Helgi stundaði þar verslunarstörf. Þaðan fluttu þau til Reykjavíkur 1931. Böm þeirra hjóna em: Ingólfur, Áslaug, Sigrún, Gunnar og Jón Rafn. Helgi Guðmundsson andaðist 1943. Ég minnist hennar Kristínar frænku minnar er hún kom fyrst í heimsókn til foreldra minna í Máva- hlíð. Með henni kom einhver ferskur og framandi blær. Hún fór í göngu- ferðir um nágrennið ,og naut nátt- úmfegurðar staðarins, sem marga hefur heillað. Hámark samvem hennar og foreldra minna var að fara í útreiðartúr. Setti þá pabbi ævinlega besta gæðinginn undir systur sína. Hún var vön hestum frá æskuárunum á Stakkhamri, þar vom ávallt góðir hestar, og heyra mátti af samtali systkinanna að oft mundu þau hafa tekið skeiðsprett á eggsléttum Stakkhamarsfjömm. Þá var gaman að lifa, þau urðu æskufólk á ný er þau minntust þessara fomu æskudaga. Sterk vináttubönd vom alla tíð með systkinunum frá Stakkhamri. Ása dóttir Kristínar var mörg sumur hjá okkur í Mávahlíð. Hún var svo hugljúf og góð, kom með sumarfuglunum á vorin, og fór með þeim á haustin. Hún var okkur öllum svo undur kær. Heimili Kristínar stóð okkur systkinunum frá Mávahlíð ætíð opið og áttum við þar margar glaðar og góðar stundir. í yfir fjöratíu ár bjó Kristín ein, stundaði kennslu á vetmm heima. Hún þótti mjög góð- ur tungumálakennari. Þá kom henni að góðum notum hennar góða undirstöðumenntun. Kristín fór oft til útlanda og munu þær ferðir hafa glætt og aukið þekkingu hennar. Margir em þeir orðnir, nemendur Kristínar, en hún stundaði starf sitt meðan þrekið entist. Það þótti mikill kjarkur hjá áttatíu og fimm ára gamalli konu að fara ein síns liðs að heimsækja son sinn er býr \ Ástralíu, en það gerði Kristín. Áttatíu og sex ára fór hún sína síð- ustu ferð til Spánar. Kristín er mér hugstæð sem heimskona, virðuleg í fasi, vel og smekklega klædd^ glaðvær og ömgg í framkomu samfara kvenlegri reisn sem hún bar gæfu til að halda til síðustu stundar. Þegar Kristín fann að degi var tekið að halla fékk hún sama- stað á Dalbraut. Þar dvaldi hún í þtjú ár. Síðustu þrjú árin dvaldi hún á Droplaugarstöðum. Á báðum þessum stöðum naut hún ágætrar hjúkmnar. Að síðustu var forsjónin svo líknsöm að gefa henni friðsæl endalok eftir langan og innihalds- ríkan dag. Ég og systkini mín frá Mávahlíð þökkum Kristínu langa samfylgd og órofa vináttu og tryggð og biðj- um henni blessunar á landi lifenda. Guð blessi afkomendum hennar og öðmm ástvinum minninguna um hana. Elskuð var hún og virt af skyldum og vandalausum er átt höfðu samleið með henni. Um- hyggju bama sinna naut hún til hinstu stundar. Kristín Ólafsdóttir var mikil gæfukona. Guð blessi minningu hennar. Elínborg Ágústsdóttir frá Mávahlíð. Minmng: Sigríður Sveinbjamar- dóttír, Ysta-Skála Fædd 28. október 1908 Dáin 6. maí 1986 Hún lagði upp í för sína frá Ásóifsskála og þar skal nú gist að ferðalokum. Að baki er langt ferða- lag og margir áfangastaðir. Við systumar fengum að vera móður- systur okkar samferða stuttan spöl en eftirminnilegan. Fyrir það þökk- um við á kveðjustund. Sigríður Sveinbjamardóttir fæddist á Ásólfsskála undir Eyja- ijöllum 28. október 1908. Foreldrar hennar vom hjónin Sigríður Anna Einarsdóttir og Sveinbjöm Jónsson. Árið áður en Sigríður fæddist höfðu þau hjónin tekið við búi á Ásólfs- skála af foreldrum Sveinbjamar. Þegar á fyrsta aldursári flytur hún með foreldmm sínum að Ysta-Skála í sömu sveit. Þar vex úr grasi stór systkinahópur en Sigríður var elst 12 systkina og em 8 þeirra enn á