Morgunblaðið - 16.05.1986, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 16.05.1986, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR16. MAÍ1986 4 fclk f fréttum Það er stúlkan t.v. á myndinni semTed hefur áhuga fyrir að hafa spurnir af. bésúnuleikari, Helgur og aíffst Óvænt atvik Þessi mynd sýnir atvik sem bar brátt að. Ekki er gott að segja hverjum brá mest í brún: hundinum, fíðrildinu eða ljósmyndaranum. SLAGVERKSFLOKKURINN MARCATATTAC: Frá hernáms- árum í Borgamesi — bandarískur hermaður spyrst fyrir Emil Friðfinnsson, homleikari, spilar þama á sírenu frá Slökkvi- liðinu í Reykjavík. Elín Pétursdóttir (Hoffmanns Salómonssonar), sem búsett er í Bandaríkjunum hitti fyrir skömmu Bandaríkjamann, Ted að nafni, sem var í bandaríska vamar- liðinu í Borgamesi á hemámsámn- um. Fundum þeirra bar saman fyrir hreina tilviljun og var það í fyrsta skipti sem Ted hittir íslending síðan hann fór héðan 1945, en hann er nú 72 áragamall. Þegar Ted var í bandaríska hem- um í Borgamesi lærði hann að tala íslensku og talar hana enn. Þess má geta að Ted er sænskur í móður- ætt og starfaði um skeið í Svíþjóð. Hann sýndi Elínu myndaalbúm með myndum sem hann hafði tekið í Borgamesi og víðar á stríðsámnum. Langar Ted ákaflega til að hafa spumir af stúlku sem er á mynd hér á síðunni, en myndimar em Spilað á steðja, sírenur, felgur o.f I All óvenjulegir hljómleikar verða haldnir i Félagsstofnun Stúdenta mánudaginn 19. maí nk. (annan hvítasunnudag). Það er Marcatattac, hljómsveit slagverks- deildar Tónlistarskóla FÍH (Félags íslenskra hljómlistarmanna), sem fyrir tónleikunum stendur og mun flytja þijú verk sem eingöngu em samin fyrir slagverkshljóðfæri, en jafnframt þijú önnur sem em tvfleik- ur slagverks og annars hljóðfæris. Gestir tónleikana era Kjartan Óskarsson, klarinettuleikari, og Marta Halldórsdóttir, sópransöng- kona, sem flytja þijú verk ásamt Pétri Grétarssyni aðalkennara slag- verksdeildar skólans. Þar á meðal er tónlist Helga Péturssonar við ljóð Gyrðis Elíassonar fyrir sópran og slagverk. Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við Pétur Grétarsson, stjóm- anda Marcatattac, og var hann fyrst spurður hver hefðu verið tildrögin að stofnun þessarar sérkennilegu hljómsveitar. „Ég byijaði með svona slagverkshijómsveit þar sem ég kenni í Tónlistarskóla FÍH, og svo komu til liðs við okkur blásaranemar sem em í blásaradeild Tónlistarskól- ans í Reykjavík. Liður í þeirra námi er að kynnast slagverki og við ákváðum að æfa upp þekkt verk sem heitir Ionisation og er eftir Edgard Varese. Verk þetta var samið 1938 og er stefnumótandi tímamótaverk í slagverki. Það hefur þó aldrei verið flutt á íslandi áður, eftir því sem ég veit best. - Mun slagverkshljómsveitin starfa áfram að þessum fyrstu tón- leikum loknum? Vonandi, en það er þó ólíkleg að allir haldi áfram sem núna skipa Marcatattac. - Er slagverksmúsík spiluð eftir nótum? Já, það er allt skrifað út - líka ! sírennan, steðjinn, felgumar og allt draslið. Allt er spilað nákvæmlega eftir nótunum og tjáningin hjá hveij- j um og einum er í lágmarki. - Er þetta áheyrileg músík? Þetta er mjög óvenjuleg músik - ekki bara sprengjuárásir heldur er einnig mikið um óvenjuleg hljóð. Við þurftum að fá mikið af hljóðfæmm að láni til að geta spilað verkið, fengum m.a. nokkur hljóðfæri að láni hjá Slökkviliðinu í Reykjavík. - Hafíð þið æft þetta mikið? Já, við emm búnir að æfa þennan konsert síðan um áramót. En þó að búið sé að leggja í þetta mikla vinnu verður ekki hægt að endurtaka hljómleikanna. Það em svo miklir hljóðfæraflutningar í kringum þetta - við emm m.a. með flest slagverks- hljóðfæri sinfóníuhljómsveitarinnar og getum ekki fengið þau aftur á næstunni. Þess má geta að við flytjum verkið Ionisation tvisvar á hljómleikunum. Það gemm við vegna þess að erfitt er fyrir áheyendur að grípa þetta verk ef þeir heyra það bara einu sinni. Við munum því flytja það aftur í lok hljómleikanna. Verkið tekur um það bil 6 mínútur í flutningi, en hljómleikamir í Félagsstofnun verða tæplega tveggja klukkustundar langir. Af öðmm verkum sem á hljóm- leikunum verða má nefna Sonatinu eftir Fisher Tull, sem er í hefð- bundnum stfl þrátt fyrir óvenjulega hljóðfæraskipan, og Þijá þætti eftir Roger Keagel, sem er fjölbreyttur sextett fyrir slagverk," sagði Pétur að lokum. Tónleikar Marcatattac í Félags- stofnun Stúdenta á mánudag heQast kl. 15 og er aðgangur ókeypis og öllum heimill. Marcatattac er skipuft fimmtán slagverksleikurum sem allir leika á um fjörtíu hljóðfœri í verkinu lonisation eftir E. Varese. Myndin er tekin á æfingu hjá Marcatattac. Atli Pétursson er við píanóið en Óli Hólm við trommurnar fyrir framan það. Aðrir á myndinni eru f.v. Kristín, Hallfríður, Jón, Matthías, Guðbrandur, Einar Bragi, Jógvan, Karl, Vilborg og Pótur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.