lífi. Sigríður var 16 ára þegar hún fer fyrst í vist yfír vetrarmánuðina út í Vestmannaeyjar. Jafnan kom hún þá heim að vori til að dvelja í föðurhúsum yfir sumarmánuðina og hjálpa til við búskapinn. Seinna liggur leiðin til Reylqavík- ur og þar starfaði Sigríður við saumaskap hjá Vinnufatagerð ís- lands. Móðir okkar hefur oft getið um fallegu kjólana og fatnaðinn sem Sigríður kom með úr kaup- staðnum og gaf yngri systkinum sínum. Og þó árin færðust yfír hafði Sigga frænka, eins og við kölluðum hana jafnan, alltaf næmt auga fyrir klaeðnaði. Árið 1952 fór Sigga austur að Ysta-Skála til að hjálpa föður sínum og tveimur bræðmm, þeim Einari og Siguijóni, en þá hafði yngsta systir hennar Svava sinnt heimilis- störfum þar frá 1943 er móðir þeirra dó. Á árinu 1958 hefur Sigga störf sem ráðskona við Sogsvirkjun og starfar þar samfleytt f 16 ár eða til ársins 1974 er hún lætur af störfum vegna aldurs. Þar sem annars staðar var Sigga vel látin. Að loknum starfsdegi stefndi hugur Siggur jafnan austur að Skála og þar dvaldi hún um lengri og skemmri tíma og naut þess að taka þátt í búskapnum sem heimil- isstörfum. Og þau vom ekki mörg einkenni vorsins sem komin vom í ljós, þegar Sigga fór að hafa á orði að nú þyrfti hún að komast í sveit- ina. Frá 1960 bjó Sigga í Granaskjóli 16 í Reykjavík hjá Þóm systur sinni. Meðan hún starfaði við Sogs- virkjun dvaldi hún þar aðeins um helgar en síðustu ár þann tíma sem hún var ekki austur á Ysta-Skála. Þó leiðir okkar systra og Siggu t Sambýliskona mín og móðirokkar, SIGRÚN STURLAUGSDÓTTIR Blikahólum 10, Reykjavfk. verður jarðsungin frá Neskirkju föstudaginn 16. maíkl. 13.30. Elnar Ermenreksson, Steinlaug Sigurjónsdóttir, Sofffa Sigurjónsdóttir, Hreinn Sigurjónsson, Helgi Sigurjónsson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ELÍNAR SIGURBERGSDÓTTUR, Dynskógum 18, Hveragerði. Sérstakar þakkir til laekna og starfsfólks Sjúkrahúss Suðurlands fyrir góða hjúkrun og hjálp. Guö blessi ykkur öll. Lllja Bjarnadóttir, Theodór EM. Kjartansson, Thyrl ÍM. Warner, Kristín Alda Kjartansdóttir, Scott F. Warner, Kristjana Kjartansdóttir, Diana BM. Stahr, Bjarni Bragi Kjartansson, Flemming Stahr, langömmubörn og langalangömmubörn. frænku hefðu oft legið saman er fjölskyldan kom saman eða við vomm á ferð austur á Skála eða í Reykjavík, kynntumst við henni þó fyrst náið er við voram við nám í Reykjavík og bjuggum í Granaskjól- inu hjá þeim systmm Þóm og Siggu. Við systumar vomm auð- fúsugestir á því heimili sem önnur systkinaböm þeirra er dvöldu í Reykjavík við nám eða störf. Heim- ili þeirra systra var um tíma okkar annað heimili og það var ómetan- legur styrkur fyrir sveitabömin að mæta því viðmóti og hlýju sem þar ríkti. Þær systur vom líka samtaka í að hvetja okkur til náms. Sigga frænka fylgdist jafnan vel með og það var sama, hvort rætt var um atvik lfðandi stundar eða §arlæg lönd og sögu. Alltaf var hún heima í umræðunum og þótt ekki væri að baki mikill skólalærdómur, var hún fróð og vel lesin enda nýtti hún frístundir sínar gjaman til lesturs góðra bóka. í bamæsku hafði hún lært að bera virðingu fyrir náttúmnni og hlúa að því sem var í vexti. Hún hafði gaman að garðyrkju og marg- ar stundir undi hún sér í garðinum í Granaskjólinu og hafði ánægju af því að sjá plöntumar vaxa og dafna. Oft leiddi hún böm okkar um garð- inn og sýndi þeim inn í heim náttúr- unnar. Það leyndi sér ekki að þeirra stundu nutu viðstaddir. Bömin fundu til þeirrar sömu hlýju og umhyggju sem við systumar höfð- um notið hjá Siggu. Gleði Siggu í samskiptum við bömin var táknræn fyrir líf hennar. Það var hlutskipti hennar í lífínu að leggja öðmm hjálparhönd og það gerði hún af einlægni. Síðustu misseri dvaldi Sigga á Ysta-Skála og þar kvaddi hún þennan heim. í_ dag verður útför hennar gerð frá Ásólfsskálakirkju. Guð blessi minningu elskulegrar frænku. Systumar frá Hverabakka Minmng: Pétur Brandsson loftskeytamaður Fæddur 29. mars 1903 Dáinn 10. maí 1986 Genginn er á braut kær tengda- faðir og afí. Hann kvaddi þetta jarðneska líf þann 10. maí á sjúkra- húsi Suðurlands á sama hátt og hann hafði tekið við lífsgöngunni, æðralaus, mildur og með stutt í brosið, aðeins hálfu ári á eftir eigin- konu sinni, Hönnu Jónsdóttur. Pétur Brandsson fæddist 29. mars 1903 á Hallbjamareyri í Eyrarsveit í Snæfellsnessýslu, son- ur hjónanna Brands Bjamasonar útvegsbónda og hreppsstjóra frá Efri-Lág og Ólínu Bjamadóttur frá Krossanesi. Hann var yngstur 7 bama þeirra hjóna sem em nú öll látin. Pétur stundaði almenna mennt- un, bæði innan skóla og utan heima í sveitinni, en í löngun eftir meiri menntun hleypti hann heimdragan- um og hélt til Reykjavíkur og hóf nám við Loftskeytaskóla fslands. Að námi loknu vann hann við loft- skeytastöðina en hélt von bráðar til Isafjarðar sem símritari þar sem hann var um hálfs árs skeið eða þar til sjórinn og ævintýraþráin heilluðu hann frá landi. Árið 1927 réðst hann sem loftskeytamaður til Eimskipafélags íslands, fyrst á ms. Lagarfoss en fljótlega fór hann yfir á ms. Brúarfoss, sem hann sigldi með allt til stríðsloka 1945, að hann fór alfarinn í land. Á talsambandi v/útlönd starfaði hann síðan sem yfimmsjónarmaður til ársins 1972 að hann lét af störfum fyrir aldurs- sakir. Aldur er afstætt hugtak. Enginn er eldri en honum sjálfum finnst. Brandsson afi, sem var gælunafn okkar til hans, varð aldrei gamall þó árin segðu annað. Hann hélt alla tíð sinni reisn og glæsibrag, heimsmaður, bæði í orði og æði, hár og spengilegur svo að fólk tók eftir og dáðust að. Pétri var margt til lista lagt. Hann var tungumálamaður og las hann mikið, jafnt erlendar sem innlendar bókmenntir. Sportmaður var hann mikill og stundaði hann skíðaíþróttina, golf og laxveiðar fram eftir ámm. Völundur var hann í höndum hvort sem hann fékkst við smíðar eða ræktaði blóm, en ásamt konu sinni Hönnu ræktaði hann yndislegan sælureit við hús þeirra og á fallegum sumardögum var hvergi yndislegra að vera en innan um rósimar og dalhíumar í garði þeirra hjóna á Vatnsstíg 4. Pétur kvæntist Hönnu Jónsdótt- ur 30. júní 1930 en hún lést 2. nóvember síðastliðinn. Þau áttu því láni að fagna að eignast einn son bama, en hann er Jón Pétursson tæknimaður við Sjúkrahús Suður- lands, en þar hefur Pétur dvalist um eins árs skeið vegna vanheilsu. Þessi fátæklegu kveðjuorð em eingöngu hugsuð sem smá þakklæt- isvottur fyrir allt það sem hann var okkur, hjálpfús og óeigingjam með útrétta hönd fyrir litlar hendur sem stórar. Læknum, hjúkrunarfólki og öðm starfsfólki á Sjúkrahúsi Suður- lands sendum við alúðarþakkir fyrir góða hjúkmn og hlýlegt viðmót. Við þökkum Brandsson afa fölskva- lausa vináttu og tryggð og biðjum honum guðs blessunar í nýjum heimkynnum. Farþúífriði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fýrir allt og allt. GekkstþúmeðGuði Guðþérnúfylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Tengdadóttir og barnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.